Morgunblaðið - 17.02.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020
Jóhann J. Ólafsson, fyrrverandistórkaupmaður, ritaði athyglis-
verða grein hér í blaðið um helgina.
Þar benti hann á hættuna sem staf-
aði af háum sköttum
og benti á að skattfé
væri „ódýrasta fjár-
magn sem hið opin-
bera getur fengið,
engir vextir, hvorki
afborganir né skatta
að greiða, án nokkurs
réttar á endurgjaldi
fyrir skattgreiðand-
ann sjálfan persónu-
lega. Það er mikil freisting fyrir
það opinbera að nota þetta fé frjáls-
lega í hvers konar rekstur í beinni
samkeppni við einkarekstur, sem
þarf að borga skatta af sínum
rekstri til hins opinbera samkeppn-
isaðila. Hins vegar er greiðsla
skattgreiðandans dýrasta fé sem
hann innir af hendi án nokkurs
beins loforðs til hans persónulega.
Gagnkvæmnin er með öðrum orð-
um mjög óskýr.“
Umræða af þessu tagi er mik-ilvæg, ekki síst nú um stundir
þegar fáir benda á hættuna sem
stafar af háum sköttum þrátt fyrir
að Ísland sé framarlega í keppninni
um hinn vafasama heiður að heimta
hæstu skatta í heimi af íbúum sín-
um.
Eftir að bankarnir féllu og efna-hagskreppuna sem því áfalli
fylgdi hefur orðið varhugaverð
breyting á viðhorfi til skatta.
Bankafallið var notað sem afsökun
fyrir óhóflegum skattahækkunum
en síðan hafa skattalækkanir verið
sáralitlar og landsmenn sitja uppi
með megnið af sköttum vinstri
stjórnarinnar.
Þeir sem efast um kosti of-urskatta – og þeir eru eflaust
margir – verða að taka sig saman
og beita sér fyrir myndarlegri
lækkun skatta.
Jóhann J.
Ólafsson
Óhóflega hóflegar
skattalækkanir
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti
á síðasta fundi sínum að veita
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum þriggja
milljóna króna styrk vegna afmæl-
ishátíðar Vigdísar Finnbogadóttur
hinn 15. apríl næstkomandi.
Vigdís fagnar 90 ára afmæli sínu
þann dag og 29. júní í sumar verða
40 ár liðin frá því hún var kjörin
forseti Íslands. Af þessu tilefni
verður haldin myndarleg afmælis-
hátíð í Háskólabíói. Það eru Háskóli
Íslands og Stofnun Vigdísar sem
halda afmælishátíðina í samvinnu
við ríkisstjórn Íslands og Reykja-
víkurborg.
Að því er fram kemur í bréfi Auð-
ar Hauksdóttur, formanns fram-
kvæmdastjórnar afmælishátíð-
arinnar, mun hátíðin standa í einn
og hálfan til tvo tíma og verður
kappkostað að dagskráin verði
vönduð í hvívetna. Skal dagskráin
höfða til alls almennings, ekki síst
ungs fólks, að hennar sögn. Skipuð
hefur verið fimm manna fram-
kvæmdastjórn og mun Ríkis-
útvarpið senda út beint frá hátíð-
inni. Hefur Kolbrúnu
Halldórsdóttur verið falið að vera
listrænn stjórnandi afmælishátíð-
arinnar.
Í áðurnefndu
bréfi Auðar kem-
ur fram að áætl-
aður kostnaður
við afmælishátíð-
ina er 14-15 millj-
ónir og verður
haft samband við
félagasamtök og
stofnanir sem
tengjast hugðar-
efnum Vigdísar
og þeim „boðin aðkoma að viðburð-
inum“. Ríkisstjórn Íslands mun
veita fimm milljónir króna til af-
mælishátíðarinnar, Háskóli Íslands
þrjár milljónir og Reykjavíkurborg
þrjár. Þá hefur Landsbankinn boð-
að fimm milljóna framlag og mun
helmingur fara til hátíðarinnar en
hinn helmingurinn í Vigdísar-
verðlaunin sem verða veitt í fyrsta
sinn við þetta tækifæri.
Ýmis kostnaður fellur til við
skipulagningu hátíðarinnar. 3,2
milljónir eru ætlaðar vegna vinnu
verkefnastjóra, 1,7 milljónir vegna
vinnu listræns stjórnanda, tvær
milljónir vegna upptöku RÚV og
2,5 milljónir í þóknun til listamanna
og flytjenda. Þá er ein milljón ætluð
í kostnað við sérstaka erlenda boðs-
gesti. hdm@mbl.is
Vegleg afmælishátíð
fyrir Vigdísi níræða
Vönduð dagskrá Í beinni á RÚV
Vigdís
Finnbogadóttir
„Margir eru spennufíklar í umferð-
inni eða með einhverjar ranghug-
myndir. Við erum ekki að fara að
gerast einhverjir siðapostular, við
reynum bara að fræða þetta fólk á
jákvæðu nótunum,“ segir Grímur
Bjarndal ökukennari.
Sú breyting var gerð með nýjum
umferðarlögum um síðustu áramót
að þeir sem sviptir hafa verið fulln-
aðarskírteini þurfa nú að sækja nám-
skeið til að fá rétt til að sækja um
endurupptöku ökuréttinda. Á þetta
við þá sem sviptir hafa verið ökurétt-
indum lengur en í 12 mánuði, þá sem
sviptir eru vegna aksturs undir
áhrifum áfengis eða fíkniefna í annað
sinn og þá sem sviptir eru vegna
fjölda punkta. Fyrsta námskeiðið
hefst nú á miðvikudaginn í umsjá
Gríms Bjarndal en nánari upplýsing-
ar um það er að finna á vef Sam-
göngustofu. Námskeiðið kallast
„Akstur, áfengi, fíkniefni og aðrir
áhættuþættir í umferðinni?“ Svipuð
námskeið, einkum ætluð ungum öku-
mönnum, hafa verið haldin í rúman
áratug.
Nokkur óvissa hefur verið um út-
færslu þessa nýja ákvæðis og fyrir
vikið hefur ekki verið hægt að halda
slíkt námskeið fyrr en nú. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins hefur
verið ákveðið að allir sem voru án
ökuréttinda hinn 1. janúar skuli
sækja námskeið þetta. hdm@mbl.is
Próflausir þurfa að sækja námskeið
Auknar kröfur gerðar til þeirra sem brjóta af sér í umferðinni og missa prófið
Morgunblaðið/Hari
Umferð Próflausir fara á námskeið.
Fröken Fix litirnir á heimili
Sesselju Thorberg hönnuðar
fást í Slippfélaginu
Temmilegur
Dásamlegur
Huggulegur
Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík,
Dalshrauni 11, Hafnarfirði
Hafnargötu 54, Reykjanesbæ
Gleráreyrum 2, Akureyri
Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími 588 8000 • slippfelagid.is