Morgunblaðið - 02.03.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020 Í borgarráði sl. fimmtudag var af-greitt mál sem er lýsandi fyrir ástandið í stjórn borgarinnar. Þar var tekið fyrir svar meirihlutans í borginni við einfaldri beiðni sem fram hafði komið um að borgarráð fengi sent „minnisblað sem borgarlögmaður rit- aði í kjölfar kaupa Reykjavíkurborgar á Hverfisgötu 41 árið 2016 á 63 milljónir“.    Afstaða þeirra semráða í borginni er að minnisblaðið sé „vinnugagn“ í skiln- ingi upplýsingalaga og því hvíli ekki sú skylda á borginni að upplýsa um efni þess. Og þar sem borginni ber ekki skylda til að upp- lýsa kýs hún að gera það ekki.    Borgarfulltrúi Miðflokksins, semhafði óskað eftir minnis- blaðinu, bókaði meðal annars: „Leyndarhyggjan er algjör hjá Reykjavíkurborg. Verið er að fela upplýsingar fyrir almenningi í for- dæmisgefandi máli hvað varðar breytingar á skipulagi og uppbygg- ingu á lóð.“    Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-flokksins bókuðu einnig: „Enn og aftur staðfestist að Reykjavíkur- borg hefur farið illa með opinbert fé. Í þessu tilfelli fara 63 milljónir sem í súginn fyrir ekkert. Það er með ólík- indum að Reykjavíkurborg skuli fara svona með fjármuni þegar við- haldi hefur ekki verið sinnt og er grunnþjónustu illa sinnt á ýmsum sviðum.“    Hvað er borgin að fela?    Hvers vegna er borgin að bruðla? Vigdís Hauksdóttir Leynimakk um bruðlið í borginni STAKSTEINAR Eyþór Arnalds Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Um þessar mundir stendur yfir net- uppboð á vegum Bókarinnar, forn- bókabúðar, og Gallerís Foldar. Mikið úrval íslenskra bóka er á uppboðinu, mest frumútgáfur sem áritaðar eru af höfundi. Meðal uppboðsgripa má nefna fimm bækur Steins Steinars í upp- runalegri útgáfu áritaðar af höfundi, bók Dags Sigurðarsonar Hlutabréf í sólarlaginu og áritaðar bækur Sig- urðar Pálssonar. Þá má finna and- mælaritgerð Halldórs Laxness gegn bókinni Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson, þar sem nóbelsskáldið tek- ur upp hanskann fyrir kaþólska trú. Ari Gísli Bragason bóksali segir uppboðið hafa gengið þokkalega hing- að til. Aðspurður segir hann að stór hluti bókanna, sem nú eru til sölu, komi úr dánarbúi Norðmannsins Ívars Orglands sem kom upphaflega til Ís- lands sem sendikennari og varði ára- tugum í að efla menningartengsl Ís- lands og Noregs auk þess að þýða íslensk verk á nýnorsku. Uppboðið fer fram á heimasíðunni uppbod.is, og gefst öllum kostur á að bjóða í gripina fram á sunnudag 8. mars. Þá eru uppboðsmunir til sýnis í Galleríi Fold á Rauðarárstíg í Reykjavík. Ljóst er að bækurnar vekja mismikla athygli, en þegar blaðið fór í prentun hafði langhæsta boðið borist í fyrrnefndar bækur Steins Steinars, 120.000 krónur. Mikið úrval bóka boðið upp á netinu  Hæsta boð í árituð frumeintök af verkum Steins Steinars 120.000 krónur Safngripur Tíminn og vatnið. Vigfús B. Jónsson, fyrrverandi bóndi á Laxamýri í Reykja- hverfi í Suður- Þingeyjarsýslu og for- ystumaður í veiði- málum, lést á hjúkrunarheimilinu Hvammi á Húsavík, síðastliðinn fimmtudag. Hann var á 91. aldurs- ári. Vigfús var fæddur á Laxamýri 8. ágúst 1929. Foreldrar hans voru Jón H. Þorbergs- son, búfræðingur og bóndi þar, og kona hans Elín Vigfúsdóttir. Hann stundaði nám í héraðsskólanum á Laugum, gagnfræðaskólanum á Húsavík og í Jæren-Folkehögskole í Noregi. Vigfús kenndi tvo vetur í Búð- ardal áður en hann gerðist bóndi á Laxamýri árið 1953. Þar byggði hann nýbýlið Laxamýri 2. Hann var virkur í fé- lagsmálum sveitar sinnar og héraðs sem formaður Ungmenna- félagsins Reykhverf- ungs, hreppsnefnd- armaður, oddviti, hreppstjóri og sýslu- nefndarmaður. Hann var í stjórn og formað- ur Veiðifélags Laxár og Landeigendafélags Laxár og Mývatns. Þá sat hann í stjórn Landssambands veiði- félaga og var formaður um árabil. Vigfús gegndi trún- aðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. Eftirlifandi eiginkona Vigfúsar er Sigríður Atladóttir, húsfreyja frá Hveravöllum í Reykjahverfi. Þau eignuðust fjögur börn, Elínu, Atla, Sigríði Steinunni og Jón Helga. Andlát Vigfús B. Jónsson bóndi á Laxamýri fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.