Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020
FYRIR HÚÐ
OG HÁR
Omega3 SKIN er sérstaklega smíðuð
til að viðhalda heilbrigðri húð og gljáa.
Hylkin innihalda m.a. omega3 fitusýrurnar
EPA og DHA og sjávar kollagen.
www.lysilife.is
F
æ
st
í
a
p
ó
te
k
u
m
NÝ
TT FRÁ
LÝ
S
IF
Y
R
IR
H
ÚÐ OG H
Á
R
NÝTT
SÍÐUSTU DAGAR
ÚTSÖLUNNAR
15% AUKA AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
ÚTSÖLUVÖRUM
2 FYRIR 1 AF ÖLLUM
ÚTSÖLU
BRJÓSTAHÖLDUM
&
F á k a f e n i 9 1 0 8 R e y k j a v í k
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Verðhrun
á útsöluvörum
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Um áramótin varð sú breyting hjá
Þjóðskrá Íslands að hún hætti að
taka við beiðnum um skráningu í
trú- og lífsskoðunarfélög sem berast
á pappír fyrir milligöngu trú- og lífs-
skoðunarfélaga.
Vakin er athygli á þessari breyt-
ingu á vef þjóðkirkjunnar, kirkjan.is.
Nú fari sú skráning aðeins fram með
rafrænum hætti. Þetta þýði jafn-
framt að einstaklingarnir sjálfir
þurfi að óska eftir skráningu í trú-
og lífsskoðunarfélag með því að
senda inn rafræna beiðni um slíkt.
Ljóst sé að skráning í trúfélag
(eða lífsskoðunarfélag) eða ósk um
breytingu á skráningu fari ekki
lengur fram fyrir milligöngu presta
eða forstöðumanna trú- og lífsskoð-
unarfélaga.
„Einstaklingarnir sjálfir sjá um
það eða foreldrar þeirra og for-
ráðamenn þegar um börn er að ræða
– og það með rafrænum hætti. Fólk
getur líka sjálft komið í afgreiðslu
Þjóðskrár og tilkynnt skráninguna
og framvísað þá löggiltu skilríki.“
Þegar foreldrar barns eru giftir
eða skráðir í sambúð við fæðingu
barns og eru í sama trúfélagi (eða
lífsskoðunarfélagi) eða utan trú-
félaga, er barnið skráð með sama
hætti og foreldrarnir, segir kirkj-
an.is. Séu foreldrarnir sitt í hvoru fé-
laginu eða bæði utan trúfélaga er
barnið skráð í það sem heitir ótil-
greint trúfélag.
Ef foreldrar barns eru ekki giftir
eða í skráðri sambúð þegar barn
fæðist er barnið skráð í sama trú-
félag (eða lífsskoðunarfélag) og móð-
irin á meðan hún fer ein með forsjá
barnsins.
Staða fermingarbarna í vor
Minnt er á að sé barn á aldrinum
12-15 ára ekki skráð í þjóðkirkjuna
þarf að leita álits þess á því áður en
til skráningar kemur.
„Þetta kemur eflaust upp hjá ein-
hverjum fermingarbörnum á kom-
andi vori því að þau þurfa að vera
skírð – og helst skráð í þjóðkirkjuna
áður en til fermingar kemur,“ segir í
fréttinni.
Þjóðskrá heldur ekki sérstakt fé-
lagatal trú- eða lífsskoðunarfélaga
heldur er aðeins um að ræða skrán-
ingu af hennar hálfu á því hvert
sóknargjöldin skuli renna lögum
samkvæmt.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ferming Athuga þarf stöðu fermingarbarna fyrir fermingarnar næsta vor.
Prestarnir sjá ekki
lengur um að skrá
börnin í trúfélög
Skráning fer aðeins fram með raf-
rænum hætti Breyting hjá Þjóðskrá
Í gær, mánudaginn 3. febrúar, tóku
sæti á ný á Alþingi þeir ellefu al-
þingismenn sem hurfu af þingi fyr-
ir rúmri viku vegna fundahalda í
útlöndum.
Þingmennirnir eru: Guðjón S.
Brjánsson, Silja Dögg Gunn-
arsdóttir, Lilja Rafney Magn-
úsdóttir, Birgir Þórarinsson, Kol-
beinn Óttarsson Proppé,
Guðmundur Ingi Kristinsson,
Bryndís Haraldsdóttir, Oddný G.
Harðardóttir, Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir, Halla Signý Krist-
jánsdóttir og Rósa Björk Brynjólfs-
dóttir.
Viku þá varamenn þeirra af
þingi, þau Arna Lára Jónsdóttir,
Ásgerður K. Gylfadóttir, Bjarni
Jónsson, Elvar Eyvindsson, Eydís
Blöndal, Jónína Björk Óskars-
dóttir, Karen Elísabet Halldórs-
dóttir, Njörður Sigurðsson, Olga
Margrét Cilia, Stefán Vagn Stef-
ánsson og Una Hildardóttir, að því
er fram kemur á vef Alþingis.
Þingmennirnir komnir heim frá útlöndum
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Rangt nafn í
minningargrein
Í minningargrein sem Jón Baldvin
Hannibalsson ritaði um Halldór
Hermannsson og birtist sl. laug-
ardag var rangt farið með nafn
Kristínar Svanhildar Helgadóttur
og var hún kölluð Kristjana.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTT
Fyrsti formlegi eggja- og sæðis-
banki á Íslandi hefur störf í þessum
mánuði. Markmiðið er að auka
möguleika barnlausra para og
einstaklinga á að eignast barn.
Fyrir þau sem þurfa gjafaegg
eða -sæði til að verða þunguð munu
fleiri gjafar stytta biðina, og fjöl-
breytileiki er tryggður með góðri
samvinnu við systurbankann í Sví-
þjóð, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Livio Ísland sem er
hluti af norrænu samsteypunni
Livio.
Notkun eggja- og sæðisgjafa hef-
ur tíðkast lengi á Íslandi. Sæðisgjöf
hefur verið notuð frá 1991, en ein-
ungis með sæðisgjöf frá Danmörku.
Eggjagjöf hefur verið notuð frá
1998, með íslenskum gjöfum.
Fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á
Íslandi opnar fyrir gjafir í þessum mánuði
Livio Ísland Helga Sól Ólafsdóttir er um-
sjónarmaður eggja- og sæðisbankans.
Allt um sjávarútveg