Morgunblaðið - 22.01.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.01.2020, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020 ✝ Stefán ÖrnStefánsson fæddist á Húsavík 15. febrúar 1938. Hann andaðist á Landspítalanum 11. janúar 2020. Foreldrar hans voru Stefán Hall- dórsson sjómaður, f. 25. september 1899, d. 9. nóvem- ber 1940, og Jónína Brynjólfsdóttir, f. 12. september 1906, d. 31. desember 2000. Systkini Stefáns Arnar eru Bryndís, f. 4. júlí 1930, d. 12. maí 2018, Geir, f. 12. mars 1932, d. 7. júní 1997, og Hörður, f. 9. mars 1936, d. 26. janúar 1984. Stefán Örn kvæntist 15. febr- úar 1961 eftirlifandi eiginkonu sinni, Gunnþórunni Rannveigu Þórhallsdóttur, f. 21. maí 1941. Börn þeirra eru: 1. Stefán Geir, f. 15. október 1960, eig- inkona Anna María Gunn- arsdóttir. Börn þeirra eru Katr- ín, sem á soninn Rökkva, Stefán yfirmaður tæknideildar Flug- félags Íslands 1969-72. Frá 34 ára aldri rak hann eigin verk- fræðistofu í 28 ár sem hann seldi árið 2000 og minnkaði við það vinnu næstu árin á móti auknum frítíma sem var fátíður fram að því. Mörg verkefna Stefáns og samstarfsmanna hans á verk- fræðistofunni sneru að viðhaldi fiskimjölsverksmiðja og end- urnýjun búnaðar þeirra til fram- leiðslu hágæðamjöls ásamt fjöl- breyttri ráðgjöf og hönnun innanlands sem erlendis. Einnig var Stefán trúnaðarmaður Við- lagasjóðs við mat á tjóni vegna gossins í Vestmannaeyjum 1973 og snjóflóðsins í Neskaupstað 1974. Stefán Örn naut sín best úti í náttúrunni, stundaði mjög fjall- göngur og aðra útivist eins og skotveiðar og jeppaferðir, var afar umhugað um móðurmálið og ræktaði frændgarðinn í Vesturheimi með heimsóknum þangað. Hann bjó við góða heilsu fram yfir 75 ára aldurinn, þau hjón stunduðu ferðalög, nutu samvista með fjölskyldunni og uppskáru hvíld að loknu ævi- starfi. Útförin fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 22. janúar 2020, klukkan 15. Örn og Kristín Rut. 2. Halla, f. 1. des- ember 1965. Dætur hennar eru Stein- vör og Eva. 3. Finn- ur, f. 14. október 1969, eiginkona Steinunn Jóns- dóttir. Synir þeirra eru Baldur og Unn- ar Örn. Fyrir átti Steinunn Nönnu Katrínu og Jón Braga. 4. Rebekka, f. 9. maí 1971, eiginmaður Emil Kárason. Dóttir hennar er Rannveig, fyr- ir átti Emil synina Pál Emil, Þorgrím Kára og Matthías Gauta. Stefán ólst upp á Húsavík og lauk stúdentsprófi frá MA 1958, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1961 og vélaverkfræðiprófi frá DTH 1964. Að námi loknu vann Stefán við olíuhreins- unarstöð Dansk Esso í Kalund- borg 1964-66, sem fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðju ríkisins á Seyðisfirði 1966-69 og Elsku pabbi minn lést á Land- spítalanum 11. janúar eftir erfiða sjúkdómsbaráttu. Það er margt sem kemur upp í hugann á þessari stundu. Efst í huga er þakklæti til mömmu fyrir að hafa hugsað svona vel og fallega um pabba í all- an þennan tíma. Slík natni og um- hyggja er ekki sjálfgefin. Þegar pabbi var í stuði lét hann allt flakka og margt var svo sann- arlega ekki í samræmi við pólitísk- an rétttrúnað dagsins. Hann lét þau orð falla í viðtali við Ísland í dag, þar sem rætt var við hann um allar Esjuferðirnar, að bara kell- ingar og aumingjar færu bara upp að Steini. Honum fannst þetta svo fyndið að hann skellti upp úr þeg- ar hann lét þetta út úr sér. Þessi árátta hans að segja stöðugt brandara þegar sá gállinn var á honum féll ekkert sérstaklega vel í kramið hjá mér á unglingsárun- um. Ekki heldur sú venja að reyna að kenna öðrum ökumönnum í umferðinni að keyra þegar honum fannst að úrbóta væri þörf. Hann var strangur við okkur í uppeldinu og unglingsárin því nokkuð fjörug þegar uppreisnargjarn unglingur og ósveigjanlegur uppalandi tók- ust á. Pabbi var mjög markmiðsdrif- inn og þegar kom að hreyfingu var hann afar góð fyrirmynd. Esju- ferðirnar voru vandlega skráðar og markmið ársins og mánaðarins líka. Ef excel hefði verið til þegar hann var ungur maður væri ég til í að sjá það skjal. Hann kenndi mér að fara vel með peninga og bæði hann og mamma voru frábærar fyrirmyndir í reglusemi og skyn- semi í þeim efnum. Rannveig dótt- ir mín átti sitt annað heimili hjá ömmu sinni og afa þegar við bjuggum í nágrenni við Valhús- abrautina. Ég er óendanlega þakklát fyrir hvað þau hafa reynst henni góð og traust í gegnum tíð- ina. Pabbi elskaði að vera úti í nátt- úrunni og við eigum margar góðar minningar því tengdar. Skauta- ferðir á Melavöll, tjaldferðir, skíðaferðir í Kerlingarfjöll, vél- sleðaferðir í Jósepsdal, Hellisheiði og á Skjaldbreið, gönguferðir á Fimmvörðuháls, jeppaferð á Snæ- fellsjökul og gönguferð á Heklu. Barnabörnin sitjandi á stórri dekkjaslöngu aftan í vélsleða, því hraðar sem keyrt var því betra. Jeppaferðir fjölskyldunnar þar sem pabbi naut sín í botn við að skemmta krökkunum. Ferð á Skjaldbreið í dásamlegu veðri, við pabbi stoppuðum vélsleðana og hölluðum okkur aftur í sólbað, grafarþögn, heiður himinn og sól- in hitaði köld andlitin eftir keyrsl- una. Við vorum sammála um að til- veran væri fullkomin á svona stundum. Pabbi vildi alltaf vera sólbrúnn og fór iðulega í skjanna- hvíta skyrtu eftir útivist til að tryggja að við hin sæjum hvað hann var orðinn brúnn. Honum fannst sumir amerískir dægur- þættir flokkast undir lágmenn- ingu og hafði t.d. miklar og nokk- uð neikvæðar skoðanir á Dallas. Staðreyndin var hins vegar sú að á endanum horfði hann á alla þætt- ina, því til að koma athugasemd- um sínum á framfæri þurfti hann jú að standa nálægt okkur og þar með sjónvarpinu. Takk elsku pabbi fyrir sam- fylgdina. Hvíldu í friði. Rebekka Stefánsdóttir. Ég minnist Stefáns Arnar, elsku tengdaföður míns, fyrir hlýju, einlægni og þá væntum- þykju sem hann sýndi mér og eldri börnum mínum alveg frá þeirri stundu þegar við kynntumst honum fyrst. Og á þeim árum sem liðin eru síðan leiðir okkar lágu saman dýpkaði bæði hlýjan og væntumþykjan og við urðum órjúfanlegur hluti af hans góðu fjölskyldu. Hann var alltaf í okkar liði. Þegar svo yngstu afadreng- irnir tveir bættust í hópinn um- lukti hann þá einnig með ást og umhyggju en líka galsa og glettni. Þeir munu eiga ómetanlegar minningar um góðan, traustan og skemmtilegan afa. Á kveðjustund, þegar lífshlaup Stefáns Arnar er rifjað upp, áttar maður sig enn betur á því hvernig erfið lífsreynsla æskuáranna mót- aði hann og skóp sem einstakling. Föðurmissir á unga aldri, sár fá- tækt og stolt einstæðrar móður skildu eftir spor sem fylgdu hon- um alla tíð. Stefán Örn var sjálf- skapaður maður sem með eigin þrautseigju og stuðningi góðs fólks braust til menntunar. Hann lagði allt sitt í að standa sig í sínu krefjandi starfi og vildi hag fjöl- skyldu og barna sinna sem bestan. Það má segja að ævi hans hafi skipst í þrjú tímabil: æskuárin, náms- og starfsárin, og svo efri ár- in sem urðu tímabil útivistarferða og samverustunda með ættingjum og vinum, þó að einstaka vinnu- tengt verkefni slæddist með. Stef- án Örn deildi ástríðu sinni á fjall- göngum og ferðum um landið með börnum sínum og barnabörnum og kenndi þeim margt um leið. Ís- lenskan var honum einnig mikil- væg og rækt við móðurmálið var eitt af því sem hann lagði mikla áherslu á við sitt fólk. Síðustu árin tók barátta við Parkinsons-sjúk- dóminn sinn toll og hafði af honum þau lífsgæði að geta notið útivistar og ferðalaga, en hann tókst á við veikindi sín af miklu æðruleysi og hugrekki. Lýsti það vel hans innri manni. Þú velur leiðina en þú þekkir hana ekki Enginn þekkir leiðina nema vegirnir Þeir einir luma á þessari miklu þekkingu Allir vegirnir En samt skaltu velja leiðina Og vona það besta (Sigurður Pálsson) Blessuð sé minning Stefáns Arnar Stefánssonar. Ég mun hugsa til hans með þakklæti og söknuði um ókomin ár. Steinunn Jónsdóttir. Elskulegur afi minn er fallinn frá. Hann og amma hafa alltaf reynst mér einstaklega vel. Þau hafa verið mér sem annað sett af foreldrum og er það ómetanlegt. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þær fjölmörgu minningar sem ég á með afa og höfðum við gaman af því að rifja þær upp saman. Ein af mínum allra fyrstu minningunum er þegar ég fékk að standa á tánum á afa og hann dansaði um stofuna með mig - svo þegar ég var orðin unglingur eyddum við heilum áramótum í að dansa um allt hús, flissandi og lát- andi eins og bjánar. Afi var ótrú- lega duglegur við að drösla mér með sér í alls konar ferðalög. Við fórum saman ferðir inn í Þórs- mörk, á Fimmvörðuháls, upp Esj- una oftar en ég get talið, á jökla, fjöll og hóla. Við fórum í vélsleða- ferðir, fjallgöngur og á línuskauta en línuskautaferli afa lauk þegar hann fékk stein í dekkið og hand- leggsbrotnaði, þá á sjötugsaldri! Kílómetrarnir sem við gengum saman eru þó nokkrir og mínút- urnar voru óteljandi þar sem afi sat að sóla sig á meðan ég beið óþreyjufull eftir að hann stæði aft- ur upp svo við gætum haldið áfram. Afi var alltaf súkkulaðibrúnn á sumrin, drakk í sig sólina hvar sem hann gat og notaði það sem við kölluðum iðulega steikingarolíuna. Þegar við vorum í eitt skipti af mörgum að útbúa okkur fyrir jöklaferð, þá fann afi bara olíu með vörn númer 8 og hafði miklar áhyggjur af því að sú númer 4 var búin. Það var einmitt fyrir þá ferð sem ég hafði verið að hjálpa honum að ferðbúa sig og var hálfan dag að herða mig upp í að spyrja hvort ég mætti koma með. Hann hélt það nú og var glaður að fá félagsskapinn. Eyddum við svo næstu dögum uppi á Vatnajökli þar sem afi sagði reglulega brandara í talstöðina til að skemmta ferðafélögunum, við átum óteljandi rækjusamlokur sem amma útbjó fyrir okkur og sváfum í jeppanum á nóttunni. Okkur varð báðum skítkalt en vild- um hvorugt viðurkenna það! Afi hafði líka einstaklega gaman af því að minna mig á að þegar við vorum í einni af gönguferðunum okkar í Þórsmörk rak ég skyndilega upp skaðræðisöskur. Hann hélt að ég hefði slasað mig illa en ætlaði svo aldrei að hætta að hlæja þegar ég stundi upp að ég hefði séð kónguló. Afi kenndi mér að meta náttúruna, að horfa á kletta eða ský og sjá í þeim skessur og tröll auk þess sem hann þekkti ótrúlegustu kennileiti og nöfn á hinum og þessum fossum og þúfum. Hann gat bullað ótelj- andi sögur tímunum saman til að stytta mér stundir þegar ég var krakki, var mikill húmoristi og brandarakall. Ég hef lært ótal- margt af afa, allt frá góðri íslensku yfir í að stýra vélsleða í hliðarhalla. Afi hvatti mig áfram í þeim verk- efnum sem ég vann að hverju sinni, sýndi áhuga á því sem ég var að gera og stappaði í mig stálinu þeg- ar á móti blés. Það er stórt afa- lagað gat í hjartanu mínu en ég er þakklát fyrir minningarnar og tím- ann sem við eyddum saman. Elsku afi, takk fyrir allt – við sjáumst hinum megin! Rannveig Smáradóttir. Í dag kveðjum við okkar kæra mág og svila, Stefán Örn Stefáns- son. Fyrir tæpum 62 árum hófust kynni okkar systkina og Stefáns þegar að túngarði við Sandhóla renndi bláleit drossía, sennilega síðla sumars 1958. Út steig maður, glæsilegur og fágaður, í fallegum ljósleitum „lafafrakka“, í skyrtu með bindi og í stífpússuðum skóm. Hafði sveitafólkið sjaldan séð svo glæstan mann, öruggan í fram- göngu og prúðmennskan uppmál- uð. Hann var óðara leiddur í hús og sest var til borðs hjá móður okkar. Allmargt fólk var í heimili, börn og fullorðnir. Gesturinn sat annars vegar borðsins en gegnt honum sat systir okkar glæsileg að vanda, þá 17 ára gömul, rjóð í kinnum. Þótti þeim sem þetta muna að þarna væri að verða til innilegt samband milli þeirra sem rétt reyndist. Fljótlega varð traust og góð vin- átta milli hans og okkar systkina og síðar tengdafólks. Einstök vin- átta og virðing ríkti ávallt milli for- eldra okkar og Stefáns. Nokkur úr fjölskyldunni höfðu með sér félagsskap sem nefndist „Örverpafélagið“, þar var Stefán í forystu og naut sem áður góðs stuðnings eiginkonu sinnar sem hafði titilinn stjórnarformaður. Efnt var til nokkurra vel heppn- aðra ferða sem okkur hinum, sem ekki vorum örverpi, þótti ástæða til að öfundast yfir, enda mjög rómaðar af þeim sem notið fengu. Í þessum ferðum nutu þátttakendur góðrar þekkingar Stefáns á land- inu okkar og náttúru þess, sem hann unni svo sannarlega, sjálfur mikill útivistar- og náttúruunnandi til fjölda ára enda var hann mikið „náttúrubarn“. Núna þegar við kveðjum Stefán Örn vaknar fyrst og fremst minn- ingin um vandaðan, traustan og góðan dreng til orðs og æðis, metn- aðarfullan, frænd- og vinrækinn, hrók alls fagnaðar þegar fjölskylda og vinir komu saman til að gleðj- ast, húmoristann sem alltaf var tilbúinn að miðla léttleika og gam- ansömum frásögnum, auk fróð- leiks af ýmsu tagi. Öll höfum við fengið notið skemmtilegra heim- boða á einstaklega fallegu heimili þeirra hjóna við ýmis tækifæri. Alltaf var nærandi fyrir sál og lík- ama að hitta þau hjónin. Ein systra okkar sem búið hefur erlendis um langt skeið er þeim hjónum einkar þakklát fyrir gistingu og hvers konar atbeina sem hún hefur feng- ið notið í sínum heimsóknum til Ís- lands, ekki síst auðsýndan hlýhug Stefáns. Stefán gat sér einstakt orð fyrir störf sín, faglega þekkingu á þeim viðfangsefnum sem hann beindi fyrst og fremst starfskröftum sín- um að. Nýútskrifaður vélaverk- fræðingur var hann kallaður til verka í þeirri grein sem þá var ein af mikilvægustu atvinnugreinum þjóðarinnar og er enn. Víða um land sjást merki verka hans í glæsilegum og gjöfulum fiski- mjölsverksmiðjum sem hann hannaði, ýmist frá grunni eða víð- tækar endurbætur á. Um leið og við kveðjum góðan vin með söknuði og þakklæti fyrir samveruna, vottum við elskulegri systur okkar og mágkonu, Gunn- þórunni, börnum þeirra, Stefáni Geir, Höllu, Finni Reyr, Rebekku og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði, elskulegur mágur og svili. Gunnar Þór, Kristveig, Jens, Þorbergur, Sigurborg, Guðbjörg og fjölskyldur. Það er gæfa hvers manns, sem á lífs- ferðar leiðum fær leiðsögn og samfylgd af trygglyndum vini, og atvikin liðnu, þar sem margs er að minnast gera mynd hans svo bjarta í kvöldroðans skini. Við mættumst svo ungir á alfaravegi, tveir óreyndir hlekkir í lífsins festi. Tvö óskrifuð blöð, – tveir óráðnir draumar með árdagsins sólfar í veganesti. Þótt hljótt yfir sporin þín húmrökkvinn hnígi er heiðríkja og fegurð um minningu þína. Frá æskunnar vori er andblærinn hlýi sem umvefur síðustu kveðjuna mína. (Valdimar Hólm Hallstað) Hinsta kveðja, með þakklæti fyrir áratuga vináttu sem aldrei bar skugga á. Gunnar Valdimarsson, Húsavík. Það var síðsumarsdag 1963 á stúdentagarðinum „Solbakken“ í Kaupmannahöfn að haldinn var fagnaður íbúanna, sem voru hjón eða sambýlisfólk með börn. Við Anna Björk vorum nýflutt þangað með fjögurra mánaða dóttur okkar Önnu Birnu og hugðum gott til þess að hitta aðra íbúa einkum landa okkar. Þarna hittum við í fyrsta sinn Gunnþórunni og Stefán Örn. Einkar minnisstætt frá þessu fagra kvöldi er hve vel við náðum saman og úr varð traust vinátta. Gunnþórunn og Stefán Örn voru norðan úr Þingeyjarsýslum en við Anna Björk að sunnan en það var ekki sérstaklega til umræðu á þessum fyrsta fundi. Ungu mæð- urnar, Gunnþórunn og Anna Björk, hófu hrókasamræður með- an við Stefán Örn ræddum heims- vandamálin undir linditré. Stefán Örn lauk prófi í vélaverk- fræði 1964 og fluttu þau Gunnþór- unn með son sinn Stefán Geir til Kalundborgar þar sem Stefán Örn fékk starf hjá olíuhreinsistöð ESSO. Ekki skildi leiðir því að við nutum þess að heimsækja og þau hjónin þar og dvelja í nokkra daga. Árið 1965 fluttum við Anna Björk til Íslands og við tók starf og uppbygging heimilis. Á fyrstu bú- skaparárunum var lítið um sum- arfrí og aflaði ég aukatekna með afleysingum í apótekum á lands- byggðinni. Vorið 1967 vissum við Anna Björk ekki betur en að Gunnþór- unn og Stefán Örn væru enn í Ka- lundborg þótt við hefðum orðið þess áskynja að hugurinn stefndi heim. Svo vildi til að ég fór til Seyð- isfjarðar í maí 1967 til að leysa af. Fór ég með flugi til Egilsstaða og þaðan með snjóbíl yfir Fjarðar- heiði sem var þá kolófær. Bað ég bílstjórann að setja mig af við apótekið, kvaddi ég þar dyra og hver önnur en Gunnþórunn opn- aði dyrnar. Urðum við bæði jafn steinhissa. Þau Stefán Örn voru þá nýflutt heim og hann tekin við starfi framkvæmdastjóra Síldarverk- smiðjunnar þar eystra. Í huga bíl- stjórans var húsið sem þau höfðu fengið til afnota kallað apótekið sem hafði verið þar til fjölda ára áður. Urðu fagnaðarfundir með okkur Gunnþórunni og Stefáni Erni og næsta mánuðinn naut ég nábýlis við þau þar sem nýja apótekið var steinsnar frá þeim. Ég varð mjög tíður gestur og naut kræsinga Gunnþórunnar. Anna Björk var mjög glöð að heyra þetta og fegin að ég væri ekki þarna einn í reiði- leysi. Þegar starfi mínu lauk var heiðin orðin fær og þau hjónin óku mér til Egilsstaða í flugið. Gunnþórunn og Stefán Örn fluttu svo suður 1969 og tók Stefán til starfa hjá Flugfélagi Íslands. Þá tókum við upp þráðinn og vináttan þroskaðist með mörgum góðum samverustundum. Oft á tíðum fór- um við saman ásamt börnum okk- ar í gönguferðir með nesti. Kom fljótt í ljós að Stefán Örn hafði mikla yfirburði yfir okkur hin í út- haldi og tók hann þá ástfóstri við Esju sem hann kleif ótal sinum einn síns liðs, eins lengi og heilsan leyfði. Hin síðari ár hrakaði heilsu Stefáns Arnar mjög og þar með fækkaði samverustundunum. Hins vegar hélst hin trygga vinátta og nú að skilnaði eigum við fjársjóð minninga. Við Anna Björk þökkum inni- lega fyrir það og vottum Gunnþór- unni og börnum þeirra Stefáns Arnar og öðrum ástvinum innilega samúð. Almar Grímsson. Enn einn úr hópi okkar stúd- enta frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1958 er látinn, Stefán Örn Stefánsson vélaverkfræðingur frá Húsavík. Þá eru sextán af fimmtíu og tveimur stúdentum MA58 falln- ir frá. Þannig er lífið – dauðinn býður allra. Stefán Örn kom frá Húsavík til Akureyrar haustið 1953 þar sem hann settist með okkur í landspróf- sdeild Gagnfræðaskóla Akureyrar, naut kennslu góðra kennara og lauk landsprófi með góðum ár- angri og settist í Menntaskólann á Akureyri 1954. Árin í MA eru óg- leyma0nleg og þar eignuðumst við vini fyrir lífið. Síðustu sautján ár höfum við MA58 hist mánaðarlega og rifjað upp atburði liðinni ára –liðinnar ævi, æskuáranna þegar við sung- um um hin æskuglöðu stúdentsár: Þið stúdentsárin æskuglöð, sem oft við minnumst síðar, þið runnið burtu helst til hröð í hafsjó fyrri tíðar, og ekkert það sem þar er geymt mun þaðan fást um eilífð heimt. O jerum, jerum, jerum, o quæ mutatio rerum. (Þýð.: Jón Helgason) Haustið 2013 fór hópur stúdenta MA58 í siglingu á Dóná og aftur haustið 2016 á Rín. Komum við í Schönbrunn, höll sem reist var um 1700 og var sumarhöll Habsborg- ara með sínum 1441 herbergi eftir að María Theresa keisaraynja lét endurgera Schönbrunn um miðja átjándu öld. Í Rínarferðinni fórum við suður á ungversku slétturnar, Puszta, og horfðum á hestaíþróttir ungverskra knapa, borðuðu ljúf- fenga ungverska gúllassúpu og drukkum ungverskt rauðvín. Í þessum ferðum voru þau sæmdarhjónin Gunnþórunn og Stefán Örn. Gott var fyrir okkur Grétu að njóta hjálpar þeirra og gaman að ræða við þau um gamla daga, tengsl okkar og um íslenskt mál og málfræði. Að leiðarlokum sendum við Gunnþórunni, börnum hennar og barnabörnum samúðarkveðjur og minnumst góðs drengs, vinar okk- ar Stefáns Arnar Stefánssonar. Margrét Eggertsdóttir, Tryggvi Gíslason. Stefán Örn Stefánsson HINSTA KVEÐJA Hinsta kveðja til hlýj- asta, besta og hláturmild- asta vinar míns, Stefáns Arnar. Ég sakna þín ótrúlega mikið og minningarnar um þig og okkar mörgu göngu- ferðir mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Nína Margrét.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.