Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020 Kolbrún Jónsdóttir hópnum okkar var ótrúlega mik- ilvægur. Af Dollu höfum við margt lært og reynum að geyma það með okkur, fyrir allt það sem hún hefur verið okkur í gegnum tíðina viljum við þakka. Blessuð sé minning hennar. Elsku Haraldur, Steinþóra og fjölskylda, við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Skólasystur 7́7, Arna, Elín, Hrefna, Ing- veldur, Kolbrún og Sigrún. Það eru 35 ár síðan leiðir okkar Dollu lágu saman. Ég var nýbyrj- uð að vinna á nýjum vinnustað og fljótlega bættist í hópinn nýr starfsmaður og kynnti hún sig sem Kolbrúnu en sagðist jafn- framt alltaf vera kölluð Dolla. Einhvers staðar stendur að erfitt sé að eignast vini um og eftir þrí- tugt en það átti ekki við hjá okkur Dollu. Við urðum bestu vinkonur og aldrei bar skugga á þá vináttu, ég held svei mér þá að okkur hafi aldrei orðið sundurorða. Minning- arnar eru óteljandi, ferðalög og tjaldútilegur um Ísland og ógleymanleg ferð á sólarströnd, svo ég tali ekki um ferðir upp í Reykholt sem voru ófáar. Ég var svo heppin að fá að fylgjast með meðgöngu og fæðingu Steinþóru og samdrætti og sambúð þeirra Haraldar, þetta voru gleðistundir sem geymast í minningabankan- um. Dolla, með sinn ómælda áhuga á íþróttum, sagði um daginn þeg- ar ég talaði við hana í símann á Landspítalanum: „Það er fínt sjónvarp hér, mér leiðist ekki meðan handboltinn er.“ Þetta var hennar einkenni; alltaf jákvæð, ætlaði bara aðeins að hvíla sig á lyfjagjöfinni og safna kröftum áð- ur en hún færi heim. Alltaf lífs- glöð og sá björtu hliðarnar á líf- inu. Ég á eftir að sakna samverustunda okkar þegar við sátum og töluðum um allt milli himins og jarðar og tíminn flaug áfram. Elsku Haraldur, Steinþóra og Valli, ykkar missir er mestur. Ég veit að þið segið litlu sólargeisl- unum Vigdísi og Kolbeini sögur af ömmu. Enginn gleymist sem hef- ur verið elskaður. Þóra Þorsteinsdóttir. Það er sumarkvöld í Reykholti. Við systur sitjum ásamt Dollu og fleiri krökkum á púkabekknum í borðkróknum hjá Dóru og Nonna. Kvöldkaffi. Síminn hringir; ein stutt, ein löng, ein stutt. Lokað inn á kontórinn. Kanis liggur við dyrnar og út úr búrinu kemur Dóra með randalínur, súkku- laðiköku og kleinur. Klukkan á veggnum slær, notaleg birtan frá ljósinu í eldhúsviftunni, veggtepp- ið með mynd af Reykholtsskóla – allt eins og það á að vera. Brand- ari fýkur og allir fá hláturskast. Og þau hafa sko verið mörg hlátursköstin því hláturinn, glað- værðin og góðmennskan var það sem einkenndi Dollu og hennar æskuheimili. Við systur eigum margar góðar minningar úr Reykholti þar sem við vorum svo lánsamar að fá að dvelja á sumrin á heimili hennar ásamt mömmu, Ásdísi Ólafsdóttur. Dolla, heim- sætan og skvísan sem við fylgd- umst með af aðdáun var alltaf tilbúin að leyfa okkur að taka þátt í því sem hún var að gera. Hvort sem það var að fara í sund, skreppa á æfingu niður á Eyri eða bara að fylgjast með henni að pikka á reiknivélina. Það þurfti að fara með reikningana fyrir Póst og síma, þá fengum við að fara með Dollu á Volvoinum hans Nonna um Borgarfjörðinn. Þegar þeyst var yfir hæðir sungum við allar: „Ooog svo víííjum við!!!“ Eitt sinn festi hún Volvoinn í læk og við sendar út, fyrst úr sokkum og skóm og síðan að ýta bílnum upp úr læknum! Frá Dollu stafaði velvild og ein- stök vinátta. Við erum þakklátar fyrir jákvæðni og þolinmæði hennar í okkar garð sem litlar stelpur. Á rigningardögum dró hún fram Barbídótið sitt; Barbí, Ken, Skipper og Skúter. Hún leyfði okkur að leika með það flott- asta dót sem um gat. Minningarn- ar eru margar og vináttan hefur haldist alla tíð. Fyrir nokkrum ár- um stofnuðum við með Dollu stelpuklúbbinn Reykholtsdætur ásamt nokkrum frænkum hennar. Sú vinátta er ómetanleg. Tilgang- ur klúbbsins er m.a. að viðhalda skemmtilegum minningum Reyk- holtsáranna og sækja staðinn heim. Dolla var þar fremst í flokki. Við systur sendum Haraldi, Steinþóru, Valla og litlu ljósunum, Vigdísi og Kolbeini, bræðrum Dollu og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Sólveig, Hafdís og Snædís Baldursdætur. Í yfir fjóra áratugi höfum við haldið hópinn, sem hófum æfingar í körfubolta með ÍS á árunum 1973 til 1980. Dolla kom fyrst á æfingar haustið 1976, dökk yfirlitum, bein í baki og brosandi. Hún var góður liðsmaður með afar gott auga fyrir leiknum. Lagði sig ævinlega alla fram, enda keppnisskapið mikið, kunni kerfin og hvatti aðra til dáða. Við æfðum og kepptum af mikilli alvöru í mörg ár, unnum titla og tókum þátt í mótum er- lendis. Þegar fór að draga úr keppn- isgetu eldri félaga stofnuðum við klúbb Heldridama haustið 1988. Í 20 ár héldum við áfram að spila körfubolta okkur til ánægju einu sinni í viku í íþróttahúsi Háskól- ans en síðustu árin höfum við notið samveru á annan hátt og vináttan orðið enn þéttari. Við fórum í gönguferðir, hjólaferðir og sum- arbústaðaferðir og borðuðum góð- an mat. Þar var Dolla hlæjandi í miðjum hóp og passaði að ekki liði nú of langt á milli samverustunda. Hún var límið í hópnum, fylgdist vel með hverri okkar og batt okk- ur saman. Dolla okkar var einstaklega vel gerð manneskja. Hún átti auðvelt með að setja sig í spor annarra, var hugulsöm, glaðvær, hreinskil- in, en nærgætin. Það var alltaf gott að leita til hennar og ræða málin. Hún gekk alla tíð í öll verk- efni, sama hvers eðlis þau voru, stór eða smá, eins og ekkert annað væri mikilvægara. Var óhrædd að takast á við ný verkefni, enda skipulögð, samviskusöm og ekki mikið fyrir að kvarta. Hún gaf sig alla og var trygg og trú í öllu sem hún gerði. Dolla eignaðist einkadóttur sína, Steinþóru, árið 1986 og 10 ár- um síðar kynnist hún Haraldi. Var það mikil gæfa fyrir þau öll. Dolla og Haraldur voru afar samrýnd og áttu einstaklega fallegt samband. Við höfum fylgst með hvernig litla fjölskyldan hefur stækkað með tengdasyninum Valgeiri og barna- börnunum Vigdísi og Kolbeini. Þau rúmuðust öll í hlýjum faðmi Dollu, sem naut þess að vera sam- vistum við fjölskylduna og vera með barnabörnunum, gaf sig alla í ömmuhlutverkið eins og annað. Það var mikið áfall þegar Dolla greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum. Enn og aftur nýtti hún skapgerð sína og glaðlyndi til góðs. Hún gekk í verkefnið af sömu einurð og heiðarleika eins og önnur verkefni lífsins. Margar lot- urnar vann hún og nýtti tímann vel á milli. Hún ferðaðist, stundaði golf og útiveru, naut nærveru ynd- islegra barnabarna, fjölskyldu og vina að ógleymdum Haraldi, sem stóð eins og klettur henni við hlið alla leið. Hún gaf af sér allt fram í síðustu lotu en sú var stutt og snörp enda fyrri áhlaup búin að taka mikinn toll. Á kveðjustundu er okkur efst í huga þakklæti fyrir áratugavin- áttu og allar gleðistundirnar sem við áttum saman og Dolla átti svo stóran þátt í. Það er stórt skarð höggvið í hóp okkar og við erum ekki lengur fullskipað lið en minn- ingin um Dollu okkar mun lifa með okkur. Um leið og við þökk- um henni samfylgdina sendum við fjölskyldu hennar og vinum inni- legar samúðarkveðjur. Hvíldu í friði elsku Dolla – þú varst einstök vinkona. Heldridömur ÍS, Hanna, Kolbrún, Ragnhild- ur, Kristjana, Kristín, Þór- dís, Guðríður, Guðný, Þor- gerður, Harpa, Þórunn. Dolla hefur verið órjúfanlegur hluti lífs míns svo lengi sem ég man. Við lékum okkur með bú á hólnum niðri á Samvinnu, upp- puntaðar fórum við tvær einar í strætó að sjá Kardimommubæinn og Dýrin í Hálsaskógi. Hún kunni á sveitina, og meira segja á trak- tor, ég á borgina. Leikirnir breyttust með árunum og lauk með kokteilkvöldum á heimilum okkar í Reykjavík. Það er erfitt að kveðja þann sem hefur fylgt manni í gegnum lífið en eftirfar- andi ljóð segir meira en mörg orð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Haraldur, Steinþóra, Valli, Vigdís og Kolbeinn, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Birna Halldórsdóttir. Það er haust, kalt og mykrið er svart. Við erum við komin á leið- arenda. Ljós bílsins lýsa á stelpu. Hún stendur á hlaðinu, hún býr í Reykholti. Árið er 1965. Þangað er ég flutt. Stelpan er Dolla eins og hún kynnir sig, en segist samt heita Kolbrún. Man ekki hvort ég hugsaði það þá, eða síðar eða bara þá og oft síðar, hvað mér fannst nafnið passa vel við hana. Dökk á brún og brá og falleg. Móttökurnar þetta kvöld hjá fjölskyldu hennar voru engu líkar. Þarna hófumst við Dolla mín handa við að vefa þráðinn okkar, vinskapinn. Hvað ég leit upp til hennar og hvað hún kenndi mér margt. Að óttast ekki myrkrið og kirkjugarðinn, að gefa hænunum, sinna kindunum og hestunum og fara á hestbak og að hundar, alla vega Kanis, væru góðir. Hún kenndi mér á skólann og að spila marías, hjálpaði mér við lærdóm- inn og aðstoðaði pabba við að kenna mér að synda. Svo kenndi hún mér að gera rjómakaramellur en ekki að drekka kaffi. Það drakk hún. Ég þykist þó hafa kennt henni að dansa nýjustu dansana, dönsuðum alltaf við Lög unga fólksins. Oft reyndi á vinskapinn enda ekki skaplausar en sættumst allt- af fljótt aftur. Við höfðum vit á því að keppa ekki í sömu íþrótta- greinum, ekki um einkunnir og við vorum aldrei skotnar í sama stráknum nema þegar við vorum báðar skotnar í Valda á Breiða. Þegar við vorum ekki í skólanum vorum við alltaf saman. Þarna ólst Dolla upp í faðmi yndislegra for- eldra og bræðra og ég var svo heppin að fá að njóta þess að taka þátt í heimilislífinu eins og ég væri ein af þeim. Já við ófum þéttan þráð, strax fyrsta veturinn minn í Reykholti. Sá þráður var sterkur þó ég síðar flytti í burtu á veturna og síðan tóku fullorðinsárin við. Alltaf til staðar, alltaf skilningur, alltaf að fylgjast með. Gleði- og sorgar- stundir eins og gengur. Dolla kunni að lifa lífinu og naut svo margra hluta. Hún átti hann Harald, sem hún dásamaði og reyndist henni svo ótrúlega vel í veikindunum sem hún tókst á við af ótrúlegu æðruleysi, Steinþóru, sem hún var svo stolt af og Valla, besta tengdasoninn. Barnabörn- in, sem veittu henni svo mikla gleði. Fjölskylda hennar og vinir. Við alla hafði hún samband. Þegar við hittumst töluðum við gjarnan um þetta fólk sem var henni svo hugleikið. Nú sitjum við eftir með sorg í hjarta. Ég sendi öllum innilegar samúðarkveðjur. Hún er farin frá okkur allt of fljótt. Þráðurinn okkar Dollu hefur trosnað en alls ekki slitnað. Ég er svo heppin að eiga margar minn- ingar um elsku Dollu, vinkonuna mína sem hafði svo einstaka nær- veru og sem var svo auðvelt að elska. Ég og Dolla göngum fram hjá kirkjunni í Reykholti og niður brekkuna fyrir neðan íþróttahús- ið. Við styttum okkur leið, á milli búðarinnar og gróðurhúsanna. Við erum búnar að staldra oft við á leiðinni og spjalla og spekúlera. Það er miður dagur, kalt úti og snjór yfir öllu. Við öslum snjóinn. Skiptumst á að halda á hænsna- fötunni. Erum að velta fyrir okk- ur hvort við þurfum að brjóta ís- inn á læknum til að ná í vatn. Þegar við erum búnar að gefa hænunum förum við aftur heim og þá er kaffitími. Hjá Dóru er alltaf svo gott með kaffinu og notalegt við borðstofuborðið. Ég er ham- ingjusöm. Birna Jóhanna Jónasdóttir. Elsku besta Kolbrún er fallin frá. Afar kær vinkona. Skemmti- leg, gat rætt um allt milli himins og jarðar, sýndi öðrum áhuga, víð- sýn, rausnarleg, gjafmild, réttsýn og körfubolti var íþróttin, og líka smá golf. Auðvitað náði hún í frá- bæran mann og á yndislega dótt- ur. Ég veit að þau voru henni allt ásamt Valgeiri og barnabörnun- um. Það hryggir mig að þurfa að kveðja Dollu og á það við um alla sem kynntust henni. Á eftir að sakna hennar. Mun alltaf þakka fyrir okkar stutta vinafund rétt fyrir síðustu jólin hennar. Við Halla Bára sendum Haraldi, Steinþóru og öllum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Gunnar Sverrisson. Það var mikill gleðidagur í lífi okkar hjóna þegar Valgeir sonur okkar kynnti okkur fyrir Stein- þóru sinni, þessari heilsteyptu ungu konu sem bar þess svo vel merki að hafa alist upp við gott at- læti hjá góðu fólki. Þar með hófust líka kynni okkar af þeim hjónum Kolbrúnu og Haraldi og saman fengum við það hamingjuríka hlutverk að vera ekki aðeins for- eldrar heldur einnig tengdafor- eldrar ungra hjóna og síðan einn- ig ömmur og afar tveggja yndislegra barnabarna. Að fá að vera í teymi bakhjarla ungrar fjöl- skyldu er eitt besta hlutskipti sem hægt er að hugsa sér og sannar- lega höfum við oft getað fagnað gleðilegum tilefnum og góðum dögum. Þau Kolbrún og Haraldur voru einkar náin og samrýnd hjón og í hugann koma fjölmargar gæða- stundir sem við höfum átt saman í gegnum árin. Þau urðu hluti af fjölskyldu okkar og vinum og sömuleiðis urðum við hluti af þeirra fjölskyldu og vinum. Kolbrún var einstök kona. Hún var sífellt á vaktinni gagnvart fólkinu í kringum sig og sá hópur var stór sem naut athygli hennar, stuðnings og hvatningar. Íþróttir áttu ríkan sess í huga hennar og lét hún til sín taka á þeim vett- vangi. Hún sinnti þannig stórum hópi vina og kunningja, forvitin um fólksins hagi og alltaf boðin og búin að hvetja, hjálpa og taka þátt. Þær mæðgur, Steinþóra og Kolbrún, voru einstaklega nánar og það fór ekki fram hjá neinum að barnabörnin voru hennar líf og yndi allar stundir, alla tíð. Kolbrún var einhvern veginn alltaf með bros á vör og alltaf já- kvæð í sinni, líka þegar á móti blés. Það er myndin sem við geymum af henni innra með okk- ur. Hún tók veikindum sínum með miklu æðruleysi og hélt í kraftinn, vonina og góða skapið, alveg fram í það síðasta. Nú er skyndilega höggvið skarð í hópinn. Það mun enginn koma í stað þessarar einstöku konu sem nú hefur kvatt okkur allt of snemma. Minning hennar lifir þó áfram í afkomendum hennar sem fengu svo stóran skerf af ást og umhyggju og í minningum okkar um góða konu. Við erum betri manneskjur að hafa fengið að vera henni sam- ferða um stund og tökum hana til fyrirmyndar í krafti og jákvæðni. Takk fyrir þennan tíma, kæra Kolbrún, og blessuð sé minning þín. Elsku Steinþóra, Valli, Harald- ur, Vigdís og Kolbeinn, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Valgeirsdóttir og Einar Mäntylä. Í dag kveðjum við Dollu skóla- systur okkar sem var okkur kær. Kynni okkar hófust þegar við byrjuðum skólagöngu okkar að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Frá fyrsta skóladegi varð okkur það ljóst að þar var á ferð sterk og öflug stúlka. Námið var henni létt og hún var bæði brosmild og glaðlynd, auk þess naut hún sín vel innan hópsins. Dolla var bæði væn og falleg manneskja sem átti auðvelt með að hrífa fólk með sér. Æskustöðvar hennar voru Borgarfjörðurinn, sem var henni afar kær, og við erum þakklát henni fyrir að hafa skipulagt end- urfundi með árganginum sl. sum- ar. Þar komu eiginleikar hennar vel í ljós, æðrulaus og yfirveguð kona. Kona sem vildi minna okk- ur á mikilvægi þess að rækta góða vináttu og minnast þess góða sem æskuárin gáfu okkur. Í dag er elsku Dolla okkar horfin en við eigum fallegar minningar og sögu þessarar bar- áttukonu er ekki lokið, því við munum halda áfram að minnast hennar og tala um hana þegar við hittumst. Við viljum þakka Dollu fyrir góðvild og elskusemi og þau for- réttindi að hafa verið samferða henni í gegnum skólagöngu okk- ar. Lífið er dýrmætt en það er frekar stutt og enginn veit hvern- ig eða hvenær við verðum kvödd. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu hennar og allra ástvina og kveðjum hana með ljóði Matthíasar Jochums- sonar: Við uxum úr grasi með glitrandi vonir en gleymdum oftast að hyggja að því að það er ekki sjálfsagt að sólin rísi úr sæ hvern einasta dag eins og ný. Fyrir hönd árgangs 1956 Kleppjárnsreykjaskóla, Pálmi Ingólfsson Valdimar Einarsson Vigdís Helga Eyjólfsdóttir. Kveðja frá KKÍ Nú með fráfalli Dollu okkar hefur körfuboltinn misst eina af sínum öflugustu konum, við syrgjum góða vinkonu sem ávallt hafði hag KKÍ og körfuboltans að leiðarljósi. Dolla hafði undanfarið átt við erfið veikindi að stríða og eins og hennar var von og vísa þá barðist hún alveg fram á síðasta daga með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi, uppgjöf var ekki til hjá henni. Dolla var körfuknattleiks- hreyfingunni afar mikilvæg, mikil KKÍ-kona og mætti á alla þá við- burði sem hún gat. Afar gott var að leita í hennar reynslubanka og eiga við hana samtöl og þá yfir- leitt hvernig við gætum eflt íþróttina okkar enn frekar. Dolla hefur gert nánast allt í kringum körfuna; var í stjórn KKÍ , framkvæmdastjóri KKÍ, sat í ýmsum nefndum sambands- ins, þjálfari og leikmaður. Dolla tók að sér að verða landsliðsþjálf- ari kvennalandsliðsins þegar það kom saman aftur 1986 eftir 13 ára hlé en kvennalandsliðið kom fyrst saman 1973 og ekki aftur fyrr en þarna 1986 þegar hún tók að sér þjálfunina. KKÍ syrgir nú öflugan liðs- mann sem hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum fyrir körfu- boltann á Íslandi og við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta krafta, vinskapar og keppnis- skaps Dollu. Haraldi, Steinþóru og fjöl- skyldu sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hannes S. Jónsson formaður, Guðbjörg N. Elíasdóttir varaformaður. Kári gerði hlé á endalausum janúarbelgingnum daginn sem hún Dolla okkar dó. „Auðvitað!“ hugsuðum við sem elskuðum Dollu, meira að segja Kári gerir hlé á meðan himnarnir opnast og Dolla fær hvíldina sína. Ég hafði varla þekkt Hjört minn í viku þegar ég vissi hver Dolla var. Mér varð snemma ljóst að þarna færi kona sem hafði mikil áhrif á hann og að á milli þeirra var strengur sem báðum var mikilvægur. Umhyggja Dollu fyrir Hirti, mér og síðar börnun- um okkar var allt í senn móður- leg, ömmuleg og ekki síst um- hyggja vinar. Hún hafði einlægan áhuga á því sem á daga okkar dreif. Hún vissi alltaf upp á hár hvað var um að vera í lífi barnanna okkar og þreyttist ekki á að spyrja um þau. Elska hennar var svo hrein og áþreifanleg að ósjálfrátt varð Dolla hluti af fjöl- skyldumengi okkar allra. Þegar við giftum okkur lá beinast við að fá Dollu frænku í veislustjórn. Það verkefni leysti hún af hendi með myndarbrag eins og reyndar allt sem hún tók sér fyrir hendur. „Hvað heldurðu að Sóldís geti ekki verið með lungnabólgu hjá okkur Haraldi eins og hjá þér?“ sagði Dolla einhverju sinni við mig þegar ég hafði komið mér í veislustjórn og Hjörtur einhvers staðar úti á ballarhafi. Hún hafði tekið að sér að passa, en á mig runnu tvær grímur þegar barnið veiktist. Það varð úr, Sóldís gat með góðu móti verið með lungna- bólgu hjá Dollu og Haraldi í ljóm- andi yfirlæti. Þegar Steinþóra og Valli eign- uðust frumburð sinn Vigdísi var svo gaman að fylgjast með Dollu og Haraldi í nýju hlutverki. Þau voru svo innilega frábær amma og afi og ljómuðu af stolti þegar Vigdís og Kolbeinn bárust í tal. Síðustu daga hef ég oft fundið litla hönd Vigdísar í minni í Laug- arnesskóla og faðmlögin hennar eru einhvern veginn fleiri og inni- legri. Hún, eins og við öll, syrgir ömmu sína og vinkonu sem gaf okkur öllum svo margt. Þrátt fyrir veikindi síðustu ára lét Dolla engan bilbug á sér finna. Hún lifði lífinu lifandi með fólk- inu sínu og hafði alltaf að ein- hverju skemmtilegu að stefna. Veikindin skilgreindu Dollu ekki, heldur var hún hún sjálf allt þar til yfir lauk hugrökk, hlý, kímin og einlæg. Elsku Haraldur, Steinþóra, Valli, Vigdís og Kolbeinn. Missir ykkar er mikill og sár en minn- ingin um stórfenglega eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu lifir í hjörtum um ókomna tíð. Elsku Dolla okkar, hvíldu í friði og bestu þakkir fyrir allt og allt. Erla, Hjörtur Ingi, Halla, Sara, Sóldís og Baldvin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.