Morgunblaðið - 02.03.2020, Qupperneq 1
landi. Um 300 manns eru nú í
sóttkví.
Þeir þrír sem greinst hafa með
veiruna hér á landi eru búsettir á
höfuðborgarsvæðinu.
Harðari aðgerðir hér
Líðan þeirra sem greindust með
veiruna í gær er góð, að því er fram
kemur í tilkynningu frá almanna-
varnadeild ríkislögreglustjóra, en
þau sýna dæmigerð einkenni sjúk-
dómsins.
Helgi Bjarnason
Viðar Guðjónsson
Þorsteinn Ásgrímsson
Þrjú tilfelli af kórónuveirunni hafa
nú verið staðfest hér á landi. Annað
og þriðja tilfellið voru staðfest í gær.
Báðir einstaklingarnir höfðu verið á
skíðum á Ítalíu og komu til landsins
á laugardag með flugvélum Ice-
landair, annar er karlmaður sem
kom frá Veróna á Ítalíu en hinn er
kona sem kom frá München í Þýska-
„Við teljum nauðsynlegt að stöðva
faraldurinn frá byrjun í samræmi við
viðbragðsáætlanir sem við höfum
haft frá upphafi. Samkvæmt þeim
ætluðum við að bregðast hart við
þegar fyrstu tilfellin kæmu upp til að
stöðva útbreiðsluna sem best,“ segir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
um aðgerðir stjórnvalda. Þær felast í
því að útvíkka áhættusvæði vegna
kórónuveirunnar úr fjórum héruðum
á Norður-Ítalíu yfir á landið allt.
Fólki er ráðið frá því að fara þangað
að nauðsynjalausu og allir sem það-
an hafa komið frá því í fyrradag,
sama hvaðan og eftir hvaða leiðum,
eru beðnir um að fara í sóttkví. Þór-
ólfur segir að Íslendingar hafi með
þessu gripið til harðari aðgerða en
nágrannaþjóðirnar.
Vika eftir af sóttkvínni
Maður og kona sem nýlega dvöldu
í skíðaferð á Ítalíu höfðu í gær verið í
sóttkví í viku eftir að konan sýndi
flensulík einkenni. Áætla þau að vera
í viku til viðbótar í sóttkví. Sýni úr
konunni reyndist þó neikvætt. Mað-
urinn segir að þau hafi ekki getað
hitt börn sín síðan þau komu heim en
þau dvelja hjá föður barnanna.
Hann segir að m.a. hafi aðrir í fjöl-
skyldunni aðstoðað þau með því að
fara út í búð og kaupa í matinn fyrir
þau. „Maturinn var settur á tröpp-
urnar fyrir utan. Það er reglan og við
förum bara eftir því,“ segir hann.
Þrjú tilfelli kórónuveiru greind
Fólk sem kom úr skíðaferðum frá
Veróna og München greindist í gær
„Við teljum nauðsynlegt að
stöðva faraldurinn frá byrjun“
Fjölskyldan kemur með mat
á tröppur fólks sem er í sóttkví
MKórónuveira »2, 4, 12 & 13
M Á N U D A G U R 2. M A R S 2 0 2 0
Stofnað 1913 52. tölublað 108. árgangur
SPÁÐ GÓÐU
GENGI Í
ROTTERDAM EINSTAKUR Á HEIMSVÍSU
INNGRIP
Í GALLERÍ
GRÓTTU
HELLIRINN JÖRUNDUR 10 LISTSÝNING 29DAÐI OG GAGNAMAGNIÐ 11
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég man ekki eftir jafn sterkri byrjun á ári. Afla-
brögð eru góð og fiskurinn stór og vel á sig kominn.
Það fer saman við að allir markaðir eru galopnir og
þess vegna hefur gengið vel að vinna aflann og
selja,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hf. í
Grindavík.
Nokkrar frátafir hafa verið frá veiðum vegna
veðurs, sérstaklega fyrstu tvær vikur ársins. „Afl-
inn hefur verið mjög góður í febrúar og þá daga
sem við náðum að róa í janúar. Við náðum 14 róðr-
um í febrúar sem er ágætt miðað við árstíma en
margir róðrar hafa verið ansi erfiðir,“ segir Krist-
inn Arnberg Kristinsson, skipstjóri á Daðey
GK-777, línubáti Vísis. Hann var að landa í Grinda-
vík í fyrradag þegar tíðindamaður Morgunblaðsins
kom við á bryggjunni. Afli dagsins var 21 tonn og
þurfti áhöfnin að fara tvær ferðir til að koma aflan-
um í land. Kristinn segir að þeir hafi landað 157
tonnum í febrúar sem gera rúm 11 tonn að með-
altali í róðri og er hann ánægður með það.
Kristinn segir að fiskurinn hafi verið stærri en
undanfarin ár. Það sé oft svo í upphafi árs en svo
gangi minni fiskurinn þegar loðnan nálgist.
Vísir er með allar gerðir af vinnslu, selur fisk-
inn ferskan úr landi, frystan eða saltaðan. Segir
Pétur að þess vegna sé hægt að taka á móti öllum
fiski. Mikil eftirspurn sé á öllum mörkuðum. Hann
er einnig ánægður með afurðaverðið, segir að það
hafi verið jafnt og gott. Segir hann við því að búast
að verð fyrir ferskan fisk lækki þegar vertíð hefst í
Noregi en þá eigi Vísir þann möguleika að frysta
meira og salta.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rígaþorskur Kristinn Arnberg Kristinsson skipstjóri hampar 25 kílóa þorski sem kom á línuna í góðum róðri Daðeyjar GK frá Grindavík á laugardag.
Öflugt upphaf vertíðar
Aflabrögð eru góð og þorskurinn stór og vænn Framkvæmdastjóri Vísis segir
að markaðirnir taki jafnóðum við öllum afurðum Fiskverð er gott og stöðugt
Félagskerfi landbúnaðarins verð-
ur einfaldað og félagseiningum
fækkað um helming, nái tillaga
nefndar sem unnið hefur að heildar-
endurskoðun félagskerfisins fram að
ganga. Tillagan verður lögð fyrir
búnaðarþing í dag.
Lagt er til að stofnuð verði Sam-
tök landbúnaðarins og þau mynduð
úr Bændasamtökum Íslands og fyr-
irtækjum landbúnaðarins sem eru í
Landbúnaðarklasanum. Einfalda á
bændahluta samtakanna með því að
fækka samtökum sem eiga aðild að
Bændasamtökunum úr 27 í 14. Meðal
annars verður búnaðarsamböndum
fækkað úr ellefu í fjögur. »9
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ræktun Allir bændur munu geta átt aðild.
Félagskerfi bænda
verði einfaldað
Sendiherra-
stöður verða
framvegis aug-
lýstar og um-
sækjendum gert
að uppfylla
ákveðin skilyrði
sem kveðið er á
um í lögum, nái
frumvarp Guð-
laugs Þórs Þórð-
arsonar utanrík-
isráðherra um breytingar á reglum
um skipan sendiherra fram að
ganga. Þetta kemur fram í aðsendri
grein hans í blaðinu í dag. Kveðið
verður á um hámarksfjölda sendi-
herra, sem nemur 120% af fjölda
sendiskrifstofa, en með því mun
sendiherrum fækka töluvert frá því
sem nú er. »15
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Sendiherrastöður
verði auglýstar