Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020 Reykjavíkurmót karla Úrslitaleikur á Hlíðarenda: Valur – KR................................................ 0:2 Kristján Flóki Finnbogason 45., Ægir Jarl Jónasson 67. Rautt spjald: Sigurður Egill Lárusson 62. Frakkland B-deild: Grenoble – Le Havre............................... 1:1  Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður á 67. mínútu hjá Grenoble.  Danmörk Fredericia – Kolding........................... 26:25  Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyj- ólfsson komust ekki á blað hjá Kolding. Svíþjóð Sävehof – Redbergslid.........................29:29  Ágúst Elí Björgvinsson varði tvö skot í marki Sävehof.   Dominos-deild karla Njarðvík – Valur .......................... (frl.) 86:76 Stjarnan – Grindavík............................ 99:85 Staðan: Stjarnan 17 15 2 1559:1387 30 Keflavík 17 13 4 1522:1382 26 Tindastóll 17 11 6 1483:1412 22 Haukar 17 11 6 1530:1459 22 Njarðvík 17 10 7 1450:1315 20 KR 17 10 7 1463:1421 20 ÍR 17 8 9 1444:1536 16 Þór Þ. 17 7 10 1370:1396 14 Grindavík 17 6 11 1431:1514 12 Þór Ak. 17 5 12 1460:1620 10 Valur 17 5 12 1354:1475 10 Fjölnir 17 1 16 1436:1585 2 1. deild karla Breiðablik – Selfoss.............................. 91:77 Snæfell – Vestri .................................... 87:97 Sindri – Hamar ................................... 92:103 Staðan: Breiðablik 16 14 2 1620:1334 28 Hamar 16 14 2 1575:1399 28 Höttur 16 14 2 1376:1199 28 Vestri 15 8 7 1328:1227 16 Álftanes 16 8 8 1366:1395 16 Selfoss 15 5 10 1153:1217 10 Sindri 14 2 12 1147:1284 4 Snæfell 16 2 14 1287:1578 4 Skallagrímur 14 2 12 1136:1355 4 NBA-deildin Detroit – Denver...................... (frl.) 128:123 Houston – New Orleans................... 117:109 Milwaukee – Phoenix ....................... 129:108 Toronto – Chicago ............................ 129:102 Staðan í Austurdeild: Milwaukee 42/7, Toronto 36/14, Boston 33/ 15, Miami 33/15, Indiana 31/18, Phila- delphia 31/19, Brooklyn 21/27, Orlando 21/ 28, Chicago 19/33, Washington 17/31, Detroit 18/33, Charlotte 16/33, New York 14/36, Cleveland 13/37, Atlanta 13/37. Staðan í Vesturdeild: LA Lakers 37/11, LA Clippers 34/15, Den- ver 34/16, Utah 32/17, Houston 31/18, Dall- as 30/19, Oklahoma City 30/20, Memphis 24/25, Portland 23/27, San Antonio 22/26, Phoenix 20/29, New Orleans 20/30, Sacra- mento 18/31, Minnesota 15/33, Golden State 11/39.   Spretthlaup- arinn Patrekur Andrés Axelsson úr Ármanni hljóp 60 metra í fyrsta skipti undir átta sekúndum þegar hann keppti á RIG um helgina. Patrekur hljóp á 7,99 sekúndum. Patrekur segir á samfélagsmiðlum að þar hafi hann náð markmiði sem hann hafi stefnt að frá því hann byrjaði í frjálsum. Patrekur missti sjónina á fullorð- insaldri og aðstoðarmaður hleypur með honum í keppni. kris@mbl.is Fór undir átta sekúndur Patrekur Andrés Axelsson KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Álftanes: Álftanes – Skallagrímur ...... 19.15 ÍSHOKKÍ Úrslitakeppni kvenna, 1. leikur: Akureyri: SA – Reykjavík ................... 19.30 Í KVÖLD! KÖRFUBOLTI Skúli B. Sigurðsson Bjarni Helgason Grípa þurfti til framlengingar til þess að knýja fram sigurvegara þeg- ar Njarðvík og Valur mættust í úr- valsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Njarðtaks- gryfjunni í Njarðvík í sautjándu um- ferð deildarinnar í gær. Það voru að lokum heimamenn í Njarðvík sem lönduðu sigrinum mikilvæga eftir að hafa skorað 86 stig gegn 76 stigum Vals. Staðan í hálfleik var 29:29 og 70:70 eftir venjulegan leiktíma en á þess- um tölum má sjá að mikið púður fór í varnarleik hjá báðum liðum. Miðað við þann kraft og það hversu vel Valsmenn lögðu sig fram í þessum leik var hálfsúrt að sjá þá ekki fá neitt út úr honum. Körfu- knattleikur býður hins vegar ekki upp á jafntefli þannig að niðurstaðan var tap og staða þeirra í deildinni er í raun og veru grafalvarleg. Vals- menn eru í 11. sæti og eins og deildin er að spilast þá virðast allir vera að berjast annaðhvort fyrir því að kom- ast í úrslitakeppni, ná sér í heima- vallarrétt í úrslitakeppni eða halda sig frá falli. Með öðrum orðum eru allir leikir úrslitaleikir. Njarðvíkingar mega prísa sig sæla að hafa náð þessum sigri og það var ekki síst frammi- staða Mario Matasovic sem skilaði sigrinum. Hann skoraði 24 stig og tók 20 fráköst. Matasovic var besti maður vallarins og þá er einnig vert að nefna frammistöðu Njarðvíkings- ins Chaz Williams sem var drjúgur á lokasprettinum. skulibsig@mbl.is Seiglusigur Stjörnunnar Garðbæingurinn Nikolas Tomsick fór á kostum þegar Stjarnan vann sinn þrettánda deildarleik í röð gegn Grindavík í Mathús Garðabæjar- höllinni í Garðbæ í gær. Leiknum lauk með 99:85-sigri Stjörnunnar en Tomsick skoraði 26 stig í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körf- ur. Jafnræði var með liðunum meiri- hluta leiksins og leiddu Garðbæing- ar með fjórum stigum fyrir fjórða leikhluta. Þar sprungu Grindvík- ingar á limminu og Stjarnan fagnaði fjórtán stiga sigri. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Garðbæingar sýndu mátt sinn og styrk í fjórða leikhluta og liðið virðist ekki trúa því að það geti tapað körfuboltaleik þessa dagana. Önnur lið virðast ekki hafa trú á því heldur að þau geti lagt Stjörnuna að velli og það gæti fleytt Garðbæingum langt þegar inn í úr- slitakeppnina er komið. Grindvíkingar litu ágætlega út í gær en voru einfaldlega númeri of litlir fyrir Stjörnuna sem fékk mikil- vægt framlag af bekknum á meðan það var lítið að frétta af varamanna- bekk Grindvíkinga. Liðið er í níunda sæti deildarinnar og það verða að teljast gríðarleg vonbrigði og hálf- gert stórslys ef liðið nær ekki sæti í úrslitakeppninni með þennan mann- skap. bjarnih@mbl.is Njarðvík lagði Val í naglbít  Ekkert fær stöðvað Stjörnuna Morgunblaðið/Árni Sæberg Átök Garðbæingar tóku 46 fráköst gegn 33 fráköstum Grindvíkinga og þar lá meðal annars munurinn á liðunum í Garðabænum í gærkvöldi. Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur fengið enn meiri liðsauka fyrir kom- andi keppnistímabil en um helgina voru fimm nýir erlendir leikmenn kynntir til leiks. Nú hefur markvörð- urinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving bæst í hópinn en hún kem- ur til ÍBV frá Val í láni. Auður er að- eins 17 ára en hefur verið varamark- vörður Vals undanfarin þrjú ár og leikið tvo úrvalsdeildarleiki. Hún á að baki 20 leiki með yngri lands- liðum Íslands og er aðalmarkvörður U19 ára landsliðsins sem leikur í milliriðli EM síðar í vetur. ÍBV fær mark- vörð frá Val Ljósmynd/ÍBV Markvörður Auður Sveinbjörns- dóttir Scheving er komin í ÍBV. Sjö Íslendingar keppa á Evrópu- meistaramóti unglinga og U21 árs í karate sem fram fer í Búdapest um næstu helgi. Aron Anh Ky Huynh, Freyja Stígsdóttir, Hugi Hall- dórsson, Oddný Þórarinsdóttir, Samuel Josh Ramos, Viktoría Ingólfsdóttir og Þórður Jökull Hen- rysson skipa landslið Íslands. Með þeim í för eru Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í kumite, María Helga Guðmundsdóttir, þjálfari í kata, Helgi Jóhannesson EKF- dómari og Reinhard Reinhardsson, formaður Karatesambands Íslands. Sjö Íslendingar til Ungverjalands Ljósmynd/KAI.is Þjálfari Ingólfur Snorrason ásamt hluta af íslensku keppendunum. KR er Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu í 40. sinn eftir sigur gegn Val, 2:0, í úrslitaleik á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær. Það voru þeir Kristján Flóki Finn- bogason og Ægir Jarl Jónasson sem skoruðu mörk Ís- landsmeistaranna í leiknum en þau komu sitt í hvorum hálfleiknum. Kristján Flóki kom Vesturbæingum yfir undir lok fyrri hálfleiks með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Kennie Chopart frá hægri. Á 62. mínútu fékk Sigurður Egill Lárusson, sóknarmaður Vals, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og Valsmenn því einum manni færri það sem eftir lifði leiks. KR-ingar nýttu sér það og sex mínútum síðar tvöfaldaði Ægir Jarl forystu Vesturbæinga með skalla. Valsmenn fengu tækifæri til þess að minnka muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma en Guðjón Orri Sigur jónsson í marki KR varði frá Kristni Frey Sigurðssyni. KR-ingar fögnuðu einnig sigri í Reykjavíkurmótinu í fyrra en Valsmenn, sem hafa 22 sinnum unnið keppnina, unnu hana síðast árið 2017. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirliði Hinn 35 ára gamli Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR-inga, er í góðri æfingu við að lyfta bikurum. KR-ingar meistarar í 40. sinn Bjarni Fritzson verður áfram þjálfari meist- araflokks karla hjá ÍR og hefur framlengt samn- ing sinn við félag- ið til vorsins 2022. Bjarni er á fer- tugasta aldursári og tók við ÍR árið 2014. Áður hafði hann þjálfað lið Akureyrar sem hann lék einnig með. Bjarni er uppalinn hjá ÍR og varð bikarmeistari með ÍR árið 2005. Hann lék sem atvinnu- maður í Frakklandi með Creteil og St. Raphael um fjögurra ára skeið en hér heima var hann einnig um tíma hjá FH. ÍR er með 22 stig í Olís-deild karla eftir 16 umferðir. Liðið er með jafn mörg stig og Valur sem er í 3. sæti en þau eru þremur stigum á eftir toppliði Hauka. ÍR-ingar eru jafn- framt komnir í 8-liða úrslit bikar- keppninnar en leikið verður í vik- unni í bikarnum og þá heimsækir ÍR lið Aftureldingar. „Stjórn og aðstandendur hand- knattleiksdeildar ÍR eru mjög ánægð með störf Bjarna og binda miklar vonir við framhaldið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. kris@mbl.is Bjarni áfram í Breiðholtinu næstu árin Bjarni Fritzson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.