Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 32
Hljómsveitin Sons of Gíslason kem-
ur fram á djasskvöldi Kex hostels í
kvöld kl. 20.30. Í henni eru Frey-
steinn Gíslason sem leikur á
kontrabassa, Helgi R. Heiðarsson á
saxófón, Hrafnkell Gauti Sigurðar-
son á gítar og Óskar Kjartansson á
trommur. Flutt verður tónlist eftir
bassaleikarann Freystein í bland
við djassstandarda.
Sons of Gíslason
djassa á Kex hosteli
Njarðvík vann tíu stiga sigur gegn
Val í úrvalsdeild karla í körfuknatt-
leik, Dominos-deildinni, í Njarð-
taksgryfjunni í Njarðvík í fram-
lengdum leik í gær. Þá vann
Stjarnan sinn þrettánda sigur í röð
í deildinni gegn lánlausum Grind-
víkingum í Garðabæ en Grindvík-
ingar eiga það á hættu að missa af
sæti í úrslitakeppninni í vor. »26
Njarðvík jók á vand-
ræði Valsmanna
Kansas City Chiefs vann fyrsta
meistaratitil sinn í NFL-ruðnings-
deildinni eftir enn einn
leikinn í úrslitakeppn-
inni í ár þar sem liðið
þurfti að vinna upp
gott forskot and-
stæðinganna. Lykill-
inn að úrslitunum í
þessum leik var að
leikstjórnandinn
ungi Patrick Mahom-
es neitaði að gefast
upp þótt í harðbakk-
ann hefði slegið.
Gunnar Valgeirsson
skrifar um úrslita-
leikinn á íþrótta-
síðum blaðsins í
dag. »27
Patrick Mahomes
neitaði að gefast upp
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Vísindavefur Háskóla Íslands hefur
verið spurður nær 73.000 spurninga
frá því hann var opnaður fyrir tutt-
ugu árum, um tíu spurningar á dag
að meðtaltali. Í tilefni afmælisins
birtist nýtt útlit á vefsíðunni í gær
og á föstudag gengst hann fyrir
málþingi um falsfréttir og vísindi.
Reykjavík var útnefnd menning-
arborg Evrópu 2000 og af því tilefni
var eitt af verkefnum Háskóla Ís-
lands að bjóða upp á vísindavef,
sem forseti Íslands opnaði 29. jan-
úar 2000. Til stóð að hann yrði
opinn í mesta lagi út árið, en eftir-
spurnin fór fram úr björtustu von-
um og er farin að nálgast milljón
gesti á ári. „Efnið var vinsælla en
nokkurn hafði grunað og því var
ákveðið að halda áfram,“ segir Jón
Gunnar Þorsteinsson, bókmennta-
fræðingur og aðalritstjóri vefjarins
frá 2010, en hann var áður aðstoð-
arritstjóri.
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor
í eðlisfræði og vísindasögu, var upp-
hafsmaður vefjarins og aðalritstjóri
frá byrjun og fram til sumarsins
2010. „Tilgangurinn var og er að
opna Háskólann út á við eins mikið
og hægt er og miðla vísindum til al-
mennings,“ segir Jón Gunnar.
Í byrjun töldu menn að nokkrar
spurningar bærust á viku en raunin
varð önnur. Jón Gunnar segir að
fjöldi gesta hafi aukist ár frá ári og
til dæmis hafi verið 26% aukning
frá 2018 til 2019, þegar gestir voru
977 þúsund. Þá hafi innlit verið
tæplega 2,4 milljónir og flettingar
um 3,4 milljónir. „Þennan mikla
vöxt má skýra á ýmsa vegu,“ segir
hann og nefnir sérstaklega að eftir
því sem vefurinn verði umfangs-
meiri þeim mun fleiri spurningum
geti hann svarað. „Líkurnar á því
að fólk finni á Vísindavefnum það
sem það er að leita að aukast jafnt
og þétt.“
Ungt fólk áhugasamt
Vísindavefurinn er einmitt það,
svarar spurningum sem berast um
vísindi. Jón Gunnar segir að yfir
800 manns séu í höfundaskránni og
þar af langflestir vísindamenn við
Háskóla Íslands. Höfundar séu líka
meðal annars við aðra háskóla og
fræðslustofnanir auk fræðimanna
erlendis.
„Við reynum að finna hæfasta
fólkið til þess að svara hverju
sinni,“ segir hann. Allir geta sent
spurningar og með þessu móti er al-
menningur í beinu sambandi við vís-
indamennina. Jón Gunnar segir að
mikið sé spurt um raunvísindi, hug-
vísindi, íslenskt mál, eðlisfræði í
daglegu lífi, jarðvísindi og fleira.
„Dreifingin er mjög góð,“ segir
hann og bætir við að metnaður
flestra fræðimanna liggi meðal ann-
ars í því að koma því sem þeir starfi
við til almennings. „Það er sérstak-
lega ánægjulegt að sjá hvað margt
ungt fólk nýtir sér þessa þjónustu,
sem sýnir að lifandi áhugi er á
vísindum og sterkur grunnur fyrir
framtíðina.“
Vísindavefurinn fékk upplyftingu
í tilefni afmælisins. „Við ákváðum
að gera vefinn aðgengilegri, meðal
annars með nýrri uppsetningu og
nýju letri,“ segir Jón Gunnar. Mál-
þingið verður í Þjóðminjasafninu og
hefst klukkan 15 á föstudag. Að lok-
inni setningu Jóns Atla Benedikts-
sonar, rektors HÍ, og ávarpi Guðna
Th. Jóhannessonar, forseta Íslands,
flytja erindi þau Finnur Dellsén,
Guðrún Hálfdánardóttir, Eiríkur
Bergmann Einarsson, Erna Magn-
úsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson.
Ljósmynd/HÍ/Kristinn Ingvarsson
Vísindavefurinn Jón Gunnar Þorsteinsson hefur verið aðalritstjóri frá 2010 og fengið margar spurningar.
Spurt og svarað í 20 ár
Vísindavefurinn tengir fræðimenn við almenning
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 35. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING