Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2020 KNATTSPYRNA Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is fram á Sadio Mané. Í báðum tilvikum sést glögglega hvernig við stað- settum okkur til að geta unnið seinni boltann og leituðum strax að Sadio í opna svæðinu bak við öftustu línuna,“ útskýrir Lijnders. Þannig lagði sérhvert smáatriði drög að frábæru niðurlagi tímabils- ins. Í huga Lijnders var það eins og púsluspil sem gengur upp. „Leiðin að Meistaradeildarsigrinum var engu lík. Taka þarf óteljandi ákvarðanir á svona vegferð og sem betur fer gengu margar þeirra upp í Meist- aradeildinni á síðustu leiktíð. Við ux- um við hverja raun, þjálfarar og leik- menn, og af því er ég sérstaklega stoltur. Ekki endilega bikarnum sem slíkum. Auðvitað mun hann setja mark sitt á líf okkar um ókomna tíð en leiðin að honum var ótrúleg. Það er útilokað að bera saman liðið sem hóf keppnina og liðið sem lauk henni.“ Lijnders tekur dæmi frá æf- ingavellinum, Melwood, til að útskýra betur hvernig þjálfarateymið vinnur saman dags daglega. „Jürgen [Klopp] er leiðtogi og andlit liðsins, maðurinn sem mótar karakter liðsins og hvetur alla til dáða. Hann er líka framsækinn og stöðugt að huga að næsta skrefi og hvernig við getum bætt okkur. Pete [Peter Krawietz] ber ábyrgð á grein- ingunni og undirbýr allt sem snýr að myndböndunum sem við sýnum leik- mönnunum. Sjálfur er ég ábyrgur fyr- ir þjálfunarferlinu. Í sameiningu ákveðum við hvaða þætti í leik liðsins við viljum þróa og í framhaldinu út- færi ég æfingarnar. Þetta er í raun alls ekki flókið; hverfist um að hvetja leikmennina, andlega og líkamlega, til þess að vinna boltann hratt og örugg- lega og eins framarlega á vellinum og hægt er. Að þessu grunnatriði komum við aftur og aftur á æfingum. Við þjálfararnir erum stöðugt að leita leiða til að láta leikmennina bregðast hratt við og gera þá meira skapandi.“ Stöndum alltaf saman Fátt skilgreinir Liverpool betur í samtímanum en hápressan. Lijnders hærri girðingar til að enginn sæi neitt. Þetta var réttri viku fyrir úr- slitaleikinn og við undirbjuggum okkur með nákvæmlega sama hætti og við ætluðum að gera þann dag.“ Púsluspil sem gekk upp Liverpool lagði varalið Benfica 3:0 og lyfti Evrópubikarnum viku síðar eftir 2:0 sigur á Tottenham. „Þegar horft er á aðdraganda fyrsta marksins í báðum leikjum, sem kom snemma, sér maður augljóst mynstur; við vinnum knöttinn á miðjum vellinum og komið er með langa sendingu Löngu áður en Liverpool komst íúrslitaleik MeistaradeildarEvrópu í fyrra var Pepijn Lijnders búinn að undirbúa mögu- legt lokauppgjör í Madríd. Enn átti eftir að leika undanúrslitaleikina tvo við Barcelona en aðstoðarþjálfari Jürgens Klopps var eigi að síður bú- inn að velta fyrir sér hvernig best væri að búa liðið undir úrslitaleikinn. Hann íhugaði þann möguleika að bjóða öðru liði sem hefði burði til að líkja eftir stíl annaðhvort Ajax eða Tottenham Hotspur, til að gefa Liv- erpool hugmynd um hvað biði liðsins næði það að bylta Börsungum. Staðsetningin lá þegar fyrir. Veð- urskilyrði á Marbella eru áþekk því sem þekkist í Madríd, auk þess sem auðveldara yrði að fljúga með annað lið á staðinn á laun. Lijnders var með allt á hreinu. „Kæmumst við í úrslita- leikinn mátti ég til með að skipu- leggja leik því annars hefðu liðið þrjár vikur án gagnlegrar keppni. Mig langaði að mæta sambærilegum andstæðingi og þeim sem við kynn- um að glíma við í Madríd en hug- myndin var að bjóða liðinu til að æfa í þrjá eða fjóra daga eins og við vildum að það léki gegn okkur í vináttu- leiknum,“ segir Lijnders í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Þegar upp var staðið borgaði erf- iðið sig og rúmlega það þar sem Liv- erpool komst í úrslitin eftir að hafa snúið þriggja marka forskoti Barce- lona sér í vil. Úrslitaleikurinn blasti við og nú gat Liverpool útfært planið í hitanum í æfingabúðunum í Mar- bella. Í millitíðinni höfðu þeir samið við varalið Benfica um að heimsækja þá til Spánar. „Varalið Benfica mætti á svæðið og heimsókninni var haldið vandlega leyndri. Við efndum til kynningar fyrir þjálfarann þeirra um það hvernig þeir yrðu að leika. Það yrði að vera eins og Tottenham, með föstu leikatriðin þeirra, knatt- spyrnulegt inntak og varnarskipulag. Leikurinn fór fram fyrir luktum dyr- um. Við settum meira að segja upp vinnur stöðugt að því að betrumbæta líkanið og hjálpa leikmönnunum að ná fullkomnu valdi á kerfinu. Sem dæmi má nefna að stundum gildir sú regla þegar skorað er á æfingu að markið telur ekki nema allir leik- menn liðsins sem skoraði séu komnir fram yfir miðju. „Markmiðið er að hvetja liðið til að færa sig hratt fram og gera sig klárt til að setja pressu á andstæðinginn. Hápressa gengur aldrei upp nema liðið vinni saman sem ein heild. Menn segja að Liver- pool sé gott í hinu og þessu en mín af- staða er sú að það sem geri okkur góða sé sú staðreynd að við stöndum alltaf saman, í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.“ Að sögn Lijnders eru æfingarnar af ýmsum toga. „Tökum gamla góða reitinn sem dæmi, sem er í reynd pressuaðferð, fimm fyrir utan og tveir inni í hringnum. Okkar leikur hverfist um hreyfingu og hraða, þannig að fimmmenningarnir eru á stöðugri hreyfingu í útjaðri reitsins. Gaurarnir tveir í miðjunni eiga hins vegar að ná boltanum innan sex sendinga. Heppnist það geta þeir báðir farið út úr hringnum á sama tíma en ef ekki þá fer bara sá sem vann boltann út. Þetta gerum við til að bæta pressuna okkar sem gengur út á að stöðva andstæðinginn strax á fyrstu sendingunum.“ Lijnders segir þessa æfingu til þess fallna að efla einbeitingu leik- manna og Liverpool notar gjarnan fleiri afbrigði af henni, svo sem æf- ingu þar sem tvö þriggja manna lið etja kappi við eitt þriggja manna lið, þangað til hið síðastnefnda vinnur knöttinn og skiptir um leið við liðið sem tapaði honum. Tilgangurinn með þeirri æfingu er að skipta ört og dvelja ekki við vonbrigðin sem fylgja því að missa knöttinn. Lijnders er ekki í vafa um að þess- ar æfingar hjálpi til við að móta liðið enda beiti það samskonar aðferðum í leikjunum sjálfum. „Menn verða að byrja á því að skilja þýðingu hápress- unnar fyrir liðið. Þeir verða að skynja þetta, ekki með höfðinu, heldur hjart- Pepijn Lijnders og Mohamed Salah fagna einum af fjöl- mörgum sigrum Liverpool á yfir- standandi vetri. AFP Menn eru eins góðir og næsti leikur „Ekkert vopn er sterkara en þitt eigið fordæmi,“ segir Pepijn Lijnders, hinn hollenski aðstoðarþjálfari Liverpool, í viðtali við Sunnudagsblað Morgun- blaðsins og bætir við að samheldnin sé öðru fremur lykillinn að einstökum árangri liðsins að undan- förnu. Lijnders veitir hér innsýn í hugmyndafræði og æfingarútínu Rauða hersins og segir frá farsælu samstarfinu við hershöfðingjann, Jürgen Klopp. Arthur Renard info@arthurrenard.nl

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.