Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2020 POKAGORMAKERFI SERTA REEDSWORTH AFSLÁTTUR 40%Frábær dýna frá Serta sem unnin er í samvinnu viðAmerican Sleep Foundation. Nú með 40% afslætti. Hentar bæði í hefðbundna botna og stillanlega. 65.400 kr 80 x 200 cm Fullt verð: 109.000 kr. 71.400 kr 90 x 200 cm Fullt verð: 119.000 kr. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 STILLANLEG RÚM • HEILSURÚMOG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL. 60%AFSLÁTTUR ALLT AÐ ÚTSALA VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN UNDRI HEILSUINNISKÓR DÚNVÖRUR Í MIKLU ÚRVALI SÆNGURFÖT MIKIÐ ÚRVAL SLOPPAR FYRIR HANN & HANA Fiðlarinn á þakinu eftir Jack Bock og Sheldon Harnick er einn þekktasti söngleikur allra tíma. Hann byggist á bók Joseph Stein og er í íslenskri þýðingu Þórarins Hjartarsonar. Fiðlarinn á þakinu var frumsýndur á Broadway 1964 og hefur farið sigurför um heiminn allar götur síðan, fullur af söng, dans og kímni. Sýningin inni- heldur margar þekktar söngperlur eins og Ef ég væri ríkur, Sól rís, sól sest og fleiri. Nemendaóperan hefur sett upp sýningu á hverju ári í mörg ár en þetta er í fyrsta sinn sem fengist er við Fiðl- arann á þakinu og fá nemendur að spreyta sig á þessu vinsæla verki bæði í söng og dansi. Leikstjóri er Þór- hildur Þorleifsdóttir, danshöfundar Chantelle Carey og Aðalheiður Halldórsdóttir og tónlistarstjóri Hrönn Þráinsdóttir. Aðeins er um þrjár sýningar að ræða í Tjarnarbíói; laugardaginn 8. febrúar kl. 19.30 og sunnudaginn 9. febr- úar kl. 15.00 og kl. 19.30. Spreyta sig á Fiðlaranum Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík setur upp söngleikinn vinsæla Fiðlarann á þakinu í Tjarnarbíói helgina 8. og 9. febrúar. Sá hörmulegi atburður átti sér stað 30. janúar 1970 að Rúnar Vilhjálmsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, féll niður af svölum Windsor- hótelsins í útjaðri Lundúna, þar sem landsliðið dvaldist vegna vináttulandsleiks gegn Englend- ingum. Rúnar gekk út á svalirnar á herbergi sínu skömmu eftir komuna á hótelið en gólfið gaf sig og féll hann tæpa níu metra og skall niður í kjallara- tröppur. Hann var fluttur í National-sjúkrahúsið og lést þar tveimur dögum síðar vegna höfuð- meiðsla sem hann hlaut í fallinu. Rúnar var rétt orðinn tvítugur, lék með Fram og stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík. „Hann var í hópi efnilegustu knattspyrnumanna landsins, og var ferðin til Englands önnur för hans með íslenzka landsliðinu í knattspyrnu en það lék í gærkvöldi við áhugamannalandslið Englendinga. Léku liðsmenn beggja með svarta sorgarborða á handleggjum,“ sagði í baksíðufrétt Morgunblaðs- ins þriðjudaginn 3. febrúar 1970. GAMLA FRÉTTIN Landsliðsmaður lést eftir fall niður af svölum Rúnar Vilhjálmsson var aðeins tvítugur þegar hann lést. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Agnes Heiður Magnúsdóttir sérkennslustjóri Elsa prinsessa af Arendelle Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.