Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2020, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/RAX Frá útrýmingarbúðunum í Auschwitz en 75 ár eru nú frá frelsun þeirra. hafði hvatt hana til að missa ekki vonina, hún kynni þrátt fyrir allt að bjargast. Hún hafði leitað til hans og meðal annars spurt áleitinnar spurningar: „Hvar er Guð núna?“ Þess utan hafði eldri systir Jozefu gefið henni kápuna sína. „Þú þarft meira á henni að halda en ég!“ Og mágkona hennar gefið henni peninga á sömu forsendum sem henni hafði tekist að fela. „Ömmu leist þó alls ekki á blikuna þegar hún leit í kringum sig: Þau eru galin, hugsaði hún með sér, það sleppur enginn lifandi úr þessum aðstæðum!“ Ekki jók það á bjartsýni Jozefu að ungur maður sem hafði stungið upp á því að þau myndu freista þess að flýja úr búðunum, þar sem þau biðu eftir lestinni, var skotinn til bana um leið og hann reyndi að flýja. „Þetta er eina leiðin til að sleppa við lestina; að fara að fordæmi þessa manns,“ hugsaði hún með sér. Á þriðja degi var hóp- urinn, sem beið örlaga sinna, leiddur sem leið lá gegnum Sambor og að lestinni. Á miðri leið tók Jozefa örlagaríka ákvörðun, þegar gengið var framhjá heimili hinnar úkraínsku skólasystur sinnar, sem fyrr var nefnd. Hún lagði Ewu litlu svo lítið bar á frá sér og faldi hana bak við runna í garðinum. „Hún vissi að hún gat ekki tekið barnið með sér í útrýmingarbúðirnar og með þessum hætti ætti Ewa alla vega mögu- leika á því að lifa,“ segir Anette. Þá mælti eldri systir Jozefu sem á þessum tímapunkti var ennþá með henni: „Nú verður þú að lifa!“ Rétt áður en hópurinn kom að lestarstöðinni nam hann staðar og skyndilega áttaði Jozefa sig á því að eitt augnablik var enginn hermað- ur að fylgjast með henni. Hún losaði sig því í skyndi við armbandið, sem gaf til kynna að hún væri gyðingur, og lét sig hverfa óséð úr röðinni. Hún smeygði sér inn um garðhlið að næsta húsi og komst í felur í útihúsi. Jozefa faldi sig um stund en þegar hún fór á stjá að nýju gekk hún beint í flasið á þýskum hermönnum sem spurðu hvort hún hefði orðið vör við einhverja gyðinga sem hefðu flúið. „Amma talaði góða þýsku og svaraði hermönn- unum á móðurmáli þeirra og þá grunaði ekki neitt. Ég meina, hún var í góðri kápu og talaði góða þýsku,“ segir Anette. Barnið var farið Eftir þetta faldi Jozefa sig í dágóða stund í kjallara húss í grenndinni, þar sem hún komst inn. Skelfingu lostin. Þegar hún taldi öllu óhætt hélt hún beinustu leið að garðinum, þar sem hún hafði skilið dóttur sína eftir. En greip í tómt. Barnið var farið. Hún knúði dyra en íbú- ar hússins komu af fjöll- um enda höfðu þeir áður gert henni ljóst að þeir kærðu sig ekki um „gyð- ingabastarðinn“. Jozefa hélt örvænt- ingarfullri leit sinni áfram og nokkrum dögum síðar frétti hún að kona frá öðrum bæ í hér- aðinu hefði fundið Ewu og tekið hana með sér. „Amma fór þangað að leita að dóttur sinni en fann hana ekki. Hún fór meðal annars í klaust- ur og á munaðarleysingjahæli en allt kom fyrir ekki. Staða hennar var skelfileg á þessum tímapunkti; öll fjölskylda hennar horfin.“ Jozefa var að vonum smeyk að umgangast gyðinga í Sambor af ótta við að einhver bæri kennsl á hana og henni yrði komið um borð í næstu lest. Hún notaði því peninga frá mág- konu sinni til að kaupa fæðingarvottorð af pólskri konu, sem tilheyrt hafði látinni systur konunnar, og komst með þeim hætti yfir pólskt vegabréf sem sýndi fram á pólsk- arískan uppruna, Jozefa Komarowska. Það ’Hann var barinn til banaaf úkraínskum kaupa-mönnum fyrir þær sakir aðhann var á göngu með vini sínum, pólskum presti. 2.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Mjög yfirgripsmikil dagskrá sem er ætluð áhugafólki um menningu, listviðburði og heimsóknir á glæsileg söfn. Farið verður á óperusýningu, sinfóníutónleika og ballet auk heimsókna á hin heimsfrægu listasöfn Fabergé, Katrínarhöllina og Hermitage í Vetrarhöllinni. Auk þess árdegisverður á Belmond Grand Hotel sem er einstök upplifun. Flogið með Icelandair til Helsinki og ferðast þaðan báðar leiðir til og frá St. Pétursborg. Gist verður á hinu glæsilega Hotel Nevsky Palace 5* sem er staðsett í miðborg- inni. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson í samstarfi við Pétur Óla Pétursson. *Aukagjald fyrir gistingu í einbýli er 40.800 kr. Allar nánari upplýsingar á Niko ehf | sími: 783-9300 - 783-9301| Email: hotel@hotelbokanir.is | Kt. 590110-1750 Hámenningarferð til St. Pétursborgar og Helsinki 10. – 16. mars 2020 Hótelbókanir.is kynna með stolti glæsilega menningarferð til einnar fallegustu og stór- brotnustu borgar Evrópu, St. Pétursborgar. 6 nætur 7 dagar Verð á mann 249.500* Örfá sæti laus Síðustu forvöð að tryggja sér sæti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.