Morgunblaðið - 17.02.2020, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020
Granatollur og Torfalög
– þjóðsögurnar
Þjóðsögurnar veita nokkra innsýn
í það hverjum augum menn litu
fornu garðana. Í þessum kafla kynn-
umst við ágjörnum tollheimtumanni,
ótrúum þrælum,
spaugsamri tröll-
konu, dansmenn-
ingu suður með
sjó og hvernig
Torfalögin voru
goldin. Það vekur
athygli hve sjálf-
sagt þótti að
drepa garð-
hleðslumenn, og
kallast þjóðsögurnar að því leyti á
við Íslendingasögurnar.
Fyrstan skal nefna Grana bónda á
Snæfellsnesi. Jón Þorkelsson þjóð-
sagnasafnari hafði eftirfarandi sögu
að segja af honum:
„Á Stað á Ölduhrygg (Staðastað)
bjó í gamla daga bóndi sá, er Grani
hét. Var hann bæði ágjarn og auð-
ugur. Alfaravegurinn lá um landeign
hans eftir endilöngum Ölduhrygg,
sem nú er kallað Staðarholt, og verð-
ur enn í dag að fara um þennan veg,
er ferðast er vestur undir Jökul eða
þaðan inn á Mýrar eða í Dali, enda
er vegur sá mjög fjölfarinn, bæði til
kauptúnanna Ólafsvíkur og Búða, og
til skreiðarkaupa vestur í „pláss“,
sem kallað er, en það er Hjalla-
sandur, Keflavík, Ólafsvík og
Brimilsvellir. Grani bóndi þóttist nú
geta náð miklu fé, ef hann tollaði
veginn. Byggði hann því afarmikinn
torfgarð neðan frá sjó og upp í
Langavatn (Staðarvatn). Hlið hafði
hann á garðinum, þar sem vegurinn
er, en veitti engum fararleyfi nema
þeim, er greiddu Granatoll. Óljóst er
með öllu, hve hár hann hefur verið,
en illa undu menn tollgreiðslu þess-
ari, enda launuðu þeir Grana bónda
hana, því einhvern morgun fannst
hann dauður hangandi við annan
dyrastafinn í garðshliðinu (Jón
Norðmann segir að það hafi verið
tollheimtumaðurinn sem drepinn
var og hafi Norðlendingar gert það).
Hefur sá vegur aldrei verið tollaður
síðan. Það er auðséð á garðrúst
þeirri, sem eftir er, að hann hefur
verið ákaflega hár og þykkur, og
lengd hans hér um bil 300–400
faðmar. … Brynjólfur biskup sá
þennan garð eitt sinn á yfirreiðum
sínum og mælti þá: „Það var fyrir
fiski, að þessi garður var ull“.“
Orðaleikur Brynjólfs, sem út-
leggst „Það var fyrir löngu að þessi
garður var lagður“, virðist segja að á
17. öld hafi sést garðlög sem þóttu
forn. En svo vill til að sama saga
gengur um garðlag í Svarfaðardal,
svonefndan Sveitarlang. Orðin eru
eignuð séra Magnúsi Einarssyni
(1734–1794), presti á Tjörn, sem lét
gátuna ganga um sveitina. Séra
Magnúsi þótti hagræði að garði
nokkrum í Svarfaðardal er hann átti
messuleið að Urðum og kvað svo:
Urðapresti og öðrum varð
iðja sú fyrir góðu,
þegar þennan göngugarð
garpar heiðnir hlóðu.
Hér kemur, að því er virðist, í
fyrsta skipti fram að forngarðarnir
hafi verið nefndir göngugarðar en
það hugtak er mjög útbreitt eins og
síðar mun vikið að. Einnig er at-
hyglisvert að prestur gengur út frá
að heiðnir menn hafi hlaðið garðinn.
Næst er drepið niður fæti á
Suðurlandi. Fornfræðingurinn
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi
segir frá sögum sem gengu um
Þrælagarð í Biskupstungum. Það er
landnámsmaðurinn Ketilbjörn gamli
sem hér er sagt frá:
„En munnmælasögn er að Ketil-
björn hafi látið búsmala sinn ganga
fyrir austan Brúará, og látið gjöra
garð frá henni austur að Tungufljóti,
svo fénaðurinn væri í sjálfheldu; en
smalamaður hafi hafst við í skála,
þar sem bærinn Skálholt var reistur
síðar. Sú sögn er einnig um garð-
lagninguna, að þá er þrælarnir, sem
lögðu hann, voru komnir með hann
vestan frá Brúará austur á holtið,
þar sem nú er bærinn Miklaholt, þá
hafi þeir hvílt sig undir steini og
sofnað; hafi Ketilbjörn þá komið að
þeim og drepið þá fyrir ótrúmennsk-
una. Segja sumir, að hann hafi velt
steininum ofan á þá, og tekið svo fast
á honum, að fingraförin sjáist.“
Steindór Björnsson frá Gröf sem
safnaði örnefnum í Miklaholti á ár-
unum 1952–1954 hefur allt aðra sögu
að segja um steininn og minnir hún
óneitanlega á berserkina sænsku á
Snæfellsnesi:
„Áður fyrr stóð Miklaholtsbærinn
mun ofar í túninu en nú stendur
hann, og ekki alllangt neðar en
steinninn er. Bóndinn átti þrjár dæt-
ur gjafvaxta, er orð fór af fyrir væn-
leika sakir. Eitt sinn komu þangað
þrír menn og báðu systranna sér til
handa. Bónda leist ekki það gæfu-
lega á biðla þessa að hann gæfi þeim
dætur sínar skilyrðislaust, en þóttist
ekki hafa svo í fullu tré við þá þrjá að
hann neitaði þeim hreinlega. Því
setti hann þeim það skilyrði að þeir
skyldu gera altryggan varnargarð á
norðurmörkum landareignarinnar
og hafa lokið verkinu á þrem dögum.
Að þessu gengu biðlarnir og hófu
þegar verkið. Byrjuðu þeir vestur
við Brúará og unnu austur og upp á
holtið. Sóttist þeim verkið það greið-
lega að þeir luku því á tilsettum
tíma. Þá var berserksgangurinn af
þeim runninn og þeir þreyttir mjög
og syfjaðir svo að þeir hölluðu sér
útaf undir stórum steini, er á leið
þeirra varð rétt ofan við bæjarvöll-
inn. Bóndi hafði fylgst vel með ferð-
um þeirra og læddist að þeim þarna.
Velti hann steininum ofan á þá og
leysti sig þannig frá loforði sínu við
þessa biðla dætra sinna. Það ein-
kennilega er við stein þenna að á
honum sjást för eins og eftir þrjá
fætur og önnur för eins og móti fyrir
öllum fingrum tveggja handa. Og
enn kvað móta fyrir markagarði
þeim, sem sagan segir að „þræl-
arnir“ hafi lagt á þremur dögum. Og
kræfur hefur bóndinn verið þótt
ekki treysti hann sér á móti
þremur.“
[...] Margir kannast við máltækið
að gjalda Torfalögin um það þegar
einhver þykist búinn að leggja sitt af
mörkum við verk sem honum er ekki
skylt að inna af hendi. Máltækið
tengist þjóðsögu af Torfa Jónssyni í
Klofa á Landi í Rangárvallasýslu
seint á 15. öld. Hann var héraðshöfð-
ingi og yfirgangsmaður mikill.
„Eins og Torfi var uppivöðslu-
samur og ófyrirleitinn ef hann átti
við stórmenni og hlutsamur í sýslum
þeim sem hann hélt af konungi, eins
var hann mikill búsýslumaður heima
fyrir og heldur ágengur og kenndu
sveitungar hans og nágrannar helst
á því. Eins og nú er byggðum skipað
á Landi stendur Klofi ofan til í sveit-
inni og er þaðan löng bæjarleið út að
Skarði. Sá bær stendur undir fjalli
sem Skarðsfjall heitir og er megin-
hluti fjallsins fyrir norðan bæinn.
Þegar fjallinu sleppir að norðan
liggja hálsar úr því enn lengra til
norðurs – þeir heita Skarðshálsar –
og er ekki nema kippkorn frá hálsa-
endunum norður að Þjórsá. Hálsar
þessir hafa í fyrri daga verið allir
skógi vaxnir sem enn má sjá vott til
þar víða í jarðföllum og giljum þó nú
sé þar allur skógur eyddur fyrir
löngu bæði af manna völdum og
náttúrunnar. Til þess að geta notað
skógarlandið á hálsunum til vetrar-
beitar þar sem þeir liggja svo hátt að
aldrei hefur tekið fyrir beit í þeim lét
Torfi bóndi hlaða geysiháan og
breiðan garð frá Klofa og allt norður
í Skarðshálsa, yfir Klofaland,
Merkurland og Skarðsland til að
reka á honum sauði sína sem sumir
segja að hafi verið 600, en aðrir 900
að tölu. Garður þessi lá yfir allt einar
lágheiðar þar sem ýmist skiptast á
hólar eða dældir. En ef snjóavetur
er fyllast allar dældirnar svo ókleift
verður fyrir fé að komast af einum
hólnum á annan er jafnan standa
upp úr. Af því garðurinn var hið
mesta mannvirki fóru margir langt
að til að sjá hann auk þess sem leið
flestra Upplandsbúa lá þar yfir til
kirkju að Skarði.
En svo var ríki Torfa mikið að
engum leiðst að sjá garðinn eða fara
yfir hann nema hann styngi þrjá
hnausa og legði í garðinn og voru
þær álögur kallaðar „Torfalög“, og
er sagt að þaðan sé dregið orðtæki
það sem enn er haft er sá er engan
hlut á að máli grípur í að gjöra það
sem honum er ekki skylt að vinna,
en vinnur þó ekki meir að öllu verk-
inu en Torfi lagði á þá er sjá vildu
sauðagarð hans eða svo aðeins „að
maður leysi hendur sínar“.“
[...]
Séra Magnús Grímsson þjóð-
sagnasafnari stígur fram með alveg
óvænt sjónarhorn á tilgang forn-
garða í safni sínu frá 1847, en þar
lýsir hann Skagagarði, miklu garð-
lagi sem liggur þvert yfir Garðskaga
utanverðan. Magnús telur garðinn
vera varnargarð fyrir fé og giskar á
að hann hafi verið hlaðinn á 13. eða
14. öld. En þjóðsagan er á öðru máli.
Gefum Magnúsi orðið:
„Eins og áður er sagt, hefir þessi
mikli garður alveg girt fyrir Skag-
ann, því túngarðarnir hafa tekið þar
við báðum megin, sem hann náði ei
til. Það er því varla efunarmál, að
hann hafi verið aðalvarnargarður
fyrir Skaganum með öllu, sem á hon-
um var, og er rúst hans svo stórkost-
leg, að vel getur garðurinn hafa ver-
ið mannheldur og gripheldur með
öllu. … Menn hafa og aðra sögn um,
til hvers Skagagarðurinn hafi verið,
og skal hér segja hana. Flangastaðir
er bær suður frá Kirkjubóli. Þar var
títt að halda víkivaka, og sóttu menn
þá þangað úr allri sveitinni. Garður-
inn átti þá að hafa verið til þess að
fara með honum um þvera heiði, fyr-
ir ofan Skaga, svo menn villtust ekki
á flatneskju þeirri, sem þar er og
mjög þykir vandrötuð enn í dag,
þegar dimmt er, því engin er þar
hæð eða hóll, sem teljandi sé, og
hafa menn oft villst þar á seinni tíð.
… Hvorttveggja getur þetta vel
komið heim um garðinn, því vel
mátti nota varnargarð frá 13. eða 14.
öld til þess að ganga með til víkivak-
anna nokkrum öldum seinna.“
Göngugarð garpar heiðnir hlóðu
Bókarkafli | Í bókinni Tíminn sefur fjallar Árni
Einarsson, líffræðingur og fornvistfræðingur, um
ævafornar og miklar garðhleðslur sem greina má
í landslagi sums staðar á landinu.
Aldur þeirra, hlutverk og umfang hefur lengi
verið ráðgáta en eftir áralangar rannsóknir er
ljóst að garðarnir eru flestir frá þjóðveldisöld.
Ljósmynd/Árni Einarsson
Fornaldargarðar Hólfaskipt heimaland við fornbæ í Kelduhverfi sem meðal
annars er fjallað um í bókinni. Byggðin þar er ævaforn, í grunnum sigdal
sem er í framhaldi af sprungukerfi Kröflueldstöðvarinnar við Mývatn.
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í