Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 E f einhver hefði sagt mér fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að enda með tvær grunngráður úr háskóla sem og meistaragráðu hefði ég líklega talið að við- komandi væri fárveikur og þyrfti nauðsynlega að taka lyfin sín,“ segir Benedikt Jón brosandi og hrist- ir höfuðið. Lengi vel hafði hann lítinn áhuga á lærdómi og klár- aði ekki nema nokkrar annir í framhaldsskóla. Þegar hann var 23 ára tók hann rafvirkjann. Ekki endilega af því að hann hafði sérstakan áhuga á faginu heldur frekar til þess að læra ein- hverja iðn því bóknám átti ekki við hann, a.m.k. ekki á þessum tíma, en það átti sannarlega eftir að breytast. Nám með fullri vinnu „Ég vann sem rafvirki hér og þar eftir námið en fluttist svo á Austurland og fór að vinna hjá Alcoa. Á þessum tíma bauð Al- coa upp á það að greiða fyrir nám í rafiðnfræði og við skráðum okkur nokkrir samstarfsfélagar í fjarnám í Háskólanum í Reykjavík.“ Námið kveikti þorsta í frekara nám og Benedikt fór að velta fyrir sér hvort rafvirkjunin væri kannski ekki hans rétta fag. „Eftir að ég lauk iðnfræðinni árið 2015 fluttum við fjöl- skyldan til Reykjavíkur og ég skráði mig í nám í verkefna- stjórnun og leiðtogaþjálfun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, samhliða fullri vinnu hjá Ískraft.“ Hann segir að námið hafi algjörlega sett hann út fyrir þægindaram- mann og opnað augu hans fyrir ýmsum takmörkunum. „Ég fann að leiðtogahlutinn átti vel við mig. Ég hafði áður verið fyr- irliði á viðhaldsvakt hjá Alcoa. Mig langaði í stjórnunarstöðu en vantaði reynslu og menntun og fann að meira nám gæti styrkt mig.“ Þroskandi og gefandi Benedikt var þó varla byrjaður í verkefnastjórnun þegar hann skráði sig einnig í kvöldnám í viðskiptafræði. Svo vel vildi til að námið skaraðist ekki við verkefnastjórnunina. Benedikt hélt ótrauður áfram og vorið 2019 kláraði hann BS-nám í við- skiptafræði. Fram að þeim tíma hafði hann alltaf unnið störf sem tengdust hans upphaflegu menntun, rafvirkjun, en eftir að hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur skipti hann algjör- lega um starfsvettvang og réð sig sem verkefnastjóra til Sýnar. „Í fyrsta sinn á ævinni finnst mér eins og ég sé kominn á rétta braut starfslega. Ég hafði í raun aldrei áhuga á rafmagninu en að stýra verkefnum finnst mér ótrúlega gaman. Þessa gleði og spennu hef ég ekki áður upplifað í starfi.“ Einhverjir hefðu látið staðar numið eftir sjö ára háskólanám með vinnu (rafiðnfræði í þrjú ár og viðskiptafræði í fjögur) en ekki Benedikt, sem hóf meistaranám í verkefnastjórnun hjá Háskóla Íslands í haust. Hann segist vera þakklátur vinnuveit- andanum fyrir að gefa sér sveigjanleika í vinnunni til þess að geta sinnt náminu en þetta er í fyrsta sinn sem Benedikt stund- ar háskólanám í dagskóla. „Ég vil nú ekki líta á mig sem eilífð- arstúdent en þetta er bara svo gaman. Þetta hefur verið ótrú- lega þroskandi og gefandi auk þess sem félagsskapurinn hefur verið frábær.“ Námið kom honum í gegnum skilnaðinn Að stunda fulla vinnu með námi svona lengi hefur þó krafist fórna. Benedikt vill reyndar ekki kalla breytingarnar sem hann hefur gert á lífi sínu fórnir. Hann viðurkennir að hann eigi kannski ekki mikið félagslíf fyrir utan vinnu og skóla en honum finnst hann ekki vera að missa af neinu. „Hvaða sjónvarps- seríu?“ bætir hann hlæjandi við. Hann segir að í raun hafi nám- ið bjargað sér á svo marga vegu. „Þegar ég skildi við barns- móður mína leitaði ég huggunar í náminu og sökkti mér enn meira í það. Ég myndi segja að námið hefði í raun komið mér í gegnum skilnaðinn.“ Sonur þeirra er fimm ára gamall og Bene- dikt segir það vissulega hafa verið flóknara að vera í kvöldnámi þegar sonurinn er til skiptis hjá þeim viku og viku. „Barns- móðir mín er líka í námi og við gerðum með okkur samkomulag þess efnis að ég tek soninn einn dag í hennar viku og hún tekur hann einn dag í minni viku. Fyrir vikið hef ég náð 75% mætingu í skólanum.“ Allt nám nýtist Ekki er hægt að enda spjallið á öðru en að spyrja Benedikt í hvaða nám hann fari næst og hvaða ráð hann hafi til ann- arra sem eru í hans sporum? „Ég var nú bara að byrja í meistaranáminu mínu í verkefnastjórnun svo ég verð í því í vetur og næsta vetur. Ætli ég láti það ekki duga. Mig hefur þó alltaf langað til að taka MBA-námið en sjáum hvað setur. Varðandi ráð til annarra þá myndi ég segja að það væri aldr- ei of seint að byrja. Ég hóf mitt háskólanám 34 ára. Ég held að hræðslan við að mistakast haldi fyrst og fremst aftur af fólki. Hins vegar má ekki gleyma því að allt nám, þótt þú far- ir ekki beint að vinna við það, nýtist þér einhvers staðar í líf- inu og leiðir þig oft inn á alveg nýjar brautir. Ég hefði til dæmis aldrei endað hér í dag nema af því að ég tók þetta skref hjá Alcoa á sínum tíma að bæta við mig iðnfræðingnum þó að kannski megi líka segja að það nám hafi verið hliðar- skref.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Það getur verið snúið að sameina nám, vinnu og barnauppeldi. Benedikt og barnsmóðir hans gerðu með sér ákveðið sam- komulag sem gerir þeim báðum kleift að stunda nám sitt. Hér er Benedikt ásamt syninum Sveini Loga. Benedikt Jón Sigurðsson hóf háskólanám 34 ára og hefur stundað nám síðan með fullri vinnu. Námsgleðin hefur heldur betur leitt hann á nýjar slóðir og líf hans tekið algjöra u-beygju. Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com Hellti sér í námið eftir skilnaðinn „Þegar ég skildi við barnsmóður mína leitaði ég huggunar í nám- inu og sökkti mér enn meira í það. Ég myndi segja að námið hefði í raun komið mér í gegn- um skilnaðinn.“ HVER ER ÞINN UPPÁHALDS LITUR?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.