Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020
um sem þú tókst eins og þau væru
þín eigin bræðrabörn. Minning
þín mun lifa í hjörtum okkar.
Ég votta elsku Haraldi, Stein-
þóru, Valla, Vigdísi og Kolbeini
mína dýpstu samúð. Megi allar
fallegu minningarnar sem þið eig-
ið ylja ykkur og fylgja um ókomna
tíð.
Björg Bjarnadóttitr.
Elsku Dolla mín.
Takk fyrir allt!!! Þetta voru síð-
ustu orðin sem þú hvíslaðir að
mér einum sólarhring áður en
stóra kallið kom. Ég var ekki
viðbúinn en mikið þykir mér
óendanlega vænt um að hafa
fengið að knúsa þig þarna í síðasta
skipti.
Þú varst svo mikil hetja að ég
trúði því ekki að þessi stund
myndi renna upp þó innst inni
vissi ég kannski betur. En margar
hetjur kveðja allt of snemma og
þú er svo sannarlega í þeim hópi,
elsku Dolla.
Þú varst hrókur alls fagnaðar.
Þú hélst hópum saman, þú varst
sameiningartákn, þú varst elskuð
af okkur öllum og það er stórt
skarð höggvið í vinahópinn okkar
enda varst það oftar en ekki þú
sem sameinaðir okkur enda gera
leiðtogar það.
Elsku Dolla, þú varst svo mikill
vinur minn og mikið á ég eftir að
sakna þín. Þú og Halli hélduð utan
um mig þegar ég þurfti á því að
halda og pössuðuð upp á mig.
Steik, rauðvín og golf í sjónvarp-
inu helgi eftir helgi var ekki til-
tökumál. Þú talaðir oft um okkur
sem strákana þína og mikið þótti
mér vænt um það.
Ég er svo sorgmæddur að
skrifa þessar línur á sama tíma og
ég er þakklátur að hafa fengið að
vera þáttakandi í þínu lífi, elsku
Dolla.
Elsku Halli, Steinþóra, Valli,
Vigdís og Kolbeinn. Missir ykkar
er mikill. Þið vitið jafnvel og ég að
Dolla vill að þið „rockið“ áfram og
haldið minningu hennar hátt á
lofti.
Takk fyrir allt, elsku Dolla.
Sigurður Olsen.
Í dag kveðjum við Dollu
frænku með söknuði og tár í aug-
um en einnig minnumst við flottr-
ar konu sem fór alltof fljótt. Hún
var ekki tilbúin í þetta ferðalag og
vildi meiri tíma en vissi þó hvað
hún átti í höggi við. Hún háði þá
baráttu af æðruleysi, hugrekki og
vilja til að sigra. Dolla frænka hef-
ur alltaf verið til í mínum huga og
fyrstu minningarnar um hana eru
frá Reykholti. Dolla var yngst
fjögurra systkina og þar að auki
eina stelpan í genginu.
„Algjör dúlla“ eins og mamma
mín, föðursystir hennar, minntist
á þegar við töluðum um hana dag-
inn sem hún dó. Dolla var 10 árum
eldri en ég og þegar maður er
yngri þá er aldursmunurinn mikill
en með árunum varð hann enginn.
Frænkuhópurinn frá föður-
leggnum varð náinn og með ár-
unum hittumst við reglulega og
áttum góðar stundir saman.
Hafnarfjarðarsystur voru oft með
í þeim hittingi. Minnist ég sér-
staklega tveggja ferða sem við
fórum saman í. Önnur þeirra var
ferðin til Englands sem farin var
til Dóru frænku. Í þá ferð fórum
við frænkur ásamt mæðrum okk-
ar allra. Áttum við þar ótrúlega
dýrmætan tíma saman ungar sem
eldri. Yngri sváfu á vindsængum í
stofunni, mikið var hlegið, talað
og notið lífsins. Ég sit og skoða
mynd sem tekin var af okkur öll-
um saman í þeirri ferð og eru
skörðin í henni orðin nokkur.
Lífsins gangur og örlögin
blandast saman í eitt. Hin ferðin,
og var sú ekki síður dýrmæt, er
ferð okkar frænkna og Hafnar-
fjarðarsystra í Reykholtsdalinn.
Þar gistum við heila helgi og nut-
um samvistanna. Rifjaðar voru
upp góðar minningar frá veru
okkar þar og erum við allar svo
stoltar af þessum dal og tengslum
okkar við hann. Það sem gerði
þessa ferð sérstaklega minnis-
stæða var að Dolla hafði nýlega
fengið sína greiningu og vissi
hvað var fram undan. Þrátt fyrir
það fórum við saman í þessa ferð
og nutum samverunnar. Má segja
að það hafi endurspeglað baráttu
Dollu allt til síðasta dags. Trúin á
lífið, að halda áfram að njóta þess
og þess sem það hafði upp á að
bjóða. Þessi ferð var okkur öllum
dýrmæt. Dolla eignaðist Stein-
þóru sína, augastein lífs síns, og
hitti svo Harald sinn, ástina og
klettinn í lífi sínu, og giftist hon-
um. Áttu þau ætíð fallegt og ást-
ríkt samband. Barnabörnin eru
tvö, Vigdís og Kolbeinn.
Ætíð voru þau umvafin ást og
umhyggju frá ömmu Dollu og afa
Haraldi. Mörgu hefur Dolla áork-
að í sínu lífi og átti þar körfubolt-
inn stóran þátt, var hún vinmörg
og fjölskyldan stór. Langt mál
yrði að telja allt upp hér en minn-
ing hennar mun alltaf lifa í hjarta
mér.
Ég er stolt yfir að hafa átt þig
sem frænku og góða fyrirmynd.
Hafðu það sem allra best í sum-
arlandinu góða og ég veit að þar
verður tekið vel á móti þér, mín
kæra frænka. Elsku Haraldur,
Steinþóra og fjölskylda og ætt-
ingjar, ég votta ykkur öllum mína
dýpstu samúð. Það geri ég fyrir
hönd mína og minnar fjölskyldu
allrar.
Lokaprófið
Muna skaltu fullt og fast
á ferð um lífsins kjalveg:
Á endanum þú útskrifast
alveg.
(Þórarinn Eldjárn)
Þín frænka,
Svandís og fjölskylda.
Gæfa er hugtak sem fólk skil-
greinir á mismunandi hátt. Í okk-
ar huga er gæfa eitthvað sem
markar líf þitt á jákvæðan og góð-
an hátt og hægt er að vera þakk-
látur fyrir. Það að líf okkar Dollu
varð samofið var okkar gæfa.
Fyrir allt með Dollu erum við
óendanlega þakklát. Dolla var
heilsteypt, heiðarleg, stálminnug,
ástrík og traust. Því kynntumst
við í gegnum áratuga samstarf
okkar þar sem sönn vinátta,
ferðalög, vinafagnaðir og sam-
heldni bæði í gleði og sorgum ein-
kenndi árin. Dolla var skemmti-
leg og það geislaði af henni hvert
sem hún fór. Skilningur okkar á
gildi fjölskyldunnar var hinn
sami. Fjölskyldan gengur fyrir.
Ást hennar á Haraldi, Steinþóru,
Valla, Vigdísi og Kolbeini var
henni allt. Við söknum Dollu sárt.
Hún býr í hjörtum okkar.
Ásgeir og Kristín.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju í Hallgrímskirkju kæra
frænku og vinkonu, Kolbrúnu
Jónsdóttir, eða Dollu eins og hún
var kölluð í fjölskyldunni. Dolla
var fædd og uppalin í Reykholti
og fyrstu minningar mínar um
hana tengjast staðnum þar sem
stór hluti móðurfjölskyldu minn-
ar bjó. Reykholt bernsku minnar
er enn sveipað ævintýraljóma og
er ástæða þess að stórum hluta
Dolla, eldri bræður hennar
Rúkki, Valdi og Dúdi, auk for-
eldra þeirra, Nonna og Dóru.
Heimili þeirra var mannmargt og
yfirleitt voru fleiri í heimili en
nánasta fjölskylda, auk þess sem
fjölskylda og vinir komu oft í
heimsókn og gistu. Heimilislífið
einkenndist af gleði, kærleika og
samkennd, mikið var spjallað í
matar- og kaffitímum og þá var
hlustað á skoðanir allra, frá þeim
yngstu til þeirra elstu. Ég var svo
lánsöm að fá að dvelja hjá þeim á
sumrin frá sex til sextán ára ald-
urs og þar lærði ég ekki bara að
passa börn og vinna heimilis- og
sveitastörf, heldur tók ég einnig
fyrstu skrefin í íþróttum undir
dyggri leiðsögn Dollu og bræðra
hennar. Alltaf voru þau tilbúin að
leiðbeina og fara með okkur yngri
krakkana í Reykholti á frjáls-
íþrótta- og sundmót, bæði innan
og utan Borgarfjarðar.
Við Dolla vorum yfirleitt her-
bergisfélagar í sveitinni og þó hún
væri rúmum þremur árum eldri
þá leyfði hún litlu frænku oftast
að skottast með, hvort sem farið
var í reiðtúr, í sundlaugina, í
íþróttasalinn, á Eyrina eða í heim-
sóknir um sveitina. Þarna var
grunnurinn lagður að náinni vin-
áttu sem hefur verið mér svo
óendanlega dýrmæt alla tíð. Þeg-
ar Dolla kom til Reykjavíkur í
framhaldsskóla bjó hún fyrsta ár-
ið hjá okkur í Hjallalandinu. Hún
var vinmörg og við systurnar vor-
um ákaflega forvitnar um félagslíf
hennar. Þegar ég nálgaðist tví-
tugsaldurinn urðum við enn nán-
ari vinkonur og ég kynntist vinum
hennar og hún mínum.
Ég man ekki eftir tilverunni án
þess að Dolla hafi verið mikilvæg-
ur hluti hennar og alltaf var hún
til staðar fyrir mig og mína. Nú
þegar komið er að kveðjustund þá
koma fram í hugann svo margar
dýrmætar minningar. Að vera
viðstödd fæðingu Steinþóru var
einstakt kraftaverk. Að kynnast
Haraldi, ástinni í lífi Dollu og sálu-
félaga, og fá að njóta samvista við
þau hjón og gestrisni var einstakt.
Að upplifa það hvað hjónin nutu
ömmu- og afahlutverksins gagn-
vart augasteinunum, Vigdísi og
Kolbeini, var einstakt.
Lífsviðhorf Dollu og Haraldar,
kærleikur þeirra og samstaða
endurspeglaðist í því hvernig þau
tókust á við veikindi Dollu. Þau
mættu þeim með ótrúlegu hug-
rekki, bjartsýni og æðruleysi. Þau
voru hvort um sig kletturinn í lífi
hins og voru sammála um að njóta
líðandi stundar. Dolla kvartaði
aldrei þrátt fyrir langa baráttu við
krabbamein og þótt hún væri oft
veikburða þá hafði hún alltaf orku
til að gefa af sér til annarra.
Elsku Dolla, frænka, vinkona,
„stóra systir“ og fyrirmynd. Ég
kveð þig með söknuði og þakk-
læti, þú munt lifa í hjarta mínu og
huga alla tíð. Ég bið allar góðar
vættir að passa upp á Harald,
Steinþóru, Valgeir, Vigdísi, Kol-
bein, bræður þína og fjölskyldur.
Ólöf Ragna Ámundadóttir.
Þá er Kolbrún farin í ferðalagið
langa og ég sit hér eftir með
brostið hjarta og tárin í augunum
af eftirsjá eftir góðri og ljúfri vin-
konu. Kolbrún var vinmörg og var
mér alveg sérstaklega kær. Hún
hafði lag á því að láta mér alltaf
líða svo vel og hlustaði með áhuga
á það sem ég var að ræða við hana
um. Hún kom líka með svo góðar
ábendingar um það sem ég leitaði
til hennar með. Kolbrún var mikill
fagurkeri, átti fallegt heimili og
það var alltaf gaman að koma til
hennar og Haraldar um jólin því
hún var mikil jólakona. Jólaþorpið
hennar var ævintýri út af fyrir sig
því árlega bætti hún í það nýjum
húsum, fólki, ljósastaurum, hólum
og hæðum og það var svo spenn-
andi að sjá hvernig það stækkaði
og tók breytingum ár frá ári.
Barnabarnið þeirra, hún Vigdís,
beið eftir þorpinu og aðstoðaði
ömmu sína við að setja það upp.
Jólaboðið þeirra fyrir okkur vin-
ina er dálítið lýsandi fyrir um-
hyggjusemi og hlýju þeirra Kol-
brúnar og Haraldar. Þá tóku þau
á móti okkur með dýrindis veit-
ingum sem þau höfðu nostrað við
svo dögum skipti handa okkur og
svo var alltaf eitthvað sem kom á
óvart, þrautir sem við áttum að
leysa, orðaleikir eða gátur. Það
var alltaf svo æðislegt að koma til
þeirra og engar ýkjur þegar ég
segi að allt árið hafi ég hlakkað til
þessa jólaboðs þar sem mikið var
hlegið og rifjað upp árið sem var
að líða. Við fórum alltaf saman í
leikhúsið á veturna og þá fórum
við líka út að borða og gerðum úr
þessu notalega stund, spjölluðum
og spáðum í stykkið sem við vor-
um að fara að sjá. Kolbrún vildi
gjarnan fá okkur með í golfferð
sem vinirnir höfðu farið oft í. Við
létum tilleiðast í apríl árið 2017 og
skelltum okkur með Kolbrúnu,
Halla og hópi þeim tengdum til
Novo Sancti Petri á Spáni. Þessi
ferð var yndisleg og ógleymanleg
með þessu skemmtilega og góða
fólki.
Elsku Halli okkar, Steinþóra,
Valli, Vigdís og Kolbeinn. Mikill
er ykkar missir að sjá á eftir eig-
inkonu, móður og ömmu sem elsk-
aði ykkur svo mikið að allir tóku
eftir. Megi Guð fylgja ykkur í
gegnum þessa miklu sorg. Mikið
var ég heppin að njóta vináttu
þinnar.
Rannveig Þórisdóttir.
Hvíld
Lygnt geymir vatnið
leið mína yfir fjallið,
felur hana rökkri
og ró í nótt.
Vær geymir svefninn
söknuð minn í lautu,
með degi rís hann aftur
úr djúpsins ró.
(Snorri Hjartarson)
Elskuleg vinkona okkar, Kol-
brún Jónsdóttir, hefur kvatt okk-
ur, allt of snemma, eftir langa bar-
áttu við krabbamein. Það er alltaf
jafn erfitt að sætta sig við þegar
kærir vinir kveðja og við höfum
þá ekki lengur með okkur en
minningin um kæra yndislega
konu er okkur fararnesti fram á
veginn.
Við kynntumst Dollu þegar við
byrjuðum saman í Fósturskóla Ís-
lands haustið 1974 og áttum sam-
leið þar fram til ársins 1977 þegar
við útskrifuðumst sem fóstrur.
Dolla var yngst í bekknum okkar,
íþróttastelpa í smekkbuxum og
íþróttaskóm sem keypti Morgun-
blaðið á þriðjudögum til að lesa
íþróttasíðurnar. Námið veittist
henni létt og hún var virk í öllum
okkar uppátækjum, hvort sem
það var að taka þátt í skemmti-
atriðum á árshátíð eða mótmæla
reglum námslána. Alltaf tilbúin,
alltaf jákvæð og brosandi. Dolla
starfaði ekki lengi á vettvangi
leikskólans en við sem unnum
með henni þar minnumst hennar
sem skemmtilegs og trausts sam-
starfsmanns. Með jákvæðni og
fagmennsku náði hún góðu sam-
bandi við börn og foreldra en tók á
málum af yfirvegun þegar á
reyndi.
Eftir 1983 hvarf Dolla til ann-
arra starfa en hélt áfram
tengslum við bekkjarsystur sínar.
Með árunum myndaðist lítill vina-
hópur sem við köllum Skólasystur
7́7. Traust og vinátta hefur alltaf
einkennt þennan skemmtilega
átta kvenna hóp, sem nú hefur
misst tvo félaga, Heiðrún Sverr-
isdóttir hvarf frá okkur fyrir tíu
árum og nú kveðjum við Dollu.
Eftir nokkur ár frá stofnun
hópsins tókum við „strákana“
með og saman höfum við átt
margar skemmtilegar stundir
heima og heiman. Ferðir hvort
sem er í sumarbústað eða erlendis
þarfnast skipulags og auðvitað
var það Dolla sem sá um það,
stakk upp á sumarbústöðum,
valdi hótel og veitingahús erlendis
og alltaf mátti treysta á það val.
Hún sá líka til þess að nægur og
góður matur væri keyptur fyrir
sumarbústaðaferðirnar því Dolla
var sannarlega „gourmé“ kona.
Þegar Dolla kynntist Haraldi
sínum var það ekki spurning, þar
var kominn hennar framtíðarlífs-
förunautur. Fyrir okkur vini
þeirra hefur það verið aðdáanlegt
að fylgjast með sambandi þeirra,
svo samhent sem þau voru við að
lifa lífinu á sem bestan mögulegan
hátt.
Það er erfitt að trúa því að
Dolla sé farin frá okkur, hún sem
alltaf var hress og brosandi í
gegnum öll sín veikindi og kvart-
aði aldrei. Hún lét ekkert aftra
sér frá að ferðast og njóta lífsins
með Haraldi sínum. Þrátt fyrir
veikindin var það hún sem hélt
áfram að skipuleggja viðburði
okkar og kalla okkur saman,
hennar hlutur í að halda saman
SJÁ SÍÐU 18
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR KRISTINSSON,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
18. janúar, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 7. febrúar
klukkan 11.
Pétur Hrafn Sigurðsson Sigrún Jónsdóttir
Guðm. R. Sigurðs. Kemp Gróa María Einarsdóttir
Sigurður Hrafn Pétursson Svanhvít Sigurðardóttir
Arnar Pétursson
Jóna Þórey Pétursdóttir
barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
24. janúar. Útför hennar fer fram frá
Háteigskirkju miðvikudaginn 5. febrúar
klukkan 13.
Friðjón Alfreðsson
Halldóra Þórdís Friðjónsd. René Andersen
Jón Arnar Friðjónsson
Þórhallur H. Friðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRIR KRISTJÓNSSON
skipstjóri,
Fellasmára 4,
Kópavogi,
lést föstudaginn 31. janúar á hjúkrunarheimilinu Seltjörn.
Inga Jóna Ólafsdóttir
Helga Þórisdóttir Gísli Sveinbjörnsson
Inga Þóra Þórisdóttir Guðmundur Helgason
Guðný Þórisdóttir Egill Sveinbjörnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
ÁLFHEIÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR,
Miðleiti 3, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
31. janúar.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Páll Bjarnason
Kristín Pálsdóttir Gunnar Þór Kjartansson
Heiðrún Pálsdóttir Gestur Guðjónsson
Bjarni Pálsson Unnur Ýr Kristjánsdóttir
Þuríður Anna Pálsdóttir
Kristján Frosti, Elva, Álfheiður, Auðunn Páll,
Páll Theodór, Bragi Valur
Ólína Sigurgeirsdóttir
Klemens Sigurgeirsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓSKAR JÓNSSON
frá Breiðdal,
sem lést fimmtudaginn 23. janúar, verður
jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju
fimmtudaginn 6. febrúar klukkan 13.
Aðstandendur hins látna
Ástkær móðir mín og amma,
HAFDÍS UNA JÚLÍUSDÓTTIR,
Nönnufelli 3,
lést laugardaginn 25. janúar.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 6. febrúar klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar
er bent á minningarsjóð í Landsbanka - 0137 - 26 - 102311 og
kt. 2311755049
Guðrún Ásta Magnúsdóttir
Nói Jóel Viktorsson