Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2020 M arín Manda Magnúsdóttir,áhrifavaldur og nútíma-fræðingur, var samvisku- samt draumórabarn sem gat ekki beðið eftir því að klára skólann og verða fullorðin til að geta orðið leik- eða söngkona og ferðast um heiminn. „Þegar ég varð unglingur fór að bera meira á mér enda hafði ég aðal- lega áhuga á að vera skvísa. Strákar, böll, tískusýningar og söngur urðu meira spennandi en námið og eftir menntaskólann langaði mig bara til að ferðast svo bóklegt nám togaði ekki í mig fyrr en ég varð fullorðin og lærði nútímafræði í Háskólanum á Akureyri.“ Marín Manda var í Kársnesskóla sem krakki en þangað gekk hún eða tók skólabíl úr Sæbólshverfi. Hún segir að sér hafi almennt liðið vel í skólanum nema í leikfimi. Þá tíma hræddist hún ógurlega. „Ég var bara tíu ára þegar ég varð kynþroska og vildi helst klæða mig í og úr leikfimisfötunum inni á klósetti þar sem stelpurnar áttu það til að hvíslast á og glápa á mig. Þá var ég líka orðin jafn há og ég er í dag og strákarnir spurðu mig ítrekað af hverju ég væri svona stór, hvort það væri eitthvað að mér. Mér fannst þetta svo leiðinlegt að ég ósk- aði þess að ég myndi bara hætta að stækka og sú varð nú raunin. Í dag er síst hægt að telja mig hávaxna konu. Ég er bara frekar lítil ef eitt- hvað er. Því miður var umræðan um jákvæða líkamsímynd ekki inni í myndinni eins og hún er í dag. Það hefur svo margt breyst til hins betra,“ segir Marín Manda sem fór úr Kársnesskóla í Þinghólsskóla og þaðan í Menntaskólann í Kópavogi. Hún hefur alltaf verið vinmörg en metið var líklegast slegið í Þinghóls- skóla þegar hún var kosin vinsælasta stúlkan. Sá titill reyndist þó tvíeggj- að sverð. „Ég fékk svona fínan borða eins og stelpurnar í fegurðarsamkeppn- unum en get því miður ekki sagt að titillinn hafi endilega gert mér gott þar sem þetta skapaði lélega stemn- ingu frá ákveðnum hópi þarna,“ rifj- ar hún upp og hlær. Sá kennari sem stendur hjarta Marínar Möndu næst er Þórunn Björnsdóttir sem var tónmennta- kennari í Kársnesskóla. „Hún var ótrúlega mikil hvatning fyrir mig og aðra krakka. Hún sá hæfileika í mér og hvatti mig til að syngja meira, hrósaði stöðugt en var einnig með mikinn aga. Þórunn er svona kona sem enginn gleymir. Hún átti mikinn þátt í því að ýta við mér og kenna mér að hafa trú á sjálfri mér,“ segir Marín Manda sem á einnig skemmtilega sögu af Guðrúnu Helgadóttur sem kenndi íslensku í Menntaskólanum í Kópavogi. „Ég þóttist vita að henni líkaði ágætlega við mig þar sem ég stóð mig vel í náminu en í eitthvert skipt- ið var ég aðeins of borubrött. Sat uppi á borðinu mínu þegar tíminn byrjaði og neitaði að setjast í sætið mitt þegar Guðrún kom í stofuna og bauð góðan dag. Sagði bara já, fliss- aði og japlaði á sleikjó. Hún lét sem ekkert væri og byrjaði að kenna og ég settist í sætið mitt þegar liðið var á tímann. Þá biður hún mig að kíkja fram með sér til að aðstoða sig með eitthvert verkefni og ég hélt það nú, var upprifin yfir því að hún skyldi velja mig en þegar við vorum komn- ar fram fékk ég aldeilis að heyra það. Hún skammaði mig fyrir að sýna ókurteisi í tímanum hennar og sagð- ist hafa orðið fyrir miklum von- brigðum með mig. Í minningunni stóð ég þarna eldrauð í framan og skammaðist mín hræðilega en á sama tíma var ég henni svo þakklát fyrir að hafa ekki tekið mig á teppið fyrir framan allan bekkinn og eftir þetta varð hún mikill eftirlætiskenn- ari minn í MK. Ég ber mikla virðingu fyrir Guðrúnu.“ „Þórunn er svona kona sem enginn gleymir. Hún átti mikinn þátt í því að ýta við mér og kenna mér að hafa trú á sjálfri mér.“ Marín Manda Magnúsdóttir Tónmenntakennarinn kenndi henni að hafa trú á sjálfri sér R ithöfundurinn Þórdís Gísla-dóttir var allan sinn grunn-skólaaldur í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði en eftir að hún fór að starfa sem rithöfundur hefur hún heimsótt flesta grunnskóla borgar- innar og víðar. „Í þessum heimsóknum hef ég tekið eftir því að andrúmsloftið í skólum er ólíkt, sem er auðvitað eðli- legt. Mér finnst hins vegar börn í dag almennt miklu afslappaðri og skemmtilegri en mér finnst mín kyn- slóð hafa verið,“ segir Þórdís, sem lauk menntaskólanáminu úr Kvennó. Hún segir að sér hafi gengið vel í öllu sem hún hafði áhuga á en því miður hafi áhuginn verið mismikill. Sér hafi þótt gaman að læra tungu- mál af því henni hefur alltaf þótt gaman að lesa og hana langaði til að geta lesið bækur á öðrum málum. „Mér fannst líka gaman í allri ís- lensku og svo hafði ég mjög mikinn áhuga á sögu ef hún var ekki bara um dauða karla, en því miður þá var sagan sem ég lærði eiginlega bara um dauða karla. Mér fannst líka gaman í tónlist og var í kór næstum öll grunnskólaárin og líka í mennta- skóla. Ég hélt alltaf að ég væri léleg í raungreinum því ég lærði stærð- fræði aldrei almennilega. Þetta byrj- aði eitthvað illa hjá mér svo það var alltaf verið að byggja ofan á eitthvað sem vantaði botninn undir. Seint í menntaskóla komst ég svo að því að mér fannst gaman í tölfræði og efna- fræði, sem var eiginlega bara ein- hvers konar stærðfræði. Þá var byrj- að á einhverri byrjun eða kannski fékk ég ágæta kennara í þessum fög- um. Nema ég hafi bara verið komin með nægilegan þroska í þetta svona seint, það gæti líka alveg verið.“ Þórdís segist eiga margar minn- ingar af kennurum sínum og að þeir hafi bæði verið vondir og góðir en í toppsætinu yfir góða kennara tróna foreldrar Villa naglbíts, eða Vísinda- Villa eins og hann kallar sig, þau María Steingrímsdóttir og Jón Jón- asson. „María var bæði góður og yndis- legur umsjónarkennari og hann Jón, pabbi Villa, var líka mjög skemmti- legur kennari. Hann kenndi okkur til dæmis að framkalla myndir í myrkraherbergi og svo spilaði hann undir á gítar hjá okkur vinkonum þegar við tróðum upp með Bítlalög á skólaskemmtunum, en hann var gít- arleikari í hljómsveitinni Randver. Í menntaskóla kenndu mér ýmsir misskemmtilegir furðufuglar en sér- lega skemmtilegur þótti mér Jón Thor Haraldsson, sögukennari í Flensborg. Hann söng fyrir okkur lög frá stríðsárunum og var mikill gleðigjafi í kennslustundum. Í Há- skóla Íslands og Uppsalaháskóla í Svíþjóð var ég með marga góða og nokkra vonda kennara. Það er svolít- ið öðruvísi að vera í háskóla, alla vega í hugvísindafögum eins og ég var í, þar sem allt var meira og minna val. Þá getur fólk elt kenn- arana sem kenna áhugavert efni og eru skemmtilegir svo ég hætti bara ef kennararnir voru mér ekki að skapi eða sleppti því að mæta í tíma.“ Þórdís heldur því fram að flest hafi breyst til batnaðar síðan hún var í grunn- og menntaskóla. Hún efast þó um að stytting menntaskólans hafi verið til góðs. „Mér skilst að það sé rosaleg keyrsla á menntaskólakrökkum sem er fullkominn óþarfi og til ógagns menntunarlega. Svo finnst mér mið- aldra fólk oft tala um skólana, sér- staklega grunnskólana, eins og þar sé allt eins og það var fyrir ein- hverjum áratugum, en svo er alls ekki. Viðhorf til barna og ungmenna hafa breyst mjög frá því ég var sjálf barn og nú sýnist mér virkilega reynt að sinna hverju og einu barni eins og það er. Svo er til fullt af nýju og mjög skemmtilegu og áhugaverðu námsefni þar sem reynt er að höfða til ólíkra áhugasviða og mismunandi getu nemenda,“ segir Þórdís sem hefur sjálf kennt á nokkrum skóla- stigum. Hún segir starfið mjög krefjandi og erfitt og ekki sé til sú starfsstétt sem hún dáist meira að. Allt frá leik- skólakennurum til háskólakennara. „Að vinna í loftlausri kennslustofu á lágum launum er fórnfúst starf. Kennarar velja sér sjaldnast nem- endur og mér finnst svo aðdáun- arvert hvernig kennurum, sem ég hef hitt og þekki, tekst að ala upp heilu kynslóðirnar, láta sér þykja vænt um nemendur sína og sinna svona mörgu og ólíku fólki á ólíkum þroskastigum af metnaði og hjarta- hlýju.“ Las sögur af dauðum körlum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Mér fannst líka gam- an í allri íslensku og svo hafði ég mjög mikinn áhuga á sögu ef hún var ekki bara um dauða karla, en því miður þá var sag- an sem ég lærði eig- inlega bara um dauða karla.“ Þórdís Gísladóttir SKRÁNING Í FJARNÁM 7. janúar - 20. janúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.