Morgunblaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 2020
Það er rétt athugað hjá Páli Vilhjálmssyni að undarlegt
virðist að Ísland hengi sig aftan í
Norðmenn varðandi
samninga okkar við
Breta.
Á þriðja ár hefurríkisvaldið
stært sig af því í
fréttum að íslensk
yfirvöld hafi sett
verulegt fé og mannafla til að
undirbúa viðræður sínar og við-
brögð tækist Bretum að hlíta fyr-
irmælum þjóðar sinnar um að koma
ríkinu út úr ESB.
Það mátti engu muna.
Á útgöngudegi sögðu for-ráðamenn baráttunnar: „Þetta
tókst með herkjum af því að við
vorum nægjanlega stórir og öflugir
til að láta ekki ofureflið berja þjóð-
arviljann niður“.
Þetta minnir á hvernig hefði far-ið fyrir okkur sem réðum ekki
einu sinni við mál eins og orku-
pakkann.
Páll Vilhjálmsson skrifar: „Efþað er rétt, sem má skilja af
meðfylgjandi frétt, að Ísland og
Noregur ætli að semja sameigin-
lega við Bretland um fríverslun
þýðir það í raun að Ísland verður
gísl norskra hagsmuna.
Í EES-samningnum er Ísland núþegar hertekið norskum hags-
munum, sbr. 3. orkupakkann.
Ísland á vitanlega að semja beintvið Bretland en ekki í gegnum
Noreg/EFTA.
Katrín forsætis hlýtur að munaað Gamli sáttmáli féll úr gildi
á 19. öld.“
Páll
Vilhjálmsson
Aftur í tjóðri
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hver höfuðborgarbúi notar að jafn-
aði 140 lítra af köldu vatni á dag. Er
þetta svipað og í löndum Evrópu og
þó heldur í lægri kantinum því heim-
ildir benda til að notkunin sé al-
mennt á bilinu 110 til 260 lítrar.
Kemur þetta fram í skýrslunni
Heimilisnotkun á neysluvatni sem
Veitur birta á vef sínum. Niðurstöð-
urnar grundvallast á mælingum á
því hvað Vatnsveita Hafnarfjarðar
dælir miklu vatni inn í Áslandshverfi
í Hafnarfirði.
Fara á fætur á milli kl. 6 og 8
Rennsli er misjafnt á milli tíma
dags eins og gefur að skilja og gefur
vísbendingar um lífsmynstur íbú-
anna. Rennsli er í lágmarki um há-
nóttina. Á virkum dögum fara lang-
flestir á fætur á milli klukkan sex og
átta á morgnana og er notkun vatns
stöðug yfir daginn eða þar til kvöld-
matartími nálgast. Þá eykst notkun-
in mikið og helst þannig fram eftir
kvöldi. Sá toppur er þó ekki jafn
skarpur og morguntoppurinn sem
bendir til að fjölskyldurnar borði
ekki kvöldmat á sama tíma.
Fólk fer talsvert seinna á fætur
um helgar og sumir lúra enn lengur.
Þeir fyrstu vakna upp úr klukkan
átta en notkunin nær hámarki um
hádegið. helgi@mbl.is
Notum 140 l af köldu vatni á dag
Vatnsnotkun kemur upp um lífsmynst-
ur okkar Morguntoppurinn skarpastur
Morgunblaðið/Heiddi
Buna Mikið vatn fer um heimili
landsmanna á hverjum degi.
„Flensan er komin og einkenni
hennar nú eru þau að fólk verður oft
mikið veikt og illa haldið, jafnvel
meira en við höf-
um séð undan-
farin ár,“ segir
Óskar Reykdals-
son, læknir og
forstjóri Heilsu-
gæslu höfuðborg-
arsvæðisins.
Margir hafa leit-
að á heilsugæslu-
stöðvar og
Læknavaktina
síðustu daga
vegna dæmigerðra einkenna inflú-
ensu, sem gjarnan byrjar í nóv-
ember og nær jafnan hámarki í febr-
úar og mars.
Einkenni vetrarinflúensunnar eru
hár hiti, beinverkir og höfuðverkur
og stundum kvef.
„Mikilvægt er að drekka nóg og
yfirleitt eru algengustu verkjalyf til
bóta. Þegar einkenni flensunnar
réna fá sumir kvef og hálsbólgu, sem
við getum sagt að séu batamerki,“
segir Óskar.
Gengur yfir á 3-5 dögum
Einkennin byrja snögglega. Hjá
flestum ganga veikindin yfir á þrem-
ur til fimm dögum og verði fólk ekki
þeim mun verr haldið eða veikindin
langvarandi þykir ástæðulaust að
leita til læknis. Þess má geta að ælu-
pest er alltaf í gangi á þessum tíma
og það reynist mörgum fjölskyldum
erfitt. Bólusetning gegn flensunni
gefur oft góða raun og virkar alveg
þar til fólk hefur tekið veikina. Ekki
er nákvæmlega fært til bókar hjá
heilsugæslunni hve margir koma
þangað vegna flensu eða annarra
umgangspesta, en álagið hefur klár-
lega aukist.
„Allt að þriðjungur barna fær
flensu á veturna en það er í skól-
anum sem þau smitast og bera veir-
una svo áfram í fullorðna fólkið. Við
höfum fengið fleiri sjúklinga en
venjulega í daglega móttöku á
heilsugæslustöðvunum,“ segir Ósk-
ar Reykdalsson. sbs@mbl.is
Vond vetrarflensa
Mikil veikindi einkennin nú Álag
er á heilsugæslu og Læknavaktinni
Morgunblaðið/Hari
Mannlíf Um þriðjungur barna fær
flensu og mörg smitast í skólanum.
Óskar
Reykdalsson