Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.02.2020, Blaðsíða 17
við af tilvitnunum og slíku. Þriðja bindið er 870 síður auk tilvitnana. Charles Moore, hinn sérstaki og opinberi höfundur bókanna, hefur unnið frábært verk. Hin opinbera staða og atbeini frúarinnar tryggði honum aðgang að fjölskyldum og fyrirmönnum austan hafs og vestan. Fyrrverandi forsetar og aðrir æðstu menn Banda- ríkjanna, Rússlands og Evrópu veittu óheftan að- gang að skriflegum gögnum sem aðrir hafa ekki haft aðgang að í sama mæli. Bækurnar hafa fengið mikið lof og úr öllum stjórnmálalegum áttum. Í öðru bindinu er sérlega áhugaverður kafli sem tengist Höfðafundi Reagans og Gorbachevs. Bjargið bombunni Kaflinn heitir Save the Bomb og fjallar um afvopn- unarmálin fyrir og í aðdraganda fundarins og í kjöl- far hans. Reykjavíkurfundurinn er hann jafnan kall- aður þar. Þessi fundur var ákveðinn með skömmum fyrir- vara eins og þekkt er. Hugmyndin um fundarstaðinn var að leiðtogarnir mættust á miðri leið. Það var sovétleiðtoginn sem stakk upp á London eða Reykjavík. Bandaríkjamönnum kom þetta þægi- lega á óvart þar sem þarna var um tvö Natoríki að ræða. En hvers vegna var Reykjavík valin? Íslenska sag- an hefur verið þessi: Fljótlega höfðu Bandaríkja- menn staðnæmst við London eða Reykjavík. Fá- mennið á Íslandi og skortur á hótelum til að taka við þeim þúsundum sem fylgdu fundi af þessu tagi veikti þó tillöguna um Reykjavík. En Reagan hjó á hnút- inn. Hann mun hafa gert það með þessum hætti á fundi með sínum mönnum: Mér þykir ekki eins vænt um neinn leiðtoga og Margréti. En í London mun þessi góða vinkona mín ekki aðeins anda sífellt ofan í hálsmálið á mér. Hún mun anda upp í ermarnar og upp í skálmarnar ef ekki vill betur. Ég get ekki bætt þessu öllu við það álag sem það er að eiga fundi með leiðtoga Sovétríkjanna um alvarlegustu mál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Vandamálin í Reykjavík sem þið talið um munu leysast. Í Reykja- vík er Nick Ruwe, vinur okkar sendiherra. Enginn er snjallari skipuleggjandi en hann. Hann mun leysa þessi vandamál sem þið hafið áhyggjur af. Bókin Þessi þáttur birtist aðeins öðruvísi í bókinni. Hinn kurteisi George Schulz, sem var utanríkisráðherra Reagans, sagði að það hefði virkilega freistað forset- ans að ákveða London sem fundarstað, því að þá hefði Thatcher getað setið fundinn, en hann hefði átt- að sig á því að það væri ekki viðeigandi. Höfundur bókarinnar segir að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að fallast á tillögu um Reykjavík vegna þess að sá staður væri mun einangraðri. Frú Thatcher kallaði fundinn oftast: Jarðskjálft- ann í Reykjavík. Í kaflanum koma skýringar á háls- málsönduninni sem lögð var Reagan í munn. Breski forsætisráðherrann taldi og óttaðist að Bandaríkin hefðu verið á röngu róli og fjarri því raunhæfu varð- andi hugmyndir um eyðingu allra kjarnorkuvopna. Það væru vissulega hagsmunamál Sovétríkjanna, en alls ekki hinna vestrænu bandamanna. Hún fyrirleit afstöðu Evrópuríkjanna til málsins sem hún taldi stafa eingöngu af ótta og hann stýrði einnig vilja þeirra til að kaupa sig frá málinu með uppgjöf. Hún hafði margrætt þessa afstöðu sína við Reag- an, og sendi honum að auki löng handskrifuð bréf sem hann hafði svarað með sama hætti. Hún var ekki í vafa um að afstaða hennar og hin sanna og nána vinátta hennar og Reagans forseta hefðu að lokum stýrt þessum málum í réttan farveg. Í kaflanum kemur glöggt fram að hún taldi sig ekki hafa neitt einasta gagn af því að ræða þessi mál við utanríkisráðherra sinn, Geoffrey Howe, svo hún sleppti því. Þeirra samstarf átti síðar eftir að enda með ósköpum sem sköðuðu hana. Ólík vígstaða Ekki eru nein tök á að rekja atriði þessa kafla nánar. En nefna skal þó tvo áhugaverða búta. Hinn 8. október, aðeins þremur dögum fyrir fund- inn í Höfða, skrifar Reagan forseti til frú Thatcher: „Markmið mín í Reykjavík eru að styrkja líkur þess að væntanlegur fundur okkar tveggja í Bandaríkj- unum skili efnislegum árangri. Ég á von á því að þessi fundur okkar verði á persónulegum nótum (pri- vate) og málefnalegur (businesslike). Ég geri ekki ráð fyrir neinum formlegum samningum.“ En höfundur bókarinnar segir í framhaldinu: En það var hins vegar Gorbachev, höfundur þessa frum- fundar æðstu manna heims, sem ætlaði sér að varpa þar fram hinu óvænta. Hann vitnar þessu til stað- festingar til ummæla leiðtogans á fundi Æðstaráðs Sovétríkjanna, eins og þau höfðu verið skrifuð niður af nánum ráðgjafa hans: Gorbachev varaði félagana við því að „ef Reykjavík skilar ekki árangri þá verð- um við dregnir inn í vopnakapphlaup sem við stönd- umst ekki og við munum tapa, því að við erum nú þegar komnir að endimörkum þess sem geta okkar leyfir“. Sjálfsagt eru það ekki mjög margir sem munu lesa ævisögu, þótt um stórmerka persónu sé, sem er vel rúmlega 2.000 síður. En það er ekki líklegt að annað form myndi skila betur svo forvitnilegu efni sem snertir svo marga og ólíka hópa og einstaklinga eins og þessi gerir. Lifi bókin. Og það sem lengst. Morgunblaðið/Eggert 16.2. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.