Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 12
É g er með besta útsýnið af öllum sendiherrum í Reykjavík,“ segir Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands, hróðugur meðan við horfum saman út um gluggann á skrifstofu hans í Þórunnartúni yfir sundin blá. Þar við hliðina er gamli fundarsalur borg- arstjórnar sem nú er hátíðarsalur sendiráðs- ins. Við erum að bíða eftir sænsk-pólskri konu, Anette Stahl, sem er gestur sendiráðsins af því tilefni að 75 ár voru í vikunni liðin frá því að Rauði herinn frelsaði útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. Hún tók meðal annars þátt í pall- borðsumræðum sem sendiráðið efndi til um helförina en amma Anette, sem var gyðingur, lifði þann hildarleik af í Póllandi og Anette hef- ur í seinni tíð verið dugleg að segja sögu henn- ar – enda sannfærð um að það hafi líklega aldr- ei verið mikilvægara en nú. Andartaki síðar slæst Anette í hópinn, ásamt eiginmanni sínum, Håkan Persson, en þau hafa ekki í annan tíma komið til Íslands og hafa að sjálfsögðu nýtt tækifærið til að sjá svo- lítið af landinu og þykir mikið til koma. Anette er fædd og uppalin í Svíþjóð og starfar sem leiðbeinandi við skóla í Gautaborg en er pólsk- ur gyðingur í báðar ættir. Báðar ömmur og afar Anette lifðu helför- ina af, með ólíkum hætti. Hún þekkir sögur þeirra þó misjafnlega vel. Móðuramma henn- ar og -afi vildu aldrei tala um þá bitru reynslu og sem dæmi má nefna að móðir hennar var orðin sextán ára þegar hún komst að því að hún væri gyðingur. Óttinn sat djúpt í mörg- um eftir stríðið og algengt að gyðingar leyndu uppruna sínum í öryggisskyni. Föð- urafi Anette lést áður en hún sjálf kom í heiminn en föðuramma hennar var á hinn bóginn mjög opin og sagði henni margar sög- ur úr stríðinu. Amma hennar fæddist árið 1916 í pólska bænum Sambor en hann heitir nú Sambir og tilheyrir Úkraínu. Henni var gefið nafnið Lina Fishman en breytti því síðar í Jozefa Stahl og munum við halda okkur við seinna nafnið í þessari frásögn. Anette hefur kynnt sér málið og mun um þriðjungur íbúa Sambor hafa verið gyðingar á þessum tíma, þriðj- ungur Pólverjar og þriðjungur Úkra- ínumenn. Jozefa átti sex systkini en missti föður sinn og einn bróður áður en seinni heimsstyrjöldin braust út. Móðir hennar og hin systkinin týndu öll lífi í stríðinu, eins átta systkinabörn hennar. Jozefa missti með öðr- um orðum alla sína nánustu fjölskyldu. Anette veit ekki nákvæmlega hvað varð um allt þetta fólk en sum þeirra voru skotin til bana af nasistum í Sambor, önnur voru flutt í útrýmingarbúðirnar í Belzec árið 1942, þeirra á meðal móðir Jozefu, en þær voru settar á laggirnar í þeim tilgangi að þurrka út pólska gyðinga. Eiginmaðurinn myrtur Áður en til þess kom hafði Jozefa misst fyrsta eiginmann sinn með voveiflegum hætti árið 1941. „Hann var barinn til bana af úkraínskum kaupamönnum fyrir þær sakir að hann var á göngu með vini sínum, pólskum presti. Ódæð- ismönnunum féll ekki í geð að prestur og gyð- ingur væru saman á göngu og börðu þá fyrir vikið báða til bana,“ segir Anette og bætir við enginn hafi verið dreginn til ábyrgðar fyrir morðin enda hafi margir Úkraínumenn í Sam- bor og Póllandi yfir höfuð verið á bandi nasist- anna í stríðinu. Þó alls ekki allir. Þess má geta að þegar Þjóðverjar hernámu Pólland 1939 kom þýski herinn til Sambor en Rauði herinn leysti hann af hólmi sautján dög- um síðar. Þjóðverjar sneru þó aftur 1941 og tóku héraðið yfir á ný. Jozefa var barnshafandi þegar hún missti eiginmann sinn og ól stúlkubarn nokkrum mánuðum síðar sem hlaut nafnið Ewa. Ewa var ekki nema nokkurra mánaða gömul þegar flytja átti þær mæðgur í útrýmingar- búðirnar í Belzec. Spurð hvort amma hennar hafi á þeim tíma gert sér grein fyrir því hvert þær voru að fara kinkar Anette kolli. „Til að byrja með vissu gyðingar í Sambor ekki hvert verið var að flytja þá en fljótlega fóru sögur á kreik þess efnis að börn og foreldrar væru skilin að og hárið væri rakað af fólki og það lát- ið vinna sem þrælar í fangabúðunum. Í fyrstu trúði þessu ekki nokkur maður, slík mann- vonska væri ekki til, en þegar komið var fram í september 1942 og til stóð að setja fólk enn og aftur um borð í lestir hafði ljós runnið upp fyr- ir öllum. Amma vissi hvað þetta þýddi; að senda átti þær Ewu út í opinn dauðann,“ segir Anette. Jozefa freistaði þess að fela sig hjá eldri systur sinni og mági en hann vann fyrir Rússa og var með pappíra upp á það að hann mætti vera um kyrrt í Sambor. Í fyrstu umferð dugði það en Gestapo tók pappírana góða og gilda. Skömmu síðar komu þýskir hermenn, litu á pappírana, skelltu upp úr og skutu máginn til bana – fyrir framan Jozefu og barnið. Hvar er Guð núna? Að því búnu voru mæðgurnar fluttar í búðir í bænum, ásamt öðrum gyðingum sem höfðu fundist, þar sem þær biðu þess í þrjá daga að vera settar um borð í lest. „Aðbúnaðurinn þar var skelfilegur, að ekki sé talað um andrúms- loftið, enda vissu allir hvað beið þeirra. Dvölin þarna var hryllileg,“ segir Anette. Þegar þarna er komið sögu hafði Jozefa leit- að til úkraínskrar skólasystur sinnar og fjöl- skyldu hennar og beðið þau að taka Ewu litlu að sér, þannig að barnið héldi alla vega lífi, en þau vildu ekki hjálpa. Öll sund virtust lokuð en Jozefu varð eigi að síður hugsað til orða rabbína í bænum sem Morgunblaðið/RAX Nú verður þú að lifa! Pólski gyðingurinn Jozefa Stahl lifði helförina af en missti allt sitt fólk og þurfti að láta frá sér ungbarn til að freista þess að bjarga því undan nasistum; sá það ekki aftur fyrr en tæpum sextíu árum síðar. Sonardóttir Jozefu, Anette Stahl frá Svíþjóð, var stödd hér á landi á dögunum til að segja ótrúlega sögu ömmu sinnar en hún er ekki í vafa um að aldrei hafi verið mikilvægara að segja sögur úr helförinni enda fari andúð á gyðingum ört vaxandi í heiminum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Skilaboð mín eru skýr: Lítum aldrei niður á aðra mann- eskju!“ segir Anette Stahl. HELFÖRIN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.