Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 21 É g var ekki mjög sterkur ídönsku sem er sérstaklegaleiðinlegt af því pabbi minn er dönskukennari. Í seinni tíð hef ég oft óskað þess að ég hefði tekið betur utan um það, svona bæði fyrir hann og sjálfan mig,“ segir Reynir Lyngdal plötusnúður og leikstjóri síðasta áramótaskaups en þrátt fyrir slakan árangur í að bera fram röðgröð með flöðe er ekki hægt að segja að skólagang- an hafi ekki gagnast leikstjór- anum. „Tímarnir í ljósmyndun hjá Halldóri Þórðarsyni og mynd- bandagerð hjá Marteini Sigur- geirssyni lögðu grunninn að fram- tíðarstarfi mínu, því sem ég fæst við í dag,“ segir Reynir sem var öll sín grunnskólaár í Hvassaleit- isskóla. „Þetta er í minningunni alveg yndislegur skóli. Lítill og öruggur og vel haldið utan um krakkana. Á síðustu árum, og eftir því sem ég hugsa meira út í það, þá ber ég alltaf meiri og meiri virðingu fyrir kennurum. Þetta starf er bæði erfitt, vanþakklátt og gefandi í senn og mig grunar að við, sem samfélag, pælum bara ekki nógu mikið í því hversu mikil áhrif og ábyrgð kennarar hafa og hvernig launin þeirra ættu auðvitað að vera í samræmi við það, sem þau eru ekki eins og allir vita.“ Merkilegt nokk segist Reynir muna eftir öllu því fólki sem kenndi honum á grunnskóla- árunum en uppáhöldin hans í Hvassaleitisskóla voru þau Bára Brynjólfsdóttir, Guðrún Gísladótt- ir, Halldór Þórðarson og síðast en ekki síst Hafliði Kristinsson ensku- og umsjónarkennari. „Ég gleymi því aldrei þegar Hafliði lét okkur þýða textann við lagið Hotel California með Eagles. Okkur fannst þetta svo hallæris- legt að við ætluðum að kafna, enda hlustuðum við nánast ein- göngu á teknó og einhverja reif- tónlist en þegar ég heyri þetta lag í dag bregst það ekki að ég hækka allt í botn og hugsa til hans Haf- liða.“ Morgunblaðið/Ómar Þýddi textann úr Hotel California á íslensku og ætlaði að kafna „Okkur fannst þetta svo hallær- islegt að við ætl- uðum að kafna, enda hlustuðum við nánast ein- gögnu á teknó og einhverja reif- tónlist en þegar ég heyri þetta lag í dag bregst það ekki að ég hækka allt í botn og hugsa til hans Hafliða.“ Reynir Lyngdal Er kominn tími til að gera eitthvað? Styrkleikar Þátttakendur fá tækifæri til að greina helstu styrkleika sína og skoða leiðir til að nýta þá betur í daglegu lífi. Rannsóknir benda til þess að aukin meðvitund um helstu styrkleika okkar auki vellíðan okkar. Bókhald, Excel og tölvubókhald Farið er yfir grundvallaratriði og hugtök í bókfærslu og bókhaldi fyrirtækja og einstaklinga. Þátttakendur læra færslu bókhalds frá grunni og því ekki gert ráð fyrir forþekkingu og námskeiðið nýtist einnig þeim sem hafa ákveðinn grunn fyrir. ÚFF - Úr frestun í framkvæmd Farið yfir ástæður frestunar, einkenni og afleiðingar. Fyrir þá sem vilja hætta að fresta og fara að ná árangri í lífinu. Jákvæð sálfræði Almenn umfjöllun um jákvæða sálfræði og hvernig hún tengist andlegri heilsu og vellíðan. Í fókus - að ná fram því besta með ADHD Eykur skilning á ADHD (athyglisbresti/ofvirkni) og hvernig er hægt að ná betri tökum á einkennum ADHD í daglegu lífi. Næstu námskeið í boði hjá Hringsjá Ég heiti Svala Breiðfjörð Arnardóttir Ég er löggiltur bókari hjá Hringsjá náms- og starfsendur- hæfingu. Ég var nemandi í Hringsjá náms- og starfsendurhæfingu. „Hringsjá breytti lífinu til hins betra. Í dag er ég í draumastarfi og elska að vakna á morgnana.“ Hringsjá býður úrval af öðru- vísi og spennandi námskeiðum sem hafa hjálpað mörgum að komast aftur eða í fyrsta sinn af stað til meiri virkni, meiri lífsgæða og fleiri valkosta í námi eða starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.