Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.2. 2020 LÍFSSTÍLL Gígja er að gera það gott þessa dagana með ljósmyndirnarsínar sem birst hafa m.a. í Urban Outfitters, H&M, OldNavy, Target og fleiri stöðum. Gígja hefur víðtæka menntun, bæði í markþjálfun, hestafræðum frá Háskólanum á Hól- um og í ljósmyndun. Hún bjó um árabil í Bandaríkjunum þar sem hún vann við markaðssetningu, tamningar og þjálfun á íslenska hestinum. „Ég er bóndadóttir af Mýrunum og var hálfgerður indíanakrakki í bernsku. Alin upp á hestbaki og meira og minna í sveitinni. Tenging mín við náttúruna og sveitina er því mjög sterk. Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir að vera úti í náttúrunni og í kringum dýr. Sem barn þá fór ég alltaf í langa göngutúra í sveitinni og oftar en ekki út í stóð, þar sem ég gleymdi mér alveg. Það er eitthvað svo yndislegt við það að bara sitja og fá vera með þessum fallegu skepnum eða kúra hjá þeim.“ Allir vissu að hún kæmi aftur heim Gígja segir mikil forréttindi að alast upp á þennan hátt. Þá sér í lagi þar sem enginn var að kippa sér upp við það þó hún væri horfin. „Allir á heimilinu vissu hvar ég var og að ég myndi að lokum koma heim. Mér skilst að ég hafi verið mjög svo einrænt og utan- gátta barn, enda til nokkrar skemmtilegar sögur af mér úr sveit- inni. Svo fór ég að taka með mér myndavél í þessar gönguferðir þegar ég varð unglingur og fann mig algjörlega. Ég held að í raun- inni sé þetta mín leið til að hreinsa hugann, að vera með hestunum, úti í náttúrunni og í núinu.“ Gígja segir sjónarhorn knapans einstakt. „Það er sem dæmi algjör heppni að ná góðri ljós- mynd á mikilli ferð, en svo skemmtilegt þegar það tekst. Svo er líka mjög spenn- andi að mynda í sérstökum aðstæðum eins og brjáluðu veðri, eins að sameina hesta og fallega náttúru á mynd. Ég fékk t.d. að fara ríðandi inn í Jökulgil í Landmanna- laugum í haust í fylgd með leitarmönnum. Ég held að ég hafi aldrei á ævi minni komið á svona fallegt svæði.“ Margt hægt að læra af hestinum Þegar kemur að hestunum og innsæi þeirra segir Gígja að til séu margar sögur af hestum sem hafa bjargað eigendum sínum frá því að verða úti í ill- viðrum með því að rata á óskiljanlegan hátt heim. „Einnig eiga þeir það til að standa í höm (stilla sér upp í röð) fyrir óveður þó að enn sé logn úti. Þá veit maður að það er von á smá hvessingi. Ég hef reynt þetta sjálf með ratvísina þar sem ég hef villst í svartaþoku, þá létum við hestana gjörsamlega ráða ferðinni þar sem við fórum framhjá keldum, yfir á og leirur og enduðum á bæjarhlaðinu þrátt fyrir að hafa villst af leið.“ Gígja leggur áherslu á að vera eins sönn og hún getur í lífinu. Hún reynir að setja athyglina á það sem veitir henni hamingju hverju sinni. „Án allra hindrana væri ég að ferðast um heiminn og skapa sturl- að skemmtilegar minningar með börnunum mínum og láta eitthvað gott af mér leiða á sama tíma. Fjallamennska, skíði og hestaferðir væru í hámæli. Reyndar hefur mig alltaf langað til að læra chi gong, ég myndi pottþétt vera í útlegð einhvers staðar í svoleiðis at- hvarfi með einhverju svaka gúrúi. Jógaferð til Balí er líka ofarlega á lista í mínu lífi.“ Gígja er mikil fjölskyldukona og er umkringd fjölskyldu og vin- um daglega. Kærleikur, tryggð, ást og fjölskyldan eru einkunnar- orð hennar og til að halda í hamingjuna reynir hún að velta sér ekki upp úr hlutum sem skipta engu máli í stóra samhenginu. Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir er bóndadóttir af Mýrunum. Hún er alin upp eins og indíánastelpa og segir það mikil forréttindi að geta týnt sér í náttúrunni án þess að fólk væri að spá í hvar hún væri niðurkomin. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Ljósmyndir/Gígja Einarsdóttir „Var hálfgert indíánabarn í æsku“ Ljósmyndir eftir Gígju Einarsdóttur eru á hótelherbergjum víða um heiminn. Hestar geta ratað heim við ólíklegustu aðstæður. Gígja segir innsæi hesta einstaklega mikið. Ljósmyndir Gígju vekja athygli víða. Gígja Einars- dóttir er mikið náttúrubarn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.