Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
verður gestur á hádegisfundi SES á morgun,
miðvikudaginn 5. febrúar kl. 12:00, í Valhöll,
Háaleitisbraut 1.
Húsið opnað kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi, 1000
krónur.
Allir velkomnir.
Með kveðju,
stjórnin.
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Efstiás 12, Hvalfjarðarsveit, fnr. 229-6593, þingl. eig. Dakota ehf.,
gerðarbeiðendur Tryggingamiðstöðin hf. og Hvalfjarðarsveit,
mánudaginn 10. febrúar nk. kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
3. febrúar 2020
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Hreyfisalur-
inn er opinn milli kl. 9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur.
Botsía kl. 10.15. - Bíó í miðrými kl.13. Tálgað í tré kl. 13. Postulíns-
málun kl. 13. Vatnslitun kl. 13. leiðbeinandi, ókeypis og allt til staðar.
Það er ekki kaffi í dag vegna vinnustöðvunar starfsfólks. Nánari upp-
lýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðar, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með
Guðmundi kl. 10. Brids kl. 12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Kóræfing,
Kátir karlar kl. 12.45. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir
innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á
könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Fuglatálgun kl. 13. Brids kl. 13. Kanasta kl. 13.
Borgir Listmálun með Marteini kl. 9 í Borgum, postulínsmálun kl.
9.30 í Borgum og botsía kl. 10 og 15 í Borgum. Helgistund kl. 10.30 í
Borgum og leikfimishópur Korpúlfa kl. 11 í dag í Egilshöll. Spjallhópur
í listamiðju Borgum kl. 13, sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl.
13.30. Allir hjartanlega velkomnir í Borgir, þar sem gleðin býr.
Bústaðakirkja Félagsstarfið verður á sínum stað á miðvikudaginn
frá kl. 13-16. Spil, handavinna og kaffið góða frá Sigurbjörgu, Kristín
Ólafsdóttir frá Hjálparstarfi Kirkjunnar kemur í heimsókn og segir frá
starfi þess en nú í ár er Hjálparstarfið 50 ára. Hlökkum til að sjá ykkur,
starfsfólk Bústaðakirkju.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera í vinnustofu kl. 9. Félagsvist í
borðsal kl. 13.30. Bónusrútan verður við aðalinnganginn kl. 15.05.
Dalbraut 27 Bænastund í bókastofu kl. 9.30, vöfflukaffi í bókastofu
kl. 14.
Fella og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12. Boðið upp á súpu og brauð
eftir stundina á vægu verði. Þórey Dögg framkvæmdarstjóri eldri-
borgara-ráðs er gestur dagsins. Verið velkomin í gott og gefandi
samfélag.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Mynd-
listarnámskeið kl. 9-12. Spekingar og spaugarar kl. 10-30-11.30.
ATHUGIÐ. Hádegismatur kl. 11.15-11.45. Eldhús lokar kl. 12 sökum
verkfalls, engar kaffiveitingar í dag. Myndlistarhópur Kríur kl. 13.
Brids kl. 13-16. Enska kl. 13-15. Tölvur kl. 13.10. EKKERT síðdegiskaffi.
U3A kl. 16.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma
411-2790.
Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá
Jónshúsi kl. 14.45. Vatnsleikfimi kl. 7.30/15.15. Qi-gong í Sjálandi kl. 9.
Liðstyrkur Ásgarði kl. 11.15. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía í Ás-
garði kl. 12.45. Línudans Sjálandi kl. 13.30/14.30.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik-málun kl.
9-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl.
10.30. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 stólaleikfimi, kl. 13.30 alkort.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–15.30. Starfið
hefst á samsöng og helgistund. Þá er boðið upp á kortagerð, spil og
handavinnu. Samverunni lýkur með kaffi kl. 15.
Grensáskirkja Kl. 12 á þriðjudögum er boðið upp á kyrrðarstund í
Grensáskirkju. Stundin hefst með orgelleik og síðan er nærandi orð
og kyrrðarbæn. Eftir samveruna í kirkjunni er samfélag yfir léttri
máltíð gegn vægu gjaldi.
Gullsmára Myndlistarhópur kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm- og silfur-
smíði, kanasta og tréskurður kl. 13. Leshópur kl. 20.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30. Hádegismatur kl. 11.30.
Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl. 8-12. Dansleikfimi kl. 9. Qi-
gong kl. 10. Brids kl. 13. Leikfimi Hjallabraut kl. 10.45. Leikfimi Bjarkar-
húsi kl. 11.30. Vatnsleikfimi í Ásvallarlaug kl. 14.40.
Hvassaleiti56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30.
Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Zumba með Carynu kl. 10. Brids í handa-
vinnustofu kl. 13. Gönguferð kl. 13 ef veður leyfir.
Korpúlfar Listmálun með Marteini kl. 9 í Borgum, postulínsmálun kl.
9.30. Botsía kl. 10 og 15 í Borgum. Helgistund kl. 10.30 í Borgum, leik-
fimishópur Korpúlfa í Egilshöll kl 11. Spjallhópur í Borgum kl. 13 og
sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 13.30 í dag og heimanáms-
kennsla í bókasafninu í Spöng e.h. í dag.
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Már Jónsson, sagnfræðingur, flytur er-
ind sem hann kallar Draumar séra Sæmundar Hólm 1794. Kaffiveit-
ingar og söngur.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn-
um kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl.
11.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14.
Ath. Lomber fellur niður í dag. Skráningarblöð fyrir ferðina þriðju-da-
ginn 18. febrúar í Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu liggja frammi
á Skólabraut og Eiðismýri. Einnig má skrá sig í síma 8939800.
Stangarhylur 4 Skák kl. 13, allir velkomnir í hópinn.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bílar
Bíll með öllum mögu-
legum aukabúnaði
Skráður 10/2012, ný tímareim
(skipt í 152 þ.km. Framhjóladrif, 1,6
TDI, ekinn 153 þ.km. beinskiptur,
dökkbrúnn, leðurklæddur, rafmagn
í sætum, minni í sætum, stafrænt
mælaborð, dráttarbeisli, skynjarar
allan hringinn, álfelgur, navigation,
skjár með bluetooth og öllu
mögulegu, tölvustýrð miðstöð bæði
fram í og aftur í, Xenon ljós sem
elta í beygjum, kastarar, langbogar,
sumar og vetrardekk.
Uppl. í síma 615 8080
TILBOÐ
1.250 þús. staðgreitt
SKODA Superb Station
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Smá- og raðauglýsingar
Stýrimannastíg-
urinn er ein falleg-
asta gatan í norðan-
verðum Vesturbænum og má vel
segja að hann sé hjarta þessa
svæðis. Þarna lágu leiðir okkar
saman, okkar Hildar Solveigar
Pálsdóttur, sýslumannsdóttur-
innar úr Hólminum, sem bar nafn
föðurömmu sinnar, dóttur Bjarna
Thorarensen amtmanns og
skálds. Ég bjó í næsta húsi við
Hildi og hennar mæta mann
Halldór Þorbjörnsson hrl. Fimm-
tíu ára aldursmunur skildi okkur
Hildi að, en við náðum aldarfjórð-
ungs vináttu, sem hefur verið
mér afar dýrmæt.
Heimili þeirra Halldórs á
Stýrimannastíg 6 var mikið og
glæsilegt menningarsetur. Vegg-
irnir þar með listaverkum sínum
og bókahillum voru hlý umgerð
stórs vinahóps sem kom þangað
til þess að eiga þar uppbyggilega
umræðu sem oft var fylgt eftir
með því að hefja gleði hátt á loft.
Hildur var leiftrandi greind, allra
kvenna skemmtilegust, fögur og
fáguð, en jafnframt mikill bóhem,
litríkur töffari. Hún var mann-
eskjan sem átti sviðið hvar sem
hún kom.
Hildur naut þess að gleðjast
með glöðum, en hún kunni einnig
manna best að gefa styrk og
hlýju þeim sem urðu fyrir sorg.
Hún fór sjálf um mikinn skugga-
dal þegar hún missti Unni einka-
dóttur sína og sár var söknuður
hennar þegar Halldór lést 2008.
Minningarnar eru margar.
Dönsku kvöldin, garðveislur,
matarboð, ráðherrakaffi, pípu-
ilmur, ljóða- og bókalestur. Kær-
leikurinn okkar á milli smitaðist
brátt yfir til stórfjölskyldu minn-
ar. Þegar pabbi og mamma fögn-
uðu brúðkaupsafmæli á heimili
okkar buðu þau Halldór og Hild-
ur okkur yfir til sín í fordrykk,
þar sem hláturinn og vináttan
grundvölluðu gleði dagsins.
Þegar Anna Ýr systir mín var
sett af stað til að fæða son sinn
Hjalta Má og mátti skreppa af
fæðingardeildinni í nokkra
klukkutíma fórum við mamma og
Hildur Solveig
Pálsdóttir
✝ Hildur SolveigPálsdóttir
fæddist 1. nóv-
ember 1916. Hún
lést 21. janúar
2020.
Hildur var jarð-
sungin 31. janúar
2020.
Anna til Hildar. Þar
var gott að gleyma
öllu nema kærleika
og gleði þangað til
stundin var komin.
Hildur hafði sér-
stakt lag og mikla
ánægju af að um-
gangast börn og
unglinga. Börnin
elskuðu Hildi, hún
var þeim mjög kær,
enda gaf hún þeim
alla tíð athygli, ástúð og kærleik.
Ætli fyrsta starfið hans Böðvars
hafi ekki verið að moka snjó af
heimreiðinni hjá þeim hjónum.
Eftir að Halldór lést 2008 gisti
Elísa mín hjá Hildi í húsinu og
seinni árin Magdalena Salvör og
Ingunn Ýr. Þarna myndaðist
djúpstæð vinátta og væntum-
þykja.
Í mörg ár var það venja að
nokkru áður en klukkur Dóm-
kirkjunnar hringdu inn jólin þá
trítluðu börnin mín, nýþvegin og
spariklædd, yfir til Hildar og
Halldórs til að óska þeim gleði-
legra jóla. Ég var þá að stússa í
eldhúsinu, en eignaðist yndislega
mynd, þegar ég horfði yfir göt-
una og sá í gegnum gluggann á
bíslaginu móttökurnar sem þau
fengu. Þarna fann ég svo sterkt
fyrir gleði jólanna og kærleikans
eins og hann er fallegastur milli
kynslóðanna.
Elska hennar og vinátta við
mig og mitt fólk er mér dýrmæt
og að leiðarlokum þakka ég fyrir
einstaka ást og tryggð. Ég votta
Jóninnu systur Hildar og öðrum
ástvinum mína dýpstu samúð.
Fallegt var að sjá kærleiksríkt
systrasamband Hildar og Jón-
innu, en Jóninna umvafði Hildi
alla daga.
Guð blessi minningu Hildar,
hún var gersemi.
Laufey Böðvarsdóttir.
Hún Hildur var fimmti elsti Ís-
lendingurinn þegar hún kvaddi
þetta líf 21. janúar sl., hundrað og
þriggja ára. Kynni okkar
hjónanna við Hildi og Halldór
mann hennar hófust þegar hún
og ég undirrituð vorum sam-
starfskonur um árbil fyrir margt
löngu. Tókst fljótlega með okkur
góður vinskapur, sem styrktist
m.a. af gagnkvæmum heimsókn-
um. Unun var að koma á heimili
þeirra Halldórs á Stýrimanna-
stíg, með listaverkum og hús-
gögnum sem allt var valið af ýtr-
ustu smekkvísi, og viðmót
húsráðenda var eftir því. Fjöl-
skyldan var lítil, og það var mikið
áfall þegar einkadóttirin Unnur
féll frá árið 1981, enn á besta
aldri. Hildur missti svo Halldór
sinn fyrir rúmum áratug, en bjó
áfram á sínu fallega heimili svo
lengi sem sætt var, með góðri að-
stoð vina og vandamanna, en síð-
ustu árin var hún vistkona á
Droplaugarstöðum.
Hildur var vinmörg. Það sást
best á því hve margir heimsóttu
hana reglulega á Droplaugar-
staði, bæði skyldir og vandalaus-
ir. Þar fór fremst í flokki systir
hennar, Jóninna, einungis fáein-
um árum yngri. Hún sat hjá syst-
ur sinni nokkra klukkutíma næst-
um hvern einasta dag. Þær
systur voru fæddar í Stykkis-
hólmi og ólust þar upp, Hildur
rétt fram yfir unglingsár, en Jón-
inna nokkru lengur. Þarna var
um að ræða umhverfi sem mér
undirrituðum var kunnugt úr
æsku, en þeirra upplifun náði að
sjálfsögðu töluvert lengra aftur,
og allt lá það fyrir þeim systrum
sem opin bók, sama hvar drepið
var niður um menn og málefni
vestur þar. Þær höfðu til dæmis
verið heimagangar hjá fólki sem í
hugum okkar flestra sem nú lif-
um heyrir einungis fjarlægri for-
tíð til.
Hildur hélt andlegum styrk og
minni allt fram undir það síðasta,
þótt líkaminn væri eðlilega farinn
að gefa sig. Heyrnin var með af-
brigðum góð, en sjónin hafði
daprast henni fyrir allmörgum
árum, og saknaði hún þess mjög
að geta ekki lesið, eða notið þess
annars sem hinum sjáandi býðst.
Hún nýtti sér löngum þjónustu
Hljóðbókasafns, sem var henni
góð afþreying.
Hildur átti til langlífra að telja.
Móðir hennar, Margrét Árna-
dóttir, náði rúmlega hundrað ára
aldri. Hún bjó hjá þeim Halldóri
um árabil á sínum efri árum og
þar kynntumst við henni lítillega.
Við minnumst þess til dæmis að
hafa setið til borðs með henni á
Stýrimannastígnum, þegar faðir
undirritaðs var einnig með í för.
Þau höfðu um margt að spjalla
sem tengdist lífinu við Breiða-
fjörð. Hildur minntist þessarar
stundar æði oft.
Hildur var gamansöm og
skemmtileg, örlát og gjafmild.
Þegar þrjár rósir hefðu verið við
hæfi urðu þær gjarnan tuttugu,
rétt svo að dæmi sé nefnt. En nú
hefur hún kvatt, eftir lengri ævi
en flestum gefst. Við erum full
þakklætis og góðra minninga og
vottum Jóninnu, hennar fólki og
öðrum þeim sem stóðu Hildi
nærri einlæga samúð.
Margrét Anna og Einar.
Yfirgefið hefur
þetta jarðneska líf
tengdamóðir mín
hún Guðrún Jóhannsdóttir.
Kynni okkar hófust fyrir um 40
árum þegar ég kom inn á heimili
hennar sem verðandi tengdason-
ur. Gúa, eins og hún var ávallt
kölluð, var afar hæglát kona sem
var sjálfri sér nóg og hafði mikið
jafnaðargeð. Á öllum okkar sam-
vistarárum sá ég hana aldrei
skipta skapi eða hafa uppi stór-
yrði. Ávallt var hún reiðubúin að
veita hjálparhönd, hvort sem það
var við barnapössun eða önnur
viðvik, enda var það mikill stuðn-
ingur fyrir okkar unga parið að
Guðrún
Jóhannsdóttir
✝ Guðrún Jó-hannsdóttir
fæddist 14. desem-
ber 1942. Hún lést
26. janúar 2020.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey að ósk hinnar
látnu.
hafa hana í næsta
nábýli fyrstu hjú-
skaparárin, þar sem
hún gat miðlað af
þekkingu sinni og
reynslu til okkar.
Mér eru minnis-
stæðar ökuferðirnar
um Evrópu sem við
hjónin áttum með
þeim Gúu og Hreini,
en það var fyrir
tíma gps-tækninnar
og allar ferðir farnar með aðstoð
korta, sem eflaust margir af
yngri kynslóðinni eiga erfitt með
að skilja. Það var ekkert mál að
keyra, en málið vandaðist þegar
lesa og leiðbeina átti eftir kortinu
og var það ávallt hlutverk Gúu að
lesa á kortin og leiðbeina á sinn
rólega máta, meðan við hin
keyrðum til skiptis. Gúa var list-
ræn í sér og bjó yfir sköpunar-
gáfu sem hún nýtti sér í hand-
verki sínu, en fátt þótti henni
skemmtilegra en að skapa og
móta fígúrur eða hluti, ásamt því
að hlúa að garðinum, sem var
hennar líf og yndi. Því miður
fékk hún ekki að njóta sín síðustu
æviárin, þar sem hún glímdi við
erfið veikindi sem tóku sinn toll.
Hið bjarta ljós sem berst til mín
með blessun sendi heim til þín
og með því kveðju kæra.
Megi það líkna og lækna þá
sem lífið kærleiksríka þrá.
Gleði og frið þeim færa.
(Guðm. Ingi)
Hvíl í friði. Þinn tengdasonur,
Jónas M. Pétursson.
Elsku amma Gúa, ég veit að
þér líður betur núna og ert á
betri stað með afa og mömmu
þinni. Þó að mér og öllum sem
þekktum þig finnist mjög sorg-
legt að þú sért farin, líður mér
betur að vita að þú ert á betri
stað núna því það var svo erfitt
að sjá þig svona því þú varst orð-
in svo veik og þú varst ekki leng-
ur þú sjálf. Þín verður sárt sakn-
að því þú varst yndisleg og
góðhjörtuð manneskja og hugs-
aðir svo vel um aðra og passaðir
upp á alla.
Ég elska þig, elsku amma mín.
Birna Kolbrún
Jóhannsdóttir.