Morgunblaðið - 22.01.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 22.01.2020, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI F ROM T HE D I R E C TOR OF S K Y FA L L dfgsdfg SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 6 ÓSKARSTILNEFNINGAR Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í menningarstofnuninni Künst- lerhaus Bethanien í Berlín var í lið- inni viku opnuð einkasýning Önnu Rúnar Tryggvadóttur myndlistar- konu. Sýninguna kallar hún An Ode - poriferal phases og er Birta Guð- jónsdóttir sýningarstjóri. Í Künstlerhaus Bethanien eru 25 vinnustofur þar sem listamenn sem valdir eru inn og studdir af ýms- um stofnunum og þjóðlöndum dvelja í eitt ár og vinna að list sinni. Á tímabilinu halda þeir þar einkasýningu og njóta margskonar aðstoðar við að byggja upp tengslanet með fundum og kynn- ingum fyrir áhrifafólki úr heimi myndlistarinnar. Menntamálaráðu- neytið hefur nýverið gert samning um að einn íslenskur myndlist- armaður geti á hverjum tíma starfað í stofnuninni. „Þessi sýning byggist á sama hug- mynda- og rannsóknargrunni sem ég hef unnið með síðastliðin tíu ár en á henni eru fjögur stór verk,“ segir Anna Rún. „Ég vinn í þeim með nátt- úruleg fyrirbæri, steina, svampa og tré, og svo einnig ólífræn efni en for- verar þeirra voru samt numdir úr jörðu, til að mynda í formi olíu sem svo var breytt í plastefni. Þetta eru samsettir skúlptúrar sem verða eins- konar skúlptúrgjörningar. Þeir eru á hreyfingu og þá er líka visst um- breytingaferli á litlum skúlptúrum hér í gangi.“ Anna Rún segir ástand heimsins vera undirliggjandi í þessum verkum hennar, eins og þeim sem hún hefur unnið að síðustu ár. „Við erum eðli- lega margir listamennirnir sem spyrjum spurninga um samband okkar mannanna við náttúruna, og það hvernig við skilgreinum hug- myndina um hið náttúrulega á ýms- um sviðum. Og spurningarnar heyr- ast vissulega um allt, í náttúru- vísindum, listum og heimspeki, og í hinni daglegu orðræðu. Á okkar litla Íslandi er náttúran svo greinilega aflið sem ræður ríkj- um í samfélaginu en engu að síður er- um við alin upp í þeim tvískinnungi að samfélagið stjórni náttúrunni, þótt við vitum auðvitað undir niðri betur.“ Lítur Anna Rún svo á að það sé skylda listamanns að taka til máls og vinna með þann blákalda veruleika? „Listirnar hafa margvíslegar skyldur en þær felast þó ekki í við- fangsefnum sem slíkum,“ svarar hún. „Engu að síður er þessi um- hverfisvá nú stærsta málefnið sem við stöndum frammi fyrir sem mann- eskjur og samfélög. Í stóru samhengi er fyrir löngu orðið tímabært að endurnýja hug- myndir um það á hverju við byggjum líf okkar, skilgreiningar og gildi og hvernig við lifum á skynsamlegan hátt.“ Listamenn alls staðar að Künstlerhaus Bethanien er stór og gömul ljósaverksmiðja í hjarta Berl- ínarborgar sem var lögð undir vinnu- stofur og sýningarsali myndlistar- manna fyrir um áratug en stofnunin hafði áður verið starfrækt annars staðar í hálfa öld. „Hér er unnið með alþjóðlegum hópi myndlistarmanna, í 25 vinnu- stofum. Þetta er rótgóin og virt stofnun og sýningarstjórar sem fara um Berlín koma hér við og hitta okk- ur listamennina,“ segir Anan Rún en hún hefur nú unnið þar í sjö mánuði. „Þessi nýi samningur milli ís- lenska ríkisins og Künstlerhaus Bet- hanien býður upp á ársdvöl fyrir myndlistarmenn og er einn valinn í senn úr sendum umsóknum. Á tíma- bilinu halda listamennirnir hér einkasýningu. Allan tímann er mark- visst unnið að því, ef listamennirnir hafa áhuga, að koma þeim á framfæri í listasenunni og aðstoða við allra- handa tengingar.“ Anna Rún hefur fengið fjölmargar heimsóknir sérfræðinga á liðnum mánuðum og sérstaklega eftir að sýningin var opnuð. „Enda er gott að ræða við gesti með verkin hér í kringum okkur,“ segir hún. „Hér eru listamenn alls staðar að, sem alþjóðlegar stofnanir hafa milli- göngu um að bjóða, en nokkur lönd hafa hér einnig fasta vinnustofu eins og Ísland var nú að semja um.“ Anna Rún hefur sýnt víða um lönd á síðustu árum en opnar dvölin þarna enn fleiri dyr fyrir henni? „Það að koma undir sig fótunum í erlendu myndlistarsamhengi er flók- ið, ekki síst í borg eins og Berlín sem er stútfull af myndlistarmönnum, sem allir reyna að koma sér á fram- færi. Þessi dvalartími hefur boðið mér upp á djúpstæð samtöl við fólk sem er að taka ákvarðanir, búa til sýningar og skrifa um myndlist, fólk sem er aktíft á alþjóðlegu listasen- unni. Þetta hefur svo sannarlega bú- ið til aðgengi að frábæru fólki sem vinnur hér á öflugan hátt kringum myndlist. Það kemur í ljós hverju þetta skil- ar nákvæmlega, en ég hef vissulega byggt upp tengslanet sem ég get vonandi nýtt mér. Dvöl hér getur hjálpað listamönn- um á margskonar hátt; og fyrir ís- enskt myndlistarsamfélag er samn- ingur ríkisins mikilvæg vilja- yfirlýsing frá menntamála- ráðuneytinu um að bæta hag íslenskra myndlistarmanna og búa til öfluga tengingu við hinn alþjóðlega myndlistarheim. Þetta er stórt skref og vonandi byrjun á átaki sem getur skilað miklu,“ segir Anna Rún. Ástand heimsins undir- liggjandi í þessum verkum  Anna Rún Tryggvadóttir sýnir nú í Künstlerhaus Bethanien í Berlín Berlínarsýning Hluti af sýningu Önnu Rúnar í Künstlerhaus Bethanien. „Listirnar hafa margvíslegar skyldur en þær felast þó ekki í viðfangsefnum sem slíkum,“ segir hún um hugmyndirnar að baki verkum sínum. Anna Rún Tryggvadóttir Saxófónleikarinn og hljómsveitar- stjórinn Jimmy Heath er látinn, 93 ára að aldri. Heath lék iðu- lega með bræðr- um sínum sem einnig voru frægir djass- menn, tromm- aranum Albert „Tootie“ og bassa- leikaranum Percy. Á löngum ferli var hann m.a. í hljómsveitum með Miles Davis, John Coltrane og Dizzy Gillespie og var eftirsóttur bæði sem fjölhæfur og tilfinn- ingaríkur einleikari og afar slyng- ur útsetjari fyrir stórsveitir, en hann starfrækti lengi eina slíka. Jimmy Heath allur Jimmy Heath Rithöfundarnir Elísabet Jökuls- dóttir og Jónína Leósdóttir eru gestir í nýrri viðburðaröð Borgar- bókasafns, Húslestur í skammdeg- inu, sem hefst í menningarhúsinu Gerðubergi í kvöld, miðvikudag, kl. 20. Dagskráin byggir á því að góðir gestir líta inn með uppáhaldstexta sína undir hendinni. Rithöfund- arnir lesa upp og deila með við- stöddum töfrunum sem búa í hinu ritaða orði. Ókeypis er inn og eru gestir hvattir til að taka með sér handavinnuna, slökkva á snjall- tækjunum og njóta þess að dvelja í augnablikinu. Morgunblaðið/Eggert Gestur Elísabet Jökulsdóttir mætir í Gerðuberg ásamt Jónínu Leósdóttur. Húslestur Elísa- betar og Jónínu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.