Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 13
AFP Sóttkví Herflutningabíll færir ítalska ríkisborgara til herstöðvarinnar. Forsætisnefnd kínverska kommún- istaflokksins viðurkenndi í gær að „annmarkar og erfiðleikar“ hefðu komið í ljós í viðbrögðum Kínverja við lungnabólgufaraldrinum, sem nú hef- ur fellt rúmlega 360 manns. 57 ný dauðsföll voru skráð í gær og var það mesta aukning á milli daga frá upp- hafi kórónuveirufaraldursins. Forsætisnefndin gagnrýndi hins vegar einnig Bandaríkjastjórn fyrir að hafa verið meðal fyrstu þjóða til þess að flytja þegna sína á brott frá Kína, og sagði hún þá ákvörðun hafa valdið ofsahræðslu, en fjöldi þjóða hefur nú sótt ríkisborgara sína heim frá Wuhan, borginni þar sem farald- urinn kom fyrst upp. Þar á meðal voru um fimmtíu Ítalir, sem voru sett- ir í gær í sóttkví í bækistöð ítalska flughersins í suðurhluta Rómaborgar. Mesta lækkun í nærri 13 ár Kínverski hlutabréfamarkaðurinn tók skarpa dýfu í gær við opnun markaða. Kauphallir þar í landi hafa verið lokaðar síðustu daga vegna há- tíðarhalda í tilefni kínverska nýársins. Nam lækkunin allt að 9,1% við opnun og er það mesta lækkun sem mark- aðurinn hefur þurft að þola við opnun í nærri 13 ár. Lækkunin er rakin til útbreiðslu kórónuveirunnar sem orðið hefur til þess að tugir milljóna manna eru nú í sóttkví í borginni Wuhan og á fleiri svæðum í suðausturhluta Kína. Kínverski seðlabankinn dældi um 171 milljarði dollara inn á markaðinn í auknu lausafé í von um að það gæti spornað við neikvæðum áhrifum á markaðinn en allt kom fyrir ekki. Inn- grip seðlabankans er hið umfangs- mesta frá árinu 2004. Þegar viðskipti dagsins voru gerð upp hafði úrvalsvísitala kínverska markaðarins lækkað um 7,9%, sem er mesta lækkun vísitölunnar frá ágúst 2015. Bendir Financial Times á að 80% skráðra félaga hafi lækkað um 10% , sem er hámarkið sem stjórn- völd í landinu leyfa hverju félagi að lækka í viðskiptum innan dags. Þá benda gögn frá Bloomberg sem sér- fræðingar FT hafa lagt mat á að hrunið á kínverska markaðnum hafi þurrkað út 358 milljarða dollara af markaðsvirði þeirra fyrirtækja sem fylla CSI 300 vísitöluna, sem heldur utan um gengi 300 stærstu fyrirtækj- anna sem skráð eru á markað í kaup- höllunum í Shanghaí og Shenzhen. Jafngildir sú lækkun 44.700 milljörð- um króna. sgs@mbl.is, ses@mbl.is Viðurkenndu annmarka AFP Kórónuveiran Ítalarnir sem komu frá Wuhan í gær þurfa að sæta einangrun í herstöð ítalska flughersins.  Skörp dýfa á Kínamarkaði Lögregla á grísku eyjunni Lesbos beitti táragasi gegn flóttamönnum sem mótmæltu nýjum og hertum reglum í Grikklandi um alþjóðlega vernd. Um 2.000 karlar og konur gengu frá flóttamannabúðum í bænum Moria til Mytilene, höfuðstaðar Les- bos, um 7 km langa leið en lögregla kom í veg fyrir að fólkið færi inn í borgina. Boris Tsjeshirkov, talsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Grikklandi, segir við AFP-fréttastofuna, að mjög miklar tafir hafi orðið á afgreiðslu um- sókna um vernd og um 90 þúsund manns séu nú á biðlista. Flóttamenn hafist við í yfirfullum búðum á eyj- um í Eyjahafinu nálægt landamær- um Tyrklands við afar slæmar að- stæður. Í Moria séu nú yfir 19 þúsund manns en búðirnar hafi ver- ið byggðar fyrir 3.000 manns. Margir séu í tjöldum og skýlum og hafi ekki aðgang að rafmagni og heitu vatni. Flóttamenn á grísku eyjunni Lesbos mótmæla nýjum og hertum reglum um vernd Táragasi beitt í átökum AFP FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.