Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2020
LESBÓK
ALDUR David Coverdale, söngvari Whitesnake, rifjar upp í
viðtali við ástralska rokktímaritið Heavy að hann hafi ekki
gert ráð fyrir því að málmbandið kunna, sem hann setti á
laggirnar árið 1978, myndi lifa lengi. Hann var að nálgast
þrítugsafmælið á þeim tíma og sá ekki fyrir sér að þenja
lungun mikið lengur enda fá dæmi um slíkt, það er rokkara á
fertugsaldri. „Þetta er að verða búið,“ hugsaði hann með sér
meðan hann samdi lög á borð við Here I Go Again og Crying
In The Rain, nýskilinn við fyrstu eiginkonu sína. 42 árum síð-
ar er Coverdale enn í fullu fjöri, á 69. aldursári, og White-
snake sprelllifandi. Og þykir ekki merkilegt í dag. „Sjáðu
bara Stones og The Who, þessir gaurar eru á áttræðisaldri,“
segir Coverdale en bætir þó við að hann viti ekki hvort hann
komi til með að ráða við Still Of The Night á þeim aldri.
Bjóst við að hætta þrítugur
Hinn síungi David
Coverdale.
AFP
ÁHRIF Fyrir um áratug, meðan þættirnir
The L Word, sem fjölluðu um samkyn-
hneigðar konur, gengu sem best í sjónvarpi,
komu tvær konur á sjötugsaldri að máli við
aðalleikkonuna, Jennifer Beals, á götu og
þökkuðu henni fyrir innblásturinn. Þær
hefðu verið par lengi en ekki þorað að koma
út úr skápnum gagnvart fjölskyldum sínum
fyrr en þær sáu þættina. Í samtali við breska
blaðið The Independent segir Beals þetta
samtal hafa haft djúpstæð áhrif á sig, gagn-
kynhneigða konuna, og staðfesta að aldrei sé
nóg af hinseginsögum. „Að hitta þessar kon-
ur staðfesti fyrir mér mátt frásagnarinnar.“
Aldrei nóg af hinseginsögum
Jennifer Beals trúir á mátt frásagnarinnar.
AFP
Claire Danes leikur Carrie Mathison.
Kveðjusería
hjá Carrie
SJÓNVARP Senn líður að lokum
hinnar vinsælu sjónvarpsþátta-
raðar Homeland en áttunda og síð-
asta serían hefur göngu sína á
Showtime um næstu helgi. Claire
Danes er enn í hlutverki leyniþjón-
ustukonunnar ráðagóðu Carrie
Mathison og nú er hún að jafna sig
eftir að hafa sloppið úr rússneskum
fangabúðum. Gegn læknisráði
ákveður lærimeistari hennar Saul
(Mandy Patinkin) að senda Mathi-
son í eitt lokaverkefni – sem hverf-
ist um að binda enda á stríðið í Afg-
anistan. Krökkt er af stríðsherrum,
málaliðum og njósnurum í Kabúl en
stóra spurningin er sem fyrr: Er
hægt að treysta hinni óútreiknan-
legu Carrie Mathison?
„Ingvar skipuleggur heimsóknina
frá A til Ö; ég stari bara á landslagið
og reyni að fá innblástur,“ bætir
Andreas við brosandi.
„Ingvar býr að margþættum hæfi-
leikum,“ heldur hann áfram. „Hann
er framleiðandinn minn, gestgjafi,
blaðafulltrúi og ég veit ekki hvað.
Hann er ótrúlega vel tengdur, ekki
bara hér á landi, heldur um allan
heim. Ég er bara búinn að vera hérna
í tvo daga en finnst það vera tvær vik-
ur; ég er búinn að hitta svo margt
áhugavert fólk.“
Andreas viðurkennir að það sé
kannski klisja en að hann hafi orðið
fyrir einskonar andlegri uppljómun á
Íslandi. „Landslagið og birtan eru
göldrum líkust og hafi maður áhuga á
Ég kynntist Ingvari Þórðarsyni ákvikmyndahátíð í PalmSprings fyrir nokkrum árum
og við höfum haldið sambandi síðan.
Fyrir fjórum árum hjálpaði hann mér
að skipuleggja frí með fjölskyldunni
hérna á Íslandi og til að gera langa
sögu stutta þá kolféll ég fyrir landinu.
Það fyrsta sem ég sagði við Ingvar
eftir þessa fyrstu heimsókn var að ég
vildi ólmur gera kvikmynd á Íslandi,“
segir austurríski kvikmyndaleikstjór-
inn Andreas Prochaska, sem staddur
var á landinu í vikunni til að hitta
skapandi fólk í kvikmyndabransanum
og skoða hugsanlega tökustaði. Ingv-
ar Þórðarson var með í för en hann er
búsettur í Berlín, þar sem hann starf-
ar sem kvikmyndaframleiðandi.
hinu sjónræna hlýtur maður að
heillast af Íslandi. Ég gekk að vísu al-
veg fram af konunni minni þegar við
komum hingað fyrst enda nam ég
staðar á fimmtíu metra fresti til að
taka myndir,“ rifjar hann upp bros-
andi. „Birtan og litirnir breytast svo
hratt hérna. Eina mínútuna er allt
grátt en litadýrð þá næstu sem
myndavélin nær varla að höndla.“
Vestri/tryllir/hasarmynd
Myndin sem Andreas er með á teikni-
borðinu og er að svipast um eftir
heppilegum tökustöðum fyrir núna
hefur vinnuheitið Dead End. „Þetta
er svona vestri/tryllir/hasarmynd um
konu á flótta sem leitað hefur skjóls í
litlu þorpi á Íslandi ásamt börnum
sínum. Lengra kemst hún ekki,“ seg-
ir Andreas en handritið skrifa Íslend-
ingarnir Ottó Geir Borg og Gunnar
Örn Arnórsson.
Andreas hlakkar til að sýna áhorf-
endum Ísland í því sem hann kallar
„rétt ljós“. „Ísland hefur oft verið
vettvangur alþjóðlegra verkefna en
ekki sem Ísland. Þá er ég að tala um
Star Wars, Prometheus, Game of
Thrones og þess háttar verkefni. Mér
finnst miklu meira spennandi að sýna
Ísland sem Ísland og finna sögur sem
tengjast þessu fallega landi og fólkinu
sem býr hérna.“
Hann segir undirbúning vel á veg
kominn og gerir ráð fyrir að koma
aftur eftir páska til að skoða fleiri
hugsanlega tökustaði, einkum fyrir
norðan. „Okkur miðar vel; allir eru á
sömu blaðsíðu og nú bíðum við bara
eftir að handritið verði endanlega
klárt og fjármögnun ljúki. Ég veit
ekki hversu margar milljónir evra við
þurfum. Mætti ég biðja jólasveininn
um eitthvað þá yrði efst á listanum að
hefja tökur á næsta ári.“
Spurður um leikaravalið segir
Andreas hugmyndina að ráða bæði
íslenska og enskumælandi leikara að
myndinni. „Auk öflugra atvinnuleik-
ara væri gaman að finna einhverja ís-
lenska áhugaleikara til að auka á
raunsæið. Mér finnst líka mikilvægt
að Íslendingarnir í myndinni tali ís-
lensku; það hefur engan tilgang að
koma til lands og láta innfædda tala
allt annað tungumál.“
Annað verkefni sem Andreas vinn-
ur með Íslendingum er saga sem
nefnist Kane, þar sem villta vestrið
mætir film noir-stílnum, að sögn leik-
stjórans, en handritið er eftir Sjón.
„Söguhetjan á sér forsögu í vestrinu
en í samtímanum þarf hún að fást við
Hollywood, gangstera, mafíuna og
sitthvað fleira enda komið fram á
tuttugustu öldina. Konseptið er mjög
spennandi,“ segir Andreas sem ber
Sjón afar vel söguna. „Hann er mjög
heillandi maður og hugmyndaríkur.“
Kalifornía ekki á Íslandi
Andreas segir Sjón hafa skrifað
handritið fyrir átján árum og að sjálf-
ur hafi hann fallið marflatur fyrir því
þegar Ingvar sendi honum það.
„Upphaflega stóð til að gera kvik-
mynd en sagan er svo rík að erfitt
verður að ná utan um hana á tveimur
tímum. Þess vegna erum að við velta
fyrir okkur að hafa þetta míníseríu
fyrir sjónvarp í staðinn.“
Eðli málsins samkvæmt verður
Kane ekki tekin upp á Íslandi enda er
sögusviðið Kalifornía. „Hægt er að
gera margt á Íslandi en ekki líkja eft-
ir Kaliforníu,“ segir Andreas sposk-
ur.
Andreas ólst upp í litlu þorpi í
Austurríki og var ungur gefinn kvik-
myndum. „Það voru tvö kvikmynda-
hús í þorpinu og þau voru mitt annað
heimili í æsku. Það hvarflaði þó aldrei
að austurríska sveitapiltinum að hann
ætti eftir að gera kvikmyndir sjálfur.
Það var fjarlægur draumur.“
Andreas lagði stund á háskólanám
í Vínarborg en hætti og fékk sér
vinnu sem aðstoðarmaður við auglýs-
ingagerð fyrir sjónvarp. Eftir það
varð ekki aftur snúið. Skömmu síðar
gerði hann sína fyrstu stuttmynd sem
Vill sýna heiminum
Ísland sem Ísland
Austurríski kvikmyndaleikstjórinn Andreas Prochaska er hugfanginn að Íslandi
og ætlar að gera hér kvikmynd, þar sem landið verður sýnt í réttu ljósi. Þá er
hann í samstarfi við Sjón um gerð myndar, þar sem villta vestrið mætir film noir.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is