Morgunblaðið - 02.03.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.2020, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020 Vetrarsól er umboðsaðili 40 ár á Íslandi Sláttuvélar Snjóblásarar Sláttutraktorar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fjölskyldufaðir sem er í sóttkví eft- ir að hafa dvalið á Ítalíu í skíðaferð segist sjálfur hafa sett sig í sam- band við Heilsugæsluna eftir að kona hans fann til flensulíkra ein- kenna tveimur dögum eftir heim- komu. Í framhaldinu kom læknir íklæddur sóttvarnarbúningi sem tók sýni úr henni til að athuga hvort hún bæri kórónuveiruna. Það reyndist neikvætt og voru veikindi hennar af öðrum toga. Þau þurfa samt að vera í sóttkví í 14 daga. Að sögn mannsins voru þau búin að vera heima við í eina viku í gær og höfðu þau á þeim tíma ekki haft bein samskipti við nokkurn mann. „Við fórum í gegnum þau svæði sem eru skilgreind sem sýkt svæði, en skíðasvæðið, Madonna, var ekki innan þess svæðis,“ segir fjölskyldufaðirinn. Þó ber að taka það fram að í gær skilgreindi rík- islögreglustjóri alla Ítalíu sem hættusvæði. „Svo þegar við komum heim þá var mikil umræða um veir- una og við byrjuðum á því þegar við komum til landsins að spyrja heilsugæsluna að því hvort við ætt- um að fara í sóttkví. Okkur var í fyrstu sagt að ekki væri ástæða til þess þó við hefðum ferðast í gegn- um flugvöll sem var á þessu sýkta svæði. Svo fékk fjölskyldumeðlim- urinn hita og þá var okkur eiginlega skipað að fara í sóttkví. Við tókum það að sjálfsögðu alvarlega,“ segir hann. Minnti á geimfara Að sögn mannsins kom læknir á bíl merktum heilsugæslunni og tók strokur úr konu hans. „Hann fór í einhvern sóttvarnarbúning og kom inn til okkar og minnti einna helst á geimfara,“ segir maðurinn kíminn. Þá segir hann að ekki hafi verið tekið sýni úr honum þrátt fyrir að hann óskaði þess, sökum þess að hann sýndi engin einkenni. Með mat heim að dyrum Þrátt fyrir að sýni konunnar hafi verið neikvætt og að konan sé orðin frísk þurfa þau að vera í sóttkví í 14 daga. „Við bara hlýðum því sem okkur er sagt að gera,“ segir hann. Aðspurður segir maðurinn að þau hafi m.a. stytt sér stundir með því að fara í bíltúra. „Maður má reynd- ar ekki vera í sameigninni en við förum bara varlega í gegnum hana til að komast í bílinn,“ segir hann. Þá segir maðurinn að aðrir í fjöl- skyldunni hafi aðstoðað þau með því að fara út í búð og kaupa í mat- inn fyrir þau. „Maturinn var settur á tröppurnar fyrir utan. Það er reglan og við förum bara eftir því,“ segir hann. Hann segir að það fari vel um þau í sóttkvínni en verst sé að geta ekki hitt þrjú börn þeirra sem búa á heimilinu. Þau voru hjá pabba sín- um á meðan þau voru í skíðaferð- inni. Samskiptaforritið Facetime hafi þó komið að góðu gagni. Skoða heimasíðu landlæknis Að sögn mannsins hafa þau sótt sér allar upplýsingar sem þau þurfa á heimasíðu landlæknis. Þá hafi læknirinn sem tók sýnastrokuna sett sig í samband við þau og sent til þeirra tölvupóst með leiðbein- ingum um það hvernig þau eiga að bera sig að í sóttkvínni. Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Costco Mikilvægt er að huga að hreinlæti. Hér má sjá starfsmann Costco spritta innkaupakerru í versluninni. Geta ekki hitt börnin vegna sóttkvíarinnar  Hafa verið í sóttkví í viku eftir skíðaferð til Ítalíu Þrjú tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómi hafa ver- ið staðfest hér á landi. Í gær voru tvö ný tilfelli staðfest skv. tilkynningu frá almannavörnum. Annars vegar í karlmanni á sextugs- aldri og hins vegar í konu á fimmtugs- aldri. Konan kom til landsins frá München en hafði verið í skíðaferð á Ítalíu líkt og maðurinn en hann flaug hingað beint frá Veróna á Ítalíu. Smit mannsins var staðfest síðdeg- is í gær en smit konunnar var staðfest af veiru- og sýklafræðideild Landspít- ala í gærkvöldi. Þau tilfelli sem greind voru í gær tengjast bæði flugferðum á vegum Icelandair til landsins. Sótt- varnalæknir hefur, í samráð við al- mannavarnir og borgaraþjónustu ut- anríkisráðuneytisins, skilgreint gjörvalla Ítalíu sem hættusvæði. Þýskaland er hins vegar ekki skil- greint hættusvæði. Því er ekki talin þörf á sóttkví fyrir þá farþega sem komu frá München með Icelandair í gær nema þá sem komu frá Ítalíu. Líðan þeirra sem greindust með veiruna í gær er góð, skv. tilkynningu frá almannavörnum en þau sýna dæmigerð einkenni sjúkdómsins (hósti, hiti og beinverkir). Allir þrír einstaklingarnir sem greindir hafa verið með veiruna eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Um 300 manns eru nú í sóttkví á landinu. Meðal þeirra eru 180 manns sem komu til landsins á laugardag frá Ver- óna. Var tekin sú ákvörðun í gær af al- mannavörnum að setja alla þá far- þega í 14 daga sóttkví. Smitrannsóknateymi almanna- varna og sóttvarnalæknis hóf í gær að setja sig í samband við þá farþega sem útsettir voru fyrir smit í flugvél- inni og upplýsa þá um helstu stað- reyndir í tengslum við COVID-19, persónulegt hreinlæti og síma 1700. Ef þeir fá einkenni frá öndunarfær- um innan 14 daga, sérstaklega með hita, skulu þeir hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslu símleiðis en ekki mæta óboðaðir á sjúklingamóttökur Geta haft samskipti Víðir Reynisson hjá almannavörn- um segir að maðurinn sem greindur var í gær hafi verið í hópferð. Unnið sé að því að rekja upptök sýkingar- innar. Hópurinn sem hann ferðaðist með sé ekki undir sérstöku eftirliti, heldur nái þetta til allra farþega úr fluginu frá Veróna. Eingöngu verði sýni tekin úr þeim sem sýni flensulík einkenni. „Það er mjög mikilvægt að hafa það í huga að þegar talað er um sóttkví þá getur fólk alveg verið í samskiptum við aðra fjölskyldumeð- limi t.a.m, þó að þeir hafi ekki verið í flugvélinni, svo lengi sem fólk er ein- kennalaust,“ segir Víðir. vidargudjons@gmail.com Um 300 manns komnir í sóttkví  Tvö ný tilfelli af kórónuveirunni staðfest hér á landi í gær  Fólk beðið um að hafa eingöngu samband ef það verður vart við flensulík einkenni  Gjörvöll Ítalía skilgreind sem hættusvæði  Líðanin góð Morgunblaðið/Eggert Viðbúnaður Líðan þeirra sem greinst hafa með veiruna er sögð vera góð. Viðar Guðjónsson vidargudjons@gmail.com Haraldur Briem, fyrrverandi sótt- varnalæknir, telur að vel hafi verið tekið á málum hérlendis hvað varð- ar aðgerðir í tengslum við kórónu- veiruna. Margt sé líkt með henni og svínaflensunni sem kom upp ár- ið 2009 hér á landi. Þó sé óþægileg óvissan um það hvernig sjúkdómurinn muni þróast á næstu misserum. Dæmi séu um að slíkar sýkingar séu vægar í fyrstu en skelli svo á með meiri þunga. Margt sé líkt með aðgerðum al- mannavarna núna og þegar svína- flensan kom upp árið 2009. „Svipað var uppi á teningnum þegar svína- flensan kom upp. Reynt var að halda fólki í heimaeinangrun. Eins er margt líkt með þessari kórónuveiru og inflúensusmitum eins og svínaflensu. Inflúensan er kannski meira smitandi því það er ekki bara dropasmit og yfirborðs- smit, heldur einnig úðasmit,“ segir Haraldur. Hann segir að tölfræði frá Kína sýni að dánartíðni vegna kórónu- veirunnar fari vaxandi með hærri aldri þeirra sem smitast. „Hjá þeim sem eru orðnir yfir 80 ára getur hún verið um 10% en hjá ungu fólki get- ur hún verið um 1% eða undir því. Börn undir 10 ára virðast koma nokkuð vel út úr smiti,“ segir Har- aldur. Er það að sögn Haraldar ólíkt því sem var þegar svínaflensan geisaði. Þá lagðist hún þungt á ungt fólk. „Nokkur tilfelli voru um ungt fólk sem lá á gjörgæslu. Svo kom í ljós að flensan var meira í ætt við árstíðarbundna inflúensu og leið undir lok. Nú erum við hins vegar í mikilli óvissu um það hvert málin stefna með kórónuveiruna. Ef við tökum dæmi um spænsku veikina árið 1918 þá byrjaði hún sem væg flensa um vorið en hún breyttist skyndilega í mjög svæsna flensu með hárri dánartíðni. Við héldum fyrst að svínaflensan væri mjög slæm en svo reyndist ekki vera. Það er því mjög erfitt að segja til um það hvert þetta mun stefna með þessa nýju veiru,“ segir Haraldur. Líkist að mörgu leyti svínaflensu  Erfitt að meta þróun veirunnar Haraldur Briem Kórónuveirusmit á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.