Morgunblaðið - 17.02.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
MARK
RITSON
Einn eftirsóttasti
markaðsráðgjafi
og fyrirlestari
í heiminum
mark
dagurinn og Lúðurinn 6.mars 2020
Takmarkað sætaframboð! Tryggðu þér miða á imark.is
Í skýrslu starfshóps
forsætisráðherra frá
2018 um eflingu trausts
á stjórnmálum og
stjórnsýslu er bent á að
hagsmunavarsla getur
leitt til óeðlilegra áhrifa
einstakra aðila, veitt
þeim ávinning á kostn-
að annarra í sömu stöðu
og skekkt samkeppni.
Stjórnarformenn Arn-
arlax og Fiskeldis Aust-
fjarða komu að undirbúningi og gerð
laga um fiskeldi þar sem þeir voru
leiðandi við hönnun á leikreglum,
skjalfest í lögum, sjálfum sér og sín-
um fyrirtækjum til fjárhagslegs
ávinnings á kostnað annarra.
Stefnumótunarhópurinn
Seinnihluta ársins 2016 var stofn-
aður hópur til að vinna að stefnumót-
un fyrir fiskeldi með fulltrúum opin-
berra stofnana, fiskeldis og veiði-
félaga. Afrakstur vinnu stefnumótun-
arhópsins er Skýrsla starfshóps
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra um stefnumótun í fiskeldi sem
gefin var út 23. ágúst 2017. Fiskeldis-
frumvarpið sem var lagt fram á Al-
þingi Íslendinga vorið 2018 og aftur
vorið 2019 tekur mið að þeim tillögum
og hugmyndafræði sem lagt var upp
með í stefnumótunarskýrslunni. Í
starfshópnum var þröngur hópur
hagsmunaaðila sem
vann fyrst og fremst að
því að tryggja sína sér-
hagsmuni, ásamt opin-
berum aðilum sem ekki
voru að vinna sína
heimavinnu. Það er því
sérstök ástæða til að
skoða hverjir voru í
stefnumótunarhópnum
og framlag einstakra
fulltrúa í vinnunni.
Fulltrúar laxeldis-
fyrirtækja
Fulltrúar Landsam-
bands fiskeldisstöðva í stefnumótun-
arhópnum voru stjórnarformenn
tveggja stærstu laxeldisfyrirtækj-
anna með u.þ.b. 70% eldissvæða og
höfðu mikilla fjárhagslegra hags-
muna að gæta. Fyrirtæki stjórnarfor-
manna voru búin að koma leyfisveit-
ingarkerfinu í uppnám með
stórvægilegu „landnámi“ á strand-
svæðum og nú var verkefnið að
tryggja áfram þeirra stöðu með mikl-
um væntingum um fjárhagslegan
ávinning. Niðurstaðan er einnig að
stefnumótunarskýrslan ber þess ein-
kenni að verið er að verja hagsmuni
laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu
erlendra aðila á kostnað fyrirtækja í
eigu íslenskra aðila. Aðkoma er-
lendra aðila er að mörgu leyti jákvæð
og verður fjallað um það seinna. Aðr-
ir rekstraraðilar höfðu sent inn og
unnið mikla undirbúningsvinnu um
að fá heimildir til eldis laxfiska í
sjókvíum. Fulltrúa landssambandsins
í stefnumótunarhópnum er því vart
hægt að kalla fulltrúa allrar atvinnu-
greinarinnar.
Fulltrúi veiðiréttareigenda
Á Vestfjörðum eru fjölmörg lítil
veiðivötn sem eru í eigu aðila sem
ekki eru í Landssambandi veiði-
félaga. Um er að ræða veiðivötn í ná-
lægð við eldissvæði og eru í raun í
mestri hættu við erfðablöndun eins
og þegar hefur mælst á sunnan-
verðum Vestfjörðum. Miðað við til-
lögur í stefnumótunarskýrslunni var
aðeins hugað að stærri veiðivötnum
sem tilheyra félögum í Landssam-
bandi veiðifélaga. Það er verið að
verja stærri veiðivötn og fórna minni
veiðivötnum og því ekki að ástæðu-
lausu að veiðiréttareigendur utan
Landssambands veiðifélaga hafi ver-
ið ósáttir og ekki samstiga samband-
inu í sínum málflutningi við afgreiðslu
málsins á Alþingi Íslendinga. Fulltrúi
Landssambands veiðifélaga í stefnu-
mótunarhópnum er því vart tals-
maður allra eigenda veiðivatna.
Fulltrúar stjórnsýslunnar
Við skipan fulltrúa ráðuneyta í
stefnumótunarhópinn vekur athygli
almennt lítil þekking á málefnum
fiskeldis. Enda ber skýrsla stefnu-
mótunarhópsins þess glögg merki.
Þegar skoðaðar eru tillögur stefnu-
mótunarhópsins er ekki að sjá að
fulltrúar ráðuneyta hafi sett sig mikið
inn í málin. Í vinnunni hafa hags-
munaaðilar ráðið för og fulltrúar frá
ráðuneytum ekki unnið sína heima-
vinnu. Það vekur athygli að niður-
staðan er að Íslendingar standa að
baki nágrannalöndum í opinberri um-
gjörð stjórnsýslu fyrir umhverfismál
laxeldis er varðar a.m.k. erfðablönd-
un, laxalús og heilbrigðismál, þrátt
fyrir setu opinberra starfsmanna í
starfshópnum m.a. með fulltrúa frá
umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Þessi staða er óheppileg fyrir
atvinnugreinina.
Afmörkun stefnumótunarhópsins
Við lestur stefnumótunarskýrsl-
unnar má greina að fulltrúar Lands-
sambands fiskeldisstöðva í stefnu-
mótunarhópnum, hafi ráðið för við að
verja sína sérhagsmuni. Megin-
áhersla var lögð á laxeldi í sjókvíum
og lítil áhersla á landeldi og eldi ann-
arra tegunda. Áhersla t.d. á ófrjóan
lax frekar en regnbogasilung virðist
vera sú að gera stærri laxeldisfyrir-
tækjunum kleift að „helga sér svæði“
jafnvel án nýtingar í ákveðinn tíma,
með von um að endurskoðað áhættu-
mat erfðablöndunar gefi rýmri heim-
ildir fyrir eldi á frjóum laxi og þannig
geti viðkomandi aðilar fengið breytt
sínum leyfum til aukningar heimilda
til eldis á frjóum laxi. Betur verður
fjallað um einstaka þætti sem nefndir
eru hér að ofan síðar.
Eftir Valdimar Inga
Gunnarsson » Stjórnarformenn
Arnarlax og Fisk-
eldis Austfjarða voru
leiðandi við hönnun á
leikreglum, skjalfest í
lögum, sjálfum sér og
sínum fyrirtækjum til
fjárhagslegs ávinnings á
kostnað annarra.
Valdimar Ingi
Gunnarsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
og hefur m.a. unnið við ýmis mál
tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár.
Sjókvíaeldi laxfiska – Stefnumótunar-
hópurinn og hagsmunagæsla
Fjármálaþjónusta
tekur hröðum breyt-
ingum. Fjártæknibylt-
ingin svokallaða í fjár-
málageiranum hefur
þegar haft mikil áhrif á
bankastarfsemi. Sam-
keppni milli fyrirtækja
fer vaxandi, verð á fjár-
málaþjónustu lækkar
og tími og fyrirhöfn
vegna bankaþjónustu
minnkar.
Mikil fækkun
bankastarfsmanna
Flestir bankar standa nú í um-
svifamiklum aðgerðum til að lækka
kostnað. Helstu leiðir sem farnar
hafa verið eru uppsagnir starfsfólks,
lokanir útibúa og þróun nýrra tækni-
lausna. Þetta kemur m.a. fram í Hvít-
bók um fjármálakerfið. Uppsagnir á
starfsfólki í bönkunum hafa ekki farið
fram hjá okkur. Samkvæmt upplýs-
ingum frá samtökum starfsmanna
fjármálafyrirtækja misstu 300 manns
vinnuna á síðasta ári. Forstjóri
Vinnumálastofnunar segir að mikill
samdráttur sé í starfs-
mannahaldi bankanna
og á síðastliðnum fjór-
um árum hafi um 800
manns misst vinnuna í
bankastarfsemi. Svo
virðist sem bankarnir
telji sér í hag að setja
mikla fjármuni í nýjar
tæknilausnir á kostnað
starfsmanna. Lands-
bankinn er 98% í eigu
ríkisins. Bankastjóri
Landsbankans segir að
bankinn sé í almennum hagræðing-
araðgerðum og að starfsfólki hafi
fækkað mjög mikið síðustu árin.
Þrátt fyrir mikla fækkun starfsfólks
og gjörbreytt starfsumhverfi stendur
Landsbankinn í stórframkvæmd á
Hafnartorgi upp á 17.000 fermetra og
byggir nýjar höfuðstöðvar fyrir millj-
arða króna á einni dýrustu lóð lands-
ins. Framkvæmdin hækkar stöðugt í
verði og fyrir skömmu bárust fréttir
þess efnis að nú þegar verktakinn er
rétt búinn með grunninn hefur verkið
farið 1,8 milljarða króna fram úr
áætlun, sem stendur í 12 milljörðum
og á eflaust eftir að hækka enn frek-
ar.
Óþörf og óforsvaranleg
framkvæmd
Fyrir rétt tæpu ári lagði ég fram á
Alþingi skriflega fyrirspurn til fjár-
málaráðherra um fyrirhugaða bygg-
ingu nýrra höfuðstöðva Landsbank-
ans. Spurði ég um áætlaðan
byggingarkostnað, hvort til greina
kæmi að hætta við bygginguna og
selja lóðina. Auk þess spurði ég ráð-
herra hvort hann teldi framkvæmdin
skynsamlega af hálfu ríkisbanka,
ekki síst í ljósi mikilla breytinga á
bankaþjónustu og fækkun starfs-
manna. Skemmst er frá því að segja
að ráðherra hefur ekki enn svarað
fyrirspurninni. Lýsir þetta skorti á
virðingu gagnvart Alþingi og að mál-
ið er óþægilegt fyrir hann. Vandséð
er hvernig hægt er að réttlæta að rík-
isbanki setji vel á annan tug milljarða
í byggingu, sem hann þarf ekki á að
halda. Auk þess mun bankinn aðeins
nota um helming byggingarinnar en
leigja þúsundir fermetra út frá sér til
verslunar og þjónustu. Ríkisbákn
fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins heldur því áfram að þenjast út
sem aldrei fyrr. Nýjasta verkefnið er
útleiga húsnæðis á dýrasta stað í
borginni fyrir veitingahús og tísku-
vörur.
Ráðherra reynir að
fría sig ábyrgð
Bygging nýrra höfuðstöðva rík-
isbanka er óþörf og óforsvaranleg.
Fjármálaráðherra hefði hæglega get-
að komið í veg fyrir þessa taktlausu
og dýru framkvæmd á kostnað skatt-
greiðenda. Samkvæmt lögum um
Bankasýslu ríkisins fer stofnunin
með eignarhlut ríkisins í fjármálafyr-
irtækjum. Bankasýslan heyrir undir
fjármálaráðherra sem skipar stjórn-
ina. Ráðherra hefði getað komið þeim
tilmælunum til stjórnar að falla frá
framkvæmdinni. Ráðherra hefði
einnig getað beint þeim tilmælum til
Bankasýslunnar að kalla saman
hlutahafafund þar sem lagt hefði ver-
ið fyrir stjórn bankans að hætta við
framkvæmdina og selja lóðina. Þess í
stað skortir ráðherra kjark til að taka
á málinu og reynir að búa til sinn eig-
in umboðsvanda. Vísar ábyrgðinni á
stjórn bankans og Bankasýsluna en
gleymir því að hann er gæslumaður
ríkissjóðs, sem er eignandi bankans.
Nær væri að þeir milljarðar sem fara
í þetta gæluverkefni yrðu settir í fjár-
svelt heilbrigðiskerfi.
Eftir Birgi
Þórarinsson
» Bygging nýrra
höfuðstöðva
ríkisbanka er óþörf
og óforsvaranleg.
Birgir Þórarinsson
Höfundur er þingmaður
Miðflokksins.
birgirth@althingi.is
Landsbankahöll og
kjarklaus ráðherra