Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2020 STILLANLEGT RÚM C&J Platinium botnar með Serta Therapyst dýnum 2 x 100 x 200 Aðeins 435.000 kr. Fullt verð 619.800 kr. DÚNDUR LOKATILBOÐ 184.800 KR. ÞÚ SPARAR FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 STILLANLEG RÚM • HEILSURÚMOG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL. 60%AFSLÁTTUR ALLT AÐ ÚTSALA VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN UNDRI HEILSUINNISKÓR DÚNVÖRUR Í MIKLU ÚRVALI SÆNGURFÖT MIKIÐ ÚRVAL TIME OUT HÆGINDASTÓLAR LOKAHELGIN LÝKUR Á LAUGARDAGINN 15. FEB. Í þáttaröðinni Andrar á flandri leggja nafnarnir og sjónvarpsmennirnir Andri Freyr Viðarsson úr þátt- unum Andri á flandri og Andri Freyr Hilmarsson úr Með okkar augum land undir fót og er ferðinni heitið til Bretlandseyja. Þar freista þeir þess að hitta átrúnaðargoð Andra Freys Hilmarssonar, Mr. Bean. Á meðan Andri Freyr Viðarsson reynir að komast í samband við leikarann Rowan Atkinson nota nafnarnir tímann og skoða sig um á Bretlandseyjum. Kristófer Dignus leikstýrir þáttunum sem framleiddir eru af HD productions í samstarfi við RÚV. Í fyrsta þættinum heimsækja nafnarnir þekktan töku- stað úr þáttunum Mr. Bean við suðurströnd Englands, berja Stonehenge augum, biðja drottin um styrk í sögu- frægri kirkju og fylgjast með fólki hlaupa niður brekku á eftir osti. Andri Freyr og Andri Freyr hress- ir á Bretlandi. Ljósmynd/RÚV And(r)a að sér Bretlandi Andrar á flandri og leitin að Mr. Bean nefnist ný þáttaröð í sex hlutum sem hefur göngu sína fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi á RÚV. Morgunblaðið spurði áleit- innar spurningar um miðjan febrúar 1960: Eru íslenskar stúlkur þrælar tískunnar? Til að leita svara sneri blaðið sér til þriggja „blómarósa í höf- uðborginni“. Þegar Anna Þrúður Þor- kelsdóttir flugfreyja heyrði fyrstu fréttirnar af tískunni þetta árið datt henni í hug þessi vísa eftir Hannes Haf- stein: Fegurð hrífur hugann meira, ef hjúpuð er. Svo andann gruni ennþá fleira en augað sér. „En það verður víst að við- urkennast að ég er eins og flest annað kvenfólk – þótt ótrú- lega margar hér á landi vilji ekki viðurkenna það – ákaflega veik fyrir tízkunni, og nýju tízkuna for- dæmi ég ekki að óséðu. – Að vísu fer ég fyrst að hlæja, þegar ég sé konu klædda samkvæmt nýjustu tízku, en næsti kjóll, sem ég fæ mér, er, við skulum segja „ófullkomin“ eftirlíking af nýju tízkunni,“ sagði Anna Þrúður. Einn kost hafði hún þegar komið auga á í hinni nýju tísku. „Það er að engin takmörk virðast fyrir því, hvað kven- fólkið á að vera langt og mjótt og þar af leiðandi hækka að líkindum hæl- arnir á skónum. Mér finnst skór ekki vera skór nema með háum hæl og það örmjóum. Og skór skipta ekki svo litlu máli í heildar- klæðaburðinum. Mér virð- ist íslenzkar stúlkur um of gleyma því,“ bætti Anna Þrúður við. GAMLA FRÉTTIN Eru stúlkur þrælar tískunnar? „Það er ekki nóg að vel sé vandað til ytri klæðn- aðar ef það sem fyrir innan er er eintómt hismi,“ sagði Anna Þrúður Þorkelsdóttir árið 1960. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Ben Kingsley leikari Jón Sveinsson, Nonni rithöfundur Egill Ólafsson tónlistarmaður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.