Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það var tákn-rænt hvar SKY-sjónvarps- stöðin taldi fara best á því að varpa niðurtalningar- klukkunni á vegg í blárauðum fána- litum síðustu klukkustundir og sekúndur allt þar til Bretar yrðu loks lausir: Á hvítu klettana við Dover! Um önnur tímamót tengd atburðum í álfunni fögru söng Vera Lynn (verður senn 103 ára) og öll þjóðin tók undir: There’ll be bluebirds over The white cliffs of Dover Tomorrow, just you wait and see. There’ll be love and laughter And peace ever after Tomorrow, when the world is free. Þótt Boris forsætisráðherra beitti sér fyrir því að fagnaðar- látum yrði stillt í hóf þótti sumum of langt gengið. „Menn láta eins og þeir viti ekki að það er allur vandinn eftir,“ sögðu þeir sem súrastir voru á útgöngudegi Breta úr ESB. Og áttu þá við að eftir væri að koma framtíðarfyrirkomulagi viðskipta Breta og ESB fyrir í flókn- um lagatextum. Eftirlegukind- urnar 27 munu hafa lítið um það mál að segja, að minnsta kosti þær 25 minnstu. Þó hafa fréttamenn tönnlast á því síðustu árin að það þurfi að sannfæra 27 þjóðarleiðtoga, þing og stofnanir um þetta eða hitt og er þó ekkert dæmi þess. Það má gefa sér að það hefði verið flóknara að fá sumar þeirra þjóða til að láta lokkast inn í ESB á þeim tíma sem sambandið var þó ekki orðið eins yfirþyrmandi og full- veldistakmarkandi og nú er, hefðu Bretar ekki verið innan- borðs. Bretar einir eru álíka fjölmennir og 15 fámennustu þjóðir sambandsins samanlagt og þess utan með öflugustu fjármálamiðstöð í þessum heimshluta, öflugan her og kjarnorkuvopn. En á fyrsta virkum degi eftir útgöngu byrjuðu hótanir frá Brussel en nú vantar loks ekk- ert upp á að tekið sé á móti. Það er mikil breyting. Samningamaður ESB og Macron for- seti heimta að sam- bandið haldi fisk- veiðirétti í breskri lögsögu í 25 ár!} Bíðið bara og sjáið Hætt er viðað mörg-um þyki ekki taka því leng- ur að horfa til nýs kostar um legu svo- kallaðrar Sunda- brautar. Umræða um brautina hefur iðulega tekið flug, eins og hún sé kennsluflaug á Sandskeiði, sem á sér ekkert fyrirheit annað en upphafsreitinn. Samt var lagt upp með málið af mik- illi alvöru í öndverðu og hún fékk alloft á sig blæ raunveru- leika, eins og þegar ein út- færsla hennar fékk sess í Aðal- skipulagi Reykjavíkur. Lausn- in sem þar var kynnt var ónýt orðin með ákvörðunum borgar- yfirvalda fyrir fimm árum eða svo. Á þetta benda þeir Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, fyrrver- andi borgarstjóri, og Þórarinn Hjaltason umferðarverkfræð- ingur í grein í blaðinu í gær. Þeir rekja í örstuttu máli stöðu þessa stóra máls og ýmsa þá kosti sem hæst hefur borið og kynna í sömu andrá nýja leið sem þeir telja að gæti verið til lausnar málinu. Þar liggur nokkuð við, því eins og greinar- höfundar orða það „á sú stað- reynd, að Sundabraut hefur ekki þegar verið byggð, veru- legan þátt í því að algjört um- ferðaröngþveiti ríkir í dag á höfuðborgarsvæðinu“. Í greininni viðra Vilhjálmur og Þór- arinn sína lausn. Það er ný tillaga um lágbrú sem er um 400 metrar að lengd og hefur landtökustað á móts við Kjalar- vog og tengist við Sæbraut í undirgöngum. Þeir færa sann- færandi rök fyrir því að hér sé um raunhæfan og góðan kost að ræða. Fyrir það fyrsta fæli útfærsla hennar í sér óveru- lega skerðingu á athafnasvæði hafnarinnar og lítil eða engin áhrif á starfsemi fyrirtækja á hafnarsvæðinu. Engin ný tillaga um Sunda- braut getur breytt því að um mjög kostnaðarsamar fram- kvæmdir er að ræða. En vafa- lítið er að þær tafir sem orðið hafa á framkvæmdum hafa þegar valdið tjóni sem meta mætti til enn stærri upphæða og þær munu hækka með hverjum degi sem líður. En þótt verkið verði ætíð dýrt þá færa greinarhöfundar fyrir því rök að kosturinn sem þeir eru að kynna (fyrsti áfangi þess) sé um 20-30 milljörðum króna ódýrari en sá kostur sem helst hefur verið horft til upp á síðkastið eftir að aðrir voru úr sögunni af heima- tilbúnum ástæðum. Þar er því ekki um neina smáaura að tefla. Það er virðingarvert þegar ekki er látið við gagnrýnina eina sitja heldur kynnt sannfærandi úrlausn um leið} Eftirtektarverð tillaga M æling á stærð loðnustofnsins í janúar vekur mikinn ugg. Hrygningarstofninn var að- eins 64 þúsund tonn! Kort sem Hafró birtir yfir út- breiðslu loðnunnar á þessum tíma er mjög slá- andi. Þarna í upphafi árs er nær engin loðna út af norðaustan- og austanverðu landinu. Svart haf. Það ætti að vera krökkt af loðnu þarna, á göngu suður með kantinum út af Austfjörðum. Við erum í mjög alvarlegum vanda. Hrun loðnunnar felur í sér mikinn tekjumissi fyrir fjölda fólks, sveitarfélög og ríki. Lífríkið verð- ur fyrir þungu höggi. Sl. fimmtudag fór fram á Alþingi umræða um skýrslu sjávarútvegsráðherra um nýtingu og vist- fræðilega þýðingu loðnustofnsins 2000-2019. Skýrslu- beiðnin var að mínu frumkvæði og var studd af Pírötum, Samfylkingu og Viðreisn. Hún sýnir að loðnan er búin að vera í vandræðum í töluverðan tíma. Nýliðun léleg nánast frá 2001. Hrunið hófst þá. Við lestur skýrslunnar, sem er á vef Alþingis, vakna grunsemdir um að við höfum ekki hegðað okkur tilhlýðilega í nýtingu loðnustofnsins. Það sé nú að koma okkur rækilega í koll. Allt frá um 2005 dró mjög úr útgefnum loðnukvótum því það mældist lítið af loðnu. Ráðgjöf náði síðast milljón tonna heildarkvóta 2003 en svo alltaf minna. Síðustu árin var hann langt undir 500 þúsund tonnum. Hefði ekki átt að sýna sérstaka varúð þegar loðnukvótinn var aðeins 173-285.000 tonn 2015 til 2018? Þá var loðnan veidd alveg komin að hrygningu, til að ná úr henni hrognunum sem áttu að verða undirstaða nýliðunar stofnsins. Voru þetta afgerandi mistök? Var gengið of nærri hrygningarstofninum þegar rétt hefði verið að banna veiðar undan Vesturlandi svo sú litla loðna sem komin var á hrygningarslóð fengi að hrygna í friði? Eftir þetta varð alger nýliðunarbrestur. Loðnustofninn hrundi. Loðnuveiðar með flotvörpu hafa verið leyfðar um langt skeið norður og austur af landinu. Af alls níu milljóna tonna loðnuafla frá aldamótum veiddu íslensk skip tvær millj- ónir tonna í flottroll. Flotvörpuveiðarnar eru mjög umdeildar. Fullyrt er að þær sundri loðnutorfum og trufli göngur þeirra. Fiskur drepist í stórum stíl við að fara í gegnum möskva. Af hverju er loðnan ekki látin njóta vafans og flott- rollsveiðarnar bannaðar? Menn geta veitt loðnuna í nót. Nótin lokar af torfu eða hluta úr torfu en sundrar henni ekki eins og flottrollið. Áður fyrr var öll loðna veidd í nætur og það gekk bara vel. Hverjum dettur eiginlega í hug að leyfa flotvörpuveiðar á loðnu? Erum við nú að uppskera eins og við sáðum? Við för- um illa fram gegn lífríkinu og náttúran nær alltaf fram hefndum að lokum. Inga Sæland Pistill Vá fyrir dyrum – loðnan horfin Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Við komum nú bara ágætlegaút úr þessu að flestu leyti,“segir Gústaf Adolf Skúla-son, sérfræðingur á grein- ingarsviði Menntamálastofnunar. Fjallað er um menntakerfi 39 Evrópuríkja í nýrri skýrslu Eury- dice – samstarfsnets Evrópusam- bandsins um menntamál. Í skýrsl- unni er hreyfanleiki háskólanema og nemenda í starfsnámi milli ríkja í álfunni kannaður. Þróaðir hafa verið sex samsettir mælikvarðar á hreyfanleika nemendanna, meðal annars út frá því hvort nýta megi námslán og styrki við nám erlendis, hversu vel sé staðið að upplýsinga- gjöf um tækifæri til náms í öðrum ríkjum og hvort prófskírteini og starfsréttindi njóti gagnkvæmrar viðurkenningar milli ríkja. Sambæri- leg skýrsla var gefin út árið 2016 og nú er þróunin m.a. metin frá þeim tíma. Að því er fram kemur á heima- síðu Menntamálastofnunar hefur framkvæmdastjórn ESB frá árinu 2011 hvatt til aðgerða til auka hreyfanleika nemenda milli ríkja í því skyni að auka víðsýni og færni nemendanna sjálfra og auka um leið gæði menntakerfa og einstakra menntastofnana. Íslendingar á faraldsfæti Gústaf Adolf segir í samtali við Morgunblaðið að upplýsingar frá Ís- landi hafi verið fengnar með mjög ítarlegum spurningalistum sem svar- að hafi verið á tveimur stöðum, hjá Menntamálastofnun og hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. „Við skorum vel á sumum mæli- kvörðum. Við erum til að mynda með mikla virkni á hreyfanleika enda eru íslenskir nemendur duglegir að sækja út og taka hluta af námi sínu þar,“ segir sérfræðingurinn. Í skýrslunni kemur fram að Ís- land er eitt níu Evrópuríkja sem uppfylla bæði viðmið Eurydice hvað varðar vægi erlendra tungumála í námskrám grunn- og framhalds- skóla, þ.e. að nemendur læri erlend tungumál í tíu ár eða lengur og þar af tvö erlend tungumál a.m.k. um fimm ára skeið. Af hinum löndunum á Norðurlöndum er Finnland einnig í þessum hópi. Á vef Menntamála- stofnunar segir að rétt sé að taka fram að íslenska starfsnámskerfið falli ekki alfarið að skilgreiningum skýrslunnar á þessu sviði og standi því utan við þennan mælikvarða. Þá er þess getið að Ísland er eitt fjórtán evrópskra menntakerfa þar sem engar takmarkanir eru á nýt- ingu námsmanna á opinberum fjár- hagsstuðningskerfum síns heima- ríkis við nám á erlendri grundu. Áratuga reynsla af flakki Höfundar skýrslunnar fullyrða að hreyfanleiki námsmanna fari vax- andi og að hindrunum í þeim efnum fari fækkandi í Evrópu. Ekkert ríki eða menntakerfi teljist þó uppfylla öll viðmið Eurydice í þessum efnum og meðal annars er bent á mikilvægi þess að bæta gagnkvæmar viður- kenningar á prófskírteinum og starfsréttindum milli ríkja. Gústaf Adolf segir að almennt gæti vaxandi tilhneigingar til hreyfanleika námsmanna í álfunni og skýrsluhöfundar séu kátir með það. Hann segir aðspurður að þetta sé ekki nýtt fyrirbæri fyrir okkur Ís- lendinga og nágranna okkar, öfugt við ýmis önnur lönd. „Þessi hugsun er eldri annars staðar á Norður- löndum. Hér hafa verið samningar til margra áratuga um að við höfum getað gengið inn á kerfi hver annars. Þessi hugsun er okkur mjög töm en núna er þetta orðið miklu stærra kerfi.“ Aukinn hreyfanleiki námsmanna í dag Morgunblaðið/Ómar Skólafólk Íslenskir námsmenn hafa um árabil getað menntað sig á öðrum löndum á Norðurlöndum. Í dag geta þeir leitað mun lengra og víðar en áður. Í umræddri skýrslu Eurydice kemur fram að þrátt fyrir mikla virkni í nemendaskiptum hér- lendis telst Ísland í hópi tíu ríkja þar sem upplýsingagjöf um ráðgjöf á því sviði býr einna síst að heildstæðri stefnumótun og skipulagi. „Það byggist á því að hér hef- ur ekki verið komið upp miðlæg- um gagnagrunni,“ segir Gústaf Adolf Skúlason hjá Mennta- málastofnun. „Skortur á þess- ari leiðsögn er ekki vandamál hér. Þessu hefur bara ekki verið komið fyrir með sama hætti hér og annars staðar. Sama gildir um aðstoð við fatlaða sem getið er í skýrslunni. Þar passar okkar kerfi einfaldlega ekki inn í ramma ESB. Stuðningskerfið er til staðar en það er ekki innan háskólanna,“ segir Gústaf. „Þetta eru tvær mælingar sem við komum verr út en í sjálfu sér erum við ekki að veita verri þjónustu en aðrir.“ Passar ekki í ramma ESB LÖK UPPLÝSINGAGJÖF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.