Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 11
poka á sjúkrastofunni sem ég mætti hafa með mér heim. Hann þóttist ekki vita hvað í honum væri en á daginn kom að það var sköflungs- beinið sem skorið var burtu. Ég fékk sem sagt mínu framgengt og beinið er hérna í frystinum. Nú þarf ég bara að láta forverja það og kaupa mér góðan kassa utan um það, svo það geti verið hér til sýnis. Er það ekki hámark sjálfhverfunnar?“ Hann brosir. Morfín í stað áfengis Ásgeiri leið ágætlega á spítalanum í Lúxemborg enda allur matur af matseðli og gat hann skotið á sig morfíni þegar verkirnir sóttu að. „Ég bragðaði ekki áfengi í tvo mán- uði en var á mor- fíni í staðinn – sem eru ekki svo slæm býtti,“ segir hann glottandi. Réttum mánuði eftir aðgerðina kom Ásgeir heim til Íslands, Ragnar vinur hans Arnarson flugstjóri sótti hann út. Hann hélt svo utan aftur í byrjun. janúar að sækja fót frá Öss- uri sem hann varð að nálgast ytra vegna tryggingamála. Kom svo al- kominn 12. janúar síðastliðinn. Þá gekk hann líka fyrstu skrefin á nýja gervifætinum. „Þetta var daginn sem fárviðrið geisaði og við sátum föst í vélinni í þrjá klukkutíma í Keflavík. Ég þekkti flugstjórann, Ólaf Bragason, og meðan við biðum ákvað ég að ganga fram og heilsa upp á hann. Vel fór á því en við Ice- landair eigum það auðvitað sameig- inlegt að það var hægri gírinn sem gaf sig,“ segir Ásgeir sposkur og vís- ar þar í atvikið þar sem lending- arbúnaður einnar vélar félagsins gaf sig fyrir skemmstu. Draugaóþægindi, eins og Ásgeir vill kalla það, eru kunn hliðarverkun aflimunar og hann hefur ekki farið varhluta af þeim. Hann spennir gervifótinn frá og lyftir hnénu. „Sjáðu, núna er ég að kreppa tærnar og teygja úr ristinni.“ – Og finnur alveg fyrir því? „Já, algjörlega. Þetta er stór- furðulegt. Ég bað þau á Grensási að útvega mér sær- ingamann til að losa mig við draugaverkina en það varð einhver misskilningur; þau komu með sæð- ingamann. Hann dugði skammt.“ Hann glottir. Á fjóra syni með tveimur konum og einum manni Ásgeir vill nota tækifærið og þakka baklandi sínu fyrir stuðninginn í veikindunum undanfarna mánuði, bæði hér heima og í Lúxemborg, þar sem hann á marga góða vini. Hann býr einn en á fjóra syni með tveimur konum og einum manni, eins og hann orðar það. „Ég á sumsé þrjá syni og einn stjúpson,“ segir hann, beðinn að útskýra þetta flókna fjöl- skyldumynstur nánar. „Ég er svo heppinn að eiga í góðu sambandi við bæði Ex 1 og Ex 2 og kviðmág minn;Morgunblaðið/RAX ’ Það flug var fráhelvíti enda þótt égværi í fyrsta farrými.Ég gat hvorki borðað né drukkið og fór fljótlega að ofanda og kasta upp. 16.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður - Við erum hér til að aðstoða þig! - • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.