Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 16
F yrir fjórum eða fimm árum fór ég á skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna sem breytti lífi mínu til batnaðar. Námskeiðið var á veg- um KR og haldið í Vesturbæjarlaug. Kennarinn hét og heitir Halldór og er mikill meistari. Ég kunni svo sem skriðsund en undir handleiðslu Hall- dórs náði ég góðum tökum á því og hef synt það með stæl allar götur síðan. Bringusund er auðvitað bæði asnalegt og leiðinlegt og baksund ætti að vera ólöglegt, í það minnsta í almenningslaugum. Skriðsund er bæði list og íþrótt. Mér finnst gaman og krefjandi að synda það og ég get endalaust pælt í því, lært af öðrum og bætt mig. Það er hrein unun að horfa á fólk synda fallegt skriðsund – og kvöl og pína að sjá það synt illa.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Rithöfundurinn Stefán Máni er snillingur í að synda eftir námskeið í þeim efnum. „Kvöl og pína að sjá fólk synda illa“ Rithöfundurinn Stefán Máni segir að fyrir nokkr- um árum hafi hann farið á námskeið sem hafði töluverð áhrif á líf hans og hefur enn í dag. Elinrós Líndal | elinros@mbl.is 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 É g hef farið á mörg góð námskeið sem hafa bætt líf mitt, allt frá Myndlistarskólanum í Reykjavík sem ég sótti reglulega í tíu ár í bernsku til hugleiðslunámskeiða í Oxford og NewYork-ríki undanfarin ár. En eitt námskeið sker sig úr því það hvatti mig svo mikið og gaf mér „leyfi“ til að láta drauma mína rætast og vera ég sjálf og minnir á hvað jákvæðar fyrirmyndir eru mikilvægar. Fyrir um tuttugu árum var ég í fæðingarorlofi en fékk pössun til að fara á námskeið hjá miðaldra bandarískri konu sem sérhæfði sig í að þjálfa fólk í að koma fram og tjá sig af öryggi. Hún þorði svo vel að taka sitt pláss, þaut um salinn með krafti og útgeislun og miðlaði af reynslu sinni og þjálf- aði fólk í að koma fram af öryggi. Ég sá þarna flotta fyrirmynd. Ég var dregin út og vann kennslubókina hennar og fór í fram- haldinu að sækja mér meiri og meiri þekk- ingu á þessu sviði og er í dag sjálf orðin mið- aldra kona; vinn við þetta og hef skrifað bók um örugga tjáningu og betri samskipti. Starfa í dag sem stjórnendaþjálfari og há- skólakennari á Bifröst og þetta er mitt svið og ég nýt þess að hvetja fólk til að taka sitt pláss og leyfa sér að skína og vera öruggt.“ „Þaut um salinn með krafti og útgeislun“ Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona er þaulvön að halda fyrirlestra og námskeið. Hún man eftir námskeiði sem hún sótti sjálf sem hafði meiri áhrif á hana en önnur. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Golli Sirrý Arnardóttir segir mikilvægt að taka sér pláss og vera sá sem maður er. TJARNARBÍÓ|LAUGARDAG 8. FEB.|12-16 Fulltrúar frá eftirtöldum skólum verða til viðtals: ARTS UNIVERSITY BOURNEMOUTH • CAMBERWELL COLLEGE OF ARTS • CENTRAL SAINT MARTINS • CHELSEA COLLEGE OF ARTS • LONDON COLLEGE OF FASHION • LONDON COLLEGE OF COMMUNICATIONS • WIMBLEDON COLLEGE OF ARTS • ISTITUTO EUROPEO DI DESIGN - ITALY & SPAIN • EU BUSINESS SCHOOL - BARCELONA - GENEVA - MUNICH. Einnig verður kynnt nám hjá; THE LIVERPOOL INSTITUTE FOR PERFORMING ARTS• LEEDS ARTS UNIVERSITY • ATELIER CHARDON SAVARD - BERLIN • MACROMEDIA UNIVERSITY - BERLIN & HAMBURG. 12:00-13:00 Örnámskeið “Portfolio Preparation”. 13:00-15:00 Reynslusögur; Fyrrverandi nemar segja frá. 13:00-16:00 „Maður á mann”. Viðtöl við fulltrúa skóla. Aðgangur ÓKEYPIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.