Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 14
þýddi að hún gat leitað að vinnu og fékk starf sem barnfóstra hjá fjölskyldu, þar sem konan var pólsk en maðurinn þýskur og vann fyrir Gestapo. „Þar með var amma komin í nokkuð örugga höfn. Það leitar enginn að gyðingum í þýsku húsi. Hlutverk hennar var að annast son hjónanna sem var á sama aldri og Ewa dóttir hennar.“ Anette segir ömmu sína hafa verið ákaflega niðurdregna á þessum tíma enda syrgði hún dóttur sína og fjölskylduna alla. „Það gekk svo langt að hún ákvað að svipta sig lífi og ætlaði að taka son hjónanna með sér; þannig að Þjóðverjarnir myndu upplifa sömu þján- inguna og hún sjálf. Hún hafði undirbúið allt en hætti við á elleftu stundu; áttaði sig á því að hún gæti ekki myrt aðra manneskju, hvað þá barn.“ Jæja, þá er þessu lokið! Jozefa vildi ekki bindast drengnum tilfinn- ingaböndum, þannig að hún sagði starfi sínu hjá hjónunum lausu og fór að vinna fyrir pólsk- an mann sem rak veitingastað í bænum. Hann faldi gyðinga gegn greiðslu og ákvað að leigja húsnæði í útjaðri borgarinnar Lwów. Hlutverk Jozefu var að líta eftir hópnum og gæta þess að þýski herinn kæmist ekki á snoðir um hann en taugatitringur var að vonum mikill við þær aðstæður sem voru uppi. „Bæri hermenn að garði átti amma að fela fólkið í pínulitlum kjall- ara undir eldhúsinu,“ segir Anette. „Venjulega vissi eigandinn hvenær von væri á húsleitum en hermennirnir snæddu reglulega á veit- ingastaðnum hjá honum og hann hleraði gjarn- an mál þeirra.“ Einu sinni kom Gestapo óforvarindis í heim- sókn og tókst Jozefu með naumindum að fela gyðingana, sjö að tölu. Gestapo-mönnunum þótti þó grunsamlegt hversu mörg rúm voru á staðnum og mikill matur. „Amma laug því til að hún ætti von á ættingjum utan af landi og að hún væri að elda fyrir veitingastaðinn. Hún var góð í að ljúga, enda valt líf hennar á því, og Gestapo-mennirnir trúðu henni. Hefðu þeir séð í gegnum hana hefði amma verið tekin af lífi. Dauðarefsing lá við því að skýla gyð- ingum.“ Hurð skall þó nærri hælum en Gestapo- mennirnir fundu hlerann niður í kjallara og vildu kíkja þangað niður. „Gjöriði svo vel. Ég hef ekkert að fela,“ svaraði Jozefa án þess að blikna en innra með sér hugsaði hún: „Jæja, þá er þessu lokið!“ Það varð henni á hinn bóginn til happs að einhver kallaði á mannskapinn og vildi fá hann annað að leita. „Þess vegna ákváðu þeir að trúa ömmu og yfirgáfu staðinn. Öllum var borgið.“ Anette segir ömmu sína hafa sagt margar fleiri sögur af þessu tagi; oft og iðulega slapp hún með skrekkinn. Það var eins og vakað væri yfir henni. Sprengdu Belzec-búðirnar Þegar Þjóðverjum var orðið ljóst að stríðið væri að tapast árið 1944 yfirgáfu þeir héraðið og sprengdu Belzec-búðirnar að mestu upp til að eyða sönnunargögnum. Rauði herinn kom í staðinn og héraðið varð hluti af Sovétríkj- unum. Fólki með pólskt vegabréf var velkomið að vera um kyrrt en það mátti líka flytja til Póllands ef því hugnaðist það betur. Jozefa var, eins og við munum, með pólskt vegabréf og ákvað að flytja sig um set til næstu borgar við landamærin, Przemysl. „Þar var mikil óvissa og ringulreið. Ennþá eitthvað af Þjóð- verjum, auk þess sem fjölmargir heimamenn kenndu gyðingum um styrjöldina sem valdið hafði öllum þessum hörmungum. Menn voru enn að leita að og drepa gyðinga, þannig að amma var áfram í felum.“ Hún hélt hópinn með fleiri gyðingum og þarna kynntist hún seinni eiginmanni sínum, Henryk Stahl, pólskum gyðingi ættuðum frá Austurríki en hluti Póllands tilheyrði um tíma Austurríki. Þar með var nafnið komið, Jozefa Stahl. Jozefa kannaðist við Henryk frá Sambor en hann var 22 árum eldri og faðir skólabróður hennar. Öll hans fjölskylda hafði verið í felum á mismunandi stöðum og fyrri eiginkona hans og sonur fundust og voru tekin af lífi snemma í stríðinu. Henryk hafði því einnig gengið í gegnum miklar raunir. „Það var pólskur pró- fessor, sem kenndi afa í háskólanum, sem hjálpaði honum að komast undan og faldi hann í kjallaranum hjá sér í tvö ár, áður en hann komst til Przemysl. Meira vitum við í raun ekki hvað dreif á daga afa míns í stríðinu en hann lést áður en ég fæddist, þegar pabbi var átján ára.“ Þjóðverjar gáfust upp vorið 1945 en eigi að síður var gyðingum ekki óhætt í Póllandi og margir þeirra voru áfram í felum. Jozefa tók því enga áhættu og ól fyrsta barn þeirra Hen- ryks heima í september sama ár, Marek, föður Anette. Fimm árum síðar eignuðust þau dótt- ur. „Smám saman tókst þeim að koma undir sig fótunum og eignast líf. Afi vann sem verkfræð- ingur í landbúnaði og amma, sem bjó alla tíð að viðskiptaviti, opnaði litla verslun með skóm og karlmannsfötum.“ Anette þykir með miklum ólíkindum að amma hennar hafi komist af við þessi skelfi- legu skilyrði í stríðinu; þökk sé forsjálni henn- ar, seiglu og án efa heppni. „Fyrir liggur að sex milljónir gyðinga voru teknar af lífi í stríð- inu, helmingur þeirra pólskir gyðingar. Hinir voru frá öðrum Evrópuríkjum. En amma slapp og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Ég meina, annars væri ég ekki að segja þessa sögu.“ Ættleidd af rithöfundi En hvað varð um Ewu litlu; barnið sem Jozefa neyddist til að skilja við sig í Sambor? „Amma hélt eftir fremsta megni áfram að leita að dóttur sinni og heyrði skömmu eftir stríðslok af stúlku sem sagan sagði að hefði fundist í húsgarði í Sambor en væri nú á mun- aðarleysingjahæli. Hún varð að láta á þetta reyna og fór til Sambor til að kanna málið. Þá kom á daginn að Julian Tuwim, frægur pólsk- ur rithöfundur og blaðamaður, var að ættleiða stúlkuna. Hann var líka gyðingur en hafði sloppið til Bandaríkjanna og var nú kominn til baka. Eins sannfærð og amma var um að barn- ið væri Ewa þá sá hún í hendi sér að erfitt yrði að sanna að hún væri móðir hennar, auk þess sem hún gæti ekki keppt við rithöfundinn, sem átti margfalt meira en þau afi sem rétt löptu dauðann úr skel á þessum tíma og sjálf með ungbarn, föður minn. Hann kæmi til með að geta boðið barninu upp á miklu betra líf. Þess vegna hvarf hún frá – en með miklum trega.“ Ekki er hægt að ímynda sér hvaða áhrif þetta hafði á Jozefu. Sannarlega vissi hún að Ewa var á lífi og að öllum líkindum í góðum höndum en á móti kom hinn sári missir; hún myndi ekki sjá dóttur sína vaxa úr grasi. Að sögn Anette hafði þetta djúpstæð áhrif á fjöl- skylduna í heild enda vantaði hlekk; týnda barnið sem amma hennar kallaði svo. Hún not- aði aldrei nafn hennar. Síðan gerist hið ótrúlega. Árið 1999 hafa ættingjar í Ísrael samband við fjölskyldu Anette en þeir höfðu heyrt að pólsk kona af gyðingaættum, Ewa að nafni, væri að leita að blóðfjölskyldu sinni. Og viti menn, hún hafði verið ættleidd af frægum rithöfundi og vissi að hún var upprunalega frá Sambor. Ekki nóg með það, Ewa þessi var búsett í Svíþjóð, þar sem fjölskylda Anette hafði á þeim tíma búið í þrjátíu ár. Þar á meðal Jozefa sem bjó hjá Marek syni sínum, föður Anette. „Ewa er arkitekt og þau hjónin bæði og mjög fær á sínu sviði. Hún ólst upp í Póllandi en flutti til Stokkhólms þegar henni bauðst gott atvinnutækifæri þar,“ segir Anette. „Pabbi og systir hans höfðu þegar í stað sam- band við hana og það fór ekkert á milli mála; þetta var Ewa okkar. Og hún tengdist fjöl- skyldunni á ný.“ Erfiðir endurfundir Jozefa var enn á lífi en endurfundirnir reynd- ust henni því miður afar erfiðir. „Það er sorgin í þessu öllu saman. Amma missti barn sem var ekki orðið eins árs og hafði ekki heyrt á Ewu minnst frá því hún var fimm ára. Þarna var allt í einu komin 58 ára gömul kona, sem sjálf var orðin mamma og amma. Amma höndlaði þetta ekki og upplifði þetta aldrei með þeim hætti að hún hefði fundið dóttur sína. Því miður.“ Mæðgurnar hittust og Ewa fékk að heyra söguna af því hvernig hún týndist, hvernig fað- ir hennar var myrtur og svo framvegis, sem skipti hana að vonum miklu máli. „Fyrir okkur hin var þetta algjört krafta- verk og við höfum haldið góðu sambandi við Ewu og ég eignast nýjar frænkur og frændur. Ewa er enn við góða heilsu og hefur verið mjög dugleg að halda minningu föður síns, Julians Tuwims, á lofti en hann féll frá árið 1953.“ Jozefa bjó í Póllandi til ársins 1969 en á þeim tíma voru stjórnvöld þar um slóðir farin að gera gyðingum lífið leitt á ný, að sögn ’Hvað ef nasistarhefðu lokið hel-förinni og unniðstríðið? Hefði þá orð- ið friður í heiminum? Nei, þeir hefðu ráðist á einhverja aðra. Þeir töldu sig vera yfir aðra hafnir og slíkt hugarfar megum við aldrei líða. Fjórar kynslóðir Stahl-fólks í Gautaborg: Jozefa, Anette með frumburð sinn, Isac, og Marek. Jozefa Stahl með son sinn, Marek, föður Anette, árið 1948. Jozefa Stahl í hárri elli í Gautaborg; hún lést 96 ára gömul árið 2012. HELFÖRIN 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.