Morgunblaðið - 02.03.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 02.03.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020 Dolorin Hita- og verkjastillandi paracetamól Á HAGSTÆÐUVERÐI! Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Lesiðvandlegaupplýsingarnaráumbúðumogfylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til lækniseða lyfjafræðingsséþörfá frekari upplýsingumumáhættuogaukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Nýjar umbúðir Dolorin500mg paracetamól töflur - 20stkog30stk Tvær nýjar göngubrýr hafa verið settar á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Myndin var tekin þegar verið var að hífa aðra brúna á sinn stað um helgina. Þvera þær brautina í einu hafi. Önnur brúin er á milli Hvamma og Áslands, til móts við Álftaás. Hin kemur í stað undirganga við Þorlákstún, á milli íþróttasvæðis Hauka og Hvaleyrarskóla. Tvær nýjar göngubrýr á Reykjanesbraut Morgunblaðið/Sigurður Bogi Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Félagsmenn Eflingar, sem starfa annars vegar hjá einkareknum skól- um og hins vegar hjá sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur, samþykktu um helgina með yfirgnæfandi meiri- hluta að boða til ótímabundinna verk- falla frá og með mánudeginum 9. mars. Um 87% starfsmanna Eflingar hjá Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mos- fellsbæ, Hveragerði og Ölfusi, sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu, kusu með verkfallinu en þau sveitarfélög fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga samningsumboð sitt. Þá samþykktu 90% þátttakenda í einkareknum skólum verkfallsboðun. Athygli vekur að kjarasamningar starfsmanna einkarekinna skóla eru ekki lausir, en um er að ræða sam- úðarverkfall með verkfalli fé- lagsmanna sem starfa hjá Reykjavík- urborg. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu Samtök at- vinnulífsins kæra þá verkfallsboðun til Félagsdóms. Friðarskylda ríkir á vinnumarkaði meðan kjarasamningar eru í gildi, en í því felst að „óheimilt sé að beita vinnustöðvun til þess að knýja fram breytingar á kjarasamningi sem er gildur“ eins og segir í dómi Fé- lagsdóms frá árinu 1961. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur þó látið hafa eftir sér að farið verði fram á sams konar leiðréttingu fyrir starfsmenn einkarekinna skóla og félagið fer fram á fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar. Álitamál er hvort þau ummæli geti orðið til þess að samúðarverkfall verði dæmt ólöglegt. Ef fer sem horfir munu 510 starfs- menn Eflingar, þar af 240 í einka- reknum skólum, leggja niður störf næsta mánudag. Þann sama dag er ráðgert að verkfallsaðgerðir starfs- manna BSRB, sem starfa hjá sveit- arfélögum og ríki, hefjist en viðbúið er að 15.400 manns leggi niður störf í aðgerðunum náist samningar ekki fyrir þann tíma. Undanþágur veittar í Reykjavík Sem kunnugt er hefur ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg nú staðið yfir í tvær vikur. Um helgina samþykkti undanþágu- nefnd Eflingar að veita velferðarsviði borgarinnar undanþágu frá verkfalli vegna þrifa og umönnunar hjá öldr- uðum og fötluðum fram til miðviku- dags. Þá var einnig veitt undanþága til föstudags vegna sorphirðu og hefst hún að nýju í dag. Fór borgin fram á undanþágur vegna kórónuveirunnar, en almannavarnadeild Ríkislögreglu- stjóra hafði stuttu áður lýst yfir áhyggjum af áhrifum yfirstandandi verkfallsaðgerða á viðkvæmustu hópa samfélagsins og óttast að takmörkuð sorphirða gæti dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða. Í samtali við mbl.is segir Viðar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Eflingar, að með sam- þykktinni hafi félagsmenn Eflingar fært ákveðna fórn. „Að gefa eftir sitt öflugasta tæki í baráttunni fyrir bætt- um kjörum, sem er verkfallið. Þeir [félagsmenn] gera það af því þeir vilja tryggja öryggi og heilsu hjá við- kvæmum hópum,“ segir Viðar, og bætir við að undanþágubeiðnir sanni mikilvægi umræddra starfa. Þriðju undanþágubeiðni borgaryf- irvalda var aftur á móti hafnað. Hún sneri að þrifum á grunnskólum borg- arinnar og var líkt og hinar rökstudd með vísan til kórónuveirunnar, en í samtali við mbl.is sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri borgina leggja áherslu á það í ljósi leiðbein- inga frá almannavörnum Ríkislög- reglustjóra um aukin þrif í húsum þar sem þjónusta er veitt. Að sögn Viðars, framkvæmdastjóra Eflingar, eiga þau rök þó ekki við í tilfelli grunn- skóla. „Við teljum nokkuð ljóst að röksemdirnar sem tengjast sérstak- lega þessum faraldri eigi ekki við um skólastarfsemi vegna þess að þar eru ekki þessir sérstaklega viðkvæmu hópar á ferð,“ útskýrir Viðar og bætir við: „Þessar stofnanir hafa einfaldlega lokað í mörgum tilfellum þannig að borgin sjálf hefur þannig augljóslega færa leið til að leysa þann vanda án þess að setja fólk í hættu.“ Efling boðar til fleiri verkfalla  Félagsmenn Eflingar í sveitarfélögum utan Reykjavíkur samþykktu verkfall  Undanþágur veittar vegna sorphirðu og umönnunar í Reykjavík, en undanþágubeiðni vegna þrifa í grunnskólum hafnað Morgunblaðið/Eggert Efling Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar í Reykjavík hefur nú staðið í tvær vikur. Í næstu viku hefjast aðgerðir starfsmanna hjá öðrum sveitarfélögum, auk samúðarverkfalls starfsmanna einkarekinna skóla. Undirskriftasöfnun fyrir íbúakosn- ingu um deiliskipulag við Stekkjar- bakka við Elliðaárdal í Reykjavík lauk á föstudag. Safna þurfti undir- skriftum um 18.000 Reykvíkinga til að borgaryfirvöld væru bundin af niðurstöðum hennar. Alls söfnuðust 9.003 undirskriftir rafrænt, en því til viðbótar á eftir að yfirfara undir- skriftir sem söfnuðust á pappír og skipta nokkrum þúsundum. Ná- kvæmur fjöldi undirskrifta liggur því ekki fyrir, en í samtali við Morgun- blaðið segir Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaár- dals, að útilokað sé að tilskildum fjölda hafi verið náð. „Ég held að ég verði að vera raunsær,“ segir hann en bætir þó við að hann telji félaginu hafa tekist að safna því sem ætti að þykja eðlilegur fjöldi undirskrifta. „Við erum með fleiri undirskriftir en kjósendur Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í síðustu kosningum, þótt þessir aðilar hafi talað eins og þetta sé enginn fjöldi,“ segir Halldór. Spurður hvort félagið hafi fleiri ráð, segir hann að íbúar í Stekkja- hverfi í Breiðholtinu, í næsta ná- grenni framkvæmdasvæðisins, séu enn með það til skoðunar að fara dómstólaleiðina, þ.e. áfrýja úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til dómstóla. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, for- maður borgarráðs, vildi ekki tjá sig um undirskriftasöfnunina þegar eft- ir því var leitað, þar sem endanlegur fjöldi undirskrifta liggur ekki enn fyrir. Náðu ekki nægum fjölda undirskrifta  Hollvinir skoða að áfrýja til dómstóla Ekki hefur verið fundað í kjaradeilu Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og ekki hafði verið boðað til fundar þegar blaðið heyrði í Valmundi Val- mundssyni, formanni Sjómanna- sambandsins. „Vonandi förum við að funda,“ segir hann. Nokkuð er síðan Sjómanna- sambandið afhenti SFS kröfur sínar og tók við gagnkröfum útvegs- manna. Valmundur segir að menn séu um þessar mundir að fara yfir málin í sjómannafélögunum. Spurður um helstu kröfur sjó- manna nefnir Valmundur fyrst fisk- verðsmálin. Segir að sjómenn séu sérstaklega ósáttir við stöðu mála varðandi verðlagningu á uppsjávar- fiski. Þau mál þurfi að fara í betri farveg til að menn verði sáttari. Hann nefnir að olíukostnaður hafi snarminnkað hjá íslenskum útgerð- um vegna nýrri og hagkvæmari skipa en samt séu sjómenn að greiða hluta olíunnar, kannski fullmikið. Hann segir að sjómenn geri einnig kröfu um að fá 3,5% hækkun á líf- eyrissjóðsgreiðslum, eins og aðrar stéttir hafi fengið. Dýrt að lifa Spurður um mótkröfur útgerð- armanna segir Valmundur að þær snúist meðal annars um að útgerð- irnar fái stærri hlut á kostnað sjó- manna. Rökin séu þau hvað dýrt sé að gera út, meðal annars vegna álagningar veiðigjalda, kolefn- isgjalda og fleiri gjalda til ríkisins. „Það er líka dýrt að lifa. Alltaf er verið að auka álögur á almenna borgara og sjómenn tilheyra þeim hópi og þurfa líka að borga þótt þeir vinni úti á sjó,“ segir Valmundur. helgi@mbl.is Fiskverðsmálin mikilvæg  Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna hafa ekki enn fundað  Sjómenn ræða verðlagningu uppsjávarfisks Morgunblaðið/Sigurður Bogi Barátta Valmundur Valmundsson er formaður Sjómannasambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.