Morgunblaðið - 22.01.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.01.2020, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020 Verið velkomin í verslun okkar Opið mán - fim kl. 8:30 –17:00, fös 8:30–16:45 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is ÞORRATILBOÐ ER ALLT KLÁRT FYRIR ÞORRABLÓTIN? 25% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM HITALOGAR HITAKASSAR MELAMIN BAKKAR SNAFSAGLÖS SWAN POTTAR HITABORÐ Það er ávallt tilhlökkunarefniað sjá nýtt leikrit eftirTyrfing Tyrfingsson, endahefur hann þegar markað sér stöðu sem eitt eftirtektarverð- asta íslenska leikskáld samtímans. Á tæpum áratug hafa ratað á svið sex leikverk eftir Tyrfing hér á landi, einleikurinn Grande (2011) sem var lokaverkefni hans við Listaháskóla Íslands; einþáttungurinn Skúrinn á Sléttunni (2013); Bláskjár (2014) sem var fyrsta leikrit höfundar í fullri lengd, Auglýsing ársins (2016), Kartöfluæturnar (2017) og nú Helgi Þór rofnar, en öll verkin nema Grande voru sett upp í Borgarleik- húsinu, þar sem hann starfaði um skeið sem hússkáld. Áberandi leiðarstef í verkum Tyrfings hefur frá upphafi verið of- beldi í nánum samböndum, þar sem vanræksla, skortur á nánd, tilfinn- ingaleg fátækt, markaleysi og stjórnsemi hafa skelfilegar afleið- ingar. Tyrfingur skrifar um flókin sálfræðileg tengsl af djúpu innsæi og augljósri þekkingu sem skilar sér í áhrifamiklum leiktexta sem nýtur sín vel á sviði. Beitt orðfæri og ákveðin gróteska í bland við ofbeldi og grimmd, sem minnir á stundum á verk Söruh Kane, ýta auðveldlega við áhorfendum, en Tyrfingur gætir þess vandlega að nýta húmorinn til að hjálpa okkur að meðtaka óþægi- lega og sára hluti. Húmorinn hefur þannig ávallt verið eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistu Tyrfings og er óhætt að segja að hann sé sót- svartur í nýjasta leikriti hans. Í Helgi Þór rofnar beinir Tyrf- ingur, líkt og oft áður, sjónum sínum að undirmálsfólki án þess þó að gera lítið úr því – því mennskan er alltaf í fyrirrúmi hjá höfundi. Í forgrunni eru feðgarnir Helgi Þór (Hilmar Guðjónsson) og Jón (Bergur Þór Ingólfsson) sem reka saman útfarar- þjónustu þar sem Helgi Þór starfar sem líksnyrtir, en dreymir um að láta rödd sína heyrast, meðan faðir hans er útfararstjóri sem hefur viðurværi sitt af alls kyns skiptidíl- um. Snemma verks birtist Katrín (Þuríður Blær Jóhannsdóttir) og reynist vera dóttir líksins (Kári Gíslason) sem Helgi Þór er þá stundina með á börunum. Á milli Helga Þórs og Katrínar kviknar ein- hver neisti sem fær Helga Þór til að vilja sýna meira sjálfstæði í eigin lífi en hann hefur áður gert og brjótast út úr aðstæðum sínum. Þegar Jón mætir á svæðið og gerir sér grein fyrir því að hann gæti mögulega ver- ið að missa yfirráðin yfir syni sínum kastar hann fram spádómi og segir líf sonarins í hættu. Inn í atburða- rásina blandast síðan bakarinn (Hjörtur Jóhann Jónsson) sem vill ólmur að Helgi Þór flytji inn til sín, í stað barnungrar dóttur sem hann hefur ekki lengur burði eða nennu til að sjá um. Stefán Jónsson leikstjóri lýsir Helgi Þór rofnar sem grískum harmleik í viðtali í leikskrá með vís- an til þess hversu afgerandi atburðir verksins eru og höfundur noti mark- visst minni á borð við álög og spá- dóma. Áhugavert er að skoða hvaða áhrif spádómar hafa á fólk. Hefði Lajos konungur aldrei heyrt spádóm þess efnis að Ödipus, sonur hans, myndi myrða föður sinn og því næst kvænast móður sinni, Jóköstu, hefði Lajos sennilega aldrei skipað svo fyrir að bera ætti barnið út heldur alið það upp hjá sér og þá hefði spá- dómurinn mögulega aldrei ræst. Eins mætti spyrja sig hvort hvarflað hefði að Makbeð að myrða Dúnkan konung ef nornirnar þrjár hefðu ekki orðið á vegi hans á heiðinni og spáð fyrir honum konungdómi? Sagt er að orð séu til alls fyrst, en orð og hvernig talað er til okkar á mótunar- skeiði hefur líka afgerandi áhrif á þroska einstaklingsins. Hvaða sjálfs- traust öðlast sá sem ávallt fær að heyra að hann sé einskis megnugur? Og hvernig lærir manneskja sem býr ekki við alúð að elska? Börn læra jú það sem fyrir þeim er haft og mantran sem þau heyra mótar. Umgjörð sýningarinnar er góð, hvort heldur snýr að leikgervum Margrétar Benediktsdóttur, fínni lýsingu Pálma Jónssonar, áhrifamik- illi tónlist Magnúsar Jóhanns Ragn- arssonar eða flottri hljóðmynd Garð- ars Borgþórssonar. Stílhrein og köld leikmynd Gretars Reynissonar skapar góðan ramma um atburði verksins þar sem skemmtileg spegl- un verður milli bakarísins og lík- brennslunnar sem nýtt var til hins ítrasta í þöglum leik í upphafi sýn- ingar. Í brauðinu felst líf í formi næringar en líkbrennsluofninn tákn- ar endalokin sem bíða okkar allra. Á milli ofnanna tveggja birtist vonin um ást og nánd. Þar býr Katrín sem Helgi Þór heimsækir tvisvar í verk- inu. Vel útfærð myndbönd Elmars Þórarinssonar þjóna mikilvægu hlutverki þar sem þau sýna okkur fyrsta fund Helga Þórs og Katrínar sem átti sér stað áður en verkið hefst og inniheldur jafnframt loka- setningu verksins, sem virkar slá- andi í ljósi þess sem gengið hefur á. Búningar Stefaníu Adolfsdóttur voru látlausir og þjónuðu persónum mestmegnis vel. Hins vegar fer að verða nokkuð þreytt stef hversu klæðalítil Þuríður Blær þarf iðulega að vera í sýningum án þess að það þjóni augljósum tilgangi. Þessi frá- bæra leikkona fer létt með að leika druslulega fyllibyttu án þess að þurfa að vera á brókinni. Þuríður Blær miðlar afar vel sársauka Katr- ínar og viðkvæmni í leit hennar að ljósi, sem hún telur sig jafnvel sjá í Helga Þór. Hilmar stendur sig frá- bærlega í hlutverki titilpersónunnar sem dreymir um aukið sjálfstæði og langar mest af öllu að fá að ráða, en kann vegna reynsluleysis ekkert með valdið að fara þegar honum loks gefst tækifærið. Samleikur Hilmars og Þuríðar Blævar er góður, ekki síst þegar persónur þeirra fara í hlutverkaleik. Hjörtur Jóhann í hlutverki bak- arans sveiflar sér léttilega milli þess að vera ruddalegur og viðkvæmnis- legur. Þjáning hans og uppgjöf þeg- ar Helgi Þór hafnar hjálp hans var átakanlega sár. Bergur Þór í hlut- verki föðurins er ógnandi þegar hann kúgar aðra til hlýðni með of- beldi jafnt í orðum og gjörðum. Ólíkt Helga Þór sem fær engu að ráða ætlar Jón öllu að ráða, með skelfileg- um afleiðingum. Erlen Isabella Ein- arsdóttir fer vel með hlutverk stelp- unnar í bakaríinu og Kári Gíslason á hrós skilið fyrir frammistöðu sína á líkbörunum, enda hægara sagt en gert að liggja grafkyrr svona lengi. Gjöfult samstarf höfundar og leik- stjóra skilar sér í áhrifamikilli sýn- ingu sem birtir okkur grimman og ofbeldisfullan heim sem erfitt getur verið að horfast í augu við. Við get- um þó heilmikið lært af leit höfundar að ljósinu sem leynist í sérhverri manneskju, en fær vegna aðstæðna ekki alltaf tækifæri til að loga. Guð, gerðu mig góðan, bara ekki strax Ljósmyndun/Grímur Bjarnason og Bjarni Grímsson Borgarleikhúsið Helgi Þór rofnar bbbbn Eftir Tyrfing Tyrfingsson. Leikstjórn: Stefán Jónsson. Leikmynd: Gretar Reynisson. Búningar: Stefanía Adolfs- dóttir. Lýsing: Pálmi Jónsson. Tónlist: Magnús Jóhann Ragnarsson. Mynd- band: Elmar Þórarinsson. Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir. Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson. Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Erlen Isabella Einars- dóttir, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Kári Gíslason og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Frumsýn- ing á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudaginn 17. janúar 2020. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Samspil „Samleikur Hilmars og Þuríðar Blævar er góður.“ Fyrsta kvikmyndin um rithöfundinn Tove Jansson, sem frægust er fyrir skrif sín um múmínálfana, verður frumsýnd í haust. Leikstjóri er Zaida Bergroth og handritið skrifar Eeva Putro. Í samtali við Sænska ríkisútvarpið segir Andrea Reuter, framleiðandi, um að ræða dýrustu finn- landssænsku kvikmyndina sem gerð hefur ver- ið til þessa. Með hlutverk Jansson fer finn- landssænska leikkonan Alma Pöysti, en hún lék rithöfundinn einnig á sviði hjá Sænska leikhús- inu í Helsinki árið 2017. „Ég varð svo innilega glöð að ég bæði grét og hló,“ segir Pöysti um það þegar henni bauðst hlutverkið. „Konur eru í meirihluta þeirra sem vinna að myndinni, sem er góð tilfinning þar sem við segjum sögu mikilvægustu konu lands okkar,“ segir Reuter. Myndin gerist á eftirstríðs- árunum í Finnlandi, sem höfðu mótandi áhrif á Jansson. Sjónum er m.a. beint að ástarlífi Jans- son, sem var tvíkynhneigð, og því sem veitti henni innblástur að múmínálfabókunum. Myndin verður leikin á finn- landssænsku, sem mun vera óvanalegt í finnskri kvikmyndagerð. Að sögn Reuter kom þó ekki annað til greina en að myndin væri leikin á móðurmáli Jansson. Kvikmynd um Tove Jansson væntanleg Ljósmynd/Reino Loppinen Ástsæl Tove Jansson. Gítarleikarinn Johnny Marr, fyrrverandi liðs- maður popp- sveitarinnar The Smiths, mun semja tónlist við nýjustu kvik- myndina um James Bond, No Time to Die, ásamt tónskáldinu Hans Zimmer, að því er fram kemur á vef tón- listarritsins NME. Marr segist hæstánægður með að fá að leika á gítarinn í Bond-mynd, en hann hef- ur áður unnið með Zimmer, m.a. að tónlist kvikmyndarinnar Incep- tion. Zimmer vinnur nú hörðum hönd- um að tónlistinni við myndina, en hann fékk verkefnið fyrir fáeinum dögum. Frumsýna á myndina í apríl og má því segja að töluvert álag sé á Zimmer. Tónskáldið Dan Romer átti að semja tónlistina við myndina en hann sagði sig frá verkefninu vegna listræns ágrein- ings, að því er fram kemur á vef kvikmyndatímaritsins Variety. Johnny Marr Marr semur Bond-tónlist með Zimmer

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.