Morgunblaðið - 08.01.2020, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020 11SJÁVARÚTVEGUR
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
SKÚTAN
Veitingar af öllum stærðum,
hvort sem er í sal eða
heimahúsi
Nánar á veislulist.is
Erfidrykkja
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Afurðaverð á markaði
7. jan. 2020, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 485,09
Þorskur, slægður 559,12
Ýsa, óslægð 409,26
Ýsa, slægð 431,82
Ufsi, óslægður 133,65
Ufsi, slægður 216,60
Gullkarfi 374,08
Blálanga, slægð 378,18
Langa, óslægð 270,85
Langa, slægð 297,36
Keila, óslægð 73,42
Keila, slægð 163,81
Steinbítur, óslægður 318,72
Steinbítur, slægður 482,69
Skötuselur, slægður 600,50
Grálúða, slægð 457,61
Skarkoli, slægður 406,35
Þykkvalúra, slægð 1.053,04
Bleikja, flök 1.597,57
Grásleppa, óslægð 8,28
Hlýri, slægður 583,79
Hrogn/langa 123,00
Hrogn/þorskur 260,57
Lifur/þorskur 13,00
Lúða, slægð 716,65
Lýsa, óslægð 62,53
Lýsa, slægð 138,12
Náskata, slægð 10,00
Rauðmagi, óslægður 357,00
Skata, slægð 16,19
Stórkjafta, slægð 226,00
Undirmálsýsa, óslægð 236,53
Undirmálsýsa, slægð 301,13
Undirmálsþorskur, óslægður 244,46
Undirmálsþorskur, slægður 269,31
skemmtiferðaskipum á komandi
sumri.“
Úr kílóvöttum í megavött
Eins og fyrr var getið er stefnt
að því að bæta raftengingar í
Hafnarfjarðarhöfn og segir Lúðvík
að þar þurfi allir að leggjast á
eitt. Hann segir Hafnarfjarðar-
höfn þegar geta boðið skipum og
bátum upp á rafsamband en skipin
fari stækkandi og þurfi æ meiri
straum. „Farþegaskip, vöruflutn-
ingaskip og togarar með frysti-
búnaði þurfa miklu meira rafmagn
en núverandi landtengingarkerfi
ræður við, og þurfa afl sem mælist
í megavöttum frekar en kílóvött-
um,“ útskýrir Lúðvík og bendir á
að bæði loft- og hljóðmeng-
unarkröfur kalli á að hafnir lands-
ins tryggi gott aðgengi að raf-
magni.
„Hafnarfjarðarhöfn, Faxaflóa-
hafnir og Akureyrarhöfn eiga
núna í samstarfi um að bæta teng-
ingarnar í þessum stærstu höfnum
landsins. Þetta verkefni kallar á
samvinnu fjölda aðila því bæði
þurfa hafnirnar að koma upp
tengibúnaði en skipin sömuleiðis
að vera rétt tækjum búin til að
nýta tenginguna, og vitaskuld
verða orkufyrirtækin að geta út-
vegað nægilega mikla raforku inn
á hafnarsvæðið. Eins er eðlileg að-
koma ríkisvaldsins með stuðningi
eða styrkjum enda rafvæðing
hafnanna mikilvægur liður í að-
gerðum gegn kolefnislosun.“
Gaman verður að fylgjast með
þróun Hafnarfjarðarhafnar á kom-
andi árum og misserum en fyrir
tveimur árum var haldin sam-
keppni um breytt skipulag hafn-
arsvæðisins. Tvær tillögur voru
valdar til frekari útfærslu; önnur
frá Svíþjóð og hin frá Hollandi, og
miða þær að því að flétta betur
saman mannlífið í miðbæ Hafnar-
fjarðar og atvinnustarfsemina á
hafnarsvæðinu. „Unnið hefur verið
að þessu breytta skipulagi innan
stjórnkerfisins og í nánu samstarfi
við bæjarbúa með fjórum íbúa-
fundum,“ segir Lúðvík. „Vinna við
gerð rammaskipulags fyrir þetta
hafnarsvæði sem nær yfir Fornu-
búðir, Óseyri og Flensborgarhöfn
út undir Vesturhamar við Fjöru-
krána og verður væntanlega klár-
uð á allra næstu vikum.“
Lúðvík lýsir vinningstillögunum
þannig að þær opni hafnarsvæðið
betur að miðbænum en taki um
leið tillit til þess að ákveðin svæði
verða að vera lokuð vinnusvæði.
„Smábátahöfnin verður stækkuð
og aðstaða siglingaklúbbsins bætt,
og á hafnarsvæðið eftir að þróast
með þeim hætti að verða sam-
bland af útivistarsvæði og menn-
ingasvæði með veitingasölu og að-
stöðu fyrir bæði skemmtibáta og
smærri útgerðir.“
Hafnarmál hluti af
samgöngumálum
Aðspurður hvort einhver hætta
sé á að mannlífið við höfnina og
íbúðabyggð á svæðinu fari að
þrengja að atvinnustarfseminni
reiknar Lúðvík ekki með öðru en
að fjölbreytt starfsemi muni áfram
geta þrifist á svæðinu. Hann segir
þó orðið tímabært að huga að
framtíðarþróun hafnarmála á
Faxaflóasvæðinu og væntanlegri
nýrri stórskipahöfn. „Undanfarin
ár hefur umræðan um samgöngur
einblínt á flugsamgöngur og upp-
byggingu þjóðvegakerfisins en
hafnirnar þurfa líka að vera hluti
af umræðunni. Þegar má sjá
merki þess að tekið sé að þrengja
að Sundahöfn og áhugaverðar
hugmyndir eru á lofti um upp-
byggingu nýrra hafnarsvæða s.s. á
Grundartanga eða vestan við
Straumsvík. Er um að ræða verk-
efni sem helst þyrftu að hafa
nokkurra áratuga aðdraganda og
kominn tími á að marka stefnu um
framhaldið.“
huga að nýrri stórskipahöfn
Morgunblaðið/RAX
„Undanfarin ár hefur umræðan um samgöngur einblínt á flug-
samgöngur og uppbyggingu þjóðvegakerfisins en hafnirnar
þurfa líka að vera hluti af umræðunni,“ segir Lúðvík.