Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 6 ÓSKARSTILNEFNINGAR ÓSKARSTILNEFNINGAR11  Rás 2  FBL LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD Bandarísk sam- tök handritshöf- unda í kvikmynd- um og sjónvarpi veittu verðlaun sín um helgina og hlutu þau suð- urkóreska kvik- myndin Parasite og bandaríska kvikmyndin Jojo Rabbit. Bong Joon Ho og Han Jin Won hlutu verðlaun fyrir besta frumsamda handritið, handrit Parasite og Taika Waititi verðlaun fyrir handrit sitt að Jojo Rabbit sem byggt er á skáldsögu. Í flokki sjónvarpsþátta hlutu tvær þáttaraðir framleiddar af HBO verðlaun, Succession í drama- flokki og Barry í gamanþáttaflokki. Verðlaun veitt fyrir bestu handrit Taika Waititi Og enn og aftur að Sníkjudýrum, kvikmyndinni Parasite sem heillað hefur gagnrýnendur og verðlaunanefndir víða um lönd, því samtök kvik- myndagagn- rýnenda í Lond- on, London Critics’ Circle, veittu henni verð- laun sín um helgina fyrir kvikmynd ársins 2019. Fleiri verðlaun voru veitt, m.a. fyrir bestu kvikmynd á öðru máli en ensku og hlaut þau franska myndin Portrait de la jeune fille en feu eða Mynd af brennandi stúlku. For Sama var valin heimild- armynd ársins og bresk eða írsk kvikmynd ársins var The Souvenir. Sníkjudýr heilla gagnrýnendur Yeo-jeong Jo leikur í Parasite. Kvikmynd Sams Mendes, 1917, sem segir af tveimur ungum hermönnum í fyrri heimsstyrjöldinni, stóð uppi sem sigurvegari verðlaunahátíðar bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademí- unnar, Bafta, sem haldin var í Royal Albert Hall í London í fyrrakvöld. Hlaut myndin sjö verðlaun, m.a. fyrir bestu leikstjórn, sem besta kvik- myndin og besta breska kvikmyndin, fyrir bestu tæknibrellur og mynda- töku. Myndin var líka tilnefnd fyrir bestu frumsömdu tónlist en Hildur Guðnadóttir hreppti þau hins vegar fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker. Hildur hefur nú hlotið 14 er- lend verðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina, ef marka má vefinn Internet Movie Database og þá m.a. Golden Globe-verðlaunin. Hildur þykir eiga góða möguleika á að hljóta þekktustu verðlaun kvikmynda- heimsins, Óskarinn, sem afhent verða á sunnudaginn, 9. febrúar. Joker hlaut flestar tilnefningar til Bafta í ár, ellefu alls, en uppskar ekki eftir því, fékk aðeins þrenn. Verðlaun hlaut hún fyrir tónlist Hildar, besta leikara í aðalhlutverki, Joaquin Phoe- nix, og loks besta leikaraval sem er nýr verðlaunaflokkur. Besta leik- konan þótti Renée Zellweger fyrir túlkun sína á Judy Garland í Judy en önnur verðlaun hlaut sú kvikmynd ekki. Einsleitni gagnrýnd Tilnefningar Bafta í ár hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir einsleitni hvað viðkemur kynþáttum og kyni til- nefndra. Engin kona var meðal til- nefndra leikstjóra og allir tilnefndir leikarar og leikkonur hvít á hörund. Joaquin Phoenix minntist á þetta í þakkarræðu sinni, sagðist þakklátur fyrir verðlaunin en benti á að margir starfsbræður hans nytu ekki sömu forréttinda og hann sjálfur. „Ég held að við séum að senda mjög skýr skilaboð til þeldökkra um að þeir séu ekki velkomnir hérna, til fólks sem hefur skilað miðli okkar og iðnaði svo miklu,“ sagði hann í ræðu sinni og að þeir sem hefðu byggt upp þetta kerfi kúgunar þyrftu að brjóta það niður. „Við þurfum að gera það,“ sagði Phoenix í áhrifamikilli ræðunni. Parasite hlaut tvenn Af öðrum verðlaunum ber að nefna að suðurkóreska kvikmyndin Para- site hlaut tvenn verðlaun, fyrir besta handrit og sem besta kvikmynd á öðru tungumáli en ensku. Bestu leik- arar í aukahlutverkum voru Laura Dern fyrir Marriage Story og Brad Pitt fyrir Once Upon a Time in Holly- wood. Pitt atti kappi við stórstjörnur hoknar af reynslu, þá Tom Hanks, Anthony Hopkins, Al Pacino og Joe Pesci, en þeir tveir síðastnefndu voru tilnefndir fyrir leik sinn í kvikmynd Martins Scorseses, The Irishman. Vakti athygli að sú mynd hlaut engin verðlaun þrátt fyrir tíu Bafta-tilnefn- ingar sem telst til tíðinda þegar svo virtur og þekktur leikstjóri er annars vegar. Heildarlista verðlauna má finna víða, meðal annars á vefjum Guardian og Variety. helgisnaer@mbl.is 1917 sigursæl á Bafta  Phoenix og Zellweger bestu leikarar  Sigurganga Hildar Guðnadóttur heldur áfram  The Irishman var tilnefnd til tíu verðlauna en hlaut engin Glaður Joaquin Phoenix með verð- launin sem hann hlaut fyrir Joker. AFP 1917 Breski leikstjórinn Sam Mendes með ein Bafta-verðlaun af sjö sem kvikmynd hans, 1917, hlaut í fyrrakvöld í Royal Albert Hall. Best Renée Zellweger hlaut Bafta sem besta leikkona í aðalhlutverki. Skælbrosandi Hildur hæstánægð með nýjasta verðlaunagripinn. Suðurkóreskur Bong Joon Ho hlaut verðlaun fyrir Parasite, bestu kvikmynd á öðru máli en ensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.