Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 12
sú fyrri býr meira að segja hérna rétt hjá. Sannast þar hið fornkveðna, að maður kynnist ekki konu fyrr en maður skilur við hana.“ Eins og þeir sem komnir eru á þennan stað í viðtalinu hafa þegar gert sér grein fyrir þá býr Ásgeir Guðmundsson að léttri lund, einhver myndi jafnvel segja að hann væri grallaraspói. Og það hefur hjálpað honum, frekar en hitt, í hremming- unum á umliðnum mánuðum og ár- um. „Jú, jú, maður má ekki tapa gleðinni. Ég segi til dæmis að ljón hafi étið af mér fótinn og ég síðan kæft það. Það hljómar betur en blóð- eitrun,“ segir hann sposkur. Við höfum þegar talað um „nið- urskurð“ en Ásgeir notar líka kinn- roðalaust orðið „fótsnyrting“ um að- gerðina. Og ef honum dytti í hug að setja á laggirnar nýtt flugfélag (allt- af spurn eftir því hér um slóðir) þá myndi það vitaskuld heita Bone Air. Svo er það uppáhaldskvikmyndin hans, Footloose. Hver önnur? Ykkur að segja þá fer þannig orð af Ásgeiri að félagi hans sem vakti athygli mína á honum, ráðlagði mér að fara til fundar við hann á gúmmí- buxum. Nú? „Þú átt örugglega eftir að pissa í þig úr hlátri.“ Algjör kraftaverkamiðstöð Ásgeir er tæplega hálfnaður í tveggja mánaða endurhæfingu á Grensási. „Þetta er bara eitt af þessum verkefnum sem maður þarf að takast á við í lífinu. Í mínum huga er þetta 50% líkamlegt og 50% andlegt. Ég hef enn ekki dott- ið í þunglyndi enda bý ég núna að því að hafa gengið áður í gegnum erfiða endurhæfingu. Síðast kom ég með sjúkrabíl á Grensás og bor- inn inn á börum en núna kom ég mér sjálfur í hjólastól. Ég var bú- inn að ræða þennan möguleika, það er aflimun, við Ingu Friðriksdóttur á Grensási áður, en flestir sem fá gervifætur fara í endurhæfingu til hennar, og hún hefur veitt mér ómetanlegan stuðning, eins og ann- að starfsfólk á Grensási. Þetta er algjör kraftaverkamiðstöð og of- boðslega gott að vera þarna enda þótt ég óski engum þess að kynnast því af eigin raun. Þetta er annað skiptið hjá mér – og vonandi það seinasta,“ segir Ásgeir sem glaður gengst við nýja viðurnefninu sínu, Geiri Grensás. Þar sem hann starfaði hjá Cargo- lux þegar hann slasaðist hefur Ás- geir þegið slysa- og örorkubætur ytra og ber kerfinu vel söguna. „Ég hef það bærilegt en nóg er nú samt þegar maður lendir í svona áföllum þó að maður þurfi ekki að hafa fjár- hagsáhyggjur líka. Þjóðfélagið í Lúx er ákaflega vel upp byggt og öfugt við það sem við þekkjum hér heima þá er öryrkjum og ellilífeyrisþegum ekki refsað fyrir að taka að sér svo- litla vinnu. Það er umhugsunarvert fyrir okkur.“ Þorirðu í bíltúr? Að því sögðu hugsar Ásgeir sér til hreyfings. „Þorirðu í bíltúr með mér?“ spyr hann skyndilega. Já, auðvitað. Hann býr aftur um stubbinn til að geta smeygt honum í gervifótinn. „Þetta venst, eins og að klæða sig í sokka. Það þýðir ekkert að væla yfir því.“ Með lítilsháttar tilfæringum í bílnum er hann byrjaður að keyra á ný sem færir honum að vonum auk- ið frelsi. Leiðin liggur upp í Mos- Ásgeir er mikill veiðimaður og býr að veglegu safni uppstopp- aðra dýra frá Afríku og víðar. Morgunblaðið/RAX VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2020 Ásgeir kom fyrst til Namibíu í kringum alda- mótin, þegar hann var að fljúga fyrir Cargo- lux. Verandi skotveiðimaður fram í fing- urgóma mátti hann til með að reyna sig við villibráð af ýmsu tagi. „Þetta var oft fjögurra til fimm daga stopp í Afríku og í stað þess að láta sér leiðast inni á hóteli greip ég að sjálf- sögðu í byssuna. Það er ekkert að því að veiða á fullum dagpeningum,“ segir hann sposkur. Gestir á heimili Ásgeirs í Kópavoginum fara ekki varhluta af veiðidellunni en allir veggir eru meira og minna þaktir uppstoppuðum dýr- um af öllum stærðum og gerðum sem hann hef- ur skotið um dagana, auk þess sem hann er með rauðan sand úr Kalahari-eyðimörkinni á einum vegg í stofunni. Ásgeir kolféll fyrir Namibíu og fyrir sex ár- um hóf hann að reisa sér hús á landareign bónda nokkurs í Kalahari-eyðimörkinni. Hlaut það að vonum nafnið Kalahari Igloo, eða Snjó- húsið í Kalahari. Það er 300 fermetrar að Snjóhúsið hans Ásgeirs í Namibíu. stærð og með stráþaki. „Ég hef verið að dunda mér við þetta seinustu árin enda vil ég alls ekki taka Íslendinginn á þetta og skulda í þessu. En ég má bara vera þarna í þrjá mánuði á ári, jafnvel þótt ég sé hvítur, ríkur og fallegur.“ Hann brosir. Ásgeir dregur fram ljósmyndir af húsinu og nágrenni þess sem er engu líkt í miðri eyði- mörkinni, sannkölluð vin. „Eins og þú sérð þá byggði ég húsið á stærstu sandöldunni. Þú get- ur ímyndað þér hvað ég er vel gefinn.“ Nostrað er við hvert smáatriði í húsinu. „Hönnunarhomminn í mér stökk út úr skápn- um og þetta hefur verið alveg svakalega gam- an. Maður getur leyft sér ótrúlegustu hluti enda verðlag allt annað í Namibíu en á Ís- landi.“ Úti í garði er laug full af sandi, réttnefnd sandlaug, en til stendur að breyta henni í sund- laug á næstunni. Svo er grillaðstaða á verönd- inni. Að sögn Ásgeirs eru engin hættuleg dýr þarna á sveimi, mest antilópur, og lítið fer fyrir hvimleiðum skordýrum. Gestir hans sofa gjarnan undir berum himni úti á sandöldunni og hann ræsir þá svo með morgunmat í bítið. Einu sinni laust eldingu niður í tré í grennd- inni og eftir það fékk Ásgeir sér eldingavara. Ásgeir fer gjarnan með fjölskyldu og vini með sér til Namibíu, auk þess sem hann starf- rækir lítið ferðaþjónustufyrirtæki, IceHunt. „Ég hef verið að fara með fámenna hópa með mér til Namibíu og sníð þá ferðalagið að þörf- um hvers og eins hóps. Sumir vilja skjóta antil- ópu, aðrir veiða hákarl, enn aðrir skoða sig um og heimsækja frumbyggja og einhverjir bara drekka gin og tónik. Svo er hægt að fljúga í loftbelg í Sossusvlei í Namib-eyðimörkinni sem er ótrúleg upplifun sem ég mæli hiklaust með.“ Næsta ferð með gesti verður að óbreyttu um páskana og svo ætlar Ásgeir með yngstu syni sína tvo í sumar. Snjóhús í eyðimörkinni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.