Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Valgerður segir alla hunda hafa gott af þjálfun, óháð stærð og tegund. Verða miklu hæfari til að hugsa rétt um hundinn Allir hundar hafa gott af að fara á hlýðninámskeið og brýnt að eigendur skilji hugsunarhátt og látbragð hundsins síns. Valgerður Júlíusdóttir segir aldrei of seint að þjálfa hund. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Hundarnir fá hlýðni- þjálfun í umhverfi þar sem áreiti er mikið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Hjallastefnunnar, veit fátt skemmtilegra en að sækja nám- skeið. „Ég hef stundum sótt námskeið í mínu fagi sem stjórnandi og stundum eitthvað alveg út fyrir kassann. Þrátt fyrir að hafa sótt mörg nám- skeið á lífsleiðinni er mjög auðvelt að svara hvaða námskeið breytti lífi mínu. En það var námskeið um markþjálfun. Ég varð svo heilluð af hugmynda- fræðinni að ég sótti mér gráðu í faginu og þótt ég starfi ekki sem markþjálfi í dag þá nota ég aðferðafræðina í starfi og í samskiptum við fólk. Markþjálfun er svo stórkostleg að- ferðafræði því hún gengur út á að að- stoða fólk með leiðir að settu marki. Það er oft ekki nóg að eiga sér drauma og markmið, okkur vantar oft leiðir til að komast þangað og hvert og eitt okkar þarf að finna sína leið, sinn farveg. Aðferðafræði markþjálf- unar gengur að stórum hluta út á virka hlustun og að spyrja réttu spurninganna og fá manneskjuna sjálfa til að marka leiðirnar að því að ná því sem hún ætlar sér. Markþjálfun er klárlega eitt af þeim bestu tólum í verkfærakassann minn sem stjórn- andi en einnig leið til góðra sam- skipta og að draga það besta fram í fólki.“ Varð heilluð af aðferða- fræði markþjálfunar Ljósmynd/Unsplash Markþjálfun gengur meðal annars út á virka hlustun og að spyrja réttu spurninganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.