Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 10
É g lenti í smá niðurskurði en annars er ég bara góður, þakka þér fyrir,“ svarar Ásgeir Guð- mundsson, þegar ég slæ á þráðinn til hans og ámálga viðtal. Sannarlega ein leið til að orða það en tilefni viðtalsins er einmitt téður „niðurskurður“; annar fóturinn var sumsé tekinn af Ásgeiri fyrir neðan hné vegna blóðeitrunar seint á síð- asta ári en hann hafði lengi glímt við sýkingu í fætinum sem var afleiðing áverka sem hann hlaut í flugslysi sem hann lenti í sumarið 2009. Ásgeir er kominn á ról eftir að- gerðina, sem framkvæmd var í Lúx- emborg, og tekur glaðbeittur á móti mér í íbúð sinni sem er á tólftu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi. Hann geng- ur óstuddur innandyra en styðst við hækjur þegar hann fer út og er í miðjum klíðum í endurhæfingu á Grensási en kemst allra sinna ferða án teljandi vandræða. „Ég er aðeins smeykur við hálkuna, verð ég að við- urkenna, það yrði vesen að bein- brjóta sig núna,“ segir Ásgeir sem gengur vel að laga sig að sínu nýja lífi. Um síðustu helgi skrapp hann meira að segja á þorrablót Íslend- ingafélagsins í Lúxemborg. Slasaðist mjög illa Forsaga málsins er sú að 2. júlí 2009 slasaðist Ásgeir alvarlega í flugslysi í Selárdal nálægt Vopnafirði, þegar Cessna 180-vél sem hann og vinur hans, Hafþór Hafsteinsson, voru í flaug á rafmagnsvír steinsnar frá veiðihúsinu Hvammsgerði. Hafþór lést í slysinu. „Ég slasaðist mjög illa og var haldið sofandi í tíu daga. Það brotn- uðu mörg rif og eitt stakkst inn í annað lungað, hitt lungað féll saman og báðir fætur brotnuðu illa, auk þess sem ég missti andlitið, bók- staflega. Helmingur þess lá út á hlið. Ég var svo heppinn að fyrstu aðilar sem komu á vettvang kunnu til verka; annars væri ég ekki hér. Þór- dís Kjartansdóttir lýtalæknir saum- aði andlitið á mig aftur og á þriðju viku fór ég að verða nógu vel áttaður til að spyrja um Haffa. Heimurinn hrundi þegar ég heyrði að hann væri dáinn,“ segir Ásgeir sem man ekkert eftir slysinu. Eftir nokkrar vikur á spítala lá leið Ásgeirs á Grensás, þar sem hans beið löng og ströng endurhæfing. Hann þurfti meðal annars að læra að ganga upp á nýtt. „Ég var á algjör- um byrjunarreit og ældi eins og múkki við það eitt að lyfta mér upp. Þetta tók sinn toll og ég fór úr 110 kg niður í 87 kg. Starfsfólkið á Grensási býr yfir ótrúlegri þol- inmæði en auk þess að hjálpa manni að ná líkamlegum bata er það í mik- illi sálgæslu. Í mínu tilviki tók lang- an tíma að taka til í andlegu deild- inni.“ Þeir Hafþór voru perluvinir; kynntust á unglingsárum og lærðu að fljúga saman. „Haffi var algjör öðlingur, mikill húmoristi og frábær trommuleikari. Hans er sárt sakn- að.“ Með sama sárið frá 2016 Smám saman komst Ásgeir til heilsu. Eitt mein gekk þó erfiðlega að græða, sár undir hæl hægri fótar. Blóðstreymi niður í fætur er skert eftir slysið og hann fékk sýkingu eft- ir sýkingu. Ásgeir hafði verið með sama sárið á hælnum frá sumrinu 2016 og síðasta vor var hann í fullri alvöru farinn að hugleiða hvort af- limun væri ekki eina leiðin til að ná bata. „Sárið lokaðist aldrei almenni- lega; það kom ekki fylling að innan og hællinn er afskaplega vondur staður fyrir krónísk sár, maður er alltaf að djöflast á þessu.“ Það gekk svo langt að hann hafði upp á og hitti Skúla Kristinsson sem missti annan fótinn í slysi fyrir nokkrum árum og notar upp frá því gervifót. „Það var alveg magnað,“ segir Ásgeir og sýnir mér myndband í símanum sínum frá fundinum, þar sem vonlaust er að sjá á göngulagi Skúla að hann sé með gervifót. Læknar í Lúxemborg, þar sem Ásgeir hefur dvalist mikið gegnum tíðina en hann vann lengi sem flug- stjóri hjá Cargolux, vildu þó prófa að græða í hann nýjan hæl áður en til aflimunar kæmi. Það var í maí á síð- asta ári. „Hællinn kom úr beina- banka, sem ég vissi ekki að væri til, og aðgerðin heppnaðist vel, jafnvel þótt ég sé hálfgerður skíthæll,“ segir hann brosandi. Flug frá helvíti Enn plöguðu sýkingar í hælnum Ás- geir og sár sem hann fékk í Namibíu síðasta haust, en þar er hann að reisa sér hús, gerði að lokum út- slagið. 11. nóvember átti Ásgeir tíma hjá lækni í Lúxemborg en var orðinn mjög veikur vegna blóðeitrunar, þegar hann hélt af stað frá Namibíu. Fyrsti leggurinn var frá höfuðborg- inni Windhoek til Addis Ababa í Eþí- ópíu með Dreamliner-vél Ethiopian Airlines og var eftirvæntingin mikil, þar sem Ásgeir hafði ekki í annan tíma flogið með slíkri vél. „Það flug var frá helvíti enda þótt ég væri í fyrsta farrými. Ég gat hvorki borðað né drukkið og fór fljótlega að ofanda og kasta upp. Datt loks út og þegar ég rankaði við mér stóðu allt að tíu manns yfir mér; flugfreyjur, tveir norskir hjúkrunarfræðingar og meira að segja skurðlæknir. Ég bað þau nú að bíða aðeins með hann,“ segir Ásgeir sposkur. Hann var fluttur með súrefni og í hjólastól inn í flugstöðina í Addis Ababa en þriggja tíma bið var eftir næsta flugi, til Frankfurt, með Air- bus 350, sem hann hlakkaði líka til að fljúga með. Ásgeiri leið aðeins betur en þá reis annað vandamál. „Ég átti ekki að fá að fara með til Frankfurt; var sagður of veikur. Þá tók gamli hrokafulli kafteinninn sig upp og ég sagði þvert nei. Ég ætti tíma hjá lækni í Lúx og yrði að kom- ast á staðinn. Eftir japl, jaml og fuð- ur var samþykkt að hleypa mér um borð en áður varð ég að skrifa undir plagg þess efnis að ég myndi greiða kostnaðinn úr eigin vasa ef beina þyrfti vélinni annað vegna veikinda minna.“ Ásgeir var svo heppinn að sessu- nautur hans í fluginu til Frankfurt var þýskur hjúkrunarfræðingur ný- komin frá Erítreu sem ugglaust hef- ur séð margt verra um dagana. „Hún gaf mér verkjastillandi lyf og ég svaf mestalla leiðina. Þetta var mun auðveldara flug en hið fyrra.“ Þú ert ekki að fara héðan? Við komuna til Frankfurt var Ásgeir orðinn býsna brattur og gat ekið sjálfur á bílaleigubíl til Lúx- emborgar. Þar býr hann hjá félaga sínum sem leist víst rétt mátulega á útganginn á honum þegar Ásgeir datt í hús árla morguns. Hann náði að halla sér aðeins áður en hann fór að hitta lækninn, Hoffmann að nafni, um hádegisbil. „Ég þekki Hoffmann ágætlega og hann talaði enga tæpi- tungu við mig: „Þú ert ekki að fara héðan, lagsi!“ Þetta var orðið það slæmt að nýrun voru nánast hætt að virka. Ég var því settur beint í að- gerð. Í fyrstu ætluðu þeir að freista þess að komast fyrir blóðeitrunina en þegar ég vaknaði eftir þá aðgerð seinna um daginn vissi ég strax hvað klukkan sló; það sat hópur sérfræð- inga í kringum mig. Jæja, ég er bara „dead man laying“! En það var ekki eftir neinu að bíða og ég gaf þeim leyfi til að skera fótinn af mér. Við Hoffmann höfðum rætt þann mögu- leika um vorið.“ Aðgerðin heppnaðist vel og dag- inn eftir barst Ásgeiri góður liðsauki en Ebbi bróðir hans flaug utan frá Íslandi til að veita honum stuðning. „Ég vildi ólmur fá að eiga fótinn en læknarnir sögðu það ekki koma til greina og báru fyrir sig spítala- reglur. Ég hélt hins vegar áfram að suða í þeim og sagði þeim bara að sjóða hann; ég hefði gert það við ófáa antilópuhausana í Afríku. Á endanum benti einn læknirinn mér á Ásgeir Guðmundsson flugstjóri við þriggja sæta flugvélina sem hann er að smíða ásamt félögum sínum í Mosfellsbæ. „Lenti í smá niðurskurði!“ Hægri fóturinn var tekinn af Ásgeiri Guðmundssyni, flugstjóra og veiði- manni, fyrir neðan hné í nóvember, vegna þrálátrar sýkingar og blóðeitr- unar. Hann er kominn á ról á ný á gervifæti og horfir björtum augum fram á veginn – með létta lund og húmor að vopni. „Ég segi að ljón hafi étið af mér fótinn og ég síðan kæft það. Það hljómar betur en blóðeitrun,“ segir hann. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ásgeir með gervifót- inn frá Össuri á heimili sínu í Kópavogi. Morgunblaðið/RAX VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.