Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 25
e
iin
n
á
lú
ð
u
ri
n
n
Ó
lafur Freyr hefur lært söng í
fimm ár í Söngskólanum í
Reykjavík.
Markmið hans með náminu er
að leggja sönginn fyrir sig í
framíðinni. Í dag starfar hann sem sölufulltrúi
á Borg fasteignasölu.
„Það yrði frábært ef ég næði að hafa lifi-
brauð af söng einn daginn. Það er markmið
flestra sem læra söng að mínu mati.“
Er Söngskólinn góður fyrir það markmið?
„Söngskólinn í Reykjavík gefur manni mjög
góðan grunn til þess að halda áfram. Það sést
best á öllum þeim frábæru söngvurum sem
hafa stundað söngnám við skólann og gera það
gott í dag. Það er ótrúlegur mannauður í þeim
kennurum sem eru við skólann og þeir leggja
mikið upp úr því að miðla sinni reynslu og
þekkingu til nemenda. Það einkennir andann í
skólanum hvað kennurum er annt um að nem-
endur taki framförum og gangi vel í náminu.“
Hvað er á döfinni tengt sýningum á næst-
unni?
„Nú standa yfir æfingar á hinum geysi-
vinsæla söngleik „Fiðlarinn á þakinu“. Sýn-
ingar verða í Tjarnarbíói dagana 8. og 9. febr-
úar. Þetta er sérlega spennandi verkefni þar
sem við fáum að njóta þess að hafa hljómsveit
skipaða fagfólki. Stór hópur nemenda úr öllum
deildum skólans tekur þátt í sýningunni.“
Hvert verður þitt hlutverk í verkinu?
„Ég fer með hlutverk Tevye sem er aðal-
hlutverkið í verkinu. Hann er margslungin per-
sóna, svolítið geggjaður en mikill hugsuður og
heimspekingur. Tevye og Golda, kona hans,
eru blessuð með fimm dætrum og fátækt-
arbasli. Sögusviðið er lítið þorp í Rússlandi rétt
eftir aldamótin 1900 og segir frá siðvenjum og
lífsbaráttu gyðinga þess tíma. Söngleikurinn er
skemmtilegur og hnyttinn en þó er alltaf stutt í
alvarleika þeirra hörmunga sem gyðingar urðu
fyrir. Það má segja að sögupersónur söngleiks-
ins takist á við erfiðleika lífsins með brosi á vör
og jákvæðni að vopni. Sagan á heldur betur við
málefni líðandi stundar því hún snertir á að-
skilnaði mismunandi þjóðfélagshópa eftir kyn-
þætti, venjum og hugmyndum.“
Hverjir koma að því?
„Leikstjóri sýningarinnar engin önnur en
Þórhildur Þorleifsdóttir sem vart þarf að
kynna fyrir fólki. Eins fáum við að njóta leið-
sagnar danshöfundarins Chantelle Carey sem
hefur t.a.m. starfað við Borgarleikhúsið og
Þjóðleikhúsið. Við nemendurnir erum ótrúlega
þakklát að fá að læra af reynsluboltum og fólki
sem hefur slegið í gegn í faginu. Tónlistar-
stjórar eru þau Hrönn Þráinsdóttir og Sig-
urður Helgi Oddsson.“
Hvað gerist innra með þér þegar þú ert á
sviði að syngja?
„Það er erfitt að lýsa því hversu góð tilfinn-
ing það er þegar maður stendur á sviði, í kar-
akter og vel gengur. Mér líður eins og ég geti
gert allt.“
Ertu sammála því að menning og list sé eitt-
hvað sem allir eiga að finna sér farveg að fást
við með einum eða öðrum hætti?
„Það er mikill sannleikur að þátttaka í
menningum og list nærir anda og sál.“
Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að
syngja?
„Ég söng mikið sem barn og unglingur en
hafði aldrei ætlað mér að læra söng. Ég var í
kór í menntaskóla og tók m.a. þátt í Jesus
Christ Superstar með stórsöngvaranum Ey-
þóri Inga Gunnlaugssyni sem var þá bara
krakki eins og ég.“
Hvernig vissir þú að þú hefðir hæfileika á
þessu sviði?
„Mér var sagt í menntaskóla að ég ætti að
læra söng en ég ætlaði mér aldrei að læra að
syngja. Eftir nokkurra ára hlé frá tónlist þá
söng ég með vini tvísöng í veislu. Eftir sönginn
var ég óvænt dreginn í Óperukórinn í Reykja-
vík undir stjórn Garðars Cortes. Ég man sér-
staklega eftir því að Garðar hafði ekki mikla
trú á að ég sem óreyndur söngvari gæti þrauk-
að í kórnum en hann var tilbúinn að gefa mér
tækifæri. Ég mætti því á æfingar og beið eftir
því að Garðar myndi senda mig heim. Sá dagur
kom aldrei og eftir eitt ár í kórnum var mér
boðið að skrá mig í Söngskólann í Reykjavík.
Það var mikið heillaspor sem ég er þakklátur
fyrir.“
Hver er uppáhaldssöngkennari þinn og af
hverju?
„Egill Árni Pálsson tenór. Ég hef lært hjá
Agli síðan ég byrjaði söngnám. Þó verð ég að
minnast á að í skólanum eru svokallaðar opnar
deildir þar sem nemendur koma fram og
syngja fyrir aðra kennara svo maður fær til-
sögn frá mörgum öðrum t.d. Garðari Cortes,
Ólöfu Kolbrúnu, Kristni Sigmundssyni og
Bergþóri Pálssyni svo einhverjir séu nefndir.
Einnig koma erlendir gestakennarar svo þetta
er gróskumikið nám.“
Langar að lifa á söngnum í framtíðinni
Ólafur Freyr Birkisson bass-barí-
tón er nemandi við Söngskólann í
Reykjavík. Hann stefnir að því að
leggja sönginn fyrir sig í framtíðinni.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ólafur Freyr Birkisson segir að Söngskólinn í Reykjavík gefi góðan grunn fyrir framhaldsnám.