Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 24
anu. Æfingin hefst á því að leikmenn- irnir eiga að halda boltanum en um leið og þeir missa hann þurfa þeir að aðlagast.“ Og þjálfarateymið hamrar á þess- um skilningi, aftur og aftur. „Um leið og liðið missir boltann þá heyrið þið mig, Jürgen eða Pete hrópa: Hey!! Vinnið hann til baka!! Ekki hætta!! Það heyrist alla leið til Manchester,“ segir hann hlæjandi. „Þeir verða að skilja hvers vegna þetta er svona mikilvægt. Að leikur okkar gangi út á kraft og tilfinningu. Ákafi er okkar kennimark. Við komum aftur að þessu á hverri einustu æfingu og það er það sem heillar mig við þjálfunina; með þessum hætti má hvetja til hjarðhegðunar og efla liðsheildina. Fyrir það lifi ég.“ Hætti sjálfur sautján ára Jafnvel þó að Lijnders sé aðeins 36 ára býr hann að talsverðri reynslu sem þjálfari. Sjálfur neyddist hann til að leggja skóna á hilluna sautján ára gamall vegna hnémeiðsla og sneri sér þá að þjálfun. Ferillinn hófst hjá áhugamannaliðinu SVEB í Hollandi en þaðan lá leiðin til PSV, þar sem hann þjálfaði ungmenni. Árið 2007 hélt Lijnders til Porto, þar sem hann þjálfaði unglingaliðið og stýrði þró- unarmálum. Eftir nokkur ár í Portú- gal sýndi Manchester United honum mikinn áhuga en ekki varð af þeim vistaskiptum eftir að Sir Alex Fergu- son settist í helgan stein. Ajax sá Lijnders líka sem heppilegan fulltrúa akademíunnar sinnar en í staðinn fór hann til Liverpool og tók við 15 og 16 ára liðum félagsins. Ári síðar var hann orðinn þjálfari hjá aðalliðinu. Lijnders býr að margra ára reynslu en eigi að síður hafa leik- menn hans oftar en ekki áhrif þegar hann hannar nýjar æfingar. „5 gegn 2-reiturinn er gott dæmi. Við köllum hann raunar Milly-reitinn núna, eftir að ég fékk innblástur frá James Mil- ner, vegna þess að hann náði knett- inum alltaf eftir örfáar sendingar. Hann var ótrúlega snöggur og lyfti einbeitingunni á æfingunni upp í nýj- ar hæðir. Ég hugsaði með mér: Hvernig get ég bryddað upp á reglu þar sem allir framkvæma þessa æf- ingu með sama ákafa? Þannig varð til hvatinn fyrir þessa tvo í miðjunni að ná boltanum innan sex sendinga. Þetta er þín hugmynd, sagði ég við Milly, og hinir leikmennirnir fíluðu það í botn.“ Lijnders hefur tröllatrú á fyr- irmyndum og að knattspyrnustjórinn og fyrirliðarnir endurspegli félagið. „Hjarta liðsins er hjarta þjálfarans. Þannig að karakter þjálfarans verður karakter liðsins til lengri tíma litið. Þannig er það vegna þess að ekkert vopn er sterkara en þitt eigið for- dæmi. Sé ég agaður þjálfari þarf ég ekki að aga leikmennina. Fyrirlið- arnir okkar Hendo [Jordan Hend- erson] og Milly, ásamt Virgil [van Dijk] eru mjög agaðir sem aftur þýð- ir að ekki þarf að aga hópinn í heild. Til er gamalt spakmæli eignað Theo- dore Roosevelt: „Öllum er sama hvað þú veist þangað til þeir vita hversu miklu máli það skiptir þig.“ Jürgen þykir mjög vænt um leikmannahóp- inn og starfsmennina í kringum hann og leikmenn drekka mun meira af speki manns í sig þegar þeir finna hversu kærir þeir eru manni. Þannig að þetta snýst fyrst og síðast um sambandið milli þjálfarans og liðs- ins.“ Viljum stjórna ferðinni Lijnders er sannfærður um að sterkt gagnkvæmt samband geri leikmönn- unum hægara um vik að tileinka sér heimspeki félagsins. Og sú sýn hverf- ist um að leika knattspyrnu í sinni sókndjörfustu mynd. „Við einblínum iðulega á okkur sjálfa og að gera at- lögu að andstæðingnum með bolta en þó sérstaklega án bolta; þetta er elt- ingaleikur í 95 mínútur. Við viljum stjórna ferðinni gegn öllum liðum og leikinn út í gegn. Þess vegna viljum við leika á vallarhelmingi andstæð- ingsins, negla hann niður og spila sjálfir með fjölbreyttum hætti frá öftustu línu. Við þurfum að vera mjög ágengir þegar við missum boltann. Þau augnablik kalla á mikla ákefð, án þess að menn tapi einbeitingunni. Þannig viljum við spila gegn Bör- sungum úti, gegn Börsungum heima, hvar sem er, gegn hverjum sem er.“ Þeirra eigin áherslur, þeirra eigin leikur er vitaskuld miðlægur á hverri einustu æfingu Liverpool en þess utan þurfa þjálfararnir að huga að hinum smæstu atriðum í leik and- stæðingsins hverju sinni og finna þannig leiðir til að ná frumkvæðinu. Má þar nefna svæði sem andstæð- ingurinn kann að skilja eftir ber- skjölduð eða aðra veikleika sem hægt er að færa sér í nyt. „Ég reyni iðulega að flétta þessa þætti inn í æf- ingarnar án þess að leikmennirnir gefi því sérstakan gaum. Mörg lið aðlaga leik sinn þegar þau mæta Liverpool; þau fórna til dæmis mið- herja til að valda sexuna okkar, þannig að kerfið þeirra breytist úr 4- 4-2 í 4-5-1. Eða þau tefla fram fimm mönnum aftast. Ég hygg að 75% andstæðinga okkar í úrvalsdeildinni breyti einhverju í uppstillingu sinni fyrir leiki gegn okkur.“ Fyrsta veturinn sem hann var hjá Liverpool, að þjálfa í akademíunni í Kirkby, var Lijnders annað veifið boðið til Melwood af þáverandi knatt- spyrnustjóra, Brendan Rodgers, til að ræða um hápressu og túlkun hans á 3-4-3-leikkerfinu. „Það er ósvikið hollenskt „total football“-kerfi, sem að mínu mati gefur manni besta möguleika á að geirnegla andstæð- inginn á hans eigin vallarhelmingi. Það hvetur leikmenn til að taka meira frumkvæði.“ Lijnders heillaði Rodgers með taktísku innsæi sínu og eftir aðeins eitt tímabil hjá Liverpool var honum boðið að vinna með aðalliðinu. Lijnd- ers þáði boðið en hélt áfram góðum tengslum við unglingastarfið og bjó meðal annars til hóp hæfileikamanna úr ýmsum árgöngum. Einn af þeim sem komið hafa gegnum það starf er Trent Alexander-Arnold, sem hefur fest sig í sessi sem lykilmaður í aðal- liðinu. Klopp sótti hann aftur Skömmu eftir að Lijnders hafði verið hækkaður í tign þurfti Rodgers að yfirgefa félagið en Jürgen Klopp átt- aði sig fljótt á því, þegar hann tók við keflinu, að hann hafði erft ungan og efnilegan þjálfara í Lijnders og hélt honum sem aðalliðsþjálfara. Svo virt- ist sem að þeir bættu hvor annan upp með nálgun sinni og taktískri kunn- áttu. Fyrir vikið sá Klopp eftir Lijnd- ers þegar hollenski þjálfarinn þáði starf hjá annarrar deildar liðinu NEC í heimalandi sínu veturinn 2017-18. En merkilegt nokk, þá var Klopp fljótur að gera félaga sínum nýtt tilboð. „Hann vildi að ég kæmi aftur og gerðist aðstoðarþjálfari hans og hafði á orði að við myndum í sam- einingu bera ábyrgð á starfinu innan félagsins. Það fór ekkert á milli mála hvað hann vildi. Hann var sann- færður um að geta stuðlað að enn meiri framförum hjá liðinu og að við gætum unnið frækilega sigra saman. Sjálfur var ég með skýra mynd af því í höfðinu hvernig þetta yrði útfært; á þessu tiltekna augnabliki rann það upp fyrir mér,“ segir Lijnders. Hann ákvað að ganga að tilboði Klopps enda þótt hann hefði rétt haf- ið störf í Hollandi. „Jürgen á auðvelt með að hreyfa við fólki. Hann veit ná- kvæmlega hvað hann vill og þetta símtal sannfærði mig.“ Og Liverpool hefur bara bætt sig síðan; taktíkin er sveigjanlegri og ákefðin meiri, sem leiddi til sigurs í Meistaradeild Evrópu og HM fé- lagsliða og nú blasir Englandsmeist- aratitillinn við liðinu eftir þrjátíu ára hlé. Klopp hefur margoft lýst aðdáun sinni á Lijnders og sá síðarnefndi sparar ekki stóru orðin þegar talið berst að hinum þýska félaga hans. „Hæfnin til að skilja og breyta leikn- um er ekki öllum gefin. Maður getur verið leiðtogi, haft æfingarnar á hreinu, en þegar öllu er á botninn hvolft þarf þjálfari að geta breytt leikjum og það getur Jürgen svo sannarlega gert. Leikaðferð hans er mjög skýr og það tekur hann ekki nema nokkrar mínútur að lesa í ólík- ustu aðstæður sem kunna að koma upp.“ Leysir vandamál áður en þau koma upp Lijnders nefnir útileikinn gegn Barcelona í fyrra sem dæmi. „Við töpuðum 3:0 en eftir leikinn hafði Jürgen þetta að segja í klefanum: „Eina liðið í heiminum sem getur snúið þessari stöðu gegn Barcelona sér í vil erum við.“ Þessi fullyrðing lyfti mannskapnum, ekki síst vegna þess hvernig við höfðum spilað þetta kvöld. Leikmennirnir þurftu bara að ganga í áttina að þjálfaranum til að líða betur.“ Að sögn Lijnders er þetta af- bragðsdæmi um mælsku Klopps. „Hann leysir vandamál áður en þau koma upp. Sér hluti fyrir. Í upphafi vikunnar á hann til að nefna hvað gæti mögulega farið úrskeiðis og tryggir síðan að það gerist ekki. Hvað varðar leiðtogahæfileika og hvatningu þá er hann einn sá besti í heiminum.“ Lijnders viðurkennir að tengslin á milli þeirra Klopps séu meira en bara fagleg. „Þegar maður starfar á svona háu getustigi þá þarf mikið traust að vera til staðar milli manna. Þetta er miklu meira en faglegt samband, þetta er ákveðin tenging. Við tölum mikið saman og rökræðum.“ Stundum hittast þeir heima hjá hvor öðrum en oftast fara þessir fundir fram á Melwood. Þeir eyða jafnvel frítíma sínum saman en á æf- ingasvæðinu er paddle-tennisvöllur í glerbúri sem er sérhannaður fyrir Lijnders og Klopp. Þeir eru miklir aðdáendur þeirrar íþróttar. „Þetta er blanda af tennis og skvassi og út af glerbúrinu er boltinn alltaf í leik. Völlurinn er gerður fyrir tvo gegn tveimur og maður glímir ekki aðeins við andstæðinginn, heldur líka við sjálfan sig.“ Upphaflega stóð til að reisa völlinn við heimili þeirra en þeir bjuggu á þeim tíma nálægt hvor öðrum en þeim þótti betra að hafa hann á æf- ingasvæðinu. „Þetta er geggjað. Við leikum að jafnaði tvisvar eða þrisvar í viku, stundum oftar,“ segir Lijnders. Þessir æsispennandi leikir eru kærkomin hvíld frá amstri dagsins. „Að grípa í spaðann milli funda og æfinga er frábær leið til að slaka á. Hægt er að spila þennan leik án 100% einbeitingar. Best er að hugsa um alls ekki neitt á meðan við spilum; við slíkar aðstæður fær maður stund- um hugmynd að frábærum lausnum á tilteknum vanda.“ Horfir fram en ekki aftur Í huga Lijnders snýst knattspyrna um að horfa fram á veginn, ekki til baka. „Ég segi gjarnan að menn séu ekki eins góðir og síðasti leikur, held- ur sá næsti. Það er út af því að maður getur haft áhrif á þann leik.“ Í öllu sem Hollendingurinn tekur sér fyrir hendur er undirbúningur lykilatriðið. Og hann hefur lært að minnstu smáatriði geta skipt mestum sköpum. Daginn sem Barcelona kom í heimsókn í fyrra sendi hann starfs- fólki á Anfield skilaboð um að gefa boltakrökkunum fyrirmæli um að skila boltunum eins hratt og unnt er til leikmanna. „Þau geta ráðið úrslit- um í kvöld; hver einasti maður þarf að vera uppi á táberginu,“ skrifaði Lijnders. Og það borgaði sig. Fjórða og síð- asta markið sem réði úrslitum kom eftir að Trent Alexander-Arnold fékk boltann hratt frá boltadreng og gat tekið hornspyrnuna strax á Divock Origi sem renndi knettinum í markið. Þannig að úrslitaleikurinn, sem margir héldu að væri fokinn út í veð- ur og vind, varð að veruleika sem gerði Lijnders kleift að halda áfram vinnunni sem hann var þegar byrj- aður á vegna uppgjörsins í Madríd. Það var ekki nema 21 sekúnda liðin af úrslitaleiknum þegar hann gerði sér grein fyrir því að sú vinna hafði borgað sig. Púslið var gengið upp. Leikmenn Liverpool hampa Evrópubikarnum í Madríd síðasta vor. Mikið mæðir á knattspyrnustjóra og fyrirliða Liverpool og Lijnders segir að Jürgen Klopp og Jordan Henderson séu innilega starfi sínu vaxnir. AFP Arthur Renard er sjálfstætt starfandi blaðamaður í Hollandi AFP 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2020 KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.