Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020 ✝ Þórunn Árna-dóttir fæddist í Reykjavík hinn 19. júní 1929, á bar- áttudegi kvenna á Íslandi. Hún lést á Litlu-Grund 3. febrúar 2020. Hún var dóttir hjónanna Árna Pjeturssonar lækn- is og Katrínar Ólafsdóttur. Þór- unn var miðbarn foreldra sinna. Hún ólst upp til tólf ára aldurs í Skála við Kapla- skjólsveg en þá flutti fjöl- skyldan á Uppsali við Að- alstræti 18, en þar höfðu ömmur hennar, Þórunn Finns- dóttir og Hólmfríður Rósenkr- anz, fósturmæður Katrínar, verið með veitingarekstur um margra ára skeið. Þegar Þór- unn var sautján ára fór hún til náms í Skotlandi, fyrst í Sker- ry‘s College í Glasgow og Glas- gow School of Arts 1947 og síð- an í St. Denis School í Edinborg, sem var kvennaskóli á menntaskólastigi. Heimkomin starfaði hún meðal annars í Ingólfsapóteki og við afgreiðslu í bókabúð, en hún var mjög bókelsk. Síðar vann hún í Blóð- bankanum og á lækningastofu föður síns sem þjálfaði hana til ur eiginmaður hennar byggðu sér þar húsið Tjörn við Bes- sastaðatjörn á spildu úr landi Eyvindarstaða. Þar bjuggu þau lengst af eftir það, en fóru í eins árs í námsleyfi til Bret- lands og Frakklands 1973-1974. Þórunn lauk myndlist- arkennaraprófi frá Handíða- og myndlistarskóla Íslands 1959, lærði keramik á Spáni það sama ár og stundaði nám í myndlist við Bristol Polytechn- ic í Englandi 1973-1974. Hún lauk smíðakennaranámi frá Kennaraháskólanum árið 1982. Hún tók fararstjórapróf 1960. Hún kenndi við Miðbæjarskól- ann, Myndlistarskólann í Reykjavík, Bjarnastaðaskóla á Álftanesi og Kennaraháskóla Íslands. Þórunn hafði mikinn áhuga á símenntun myndlistarkenn- ara, aflaði sér frekari þekk- ingar og miðlaði henni með námskeiðshaldi. Hún var meðal frumkvöðla að stofnun Rauð- sokkahreyfingarinnar og kom að stofnun Kvennalistans. Eftir lát eiginmanns síns, ár- ið 2005, bjó Þórunn áfram á Tjörn fram til ársins 2018 og var lengst af virk í félagsstarfi aldraðra á nesinu. Sumarið 2018 flutti hún á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, og lést á Litlu-Grund. Útför Þórunnar fer fran frá Bessastaðakirkju í dag, 17. febrúar 2020, klukkan 13. ýmissa hjúkr- unartengdra starfa. Þórunn stundaði fimleika og skíði hjá ÍR og kynntist fyrsta eiginmanni sínum, Sigurði Sig- urðssyni, gegnum sameiginlegt áhugamál þeirra, skíðaiðkun. Þau gengu í hjónaband 1950 en skildu sama ár. Árið 1951 giftist hún Ólafi Sv. Björnssyni en þau skildu árið 1959. Dóttir þeirra er Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagn- fræðingur og tölvunarfræð- ingur, f. 4.6. 1952. Hennar maður er Ari Sigurðsson, for- stjóri Loftorku, f. 5.8. 1954. Þeirra börn eru: Jóhanna, tóm- stunda- og félagsmála- fræðingur, f. 3.5. 1977, og Ólaf- ur, forritari, starfar við hugbúnaðargerð, f. 4.3. 1979. Eiginmaður Jóhönnu er Hörður Bragason og eiginkona Ólafs er Shui Kay Ma. Árið 1960 giftist Þórunn Ólafi E. Stefánssyni frá Eyvind- arstöðum á Álftanesi. Þórunn bjó í miðbænum og Vesturbænum í Reykjavík þar til hún fluttist út á Álftanes í ársbyrjun 1965, en hún og Ólaf- Ævi mömmu er frekar efni í bók en stutta minningargrein. Knappt rými á síðum blaða krefst þess þó að velja og hafna. Mig langar að fá að minnast hennar með því að segja frá ýmsu því sem við spjölluðum um, einkum síðustu vikurnar, og ég held að hafi skipt mömmu máli að miðla til fleiri en mín. Ást á bókum og dýrum var eitt af því sem mótaði mömmu mjög í uppvextinum, áhrif úr föðurhús- um frá Árna afa. Afi var tólf ára er hann fór til náms frá Ólafsvík til Reykjavíkur en kötturinn hans syrgði hann mikið, lagði sig og dó í húfunni hans. Afi skrifaði kettinum löng bréf allan veturinn en enginn hafði hjarta í sér að segja honum hvað hafði gerst. Þessi saga um tryggð og sorg hafði mikil áhrif á mömmu. Hún átti líka margar ögn glaðlegri sögur af merkum ferfætlingum og má þar nefna köttinn „Kvik- indið mitt og jæja“ og þann sem keppti við afa um sófann fyrir há- degisblundinn og sigurvegarinn fékk lúrinn í sófanum. Einnig Schäfer-tíkina Gallý sem passaði mömmu unga úti á túni við Skála. Mamma minntist þess líka með mikilli gleði þegar pabbi hennar var að lesa bæði fornsög- ur og nýrri bækur á æskuheimil- inu. Ein uppáhaldsminningin hennar var þegar fjölskylduvin- kona var á leið heim til Edin- borgar og bókin sem afi var að lesa upphátt ekki búin. Meðan hún tók sig til á snyrtingunni stóð afi fyrir utan (og einhverjir fleiri) og las hátt og snjallt bók- arlokin. Langömmurnar, uppeld- ismæður ömmu, höfðu mikla ánægju af þessum heimilissið, en önnur þeirra var heldur vonsvik- in þegar vantaði mikilvægar upp- lýsingar í æskuverk nóbels- skáldsins okkar, og eftir það varð það orðtak í fjölskyldunni: „Hvað varð um tíkina?“ Þegar í ljós kom að Ólafur fóstri minn var engu síðri upples- ari en afi rann upp skeið skemmtilegra húslestra á heim- ilinu okkar, ævisögur, skáldsög- ur og skosk ljóð. Mamma og Ólafur kynntust í Skotlandi þeg- ar hún var unglingur í kvenna- skóla þar og hann háskólanemi og þaðan áttu þau góðar sameig- inlegar minningar, þótt þau hefðu ekki gifst fyrr en 1960. Sumarið 2018 flutti mamma á Litlu-Grund og þar hófst nýr kafli í lífi hennar, kannski sá áhyggjulausasti. Á Grund er mikið af áhugaverðu fólki, sem mamma kunni vel að meta, bæði heimilisfólk og starfsfólk. Gamlir vinir og fjölskyldan öll áttu greiðan aðgang að henni á Grund og hún naut hlýjunnar og nær- gætninnar sem fylgdi því fólki sem annaðist hana. „Það er alltaf sagt Þórunn mín,“ sagði hún með bros á vör. Satt að segja átti ég von á að hún fengi að lifa við þessar aðstæður í mörg ár í við- bót. En þrekið fór þverrandi, hjartagalli sagði til sín og hún var leynt og ljóst að búa okkur undir brottför sína. Undir það síðasta vildi hún helst hlusta á falleg ljóð, einkum: Á afmæli kattarins, og upplestur á Njálu, sem hún kunni næstum utan að frá æskuárunum í Skála. Ég kveð mömmu með trega í hjarta og þessum orðum Jóns Helgasonar: Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið. Anna. Í minni mjög flóknu fjölskyldu getur verið erfitt að útskýra fyrir utanaðkomandi hvernig tengslum innan fjölskyldunnar er háttað. Tóta (Þórunn Árna- dóttir) var mamma hennar Önnu systur minnar og fyrrverandi eiginkona pabba míns. Ég hef í gamni kallað hana „systurmóð- ur“, enda full ástæða að Tóta, hafi titil eins og aðrir sem tengj- ast mér fjölskylduböndum. Tóta var að sumu leyti langt á undan sinni samtíð. Eftir lát for- eldra minna kom Tóta til dæmis með þá hugmynd að hún og Ólaf- ur, seinni maður hennar, tækju mig að sér þannig að við systur gætum alist upp saman. Þótt lendingin hafi orðið önnur þá veit ég að ekkert hefði skort upp á ást, hlýju og annað sem Tóta var óspör á. Þegar ég var barn sá hún til þess að ég kæmi reglu- lega á heimili þeirra Ólafs að heimsækja systur mína. Gott ef ég tók ekki vinkonur með í ein- hver skipti. Við Anna vorum systur og orðið „hálfsystir“ heyrði ég ekki fyrr en ég var orð- in unglingur og þá úr allt annarri átt. Eftir því sem árin liðu áttaði ég mig á því að þótt Tóta hefði skilið við pabba minn löngu fyrir mína tíð var fjarri því að hún hefði stimplað síg út úr fjöl- skyldunni. Hún hélt góðu sam- bandi við fjölskyldu okkar og tal- aði ávallt vel um pabba. Mér þykir undur vænt um það þótt mig gruni að hann hafi örugg- lega verið erfiður í sambúð – allavega á köflum. Þegar við Anna komumst síðar í samband við Georg bróður okkar, Nínu systur og þeirra fjölskyldur þá tók Tóta þeim öllum fagnandi. Það var eins og að hún ætti smá part í okkur öllum. Tóta var mikill safnari og hélt meðal annars til haga ýmsu sem varð á vegi hennar og tengdist fjölskyldu pabba. Má þar nefna myndir og annað sem hefur sögulegt gildi en hefði annars ef til vill glatast. Þegar hún áttaði sig á því að ég var ekki eins ræktarsöm þá gekk hún í málið. Hún fann bækur sem tengdust fjölskyldunni á fornbókasölum og gaf mér. Undanfarin ár, þegar minni Tótu var byrjað að bila aðeins, tók hún því af miklu æðruleysi. Henni leið vel á Grund og gant- aðist með það að hún og fleiri væru eflaust að heilsa þeim sem þeir hefðu þegar heilsað í gær. Það skipti hinsvegar engu því þau væru öll á sama báti. Eins sagði hún mér að ástæða þess að hún vildi ekki vera með aura á sér væri sú að sælgætispúkinn myndi æsa hana upp í að laum- ast út, í leit að búð sem seldi súkkulaði. Þá myndi hún líkleg- ast ekki rata aftur „heim“ svo það var betra að taka ekki slíka áhættu. Anna systir sá líka um að Tótu skorti aldrei neitt og sinnti henni af einstakri ást og natni. Takk, elsku Tóta, fyrir ein- staka hlýju og væntumþykju allt tíð. Elísabet Dolinda Ólafsdóttir. Elsku Þórunn á Tjörn, nafna mín, er farin. Það er stundum erfitt að búa langt í burtu, fólk kemur og fólk fer og það er svo sárt að missa af tímum með fólk- inu sínu. Þetta vissi Þórunn og skildi, enda heimsborgari mikill sem hafði farið um víða veröld. Ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa hitt hana í desember og hafa notið þess að vera hjá henni, hlusta á hana og tala við hana með mömmu minni og syst- ur og vera hingað aftur komin og ná að kveðja hana í síðasta sinn. Að hafa þekkt manneskju eins og Þórunni eru forréttindi. Hún var góðmennskan uppmáluð og jákvæðari manneskju er erfitt að finna. Með hlýrri nærveru sinni lýsti hún upp daginn, hún sá það góða og jákvæða í öllu, talaði vel um alla, var þakklát, glöð og sí- brosandi. Hún var dýravinur mikill, dugleg, listræn og hæfi- leikarík. Hún elskaði fjölskyld- una sína, minntist oft á dóttur sína og barnabörn, þótti vænt um Álftanesið, kisurnar sínar og líf- ið. Takk fyrir að hafa verið mér góð. Allar minningarnar sem ég á um þig mun ég geyma í hjarta mínu. Þín Þórunn. Það var líklega 1967 að ég hitti Tótu frænku mína í fyrsta sinn. Ég var 10 ára og Rúna systir 6 ára. Pabbi fór með okkur í sunnudagsbíltúr út á Álftanes í heimsókn til Tótu, en hún og pabbi voru systkinabörn. Þetta var í þá daga sem hundahald var bannað í þéttbýli á höfuðborg- arsvæðinu, en Álftanes var enn sveit og Tóta átti bæði hunda og síamsketti og það var mikið æv- intýri fyrir okkur börnin að fá að komast í nálægð við þessi dýr. Og það gerði það enn skemmti- legra að Tóta gat sagt okkur um persónuleika og skapferli hvers hunds og hvers kattar og um fé- lagsleg samskipti þeirra á milli svo og við mannfólkið. Næstu árin fór ég reglulega að heimsækja Tótu og stundum fékk ég að gista. Þó svo að dýrin hefðu í fyrstu verið aðalaðdrátt- araflið svo og tengslin við sveit- ina þarna í jaðri höfuðborgarinn- ar, þá fann ég fljótt að þessi frænka mín var einstök og heim- sóknirnar fóru meira að snúast um að vera í návist við hana og fjölskyldu hennar. Hún sýndi mér, systur minni og vinum okk- ar, sem við tókum stundum með okkur í heimsókn til frænku, mikla alúð. Hún spjallaði við okk- ur, fræddi og meira að segja kenndi mér ýmislegt föndur, sem var í raun afrek – ég með mína 10 þumalfingur. Tóta var bráðskemmtileg. Hún hafði ríka kímnigáfu og gat glætt hverja frásögn lífi með skemmtilegu orðavali. Hún var einnig afar listræn. Þátttaka Tótu í Rauðsokka- hreyfingunni fór ekki fram hjá neinum sem hana þekktu. Frænka mín hafði góð áhrif á unglingsstrákinn mig og átti þátt í vekja áhuga minn á stöðu kynjanna eins og heimurinn leit út um 1970, með hreinskiptri en öfgalausri greiningu sinni á þeim málum. Það var ekki einungis uppfræðandi að ræða þau mál við hana, það var líka bráðskemmti- legt. Tóta átti yndislegan mann, Ólaf E. Stefánsson búfræðing. Ólafur var vel fróður og einstakt ljúfmenni. Kurteisi var honum í blóð borin og hann sýndi okkur börnunum engu minni kurteisi en fullorðnu fólki. Það var mér snemma ljóst að það var afar kært milli þeirra hjóna og þau efldu hvort annað. Ólafur lést fyrir 15 árum. Eftir að ég komst á fullorð- insár urðu samskipti okkar Tótu stopulli. Ég bjó utanlands að mestu í ein 18 ár. Í heimsóknum til Íslands kíkti ég stundum inn á Tjörn hjá þeim Tótu og Ólafi. Við skiptumst einnig á jólakortum eins og þá var enn siður. Eftir að ég fluttist aftur til Íslands voru tengslin að mestu ræktuð í gegn- um símtöl, þó svo að ég kæmi einstöku sinnum við á Tjörn, við færum saman á veitingahús og hún kæmi heim til mín. Það var alltaf jafn gefandi að hitta frænku. Það var mjög kært milli Tótu og einkadóttur hennar, Önnu. Þegar ellin fór að sækja á Tótu sinntu Anna og fjölskylda hennar Tótu afar vel. Þar kom að Tóta þurfti að flytja af Tjörn og á Grund þar sem hún bjó síðustu árin. Ég heimsótti hana tvisvar á Grund og fékk fréttir af henni frá Önnu. Síðustu samskipti okkar Tótu voru þegar ég kyssti hana kveðjukossi í lok skemmtilegrar níræðisafmælisveislu hennar síð- asta sumar. Við Carla vottum Önnu og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Erlendur Magnússon. Fregnin um andlát Þórunnar Árnadóttur varð mér tilefni til að leita uppi ljósmynd í upphafs- bindi bókaflokks Sögusteins um Reykvíkinga. Á myndinni er hún ung að árum í fangi nöfnu sinnar Finnsdóttur, sem ásamt Hólm- fríði Rósinkranz stofnaði og rak veitingahús kennt við Uppsali í samnefndu húsi við Aðalstræti. Þar í hjarta Reykjavíkur átti Þórunn Árnadóttir bernskuár sín hjá hinum merku athafnakon- um. Það hefur alla tíð setið í minni mínu hvað Þórunn tók það nærri sér þegar Uppsalahúsið var mélað niður með stórvirkum tækjum árið 1969 í nafni skil- virks borgarskipulags. Atvikið vakti hjá mér fyrstu vitund um gildi gamalla húsa og mikilvægi þess að varðveita þau. Minningin um Þórunni tengist þó miklu fremur öðru ævintýra- húsi sem var ríkur þáttur af minni eigin bernsku, heimili hennar og Ólafs E. Stefánssonar móðurbróður míns við Bessasta- ðatjörn á Álftanesi. Frá því að ég man eftir mér var fjölskyldan á Tjörn næstu grannar okkar, ynd- islegra frændfólk var ekki hægt að hugsa sér. Með þakklæti minnist ég vináttu og hlýju þeirra hjóna og velvildar í minn garð. Hjá þeim áttu Hrefna amma og Stefán afi öruggt skjól sín allra síðustu ár. Þau Þórunn og Ólafur höfðu ferðast víða og áttu vini og skyldmenni um allan heim, fjölfróðir heimsborgarar í sveitasælu Álftaness þess tíma, heimili þeirra bar þess merki jafnt í stóru sem smáu. Á liðnu sumri fagnaði Þórunn níutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi, þá flutt af nesinu og komin á ný til Reykjavíkur, á dvalarheimilið Grund. Að vanda tók hún á móti gestum sínum með glæsileik og reisn þrátt fyrir háan aldur og skerta sjón. Síðast hittumst við Þórunn skömmu fyrir jól. Þá bauð hana í grun að hverju stefndi en sagðist engu kvíða. Hún hefði jú dáið einu sinni áður og vissi vel að ekki þyrfti að óttast það sem við tæki. Af æðruleysi og yfirvegun tókst hún á við hrakandi heilsu sem væri hún læknir. Hún var sátt við hlutskipti sitt enda langt og viðburðaríkt líf að baki. Nú þeg- ar Þórunn Árnadóttir hefur kvatt þennan heim er þess sárt saknað að fá ekki lengur hlýtt á hana lýsa stöðum, fólki og at- burðum úr liðinni tíð með sinni einstöku frásagnargáfu. Ég minnist þessarar merku konu með mikilli hlýju og þakka for- sjóninni fyrir þá gjöf að hún skyldi verða hluti af minni nán- ustu fjölskyldu. Þeim Önnu, Ara, Jóhönnu og Ólafi votta ég inni- lega samúð mína. Pétur H. Ármannsson. Komið er að leiðarlokum. Ég kveð mína kæru vinkonu, Þór- unni á Tjörn, með þakklæti og elsku fyrir allt sem hún hefur verið mér og mínu fólki. Við átt- um samleið í rúma hálfa öld og alltaf var gleði og gaman hjá okkur, hvort sem við vorum að spjalla í síma eða hittast. Þórunn varð strax mín fyrir- mynd þegar hún kom sem kenn- ari í Bjarnarstaðaskóla, nýflutt með Ólafi sínum og Önnu á fal- lega heimilið Tjörn á Álftanesi. Hún laðaði okkur börnin á nesinu að sér, hún var góður kennari og umhugað um okkur nemendur sína. Margar voru skautaferðir okkar á Bessa- staðatjörn þegar ísinn var traustur. Skautað var fram hjá heimili þeirra hjóna og ósjaldan var boðið upp á heitt kakó og kex þar á bæ. Ólafur og Þórunn voru mjög samrýnd hjón og fór ekki á milli mála hvað þeim þótti vænt hvoru um annað. Þórunn var mikil listakona, ljóðelsk, vel lesin og mikill lífs- kúnstner sem kunni alltaf að meta fallega hluti í kringum sig. Allt sem hún gerði var svo fal- legt; málun, teikning, málm- smíði, leður- og smíðavinna. Ég hvatti hana til að fara í smíða- deildina í KÍ, sem hún svo gerði og urðum við vinkonurnar þá skólasystur. Þórunn átti auðvelt með að kynnast fólki með sinni elskulegu návist og hlýju. Hún var mikill dýravinur og naut þess að hlúa að vinunum í Tjarnarskógi. Hún smitaði mig af áhuga á Siamese- kattartegund og átti ég þannig ketti í mörg ár. Eftir að hún flutti á Grund þótti okkur gaman að fara í heimsókn til hennar með hundinn okkar. Þórunn elskaði að fá heimsóknir og var göngutúr jafnan tekinn um gang- ana. Oft voru aðrir hundar í heimsókn hjá öðrum íbúum, en við vorum alltaf sammála um að fallegasti hundurinn væri með okkur. Hún var þakklát öllu því elskulega starfsfólki sem starfaði á Grund. Ég gaf Þórunni loforð fyrir mörgum árum að gefa henni nöfnu og þegar fyrsta dóttir mín fæddist hlaut hún nafnið Þórunn. Hvíl í friði, mín kæra, og takk fyrir allt. Þín Úlla. Júlíana Erlendsdóttir. Elsku Þórunn á Tjörn. Það er sárt að kveðja þig, svona yndislega, góða og ljúfa konu sem hefur verið í fjölskyld- unni allt mitt líf. Já, það eru fáir sem ég þekki sem hafa jákvæðn- ina alltaf að leiðarljósi, sýna kær- leika í hverju orði og skrefi en það gerðir þú. Í minningunni er húsið þitt á Tjörn hreint ævintýrahús, þar var hægt að finna svo óteljandi mikið af framandi og fallegum hlutum. Ég fékk að aðstoða þig og skutla þér í miðbæ Reykjavík- ur nokkur skipti, átján ára gam- alli fannst mér það hálfstress- andi að vera ein með þér, vinkonu mömmu minnar. Hvað átti ég að segja við þig alla þessa leið frá Álftanesi og til baka? En þetta átti eftir að vera með mín- um uppáhaldsbíltúrum, mikið of- boðslega var gaman að spjalla við þig, heyra allar sögurnar úr lífi þínu, jákvæða viðhorf þitt og skoðanir þínar voru bara svo upplífgandi og skemmtilegar. Svo áttum við líka svo margt sameiginlegt, en eflaust var það ferðaþráin og ást okkar á kisum það sem stóð upp úr, eða bara ást okkar á dýrum almennt. Þú skildir ekki einu sinni mýsnar út- undan, þær voru þínir nágrann- ar. Ég spurði þig síðasta sumar hvort við ættum ekki að kíkja á Kisukaffihúsið við tækifæri, þú hélst nú ekki þar sem ég myndi eflaust aldrei ná þér þaðan burt. Ég á minningu af þér og Ólafi þínum, og hún er falleg. Allar minningar mínar um þig eru fal- legar. Þegar ég hugsa um þig þá sé ég fallega brosið þitt og síða hárið, á stað þar sem þér líður vel og ert þakklát fyrir líf þitt en það skein í gegn seinustu mán- uði. Síðast þegar ég hitti þig með mömmu sagðir þú: „mikið líður mér vel að vita hvað ykkur geng- ur vel“. Þetta lýsir þér svo vel, hugsaðir alltaf um aðra fyrst og varst svo stolt af fjölskyldu þinni. Elsku Þórunn á Tjörn, takk fyrir að hafa verið partur af mínu lífi í rúm 27 ár. Minningin um dásamlega konu mun alltaf lifa. Þín vinkona, Júlía Guðbjörnsdóttir. Þórunn Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.