Morgunblaðið - 17.02.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020
England
Southampton – Burnley.......................... 1:2
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Norwich – Liverpool ................................ 0:1
Aston Villa – Tottenham.......................... 2:3
Arsenal – Newcastle ................................ 4:0
Staðan:
Liverpool 26 25 1 0 61:15 76
Manch.City 25 16 3 6 65:29 51
Leicester 26 15 5 6 54:26 50
Chelsea 25 12 5 8 43:34 41
Tottenham 26 11 7 8 43:34 40
Sheffield Utd 26 10 9 7 28:24 39
Wolves 26 8 12 6 35:32 36
Everton 26 10 6 10 34:38 36
Manch.Utd 25 9 8 8 36:29 35
Arsenal 26 7 13 6 36:34 34
Burnley 26 10 4 12 30:39 34
Southampton 26 9 4 13 32:48 31
Newcastle 26 8 7 11 24:40 31
Crystal Palace 26 7 9 10 23:32 30
Brighton 26 6 9 11 31:38 27
Bournemouth 26 7 5 14 26:40 26
Aston Villa 26 7 4 15 34:50 25
West Ham 25 6 6 13 30:43 24
Watford 26 5 9 12 24:40 24
Norwich 26 4 6 16 24:48 18
B-deild:
Preston – Millwall ................................... 0:1
Jón Daði Böðvarsson lék í 86 mínútur
með Millwall.
Ítalía
Orobica – Empoli ..................................... 0:3
Andrea Mist Pálsdóttir lék fyrstu 55
mínúturnar með Orobica.
Frakkland
Bordeaux – Dijon..................................... 2:2
Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon
í leiknum.
Grikkland
Larissa – PAOK ....................................... 1:2
Ögmundur Kristinsson varði mark Lar-
issa í leiknum.
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Tyrkland
Galatasaray – Yeni Malatyaspor ........... 1:0
Viðar Örn Kjartansson kom inn á hjá
Yeni Malatyaspor á 46. mínútu.
Búlgaría
Levski Sofia – CSKA Sofia ..................... 0:0
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn
með Levski Sofia.
Olísdeild karla
Fram – HK............................................ 29:30
Stjarnan – KA....................................... 32:25
ÍBV – Haukar ....................................... 36:28
FH – ÍR ................................................. 39:28
Staðan:
Haukar 18 11 3 4 490:475 25
FH 18 11 2 5 535:493 24
Valur 17 11 2 4 468:413 24
Afturelding 17 10 3 4 469:451 23
ÍR 18 10 2 6 546:506 22
ÍBV 18 10 2 6 520:484 22
Selfoss 17 10 1 6 525:518 21
Stjarnan 18 6 5 7 480:485 17
Fram 18 5 2 11 435:463 12
KA 18 5 1 12 482:529 11
HK 18 3 0 15 458:525 6
Fjölnir 17 2 1 14 436:502 5
Olísdeild kvenna
HK – Haukar ........................................ 25:24
Stjarnan – KA/Þór ............................... 24:23
Staðan:
Fram 15 14 0 1 480:320 28
Valur 16 13 1 2 444:330 27
Stjarnan 16 8 3 5 404:385 19
HK 16 7 2 7 428:438 16
Haukar 16 5 2 9 351:398 12
KA/Þór 16 6 0 10 374:444 12
ÍBV 15 5 2 8 334:353 12
Afturelding 16 0 0 16 303:450 0
Meistaradeild karla
Barcelona – Zagreb............................. 32:23
Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk fyrir
Barcelona.
Elverum – Flensburg .......................... 28:34
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 4 fyr-
ir Elverum.
Aalborg – Celje Lasko ........................ 28:24
Janus Daði Smárason skoraði 4 mörk
fyrir Aalborg og Ómar Ingi Magnússon
eitt.
Pick Szeged – París SG ...................... 32:29
Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki
á blað hjá Pick Szeged.
Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á
blað hjá PSG.
EHF-bikarinn
Tvis Holstebro – RN Löwen............... 27:35
Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyr-
ir Löwen en Ýmir Örn Gíslason var ekki í
hóp. Kristján Andrésson þjálfar liðið.
Þýskaland
Lemgo – Minden .................................. 31:26
Bjarki Már Elísson skoraði 6 mörk fyrir
Lemgo.
Skallagrímsliðið sýndi að það
getur spilað hörkuvörn á góðum
degi og KR-konur áttu í basli í
sókninni enda náði liðið ekki að
skora 50 stig. Danielle Rodriguez
náði að skora 22 stig en hún er hins
vegar svo mikið með boltann að
flæðið í sókninni gæti verið betra.
Miklar öfgar sáust í skotnýtingu
KR-inga í bikarleikjunum því liðið
hitti úr 20 af 41 þriggja stiga skoti
gegn Val á miðvikudaginn. Á laug-
ardag var sú hittni 2 af 29.
Ekki eru hins vegar miklar
sveiflur í leik Keiru Robinson í bik-
arleikjunum en hún skoraði 32 stig
í úrslitaleiknum og var valin maður
leiksins af KKÍ. Hún skoraði 76
stig í bikarvikunni og skoraði 32
stig að meðaltali í keppninni. Þessi
25 ára gamli Bandaríkjamaður hef-
ur reynst happafengur fyrir
Skallagrím. Hún lék í Viginia í
NCAA og gaf kost á sér í WNBA-
nýliðavalinu 2017 en fékk ekki
tækifæri. Áður en hún kom til Ís-
lands lék hún í Argentínu og á
Spáni.
Sigurinn var einstaklega sætur
fyrir systurnar Guðrúnu og Sig-
rúnu Ámundadætur sem tókst að
landa bikarnum með uppeldisfélagi
sínu. Guðrún á sínu fyrsta ári sem
þjálfari og Sigrún sem fastamaður
í liðinu en hún tók 14 fráköst í úr-
slitaleiknum og skoraði 9 stig. Guð-
rún er fyrsta konan sem stýrir bik-
armeistaraliði síðan 1998 þegar
Anna María Sveinsdóttir þjálfaði
Keflavík. Guðrún er fjórða konan
sem gerir lið að bikarmeisturum í
körfunni. Hinar eru Kolbrún Jóns-
dóttir og Guðný Eiríksdóttir auk
Önnu Maríu.
Hlynur jafnaði met
Stjarnan varð bikarmeistari í
fimmta skipti í sögu félagsins og í
fimmta skipti frá árinu 2009.
Stjarnan hefur nú unnið keppnina
tvö ár í röð undir stjórn Arnars
Guðjónssonar. Stjarnan sigraði
Grindavík í úrslitaleiknum 89:75 en
þess má geta að Stjarnan vann
einnig Grindavík í úrslitum árið
2013. Karlalið Stjörnunnar hefur
aldrei tapað úrslitaleik í körfunni.
Eftir frábært gengi í Dominos-
deildinni síðustu vikur og mánuði
bjuggust flestir við sigri Stjörn-
unnar auk þess sem Grindvíkingar
söknuðu Bandaríkjamannsins Seth
Christian LeDay sem tók út leik-
bann. Þá er Dagur Kár Jónsson á
sjúkralistanum og óvíst hvenær
hann verður leikfær. Lykilmenn í
liði Stjörnunnar, Ægir Þór Stein-
arsson og Hlynur Bæringsson, eru
alltaf að inni á vellinum. Hamast og
djöflast allan leikinn. Með svo
vinnusama leikmenn innanborðs
minnka líkurnar á vanmati og
óvæntum úrslitum verulega.
Ægir, leikstjórnandi Stjörn-
unnar, var valinn maður leiksins af
KKÍ en hann gaf 14 stoðsendingar
á samherja sína auk þess að skora
19 stig. Þá þurfti Ægir ásamt öðr-
um bakvörðum Stjörnunnar að
reyna að halda aftur af galdra-
manninum Sigtryggi Arnari
Björnssyni sem tókst þó að skora
23 stig í leiknum. Ægir hefur nú
þrívegis orðið bikarmeistari með
KR og Stjörnunni. Fyrirliðinn
Hlynur Bæringsson hefur fjórum
sinnum orðið bikarmeistari með
Snæfelli og Stjörnunni og ávallt
verið fyrirliði. Enginn hefur oftar
verið fyrirliði bikarmeistara í
karlaflokki heldur en hann og Kefl-
víkingurinn Guðjón Skúlason.
Lið Stjörnunnar er illviðráð-
anlegt og er farið að leggja í vana
sinn að hrista andstæðinga sína af
sér í þriðja leikhluta. Stjarnan er
líkleg til að halda efsta sæti deild-
arinnar og verða einnig deild-
armeistari annað árið í röð.
Á mbl.is/sport/korfubolti er að
finna viðtöl við leikmenn og þjálf-
ara Skallagríms og Stjörnunnar.
Ljósmynd/KKÍ/Jónas Ottósson
Stjarnan Ægir Þór Steinarsson keyrir upp að körfu Grindvíkinga.
Fögnuðu og blótuðu
Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms Guðrún og Sigrún lönduðu bikar með
uppeldisfélaginu Stjarnan er enn ósigruð í bikarúrslitaleikjum karla
Ljósmynd/KKÍ/Jónas
Skallagrímur Keira Robinson lætur vaða í bikarúrslitaleiknum.
Í LAUGARDAL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Gleði Borgnesinga var ósvikin í
Laugardalshöllinni á laugardaginn
þegar Skallagrímur sigraði í
Geysisbikar kvenna í körfuknatt-
leik. Vann félagið þar með bik-
armeistaratitil í meistaraflokki í
fyrsta skipti í hópíþrótt en kvenna-
lið félagsins í íþróttinni hafði áður
orðið Íslandsmeistari árið 1964.
Stuðningsmenn Skallagríms fjöl-
menntu á leikinn og fóru tvær full-
ar rútur frá Borgarnesi í Laugar-
dalinn. Fögnuðurinn hélt áfram um
kvöldið en nú vildi svo til að á laug-
ardagskvöldið var hið árlega þorra-
blót á dagskrá í bænum en körfu-
knattleiksdeild Skallagríms heldur
einmitt utan um viðburðinn.
Skallagrímur sigraði KR í úr-
slitaleiknum 89:75. Ekki er hægt
að segja að sigur Skallagríms sé
mjög óvæntur í ljósi þess að liðið er
í 4. sæti Dominos-deildarinnar en
fleiri tippuðu þó á sigur KR sem er
í 2. sæti deildarinnar. Fyrirfram
virtist KR fara í úrslitaleikinn með
meiri meðbyr eftir sigur á fráfar-
andi bikarmeisturum Vals í frá-
bærum leik í undanúrslitunum.
Martin Hermannsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, vann sinn
fyrsta stóra titil í atvinnumennsk-
unni þegar Alba Berlín varð þýskur
bikarmeistari í gærkvöldi. Martin
var stigahæstur í úrslitaleiknum
gegn Oldenburg með 20 stig en
Alba sigraði 89:67. Í fyrra fékk
Martin silfurverðlaun í þremur
keppnum með Alba.
Martin er jafnframt fyrsti ís-
lenski körfuboltamaðurinn sem
vinnur titil í Þýskalandi en það hef-
ur Íslendingum tekist í knattspyrn-
unni og handknattleiknum.
Fyrsti titillinn hjá
Martin erlendis
EuroLeague
Bikarmeistari Martin var stiga-
hæstur í bikarúrslitaleiknum.
Real Madrid heldur efsta sætinu í
LaLiga í spænsku knattspyrnunni
en aðeins munar stigi á Real og
erkifjendunum í Barcelona. Real
tókst ekki að knýja fram sigur gegn
Celta Vigo í gærkvöldi og gerðu lið-
in 2:2-jafntefli.
Santi Mina jafnaði fyrir Celta á
86. mínútu en áður höfðu Toni
Kroos og Sergio Ramos komið Real
yfir. Fedor Smolov skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Celta. Real hef-
ur aðeins tapað einum leik en jafn-
teflin eru orðin átta. Barcelona spil-
aði á laugardag og vann Getafe 2:1.
Aðeins stigi mun-
ar á erkifjendum
AFP
Jafntefli Zinedine Zidane stjóri
Real Madrid varð fyrir vonbrigðum.