Morgunblaðið - 02.03.2020, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020
B
irt
m
eð
fyrirvara
u
m
m
yn
d
-
o
Þetta flytur sig ekki sjálft!
Sixt langtímaleiga einfaldar reksturinn
ÞjónustuskoðanirTryggingar og gjöld Hefðbundið viðhaldDekk og dekkjaskipti
Kynntu þér kosti langtímaleigu á
sixtlangtímaleiga.is eða hafðu samband
við viðskiptastjóra Sixt í síma 540 2222
eða á vidskiptastjori@sixt.is.
(Atvinnubílar á langtímaleigu koma hreyfingu á hlutina)
g
textab
r
n
g
l
Innifalið í langtímaleigu:
Verð frá:
63.900 kr. á mán án vsk.
Verð með vsk. frá: 79.236 kr. á mánuði.
Pantaðu bílinn á sixtlangtimaleiga.is.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Öfgafyllri veðrátta er sögð ein af-
leiðing loftslagsbreytinga og í
vetur hafa einmitt verið talsvert
miklar sviptingar í veðri hér á Ís-
landi. Hvað er í rauninni að ger-
ast vekur upp spurningar og kall-
ar á rannsóknir,“ segir Einar
Sveinbjörnsson veðurfræðingur
hjá Veðurvaktinni. Í vetur hafa
verið hlýindi víða í Norður-
Evrópu sem vísindamennn hjá Al-
þjóðaveðurfræðistofnuninni
munu, að áliti Einars, tengja við
loftslagsbreytingar. Tíð storm-
veður á Íslandi geta helgast af
sömu orsökum að mati Einar sem
bætir við: „Hér hefur verið lágur
loftþrýstingur síðustu mánuði og
þar geta breytingar á loftslagi
verið orsakaþáttur. Fleira er veð-
ur en bara hiti og úrkoma. Al-
mennt talað er mörgum spurn-
ingum ósvarað um tengsl
hlýnunar loftfhjúps við lægða-
brautir yfir Atlantshafi, tíðni ill-
viðra og samspil við nokkrar
þekktar áratugasveiflur í loft-
hringrásog hita í sjó.“.
Stormur og djúpar lægðir
Veðrátta á landinu undan-
farið hefur verið rysjótt. Mikið
óveður gekk yfir norðan- og aust-
anvert landið dagana 10. og 11.
desember sem olli margvíslegum
röskunum svo sem rafmagnsleysi
á Dalvík og þar í kring svo dögum
skipti. Þá var ofsarok á landinu
þann 14. febrúar síðastliðinn en í
aðdraganda þess voru gefnar út
meri viðvaranir en oftast áður og
náði þær til stórs hluta landsins.
Talsvert eignatjón varð, svo sem
á rafmagnslínum á Suður- og
Vesturlandi.
„Veðráttan í vetur hefur ver-
ið nokkuð sérstök borið saman við
fyrri ár. Oft hafa djúpar lægðir
með miklum stormi komið að
landinu,“ segir Einar. „Óveðrin
tvö, það er fyrir norðan desember
og stormurinn sem hér gekk yfir
um miðjan febrúar, voru öflug
skot sem leiddu í ljós talverða
veikleika í innviðakerfi landsins.
Hins vegar hefur líðandi vetur
ekki verið snjóþungur, sama á
hvaða mælikvarða á það er litið.
Hitatölur eru sömuleiðis ekki
fjarri meðaltölum, þrátt fyrir
sveiflur milli daga og vikna. Ég
skil aftur á móti afar vel að fólk sé
orðið þreytt á veðráttu þessa
vetrar. Endalausar viðvaranir og
lokanir, vandræði með millilanda-
flugið og margvíslegt samfélags-
legt rask. Og þá er marsmánuður
allur eftir en þá hafa oft komið
skot og leiðinlegt veður með
ófærð.“
Dans á Atlantshafi
Algengt hefur verið í vetur
að djúpar lægðir dansi dögum
saman á Atlandshafinu sem aftur
hefur á stundum haldið opinni
braut norðlægra átta að landinu.
Þessu lýsir Einar Sveinbjörnsson
sem svo að veturinn hafi verið
„allt að því afbrigðilegur í veðri,“
eins og hann kemst að orði. „Töl-
ur frá desember síðastliðnum og
nú fram í febrúar segja okkur að
þetta er hlýjasti veturinn í Stokk-
hólmi í 240 ár. Svipað er uppi á
teningnum víða í Norður-Evrópu,
miklar rigningar hafa verið Bret-
landseyjum og á vesturströnd
Noregi sem sumstaðar jaðra við
met. Í Helsinki hefur nánast ekki
snjóað í allan vetur, sem er
óvenjulegt. Í nyrstu byggðum
Finnlands og Noregi er hins veg-
ar meiri snjór en sést hefur í lang-
an tíma.“
Kuldi í heiðhvolfi
Einar telur óvarlegt að
tengja veðurfar einstaka vetra
eða afmökuð tímabil tímabil við
loftslagsbreytingar. Veðurathug-
anir hafi verið gerðar á Íslandi í
um 200 ár og niðurstöður þeirra
sýni að sveiflur eru alltaf nokkar
og vetur oft ólíkir.
„Kannski eru sviptingar í
vetrarveðráttunni einmitt það
eðlilega á Íslandi og sama má
segja um hlýindi og rigningar í
Norður-Evrópu. Heimskauta-
hringrásin eins og hún er kölluð,
hefur verið óvenjuöflug í allan
vetur. Hún er í raun rót alls þessa.
Einfaldast að segja bara tilviljun,
en á það ber líka að með hlýnun af
mannavöldum kólnar í heiðhvolf-
inu í 10-40 km hæð á meðan hlýn-
ar nær yfirborði. Þetta getur leitt
til þess ástands einmitt sem við
höfum orðið vitni að í vetur – en
en mér finnst oft snemmt að
kveða uppúr með að slíkt sé end-
anleg skýring.“
Kanna þarf hvort afbrigðileg veðrátta í vetur tengist loftslagsbreytingum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Snjókarl Heimskautahringrásin hefur verið óvenjuöflug í vetur og er
rót sviptinga í veðri undanfarið, segir Einar Sveinbjörnsson í viðtalinu.
Óveður og öflug skot
Einar Sveinbjörnsson er
fæddur 1965. Hann lauk námi í
veðurfræði í Osló 1991 og
starfaði lengi á Veðurstofu Ís-
lands. Hefur sinnt ýmsum fé-
lags- og sveitarstjórnarmálum
og aðstoðarmaður tveggja um-
hverfisráðherra.
Hefur í meira en áratug
starfrækt Veðurvaktina sem
sinnir veðurvöktum, spáþjón-
ustu og fleiru slíku, m.a. á
vefnum blika.is
Hver er hann?
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Félagskerfi landbúnaðarins verður
einfaldað og félagseiningum fækkað
um helming, nái tillaga nefndar sem
unnið hefur að heildarendurskoðun
félagskerfis landbúnaðarins fram að
ganga. Tillagan verður lögð fyrir
búnaðarþing sem hefst í dag.
Lagt er til að horft verði til systur-
samtaka Bændasamtaka Íslands í
Danmörku sem fyrirmyndar og að
stofnuð verði Samtök landbúnaðar-
ins. Mynduð verði tveggja stoða
samtök. Bændasamtök Íslands verði
önnur stoðin en hina myndi fyrirtæki
sem tengjast landbúnaði. Hugmynd-
in er að Landbúnaðarklasinn verði
stofn í fyrirtækjastoðinni. Fulltrúar
úr báðum stoðum myndi síðan stjórn
Samtaka landbúnaðarins.
Tilgangur tillagnanna er að auka
skilvirkni og bæta nýtingu fjármuna.
Einnig að ná fram sem breiðastri
samstöðu meðal bænda um fé-
lagskerfið og auka þannig slagkraft
hagsmunagæslunnar.
Þá er lagt er til að tekið verði upp
auragjald af allri búvöruframleiðslu í
landinu til að tryggja fjármögnun
rannsókna- og þróunarstarfs í land-
búnaði. Er vísað til þess að það fyr-
irkomulag sé viðhaft víðast hvar um
hinn vestræna heim.
Fjögur svæðissambönd
Nú eru búnaðarsambönd og sam-
tök búgreina aðal grundvöllur
Bændasamtaka Íslands. Eru þetta
27 sambönd en fjöldi félaga er í flest-
um þannig að félögin eru alls 142
talsins.
Lagt er til að búnaðarsamböndun-
um verði fækkað þannig að hvert
þeirra nái yfir stærra svæði en nú er.
Þau verði fjögur í stað ellefu. Bænd-
ur sem tilheyra búgreinum sem
dreifast nokkuð jafn yfir landið,
sauðfjárrækt, nautgriparækt,
hrossarækt, ferðaþjónusta og skóg-
rækt, myndi deildir innan búnaðar-
sambandanna í stað þeirra undir-
félaga sem nú eru starfandi.
Bændur sem tilheyra fámennum
búgreinum með tiltölulega afmark-
aða landfræðilega dreifingu, svo sem
svínabændur, kjúklingabændur,
garðyrkjubændur og fleiri, eigi
áfram aðild að BÍ í gegn um sérsam-
bönd. Sama gildi um bændur sem til-
heyra hagsmunahópum með afmark-
aða hagsmuni, svo sem Beint frá býli
og Ungir bændur. Þannig verða 14
sambönd með aðild að Bændasam-
tökum Íslands í stað 27 nú.
Starfsmenn færist til BÍ
Búgreinafélögin eru með sjálf-
stæða starfsemi og mörg þeirra með
starfsmann. Lagt er til að starfsemin
renni inn í Bændasamtök Íslands en
starfsmennirnir vinni áfram í þágu
viðkomandi búgreina.
Búnaðarþing mun áfram fara með
æðsta vald í málefnum bænda. Í ann-
arri tillögu sem liggur fyrir búnaðar-
þingi nú er lagt til að búnaðarþing
verði haldið á hverju ári en nú er það
haldið annað hvert ár á móti ársfundi
samtakanna.
Í stjórn BÍ eiga að sitja níu fé-
lagsmenn en þeir eru nú fimm.
Búnaðarþing mun fjalla um tillög-
urnar. Verði þær samþykktar fara
þær til aðildarfélaganna til af-
greiðslu. Í kjölfarið verður haldið
aukabúnaðarþing haust til að breyta
samþykktum samtakanna. Nýtt fyr-
irkomulag tekur ekki gildi fyrr en
þá.
Einingum fækk-
að um helming
Félagskerfi landbúnaðarins breytt
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Í fjósi Félagskerfið endurskoðað.
Stöndum þétt saman er yfir-
skrift búnaðarþings sem haldið
verður í Bændahöllinni í dag og
á morgun. Þingið verður sett við
athöfn í Súlnasal Hótel Sögu og
hefst klukkan 12 í dag. Land-
búnaðarverðlaun verða afhent
og Kristján Þór Júlíusson land-
búnaðarráðherra og Guðrún
Sigríður Tryggvadóttir, formað-
ur BÍ, ávarpa samkomuna.
Stöndum
þétt saman
BÚNAÐARÞING