Morgunblaðið - 17.02.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 17.02.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Umgjörðin sem almannavarnir á Íslandi hafa er sterk og lögin skýr,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarna- deild Ríkislögreglustjóra. „Komi upp alvarlegt ástand í þjóðfélaginu sem kallar á viðbrögð og aðgerðir þarf enginn að velkjast í vafa um að almannavarnadeildin samhæfir starfið. Ekki á að verða nein reki- stefna um forystu heldur er ein- faldlega gengið beint í að veita bjargir og afstýra hættu. Allir póstar eru mannaðir og verksvið allra skýrt. Þá skiptir engu hvort verkefnið er óveður, snjóflóð eða ef hingað kæmu grænir karlar og gerðu innrás frá Mars.“ Viðbúnaður og rauð viðvörun Samhæfingarstöð almanna- varna var virkjuð síðasta föstudag þegar mikið óveður gekk yfir land- ið. Gefin var út rauð viðvörun og var viðbúnaður samkvæmt því. Fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og fleiri voru í stjórnstöð en úti á mörkinni voru um 1.200 manns sem sinntu aðstoð við almenning. Alls bárust björg- unarfólki um 700 útköll vegna óveðursins. Til Neyðarlínunnar komu um 600 hringingar vegna óveðursins. Sjaldan er ein báran stök, seg- ir máltækið. Á allra síðustu mán- uðum hafa í allmörg skipti skapast þær aðstæður að kerfi almanna- varna í landinu hefur verið virkj- að. Óveður gekk yfir Norður- og Austurland fyrri hlutann í desem- ber, sem olli langvarandi raf- magnsleysi og röskunum svo sem á Dalvík. Snjóflóð féllu á Flateyri og við Súgandafjörð að kvöldi 14. jan- úar og jarðhræringar við Grinda- vík hófust 26. janúar. Þá fylgist al- mannavarnadeildin og fólk þar grannt með framvindu kórónu- veirunnar. Fundað er daglega í samhæfingarstöð og línur lagðar. Starf heilbrigðisstofnana og ann- arra sem að málum koma er sam- hæft. Það virðist líka ætla að skila árangri eða eins og sagði í stöðu- skýrslu almannavarnadeildar sem send var fjölmiðlum í síðustu viku reiknar Sóttvarnastofnun Evrópu með því að veiran verði ekki mikið lýðheilsuvandamál fyrir þjóðir sem hafa varnirnar í lagi. Stýra og samhæfa „Síðustu mánuðir hér hafa verið heilmikil törn. Með góðum undirbúningi er búið að koma verkefnum í skýran farveg og hver sér um sitt í almannavarnaástandi; svo sem lögreglan, slökkvilið, heil- brigðisstarfsfólk, björgunarsveit- irnar, Rauði krossinn, náttúruvís- indamenn og svo framvegis. Öllu er svo hægt að stýra og samhæfa með sterku fjarskiptakerfi, feril- skráningu björgunartækja og því að vel þjálfað fólk veljist í rétt hlut- verk. Reynsla úr einstaka atvikum leiðir svo oft af sér áherslubreyt- ingar,“ segir Rögnvaldur og held- ur áfram: „Þegar rafmagn fór af norðanverðum Vestfjörðum í nokkra sólarhringa snemma árs 2013 varð ljóst að veitu- og fjarskipafyrirtæki yrðu að koma sterkar inn í samstarfið. Einnig að styrkja innviði sem fyrirtækin hafa með höndum. Því var sett upp varaaflsstöð í Bolungarvík og end- urvarpsstöðvum síma fjölgað. Allt þetta staðfestir að verkefnin hér verða aðeins leyst með samvinnu fjöldans enda eru almannavarnir gegnsætt orð. Allir hafa skyldur við að tryggja varnir og öryggi.“ Almannavarnir ríkisins voru stofnaðar árið 1962, þá til að bregðast við ógnum kjarnorku í kalda stríðinu. Settar voru upp margvíslegar viðbúnaðaráætlanir gegn stríðsvá sem árið 1967 var svo ákveðið að nýta einnig vegna náttúruhamfara. Slíkt átti líka eft- ir að koma sér vel í Vestmanna- eyjagosinu árið 1973 og oft eftir það. Almannavarnir voru sjálfstæð stofnun fram yfir aldamót en eru nú hluti af embætti Ríkislög- reglustjóra með aðsetur í björg- unarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Sjö manns starfa við deildina og þegar beinum al- mannavarnaaðgerðum sleppir er þess fólks að vinna að því að skipu- leggja viðbúnað, skrifa áætlanir, sjá um æfingar, fræða, tala við fólk og stilla saman strengi. Öll grip þurfa að smella saman svo tann- hjólin snúist. Svissneskur vasahnífur „Verkefnin hér eru fjölbreytt enda geta margvíslegar hættur steðjað að á Íslandi,“ segir Rögn- valdur. „Hér get ég nefnt iðnaðar- slys, stórbruna, óveður, jarð- skjálfta, eldgos snjóflóð, smitsjúkdóma og svo framvegis. Þetta er mun breiðara svið verk- efna en sinna þarf hjá sambæri- legum stofnunum í öðrum löndum. Því þarf fólk hér að hafa þekkingu á mörgum ólíkum sviðum og geta bjargað sér. Samlíking við sviss- neska vasahnífinn, þar sem á skefti eru hnífsblað, þjöl, skrúfjárn, tappatogari og fleiri þarft, kemur því stundum upp í hugann.“ Rögnvaldur segir almanna- varnastarf á Íslandi að mörgu leyti skora hátt á heimsmælikvarða. Bendir þar á tiltækar viðbúnaðar- áætlanir, náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands, fjarskiptabún- að og góða þjálfun fólksins sem stendur vaktina. „Ég hef kynnt mér stöðu al- mannavarnamála víða í útlöndum og tel okkur standa mjög vel. Stundum hefur hér innandyra ver- ið sagt bæði í gamni og alvöru að vinnubrögðin sem hér er fylgt hefðu kannski átt að gilda fyrst eftir efnahagshrunið árið 2008. Ekki svo að skilja að hér starfi ein- hverjir sérfræðingar í fjármálum heldur hefði átt að fylgja því mód- eli að fólk sem hefur ólíka reynslu stilli saman strengi, hvert með sína sérþekkingu. Hér hefur slíkt skilað góðum árangri.“ Rauðar viðvaranir og sterkir innviðir hjá almannavörnum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samhæfingarstöð Almannavarnir er gegnsætt orð. Allir hafa skyldur við að tryggja varnir og öryggi, segir Rögnvaldur Ólafsson. Enginn velkist í vafa Rögnvaldur Ólafsson er fæddur árið 1972 og er Bolvíkingur að uppruna. Hann byrjaði í lögreglunni á Ísafirði árið 1992 og starfaði þar til ársins 2000. Kom þá til starfa hjá Ríkislögreglustjóra og hefur verið í al- mannavarnadeild frá 2005. „Úr lögreglunni fyrir vestan minnist ég snjóflóðs sem ég og félagi minn lentum í. Þetta var í mars 1994. Vorum að kanna aðstæður í Kirkjubólshlíðinni skammt frá flugvellinum á Ísa- firði þegar við sáum snjóflóð steypast niður fjallshlíðina. Mér tókst að snúa bílnum þannig að við bárumst á undan flóðinu niður í fjöru. Hvor- ugan okkar sakaði og bíllinn skemmdist lítið, en þetta var mikil lífs- reynsla. Árið eftir komu svo snjóflóðin miklu á Súðavík og Flateyri,“ segir Rögnvaldur. Almannavarnir á landsvísu og löggæslu í byggð úti á landi segir Rögn- valdur um margt ólík viðfangsefni. Kjarni og eðli starfsins sé þó alltaf hið sama. „Oft þarf lögreglan að sinna veiku fólki sem hefur ekki sterkt bakland. Að stoppa ölvaðan mann úti á götu, taka bílstjóra fyrir of hrað- an akstur eða tala við krakka sem gera bjölluat; allt er þetta þjónusta og samskipti við fólk og alltaf gaman að geta orðið öðrum að liði.“ Lenti í snjóflóði á lögreglubíl Morgunblaðið/Eggert Óveður Björgunarsveitamenn hér á vettvangi í Hafnarfirði sl. föstudag. Alls sinntu um 1.200 manns aðstoð og björgunaðgerðum þann dag. Þrátt fyrir að Ofanflóðasjóði séu með lögum markaðar sértekjur hef- ur framkvæmdafé jafnan numið verulega lægri fjárhæð en tekjum sjóðsins nemur. ,,Reiknað á föstu verðlagi hafa fjárheimildir sjóðsins lækkað um 30% frá 2012 til 2020 en á sama tíma hafa tekjur af ofan- flóðagjaldi hækkað um tæplega 22% á föstu verðlagi. Undanfarin tíu ár hafa fjárheimildir sjóðsins numið að meðaltali um 55% af ofan- flóðagjaldi, og tæplega 47% und- anfarin fimm ár. Afgangurinn hefur óskiptur runnið í ríkissjóð.“ Þetta kemur fram á minnisblaði Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, um fjármögn- un og ráðstöfunarfé Ofanflóðasjóðs, sem lagt var fram á seinasta stjórn- arfundi sambandsins. Brugðist var við af myndar- skap fyrir aldarfjórðungi Sigurður rifjar upp viðbrögðin eftir snjóflóðin á Súðavík og Flat- eyri fyrir aldarfjórðungi. „Sú ríkis- stjórn sem hér sat fyrir aldar- fjórðungi brást við snjóflóðunum á Súðavík og Flateyri af myndarskap, Ofanflóðasjóður var stórefldur og Ofanflóðanefnd sett á laggirnar,“ segir á minnisblaðinu. Fram kemur að skv. fjárlagafrumvarpi ársins 2020 er gert ráð fyrir að fasteigna- eigendur landsins muni í ár greiða ofanflóðasjóðsgjald að fjárhæð 2.709 milljónir kr. Fjárheimildir til sjóðsins á árinu 2020 nema hins vegar aðeins 1.076 milljónum eða tæplega 40% af ofanflóðasjóðs- gjaldi. „Sjóðnum hafa áður verið skammtaðar fjárveitingar á fjárlög- um og oft skorið við nögl en sjaldan sem nú.“ Telur Sigurður einkum eina skýr- ingu vera á þessu misræmi. Ákvarðanir um framlög undanfarna áratugi hafi einkum verið teknar með tilliti til hagstjórnar, ýmist til að sporna við of mikilli þenslu eða vegna erfiðrar stöðu ríkissjóðs svo sem var í kjölfar hrunsins. Eftir standi að átta þéttbýliskjarnar á skilgreindu hættusvæði í C-flokki eru enn óvarðir fyrir ofanflóðum þrátt fyrir að stefnt hafi verið að því að ljúka uppbyggingu varna fyrir alla þá staði árið 2010. Þá er bent á að allstór verkefni eru nú þegar í gangi og fram- kvæmdafé til ársins 2023 muni ganga til að fjármagna þær fram- kvæmdir. „Þá blasir við að haldi áfram sem horfir um fjárframlög til sjóðsins muni framkvæmdum sem ljúka átti 2010-2012 vart verða lokið fyrr en líður á seinni hluta 21. ald- arinnar,“ segir á minnisblaðinu. Eins og fram hefur komið er áætlað að stærstu verkefni sjóðsins sem framundan eru muni kosta um 21 milljarð. Ennfremur segir þar að efasemd- ir hljóti m.a. að vakna um lögmæti núverandi gjaldtöku á fasteignaeig- endur. omfr@mbl.is „Skorið við nögl en sjaldan sem nú“  Efasemdir um lögmæti gjaldtöku BROTINN SKJÁR? Við gerum v allar tegun síma, spjaldtö og Apple t ið dir lva, ölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Komdu með skóna þína í yfirhalningu Við erum hér til að aðstoða þig! --

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.