Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 15
Anette. „Gyðingahatur blossaði upp aftur með tilheyrandi óþægindum. Gyðingar máttu ekki ljúka háskólanámi, ekki vera í góðum störfum, voru kallaðir inn í yfirheyrslur og svo fram- vegis. Þetta sveið fólki sem hafði upplifað hörmungar stríðsins að vonum sárt og fjöl- skyldu minni var ekki vært lengur í Póllandi,“ segir Anette. Svíþjóð var meðal landa sem buðust til að taka á móti gyðingum á þessum tíma og þang- að hélt fjölskyldan árið 1969. Ári síðar fæddist Anette. Hún segir foreldra sína hafa aðlagast vel og komist hratt og örugglega inn í sænskt samfélag án þess þó að gleyma uppruna sín- um. Pólska var töluð á heimilinu, þar sem Jo- zefa bjó einnig, og Anette er fyrir vikið tví- tyngd sem hefur hjálpað henni mikið í samskiptum við ættingja og vini í Póllandi. Margt var þó framandi en kommúnistastjórnin í Póllandi fylgdist grannt með öllum sam- skiptum milli landa, öll sendibréf til ættingja voru opnuð og öll símtöl hleruð. „Ég man eftir að hafa fengið bréf, þar sem búið var að strika út heilu línurnar. Hvað gátu ættingjar mínir hafa skrifað sem var svona varhugavert? Ekk- ert, held ég. Þetta var bara gert til að staðfesta að fylgst væri með okkur. Nú er öldin sem bet- ur fer önnur, Pólland er orðið nútímalegt land og frelsið mikið.“ Sannar sögur í stað ævintýra Talið berst að áhuga Anette sjálfrar á helför- inni og fram kemur að amma hennar var mikið með hana í bernsku enda búsett á heimilinu. „Í stað þess að segja mér ævintýri sagði amma mér sannar sögur af sjálfri sér í stríðinu. Þær voru að sönnu óhugnanlegar sumar hverjar en þetta var fjölskyldusaga mín og ég hlustaði af andakt. Því miður hljóðrituðum við ekki nægi- lega mikið af þessum sögum og mér hug- kvæmdist ekki að spyrja að öllu sem ég myndi gera í dag. Árið 1998 tók á hinn bóginn pólsku- mælandi blaðamaður viðtal við ömmu á vegum Shoah-stofnunarinnar sem kvikmyndaleik- stjórinn Steven Spielberg stendur að, ásamt fleirum, en hann hefur lagt mikla áherslu á að safna sögum fólks sem lifði helförina af. Sagan sem ég er að segja þér hér byggist á þessu við- tali enda mikilvægt að hún komi beint frá ömmu og bernskuminningar mínar blandist ekki saman við. Sögur sem maður heyrir sem barn hafa tilhneigingu til að skolast til í minn- inu.“ Jozefa lést árið 2012, 96 ára að aldri, og eftir það fór Anette að taka sögu hennar saman með markvissum hætti í þeim tilgangi að miðla henni. „Mér finnst mikilvægt að segja þessa sögu, bæði til að heiðra minningu ömmu og þeirra sem lifðu helförina af en ekki síður minningu þeirra sem létu lífið í hildarleiknum. Sumum spurningunum verður auðvitað aldrei svarað; síðast í gær spurði ég pabba að svolitlu og hann svaraði því til að hann lofaði að spyrja ömmu að því þegar hann hitti hana á ný,“ segir Anette brosandi. Hún á aðild að nítján manna hópi í gyðinga- samfélaginu í Gautaborg sem lítur á það sem köllun sína að herma af helförinni. Sextán eru af annarri kynslóð en þrír af þriðju kynslóð, þar á meðal Anette. Hún hefur verið óþreyt- andi að heimsækja skóla í Gautaborg og segja börnunum sögu ömmu sinnar, eða „babci“, eins og hún kallar hana en það er pólska orðið yfir ömmu. Annar slíkur hópur er starfræktur í Stokkhólmi. Erfitt en gefandi „Okkur hefur verið mjög vel tekið. Þetta er ekki auðvelt, útheimtir mikla orku en á móti kemur að það er ofboðslega gefandi. Helförin er auðvitað býsna langt frá skólabörnum á Norðurlöndum, sem betur fer, og mörgum barnanna bregður þegar við segjum þessar sögur en frásögn mín er mjög grafísk, ég sýni til dæmis myndir af ættingjum sem ég missti. Ég sé og heyri að börnin hugsa ýmislegt upp á nýtt og alla jafna spyrja þau mjög góðra spurninga. Við tölum meðal annars um vax- andi gyðingahatur á okkar dögum og skilaboð mín eru skýr: Lítum aldrei niður á aðra mann- eskju! Eins og við vitum þá myrtu nasistar ekki bara gyðinga, heldur líka fatlaða, sam- kynhneigða, pólitíska andstæðinga og fleiri. Það er svo mikilvægt að halda þessari sögu á lofti. Ofsóknirnar byrja á gyðingum en enda ekki þar. Hvað ef nasistar hefðu lokið helför- inni og unnið stríðið? Hefði þá orðið friður í heiminum? Nei, þeir hefðu ráðist á einhverja aðra. Þeir töldu sig vera yfir aðra hafnir og slíkt hugarfar megum við aldrei líða. Enginn er öðrum æðri í þessum heimi. Það vil ég kenna börnunum í dag. Gyðingahatur og hatur almennt hefur færst í vöxt á undanförnum ár- um og maður verður reglulega vitni að ótrú- legri vanþekkingu og fordómum fólks og popúlískir stjórnmálaflokkar spretta upp um alla Evrópu. Þetta er ógnvænleg þróun og okkur ber að sporna við henni.“ Frábært framtak Ísland er fyrsta landið utan Svíþjóðar þar sem Anette segir sögu ömmu sinnar og lýkur hún lofsorði á framtak pólska sendiráðsins og Avis Feldmans, fyrsta rabbínans á Íslandi. „Ég er mjög þakklát fyrir þetta góða boð; markmið mitt er að segja sögu ömmu minnar sem víðast og það var skemmtileg áskorun að gera það í fyrsta skipti á ensku. Það var frábærlega að þessum pallborðsumræðum staðið og hafa ber í huga að gjörningur af þessu tagi er alls ekki sjálfsagður enda er stjórnmálaástandið í Pól- landi býsna flókið. Gyðingahatur fyrirfinnst ennþá í Póllandi og það voru ekkert allir ánægðir með þetta framtak; sumum þykir jafnvel óviðeigandi að pólska sendiráðið sé að minnast þessara tímamóta sérstaklega. Sendi- herrann sýndi því hugrekki með því að boða til þessara pallborðsviðræðna og ekki síður með því að hafa þær galopnar en hann lagði áherslu á að frummælendur mættu segja allt sem í brjósti þeirra byggi og að engar fyrirspurnir væru óviðeigandi. Þannig á það að vera; við náum ekki árangri nema vera hreinskiptin og tala um hlutina eins og þeir voru. Helförin er svartur blettur á sögu mannkyns og má aldrei gleymast.“ Morgunblaðið/RAX Það hefur gjarnan djúp- stæð áhrif á fólk að heim- sækja Auschwitz og skoða minjar um helförina. 2.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.