Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 17
Margt smátt gerði stórt En það voru fleiri þættir sem bættu ekki úr skák fyr- ir Corbyn. Hann þurfti endilega að finna að því að Bandaríkjamenn hefðu náð því langþráða markmiði sínu að koma leiðtoga ISIS- hreyfingarinnar, Abu Bakr al Baghdadi, fyrir kattarnef 26. október sl. Tuð Corbyns um að betra hefði verið að færa leiðtogann fyrir dómara og annað því um líkt mæltist heldur illa fyrir. Ekki síst vegna þess að Baghdadi hafði ekki gullband um sig miðjan heldur mörg sprengjubelti og um börn sín að auki. Síðustu misserin hefur Corbyn mátt þola skemm- andi umræður um landlægt gyðingahatur innan Verkamannaflokksins og viðbrögð leiðtogans voru veikluð og ótrúverðug. Myndauppstillingar af honum með þekktum leiðtogum hryðjuverkasamtaka, sem beita sér gegn Ísrael, bættu ekki úr stöðu flokksins og urðu til þess að rifjaður var upp sleikjugangur Corbyns utan í foringja Lýðveldishersins sem staðið höfðu fyrir drápum og limlestingum á Bretum, al- mennum óbreyttum borgurum, en einnig ráðherrum, lögreglu- og hermönnum. Ekki laumu-kommi, en laumu-brexiti Og í kosningunum flækti það einnig málið að talið var ljóst að Corbyn hefði árum ef ekki áratugum saman viljað að Bretar færu úr ESB. En sú afstaða varð honum ekki hjálpleg núna því að hann vildi ekki fylli- lega við hana kannast. Það var vegna þrýstings frá meirihluta leiðtoga flokksins á þingi og í verkalýðs- félögum sem tóku fullan þátt í því með þingforset- anum og svikulum framamönnum í Íhaldsflokknum að reyna að koma í veg fyrir að þingið afgreiddi út- gönguna. Í kosningunum sjálfum bar Corbyn svo fram millileið um framhaldið sem fáir skildu, þar á meðal um það að nýtt þjóðaratkvæði yrði boðað um veruna í eða utan ESB,. Það féll í grýttari jarðveg hjá þjóðinni en stjórnmálaspekingar, sem aldrei þora út fyrir háskólalóðirnar, höfðu ætlað, því að henni þótti nú ljóst að fremja ætti skemmdarverk gegn niður- stöðu sem félli ekki í smekk elítunnar. Corbyn rak svo enn sverari nagla í pólitíska kistu sína þegar hann tilkynnti að ef hann næði fram nýju þjóðaratkvæði um ESB þá myndi hann sjálfur ekki taka opinbera afstöðu til þess, hvort svarið hann styddi! Eyðimörkin skiptir um gönguhóp Eftir að Tony Blair hafði unnið Íhaldsflokk Johns Majors með miklum yfirburðum árið 1997 hófst rúm- lega áratugar löng eyðimerkurganga þess flokks. Blair vann þrennar kosningar í röð en varð þá að láta undan sífelldu kvaki Gordons Brown um meint loforð um að hann fengi að taka við flokki þeirra félaga áður en lyki nösum. Brown tapaði sínum einu kosningum og Blair hóf mikla auðsöfnun sem hefur tekist ágæt- lega. Í eyðimerkurgöngunni skipti Íhaldsflokkurinn ótt og títt um leiðtoga en enginn þeirra fann fjölina sína. William Hague var leiðtogi 1997-2001, Ian Duncan Smith 2001-2003, Michael Howard 2003-2005 og Cameron svo loks árið 2005 og hafði verið leiðtogi stjórnarandstöðunnar í 5 ár þegar að Brown boðaði loks til kosninga sem hann tapaði að verðleikum. En Cameron vann á hinn bóginn ekki þær kosningar, þótt hann bætti við sig en það gerði Frjálslyndiflokk- ur Nicks Cleggs. Sá komst því í lykilstöðu. Cameron bar allt sitt stáss á borð fyrir Frjálslynda og náði þeim um borð á örfáum dögum. Clegg varð varaforsætisráðherra og er nú hálaunamaður hjá Fésbók í Bandaríkjunum eftir að flokkur hans fékk stóra skellinn í næstu kosningum eftir samsteypu- stjórnina. Corbyn situr enn og „stjórnar“ þar til að nýr leið- togi hefur verið valinn. Margt bendir þó til að flokk- urinn sá sé að hefja langa göngu um ekki víðari eða sléttari slóðir en Íhaldsflokkurinn fetaði lengi sár- fættur eftir sigra Tonys Blairs. Tillit til þeirra sem urðu undir Mörgum á óvart ákvað Boris forsætisráðherra að þótt útgöngunnar skyldi að sjálfsögðu minnst með dagamun þá yrði það allt að vera á lágum nótum. Hann fór því ekki sjálfur á bak við kröfur um að klukkum Big Ben skyldi hringt eins og gert var á Ól- ympíuleikum í London eða við stríðslok heimsstyrj- alda. Forsætisráðherrann taldi þetta vissulega lang- þráða sigurstund útgöngumanna, sem sumir höfðu barist fyrir henni í áratugi. En hann sagðist ekki vilja nýta þennan dag til að ýta undir langvarandi sundr- ungu með þjóðinni. Það væri einmitt eitt af því góða við útgöngudaginn að nú gætu menn farið að vinna að og eftir atvikum deila um önnur mál sem fallið hefðu í langa skuggann af brexit. Nú gæti fólk í flokkum, fjölskyldum og fyrirtækjum sett þetta deilumál að mestu aftur fyrir sig, þótt auð- vitað væri margvíslegur mikilvægur frágangur eftir. Forsætisráðherrann lét slá nýja gangmynt, 50 p pening sem tileinkaður er þessum miklu tímamótum. En eins og áköfustu menn eru nú skapi farnir má auðvitað verða úfinn yfir slíku smotteríi líka. Alastair Campell, nafnfrægur spunameistari Tonys Blairs, hefur lýst því yfir að hann muni alls ekki nota þessa nýju mynt. Hann muni krefjast þess af kaupmönnum að þeir láti sig fá tvo 20 p peninga og einn 10 p pening ef til- efni verður til að fá 50 p til baka við búðarborð! Það er hins vegar líklegt að eftir fáeinar vikur muni enginn kaupmaður vita af hverju karlálftin er að fjasa þetta. Umbreyttir menn? Æðstu búrókratar í Brussel hafa lýst því yfir í tilefni af þessum tímamótum að þeir hafi lært lexíu af hinum miklu og dapurlegu atburðum. Þeir séu nú ráðnir í að gera sitt til þess að færa ESB til betri áttar. Gera yfirbragð þess manneskjulegra og horfa til þess og hugleiða að ýmsum hafi þótt sambandið þróast í aðra átt en að hafi verið stefnt. Þeir gefa nú til kynna að þeirra vilji standi til að stuðla að því að einstakar þjóðir fái ekki þá tilfinningu að sambandið fari fram með yfirgangi gagnvart þeim. Þessi orð og önnur sem fylgdu bentu til þess að naflaskoðuninni væri ætlað að draga úr hættu á því að fleiri þjóðir kynnu að feta þá slóð sem Bretar kom- ust til leiðarenda á. Þeir þvertóku þó fyrir að eitthvað sérstakt benti til þess að svo kynni að fara. Vottar ekki fyrir neinu nýju Upplitið á síðasta þingfundinum þar sem þingmenn frá Bretlandi sátu benti þó ekki beinlínis til hugar- farsbreytinga af neinu tagi. Meirihlutinn í breska þinghópnum var ákafir áhugamenn um útgöngu. Fyrir þá fékk Nigel Farage, sem er með jafnstóran flokkshóp og Merkel kanslari, að tala í síðasta sinn í fjórar mínútur eða svo. Virtist ’ Upplitið á síðasta þingfundinum þar sem þingmenn frá Bretlandi sátu benti þó ekki beinlínis til hugarfarsbreytinga af neinu tagi. þingforsetinn sem yfir þessu sat ekki hafa meðtekið nein skilaboð pótintáta um boðaða andlitslyftingu því þolinmæði hans entist ekki í 4 mínútur. Það er þess virði að fara inn á myndbrotið af þess- um sögulega fundi. (https://www.youtube.com/ watch?v=LIgmfpHBiDw). Bréfritari fékk ábendingu um slóðina frá velvild- armanni blaðsins með þessum orðum: Ef þú ert ekki þegar búinn að sjá þessa ræðu (og viðbrögð „þingforsetans“) þá samgleðst ég þér að eiga það eftir. Þetta er veisla fyrir auga og eyra frá upphafi til enda. Óþægindahrollurinn sem menn fá í lokin er bland- aður þeirri sælu vissu að viðbrögðin muni opna augu margra fyrir harðstjórnartilburðunum sem þarna eru iðkaðir á bak við grímu umhyggjusemi.“ Raunveruleikinn Og þetta var hverju orði sannara og reyndar allt með nokkrum ólíkindum og dapurlega lágt risið. Þar kom fram að Evrópusambandið er búið að banna þingmönnum á ESB-þinginu að hafa smáfána á borðum sínum til að minna á fósturjörð sína. Þarna á sama samband í hlut sem með yfirgangi, sem er óskiljanlegt að aðildarþjóðir hafi beygt sig undir, hefur náð því fram að „þjóðfána ESB“ sé troð- ið inn í sali löggjafarþinga aðildarlandanna, til að minna þau á að lunginn af löggjöf þeirra kem- ur frá Brussel og þeim er bannað að breyta stafkrók! Við héldum mörg að EES-samningurinn tryggði Ís- landi undanþáguleið, algjörlega í okkar hendi, frá slíkri niðurlægingu. Þess vegna samþykktum við hann. Fáni bandalagsins er sem sagt settur inn í þingsalina til að minna á hver það sé sem raunveru- lega ræður ferðinni, í hjáleigunni sem á höfuðbólinu. Það er að sjálfsögðu enginn fáni þarna frá Nató. Eina leið þinganna til að komast undan þessum bolabrögðum var að hafa ekki eigin þjóðfána í sínum þingsal, eins og virðist hafa verið úrræði Breta. En Bretarnir sem voru að kveðja og fengu til þess fjórar mínútur tóku mið af hinum fáránlegu fyrir- mælum og höfðu fjarlægt borðfána sína. En þeir voru með litla handfána sem þeir tóku úr vösum sínum og veifuðu í kveðjuskyni þegar Farage var að ljúka sinni stuttu og bráðsnjöllu ræðu. Þegar það gerðist til- kynnti þingforsetinn að Bretarnir hefðu brotið spán- nýjar reglur sambandsins um borðfána og refsingin væri svipting málfrelsis og slökkti samstundis á síð- ustu 30 sekúndum talsmannsins í þessum þingsal ömurleikans. Og því miður mætti nefna ófáa „stjórnmálaleið- toga“ á Íslandi sem mundu hafa brugðist við með því að hlaupa til og kyssa skóna þingforsetans. Mikill meirihluti Breta er nú alsæll eða sáttur við að fara úr ESB. Það sýndu viðbrögð þeirra í kosning- unum 12. desember. Þeir Bretar sem enn hafa einhverjar efasemdir munu týna mörgum þeirra berji þeir þetta myndbrot augum sem sýnir raunverulegt innræti og stefnu á þessum stað. Það má vissulega þakka fyrir það. Vel og lengi. 2.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.