Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020
✝ SigurlaugurÞorkelsson var
fæddur á Stokks-
eyri 27. apríl 1924.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund 24. janúar
2020. Foreldrar
Sigurlaugs voru
Þorkell Jónasson, f.
18.11. 1895, d. 13.3.
1983, og kona hans
Guðrún Sigríður
Sigurðardóttir, f. 26.11. 1896, d.
18.8. 1987. Sigurlaugur átti einn
bróður, Sigurð, f. 23.6. 1922, d.
25.8. 2008.
Sigurlaugur ólst upp í
Reykjavík. Hann brautskráðist
frá Verslunarskóla Íslands 1942.
Þá hóf hann störf hjá Eimskipa-
félagi Íslands og vann hjá því
fyrirtæki allan sinn starfsdag,
rösklega 57 ár. Fyrst vann hann
við bókhald til ársins 1954, þá
isdóttur og eiga þau þrjú börn
saman, Ester Rós Gústavs-
dóttur, f. 31.12. 1975, Sæunni
Björk Þorkelsdóttur, f. 14.8.
1983 og Sigurlaug Þorkelsson, f.
1.12. 1989.
Þau Sigurlaugur og Guðjóna
Klara skildu 1975. Sigurlaugur
var í sambúð með Höllu Helgu
Skjaldberg til æviloka. Dætur
Höllu frá fyrra hjónabandi eru
þær Þorbjörg Skjaldberg, f.
15.4. 1952, Málfríður Skjald-
berg, f. 12.5. 1953 og Björg
Bergljót Pálmadóttir, f. 24.7.
1957 sem er gift Jóhannesi
Benediktssyni, f. 29.4. 1957.
Þorbjörg á þrjú börn, þau
Pálma Skowronsky, f. 31.7.
1978, Helgu Skowronsky, f.
12.8. 1975 og Ásgeir Skjaldberg,
f. 22.2. 1997. Málfríður á eitt
barn, Sigurð Skjaldberg, f. 20.8.
1975, Björg Bergljót og Jóhann-
es eiga þrjú börn, þau Þorvarð
Jóhannesson, f. 17.7. 1978,
Kristján Jóhannesson, f. 19.3.
1985 og Höllu Helgu Jóhann-
esdóttur, f. 23.2. 1991.
Útför Sigurlaugs fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
4. febrúar 2020, klukkan 13.
forstöðumaður far-
þegadeildar félags-
ins til ársins 1962
og eftir það var
hann blaðafulltrúi,
deildarstjóri
hlutabréfadeildar,
starfsmannastjóri
um tíma og sinnti
ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum
fyrir félagið.
Hann kvæntist
Guðjónu Klöru Sigurgeirsdóttur
21.7. 1950 og eignuðust þau einn
son, Þorkel Sigurlaugsson, f.
2.5. 1953. Guðjóna Klara fæddist
23.4. 1929 og lést 5.1. 2008. For-
eldrar hennar voru Halldóra
Guðjónsdóttir húsmóðir, f. 7.5.
1986, d. 11.9. 1972 og Sigurgeir
Halldórsson, sjómaður, f. 21.6.
1897, d. 18.7. 1985.
Þorkell, sonur Sigurlaugs, er
kvæntur Kristínu H. Vign-
Þegar ég minnist þín, elsku
pabbi, þá er mér ofarlega í huga
hvernig lífshlaup þitt tengdist
tveimur þáttum, þ.e. annars vegar
vinnunni og þá Eimskipafélaginu
og hins vegar guðspekinni. Guð-
spekin á uppruna sinn í Tíbet og er
ekki trúarbrögð í sjálfu sér, en
snýst um hugann, – nokkurs konar
leið til sjálfsþekkingar eins og
hann orðaði það. Hugleiðsla og sí-
felld leit að sannleikanum og að
skyggnast bak við öll lífsviðhorfin.
Pabba varð tíðrætt um að ef guð-
spekin snérist um ein trúarbrögð
hefði hann ekki þurft að leita til
hennar, því kristin trú var hans
trúarleið. Aldrei áttum við samleið
með þetta áhugamál, en hitt, Eim-
skipafélagið, átti einnig eftir að
vera minn starfsvettvangur í ald-
arfjórðung, en var þó ekki hálf-
drættingur á við pabba.
Um vinnuna gátum við talað
langtímum saman. Fyrstu sam-
verustundirnar með pabba einum
voru í vinnunni í Pósthússtræti 2,
þegar hann var að vinna um helg-
ar. Á meðan rótaði ég í skrifborðs-
skúffum samstarfsmanna og tókst
að valda einhverju tjóni á skrif-
stofutækjum og sérstaklega flókn-
um reiknivélum. Það var ævintýri
líkast að leika sér að þeim tækjum,
merkilegra en tölvuleikir barna í
dag. Það má því segja að ég hafi
fengið uppeldi mitt í Eimskipa-
félagshúsinu í Pósthússtræti 2.
Eftir að pabbi lauk störfum var
hugur hans enn meira tengdur
áhugamálinu. Þar vildi hann vera
og eins og hann sagði sjálfur:
„Lífsviðhorf mitt er að komast á
bak við öll lífsviðhorfin.“ Viðhorf
eru öll tengd huganum. Þögnin var
honum hugleikin og hann var allt í
senn værukær og vinnusamur.
Vinnusemin endurspeglaðist ekki í
mínu uppeldi eða heimilisstörfum,
en hann var mér alltaf yndislegur
faðir og samverustundirnar með
honum síðustu árin og ekki síst
síðustu mánuðina voru mér mikils
virði. Þá fann maður hvað streng-
urinn á milli okkar var sterkur og
hefði mátt vera það meira alla tíð.
Mamma og pabbi slitu samvist-
um árið 1975 og eftir það voru þau
Halla Helga Skjaldberg í sambúð
til æviloka. Þeirra samband var
einstaklega náið og gott og missir
Höllu er mikill. Þau bjuggu á Há-
vallagötu 22 og í húsinu búa þar
einnig dætur Höllu frá fyrra
hjónabandi, þær Þorbjörg, Mál-
fríður og Björg Bergljót. Þeirra
samband við pabba var elskulegt
og þeim var öllum mjög annt um
hann og honum um þær og fjöl-
skyldur þeirra. Heima vildi hann
vera sem lengst, þar til líkaminn
gaf sig endanlega síðla árs í fyrra.
Fyrst fór hann á Landspítala
Fossvogi, en var svo síðustu tvo
mánuðina eða svo á Hjúkrunar-
heimilinu Grund. Þar var hugsað
vel um hann.
Pabbi sóttist aldrei eftir ytri
vegsemd og eftir að hann hætti að
stæla líkamann og keppa við aðra í
íþróttum á yngri árum fór hann að
etja kappi við sjálfan sig, við hug-
ann og hið andlega. Honum fannst
að það hlyti að vera til eitthvað í
ætt við varanleika. Elsku pabbi.
Þú efaðist aldrei um að þótt lík-
aminn gæfi sig þá tæki við nýtt
ævintýri. Guð gefi að það ævintýri
verði jafn gott og sá yndislegi tími
sem þú hefur átt með Höllu und-
anfarna áratugi.
Þorkell Sigurlaugsson.
Elsku afi.
Þegar við hugsum um þig fyll-
ast hjörtun okkar af þakklæti, ást
og núna söknuði. Við systkinin ól-
umst upp við þau forréttindi að
búa á hæðinni fyrir neðan ykkur
ömmu. Hjá ykkur voru ávallt opn-
ar dyr og vorum við vön að hlaupa
upp daglega, stundum í eitt knús
en oft sátum við lengi og áttum
dýrmætar stundir saman. Þrátt
fyrir að við séum flutt að heiman
höfum við haldið í þessar heim-
sóknir en núna komum við með
barnabarnabörnin ykkar og mak-
ana okkar.
Þú varst og ert okkur svo dýr-
mætur. Við getum ekki með
nokkru móti komið því í orð hversu
mikið við elskum þig, hversu ein-
stakur og mikilvægur þú varst. Þú
sýndir öllu því sem við tókum okk-
ur fyrir hendur mikinn áhuga,
studdir okkur og hvattir áfram.
Má þá nefna allan þann fjölda rit-
gerða sem þú last yfir fyrir okkur
og betrumbættir með samheita-
orðabókinni sem þú bjóst yfir. Þú
hvattir okkur áfram til þess að
lesa, skrifa og mennta okkur. Þú
hefur verið við allar stóru stund-
irnar í lífi okkar. Bæði góðar og
erfiðar. Þú hafðir nefnilega þann
eiginleika að geta alltaf látið okkur
líða betur. Oft var nóg að koma
upp og sitja inni í stofu án orða og
fylgjast með fuglunum sem þú
passaðir upp á að fengju fræ yfir
veturinn.
Það sem okkur þótti hvað vænst
um voru öll einlægu samtölin sem
við höfum átt við þig. Við munum
aldrei gleyma því hvernig þú
kvaddir okkur eftir hverja heim-
sókn. Með hlýjum góðum faðmi og
fallegum orðum í eyra. Seinustu
samtölin sem við áttum voru mjög
falleg en erfið. Við töluðum um allt
sem við höfðum gert, upplifað
saman og framhaldið. Þú lofaðir að
fylgjast með og passa vel upp á
okkur og börnin okkar áfram. Þú
vildir samt ekki segja hvernig það
færi fram, bara bentir aðeins upp.
Við vitum að þú ert að því núna og
að þú munir alltaf vera okkur
nærri.
Síðustu heimsóknirnar okkar til
þín voru á Grund, þar varstu ná-
lægt Hávallagötunni. Eitt skiptið
langaði þig svo að ganga um og
skoða umhverfið en fæturnir gátu
ekki borið þig svo við keyrðum þig
um í hjólastólnum svo þú gætir
fengið að skoða umhverfið og fólk-
ið.
Það lýsir því vel hversu traust
og náið samband við áttum við þig
þar sem við ræddum opinskátt um
það sem koma skyldi. Við skipt-
umst á að hughreysta hvert annað
þrátt fyrir að maður verði aldrei
tilbúinn að kveðja einhvern sem
skiptir jafn miklu máli og þú.
Það er fátt sem hefur mótað
okkur jafn mikið og samband okk-
ar við ykkur ömmu og fyrir það
verðum við ævinlega þakklát. Þið
amma eruð okkur fyrirmyndir,
hvernig þið horfðuð hvort á annað,
hugsuðuð hvort um annað, töluðuð
hvort um annað og hvernig þið
eydduð öllum ykkar tíma saman.
Ástin ykkar á milli var svo innileg
og munum við taka okkur það til
fyrirmyndar.
Þú hefur vafið okkur öruggum
faðmi þínum frá því að við fædd-
umst og við vitum að þú munt
halda áfram að styrkja okkur, hafa
áhrif á okkur og passa upp á okkur
eins og þú lofaðir.
Nú pössum við upp á að fugl-
arnir á svölunum fái fræ yfir vet-
urinn.
Við elskum þig, alltaf og að ei-
lífu.
Þar til næst,
Þorvarður, Kristján
og Halla Helga.
Elsku afi Silli.
Við minnumst þín með hlýju og
söknuði. Það verður að teljast til
forréttinda að ná slíkum aldri og
að hafa lifað góðu og heilsuhraustu
lífi. Það rifjast upp gamlar minn-
ingar frá matarboðum á Hávalla-
götunni og hjá mömmu og pabba í
Mýrinni og þegar við vorum
krakkar. Þú varst mikill hugsuður
og hafðir virkilega gaman af því að
lesa en það skýrist meðal annars af
því tilkomumikla safni af bókum
sem þú áttir. Það var virkilega
gaman að eiga innihaldsríkar um-
ræður með þér þar sem þú hafðir
svo skemmtilega sýn á hlutina og
komst með aðra nálgun sem mað-
ur hafði ekki hugsað út í áður. Þú
sást lífið ef til vill í öðru ljósi enda
fengum við þig gjarnan til að lesa
yfir lokaritgerðir fyrir okkur í
skóla og hjálpa okkur með orðalag
og rökfærslu.
Þú varst mikill mannþekkjari
og það var svo gaman hvað þú
hafðir mikinn áhuga á því sem við
höfðum að segja, hvort sem það
var tengt áhugamálunum okkar
eða vinnunni. Af þínu ævistarfi var
líka alltaf gaman að heyra frá
gömlum vinnufélögum þínum hjá
Eimskip segja frá kynnum ykkar
og samstarfi.
Elsku afi okkar, við vitum að þú
ert nú kominn á góðan stað og
siglir áfram um höfin blá. Við vit-
um að þú vakir yfir okkur og
barnabörnunum þínum.
Sigurlaugur, Sæunn
og Ester.
Þegar ég var strákur var Eim-
skipafélagið eitt af þeim fyrirtækj-
um sem mér fannst allir bera virð-
ingu fyrir. Virðulegt húsið við
höfnina var eins og virki utan um
óskabarn þjóðarinnar, fyrirtæki
sem tugþúsundir Íslendinga höfðu
keypt hlutabréf í, ekki til þess að
efnast, heldur til þess að tryggja
siglingar til landsins. Tólf ára
gamall sendill sem kom inn í þetta
hús fylltist lotningu fyrir félaginu
og þeim sem hjá því unnu.
Áratugum síðar var Eimskipa-
félagið enn í fararbroddi í atvinnu-
lífinu. Hópur ungra stjórnenda
undir forystu Harðar Sigurgests-
sonar hafði tekið við stjórnar-
taumunum. Ferskir vindar blésu,
nýtt vín á gömlum belg mætti
segja, því að hjá Eimskipafélaginu
var þess gætt að tengingin við
upprunann rofnaði aldrei. Það var
mér mikilvægur skóli að kynnast
fyrirtækinu enn betur þegar ég
var valinn í stjórn þess um alda-
mótin.
Allmargir starfsmenn áttu þar
afar langan starfsaldur, en í mín-
um huga var Sigurlaugur Þorkels-
son, sem þá var nýhættur störf-
um, tákngervingur festunnar sem
lengi vel einkenndi félagið og
rekstur þess. Þegar hann stóð upp
úr Eimskipafélagsstólnum í síð-
asta sinn hafði hann unnið þar í 57
ár.
Sigurlaugur hóf sinn farsæla
feril er hann hafði nýlokið prófi úr
Verslunarskólanum, en Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason skólastjóri benti á
hann sem einn af efnilegustu nem-
endum skólans. Á starfstíma hans
fór félagið í gegnum miklar breyt-
ingar, m.a. þrjár kynslóðir skipa.
Fyrst eftir stríð, næst endurnýj-
aði Óttarr Möller skipastóllinn og
loks kom Hörður sem keypti enn
ný skip. En það komu ekki bara
ný skip. Allt samfélagið gjör-
breyttist á þeim áratugum sem
Sigurlaugur vann hjá Eimskipa-
félaginu. Félagið og þjóðin losn-
uðu úr höftum og ný hugsun
frjálsrar samkeppni tók við.
Oft var það ef leysa þurfti
vandasamt verkefni að Sigurlaug-
ur var beðinn að taka það að sér.
Hann var launafulltrúi, blaða-
fulltrúi, deildarstjóri farþega-
deildar og hlutabréfadeildar og í
fleiri störfum en ég kann að nefna.
Hann var ávallt í miklum
tengslum við forstjóra og stjórn-
armenn og naut trausts þeirra.
Engar móttökur, hluthafafundir,
kynningarátök eða annað var
haldið án hans þátttöku. Forstjór-
ar höfðu mikið traust á honum og
nýttu starfskrafta hans í fjölmörg
vandasöm verkefni. Viðskiptavinir
og eigendur litu líka á hann sem
fastan punkt sem hægt var að
treysta að væri á sínum stað og
stæði sína plikt. Svo skemmtilega
hagaði til að Þorkell, sonur Sig-
urlaugs, var einn þeirra fram-
kvæmdastjóra sem færðu Eim-
skip inn í nútímann.
Nú á þjóðin ekki lengur nein
óskabörn eins og Eimskipafélagið
var. Mér er til efs að enn finnist
starfsmenn eins og Sigurlaugur.
Þeir eru að minnsta kosti fáir, ef
nokkrir, sem ná að vinna af trú-
mennsku á sama stað frá 18 ára
aldri þangað til þeir verða 75 ára.
Það er gæfa og forréttindi að hafa
náð í endalokin á þessu einstaka
tímabili. Við minnumst Sigurlaugs
með virðingu. Afkomendum hans
og öðrum vandamönnum sendi ég
hugheilar kveðjur.
Benedikt Jóhannesson.
Sigurlaugur
Þorkelsson
HINSTA KVEÐJA
Til tengdapabba.
Þögnin
Þögnin seiðir, sefar móð.
Ljúfur, lát þig dreyma.
Eina mjúka ölduslóð
dvergmál – dalir sveima.
Hver alda sogar ennið hljóð
í átt til undirheima.
(Federico Garcia Lorca)
Þín tengdadóttir,
Kristín.
Hún Bogga er
dáin.
Ekki átti ég von á
þessum tíðindum
þegar hann Þórður frændi
hringdi í mig þann 10. janúar.
Minningabrot komu upp í hug-
ann því margar góðar stundirnar
hef ég og mín fjölskylda átt með
þeim Boggu og Þórði.
Þórður ólst upp hjá ömmu
minni og afa í húsinu Framtíð hér
í Neskaupstað eftir að hann
missti mömmu sína ungur og er
hann því uppeldisbróðir mömmu.
Hann flutti svo suður ungur og
þar kynntist hann Boggu sinni.
Alltaf átti ég öruggt húsaskjól
þegar ég þurfti að fara suður ein-
hverra erinda, fyrst á Kópavogs-
brautinni og svo á Huldubraut-
inni. Það var alltaf sjálfsagt, ég
var sótt á flugvöllinn og skilað
þangað aftur og keyrt með mig
allt sem ég þurfti að fara.
Bogga var einstök persóna.
Oft fannst mér þegar Bogga
horfði á mig að hún læsi mig eins
og bók, hún var með svo fallega
djúp augu. Þegar ég svo flutti til
Færeyja og giftist honum Eyðun
mínum þá var ekkert sjálfsagð-
ara en að ég fengi að giftast í ís-
lenska búningnum hennar, við
vorum nefnilega í sömu stærð.
Þegar ég fór svo í hjúkrunar-
nám árið 2000 þá þurfti ég að
Borghildur
Stefánsdóttir
✝ BorghildurStefánsdóttir
fæddist 23. febrúar
1942. Hún lést 10.
janúar 2020. Útför
Borghildar fór
fram 23. janúar
2020.
vera í verknámi í
Reykjavík og auð-
vitað fékk ég gist-
ingu hjá þeim hjón-
um á
Huldubrautinni þar
sem var snúist
með mig eins og
venjulega og dekrað
við mig í mat og öllu
öðru.
Mér er minnis-
stætt og lýsir það
Boggu minni vel að einhverntíma
þegar við vorum á rúntinum nið-
ur Laugaveginn sá ég Burberry-
trefil sem ég nefndi að mér fynd-
ist flottur. Þá kom hún mér á
óvart og gaf mér hann í afmæl-
isgjöf næst þegar ég átti afmæli.
Alltaf að hugsa um aðra þótt
snemma væri mér ljóst að hún
væri ekki heilsuhraust. Þegar
þau hjónin komu svo austur í
Neskaupstað að hitta fjölskyldu
og vini þá gistu þau hjá mömmu
og pabba á meðan þeim entist
heilsan. Seinni árin hef ég svo
notið þess að geta goldið þeim
gestrisnina og fengið að hafa þau
hjá okkur hjónum hér í Miðgarði
12.
Ekki datt mér í hug þegar þau
voru hjá okkur í haust að það yrði
í síðasta skiptið sem ég fengi að
njóta samvista Boggu minnar.
Lífið er óútreiknanlegt og missir
ykkar og okkar hinna er mikill.
Elsku Þórður, Sesselja, Rós-
björg, Stefanía og fjölskyldur,
innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra. Minning hennar lifir
með okkur.
Blessuð sé minning hennar.
Jóhanna (Hanna Sigga),
Eyðun, synir og fjölskyldur.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Okkar innilegustu þakkir fyrir hlýhug og
samúð við andlát og útför okkar elskulega
sambýlismanns, pabba, tengdapabba, afa
og langafa,
RAGNARS GUNNLAUGSSONAR,
Hátúni.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir
einstaka umönnun og nærveru í garð okkar allra.
Björg Baldursdóttir
Finna Guðrún Ragnarsdóttir Garðar Smárason
Valgarður Ingi Ragnarsson Jórunn Sigurðardóttir
Ragna María Ragnarsdóttir Guðmundur Hreinsson
afa- og langafabörn
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru
eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar