Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 14
Þ að berast stundum sérkennileg erindi inn á borð blaðamanna. Í síðustu viku hafði samband hol- lenskur maður sem kom til Ís- lands 1986 til að vinna að tísku- verkefni fyrir þá vel þekkt barnatísku- fyrirtæki, Barbara Farber og Pointer. Dekkers rak þá lítið auglýsingafyrirtæki og var fenginn til að stjórna þessu tísku- verkefni. Hann sá um að velja íslensk ung- menni sem áttu að sitja fyrir fyrir auglýs- ingar sem birtust seinna í tískutímariti og bæklingum sem fóru víða um Evrópu. Til- gangurinn var að kynna nýju vetrartískuna 1986-1987 og hvar var betra að mynda hana, en einmitt á Íslandi! Dekkers kolféll fyrir Íslandi og kom nokkrum sinnum til landsins eftir þessa fyrstu heimsókn en hafði ekkert komið síð- an 2012. Sonur hans ákvað að bjóða honum óvænt í helgarferð til Íslands og í þetta sinn ákvað hann að rifja upp gamlar minn- ingar úr fyrstu ferðinni. Dekkers mundi enn glöggt eftir ferð sinni árið 1986 en heimsókn hans og hans teymis vakti töluverða athygli í fjölmiðlum. Skrifaðar voru greinar í helstu dagblöð landsins með myndum af Dekkers og hinum ungu íslensku fyrirsætum að störfum. Ein þeirra sem valin voru er hin kunna leikkona Elma Lísa Gunnarsdóttir. Ein- hverra hluta vegna mundi Dekkers sérlega vel eftir henni en hún var aðeins tólf ára vorið 1986. Dekkers hringdi í blaðamann og bað hann um að hafa uppi á Elmu Lísu; hann langaði svo að hitta hana aftur. Hann hafði ekki hugmynd um að hún væri lands- þekkt leikkona en var ekki hissa á að hún hefði náð langt á sínu sviði. Blaðamaður hringdi í Elmu Lísu og bar upp erindið sem henni þótti að vonum frek- ar skondið. Hún var til í endurfundina og mættum við því upp á hestabúgarðinn Lax- nes, þar sem Dekkers var staddur hjá vin- um. Stúlka með metnað Það blés hressilega þegar við stigum út úr bílnum við Laxnes og rigningin barði á okk- ur. Reffilegur maður á sjötugsaldri, með hrokkið hár og gleraugu, rauk út á hlað á móti okkur. „Ert þetta þú, Elma Lísa! Má ég fá að faðma þig?“ segir Dekkers og Elma Lísa, hálfringluð yfir þessum endurfundum, tók á móti stóru faðmlagi. Dekkers ljómaði af gleði að hitta Elmu Lísu aftur eftir meira en þrjá áratugi. Við drifum okkur inn úr rigningunni og settumst niður í kaffistofu sem er samtengd hesthúsinu. Í loftinu var ilmandi hrossalykt sem sumum þykir víst góð. Við vöndumst henni fljótt yfir kaffibolla og blaðamaður lét lítið fara fyrir sér á meðan þau endurnýj- uðu kynnin. „Þú hefur ekkert breyst!“ segir Dekkers við Elmu Lísu. „Ekki þú heldur,“ svarar hún brosandi. „Ég frétti að þú værir þekkt á Íslandi. Ég er þekktur í Hollandi en ekki eins og þú,“ segir hann og hlær. „Ég elska Ísland og er alltaf með „heimþrá“ hingað.“ „Manstu hvar við vorum við tökur?“ spyr Elma Lísa og þau leggjast yfir gamla bækl- inga og myndir frá tískumyndatökunum. „Já, það var við Hafnarfjörð eða einhvers staðar á milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur, við vatn,“ rifjar Dekkers upp. „Í mínum huga var það langt uppi í sveit!“ segir Elma Lísa. „Við tókum fullt af myndum á mörgum stöðum. Ég man mjög vel eftir þér frá okkar fyrstu kynnum. Þegar krakkarnir komu á Hótel Sögu að sækja um þá sá ég hvernig þú fylgdist með mér allan tímann, með vökulu auga. Ég ákvað að velja þig og það var vel valið,“ segir Dekkers og brosir. „Já og litla systir mín var þar líka; hún var líka valin. Hún var yngst allra, bara níu ára,“ segir Elma Lísa og á við Nínu Björk Gunnarsdóttur, nú ljósmyndara. „Ég man svo vel eftir þér; þú varst svo opin og alls ekki feimin. Ég man að ég hugsaði; „þarna er stúlka með metnað, hún mun ná langt“. Þetta var mín fyrsta upp- lifun af þér, ég get svarið það! Hvað finnst þér um það?“ spyr hann Elmu Lísu. „Það er gaman að heyra. Ég man að mér fannst mjög gaman að taka þátt í þessu; ég skemmti mér vel.“ Fyrirsætuferillinn hófst Dekkers dregur fram myndir og sýnir Elmu Lísu. „Þetta var fyrir tískumerkið Barbara Farber, sem var hágæðatíska á þessum tíma. Ég tók allar myndir og hann- aði allt saman, en á þessum tíma var ekkert photoshop,“ segir hann. „Hérna er systir mín; hún var lang- minnst!“ segir Elma Lísa og bendir á mynd af Nínu Björk. Blaðamaður skýtur inn í að báðar syst- urnar hafi töluvert setið fyrir á sínum yngri árum. „Minn ferill sem fyrirsæta hófst þarna. Ert þetta þú, Elma Lísa! Morgunblaðið/Ásdís Hollenski listhönnuðurinn, kvikmyndagerðarmaðurinn og ljósmyndarinn Martie Dekkers kom hingað fyrst árið 1986 til að mynda íslensk ungmenni fyrir evrópska vetrartísku. Ein fyrirsætanna var Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona sem þá var tólf ára. Dekkers kom til landsins um daginn og bað Morgunblaðið að hafa uppi á Elmu Lísu sem hann mundi vel eftir. Það var auðsótt mál og hittust þau á ný, 34 árum eftir tískuverkefnið mikla. Svo sannarlega urðu það skemmtilegir endurfundir. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Elma Lísa Gunnarsdóttir og Martie Dekkers hittust aftur 34 árum eft- ir að hún sat fyrir hjá honum árið 1986. Þá var Elma Lísa aðeins tólf ára og man hún vel eftir þessu skemmtilega ævintýri. ENDURFUNDIR 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.