Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020 Hugsið ykkur að Hull City myndi enda í sextánda sæti ensku B-deildarinnar í fótbolta í vor. Myndi síðan skríða upp í úr- valsdeildina vorið 2021 með því að ná naumlega þriðja sætinu. Yrði Englandsmeistari í fyrstu tilraun sem nýliði vorið 2022 og myndi leika 42 leiki án taps í úr- valsdeildinni frá nóvember 2022 til desember 2023. Hull City myndi síðan vinna Meistaradeild Evrópu tvisvar í röð, vorið 2023 og aftur 2024. Er hann nú endanlega genginn af göflunum – hugsa nú ein- hverjir. En þetta hefur gerst. Afrek Nottingham Forest á árunum 1976 til 1980 var ná- kvæmlega svona. Brian Clough og Peter Taylor fóru með liðið úr neðri hluta B-deildarinnar og unnu með því enska meistara- titilinn og í framhaldi af því Evrópumeistaratitilinn í tvígang. Í ljósi þess að Liverpool jafn- aði afrek Forest síðasta laug- ardag með því að leika sinn 42. leik í röð úrvalsdeildinni án taps er gaman að rifja upp þennan magnaða árangur Nottingham Forest. Það var einmitt Liverpool sem stöðvaði sigurgöngu Forest í desember 1978. Aðeins Arsenal hefur gert betur og verið taplaust í 49 leikj- um á árunum 2003 og 2004. Þeir Clough og Taylor voru nærri því búnir að leika sama leik með Derby nokkrum árum áður. Náðu enska meistaratitl- inum 1972 en féllu út fyrir Juventus í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða vorið eftir. Væri þetta hægt í dag? Varla. En mikið væri það gaman! BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is mes á Damien Williams – þegar um tvær mínútur voru eftir. Á skömmum tíma höfðu Chiefs náð forystunni, 24:20. Leikurinn var hinsvegar enn í járnum, en á endanum náði sókn San Francisco sér aldrei á stað í lokaleik- hlutanum og Chiefs settu eitt loka- snertimark þegar rúm mínúta var eftir, 31:20. Kansas City hafði snúið þessum leik algerlega við með þremur snerti- mörkum á lokamínútunum gegn firnasterkri vörn San Francisco. Chiefs í gang á réttum tíma Í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni í ár lenti Kansas City undir 24 stigum gegn Houston Texans, en setti svo 41 stig í röð á töfluna í sigri þar. Liðið lenti svo tíu stigum undir gegn Ten- nessee Titans í úrslitum Am- eríkudeildarinnar, 7:17, en fór þá í gang og setti 28 stig í röð í þeim leik til að vinna enn auðveldlegar. Í leiknum á sunnudag voru þeir enn á ný undir tíu stigum en fóru enn á ný í gang og innbyrtu sigurinn á lokamínútunum. Kannski ekki besta leiðin til að vinna meistaratitilinn í NFL- deildinni, því erfitt er fyrir lið að gera slíkt í úrslitakeppninni. Þegar þang- að er komið eru öll liðin með gott varnarlið. Það virkaði þó í þetta sinn og það gerir sigur Chiefs svo minnisverðan. Mahomes neitar að gefast upp Lykillinn að úrslitunum í þessum leik var að Patrick Mahomes neitaði að gefast upp þótt í harðbakkann hefði slegið. Hann hélt áfram að reyna að finna leið gegn sterkri vörn San Francisco og í lokin fann hann leið til að koma liði sínu í endamarkið hjá andstæðingnum. „Við gáfumst aldrei upp og það gaf okkur tækifæri í lokin í leiknum,“ sagði Mahomes á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við höfðum tröllatrú á hver öðrum og það var hlutur sem þjálfararnir höfðu lagt áherslu á allt keppnistímabilið. Ég gerði nokkur slæm mistök í leiknum, en samherjar mínir studdu vel við mig og gáfu mér sjálfstraustið í endanum á leiknum til að klára hann.“ Kappinn var kosinn maður leiksins og hann er einnig yngsti leikstjórn- andi sigurliðs í sögu Ofurskálarleiks- ins. Sigur Kansas City var einnig sigur fyrir þjálfara liðsins, Andy Reid. Hann hefur verið aðalþjálfari í yfir tvo áratugi og vann loksins sinn fyrsta meistaratitil. Reid er afar vel liðinn af öllum í NFL-deildinni. Hann er klassapersóna og það eru margir í ruðningsíþróttinni sem eru ánægðir fyrir hans hönd. Kansas City lék í fyrsta ofurskál- arleiknum fyrir rúmri hálfri öld og það hefur tekið liðið allan þann tíma að komast þangað aftur og vinna tit- ilinn. Bið sem er loks á enda hjá áköfu stuðningsfólki liðsins í borg- inni. Við undir? Ekkert mál  Kansas City Chiefs vann fyrsta meistaratitil sinn með mögnuðum endaspretti  Enn einu sinni sneru Patrick Mahomes og félagar erfiðri stöðu sér í hag AFP Miami Frank Clark og leikstjórnandinn öflugi Patrick Mahomes fagna sigrinum á San Francisco 49ers. OFURSKÁLIN Gunnar Valgeirsson Los Angeles Kansas City Chiefs vann fyrsta meistaratitil sinn í NFL-ruðnings- deildinni eftir enn einn leikinn í úr- slitakeppninni í ár þar sem liðið þurfti að vinna upp gott forskot and- stæðinganna. Um miðjan lokaleik- hlutann í Ofurskálarleiknum gegn San Francisco 49ers í Miami í fyrri- nótt leit út fyrir að liðið hefði loks sett sig í of erfiða stöðu að yfirbuga, en á síðustu mínútum leiksins fóru bæði sóknar- og varnarlið Chiefs í gang, á sama tíma og 49ers virtust heillum horfnir. Fyrir leikinn voru veðbankarnir allir á bandi Kansas City – hug- myndin víst sú að Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, myndi leika lykilhlutverkið í leiknum. Liðið náði 10:3 forystu um miðjan fyrri hálfleik- inn og hafði sókn San Francisco verið haldið niðri fram að því. Hún fór hinsvegar í gang á réttum tíma og 49ers náðu því að jafna fyrir hálfleik- inn, 10:10, þegar Jimmy Garoppolo sendi á Kyle Juszczyk, sem átti í litlum erfiðleikum að jafna. Eftir hálftíma hlé og skemmt- anahald héldu 49ers áfram skora og þeir náðu 20:10 forystu um miðjan seinni hálfleikinn þegar Raheem Mostert ruddi tuðrunni í mark. Á þessum tímapunkti leiksins hafði sókn Chiefs verið út að aka í tæpa tvo klukkutíma – seinni part fyrri hálfleiks, langi hálfleikurinn, og svo fyrri part seinni hálfleiks. Það var því nú eða aldrei fyrir Mahomes og félaga að fara í gang. Hlutirnir snúast við Varnarmenn San Francisco kom- ust inn í sendingu Mahomes í upphafi fjórða leikhlutans og virtust hafa all- an vind með sér í leiknum. Vörn Chiefs náði þó að stöðva sókn San Francisco og þegar um sex mínútur voru eftir sendi Mahomes á Travis Kelce í endamarkið, 20:17. „Game on“ eins og þeir segja hér vestra. Þetta snertimark reyndist vendi- punkturinn í leiknum því sókn 49ers komst ekki af stað eftir þetta. Chiefs fengu boltann fljótt og skoruðu fljót- lega – í þetta sinn sending frá Maho- Jón Erik Sigurðsson, 15 ára skíða- maður úr Breiðabliki, vann í síð- ustu viku til gullverðlauna á stóru alþjóðlegu móti í Andorra, Trofeu Borrufa, sem er eitt af þeim stærstu sem haldið er á vegum Alþjóða- skíðasambandsins á hverju ári í þessum aldursflokki. Jón Erik sigr- aði í svigi en varð auk þess fjórði í alpatvíkeppni og níundi í risasvigi á mótinu. Eini Íslendingurinn sem áður hefur unnið unglingamót af þessum toga erlendis er Jakob Helgi Bjarnason sem vann svigmót í Kanada árið 2010. Jón Erik fékk gull í svigi í Andorra Ljósmynd/Sigurður Sveinn Nikulásson Sigurvegari Jón Erik Sigurðsson með verðlaunagripinn í Andorra. Úrslitaeinvígi Skautafélags Ak- ureyrar og liðs Reykjavíkur um Ís- landsmeistaratitil kvenna í íshokkíi hefst í kvöld. Akureyringar urðu deildarmeistarar, fengu 25 stig gegn 5 stigum Reykvíkinga í leikj- um liðanna í vetur, og eiga því fyrsta leikinn á heimavelli en hann hefst klukkan 19.30. Liðin mætast aftur í Egilshöllinni á fimmtudags- kvöldið og ef til oddaleiks kemur fer hann fram á Akureyri á sunnu- daginn. SA hefur orðið meistari 13 ár í röð og í 18 ár af þeim 19 sem keppt hefur verið um titilinn. Fyrsti úrslitaleik- urinn í kvöld Morgunblaðið/Eggert Íshokkí Akureyrarkonur eiga meistaratitil að verja. Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Vals- mönnum þegar liðið heimsótti Njarðvík í úrvals- deild karla í körfuknattleik í Njarðtaks- gryfjuna í Njarð- vík í sautjándu umferð deildarinnar í gær. Finnur hafði æft með Valsmönnum að und- anförnu og sótti um félagaskipti frá KR áður en félagaskiptaglugganum var lokað á dögunum. Finnur Atli átti fínan leik í Njarð- vík, skoraði 6 stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar á þeim rúmu 24 mínútum sem hann lék. Framherjinn, sem er 34 ára gamall, hafði aðeins komið við sögu í einum leik með KR á tímabilinu til þessa. Hann á að baki 19 A-landsleiki fyrir Ísland en hann varð Íslands- meistari með KR á síðustu leiktíð. Finnur Atli er uppalinn í Vestur- bænum en lék með Haukum í Hafn- arfirði á árunum 2015 til 2018 þar sem hann varð meðal annars deild- armeistari árið 2018. bjarnih@mbl.is Valur fékk meistara úr Vesturbæ Finnur Atli Magnússon Gísli Þorgeir Kristjánsson, leik- maður Magdeburg í þýsku 1. deild- inni í handknattleik, spilar ekki meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Þýskalandsmeisturum Flensburg í deildinni um helgina en þetta staðfesti Kristján Arason, faðir Gísla, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Gísli meiddist á vinstri öxl í leikn- um, þeirri sömu og hann meiddist á í nóvember á síðasta ári, sem gerði það að verkum að hann missti af EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð með íslenska karlalandsliðinu. „Það var tekin ákvörðun um það að Gísli myndi ekki fara í aðgerð þegar hann meiðist í nóvember á síð- asta ári. Hann lendir svo í þessum meiðslum núna eftir mjög ljótt brot og það hefur verið tekin ákvörðun um það að hann muni fara í aðgerð. Hann mun því ekki spila meira með Magdeburg á þessari leiktíð,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. Gísli gekk til liðs við Magdeburg 23. janúar síðastliðinn eftir tvö ár í herbúðum Kiel. Samningur Gísla við Magdeburg gildir út tímabilið 2021 og hann verður því í herbúðum þýska liðsins á næstu leiktíð. bjarnih@mbl.is Gísli á leið í aðgerð og missir af restinni af tímabilinu AFP Lánlaus Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið óheppinn með meiðsli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.