Morgunblaðið - 02.03.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020 UMHVERFISVÆNI RUSLAPOKINN Umhverfisvæna ruslapokann má nálgast í öllum helstu verslunum Hugsum áður en við hendum! Umhverfisvæni ruslapokinn er úr maíssterkju sem brotnar niður á nokkrum vikum án þess að valda skaða í náttúrunni. Umhverfisvæni ruslapokinn er með handföngum og passar vel í ruslatunnur á heimilum eða sem burðarpoki í verslunum. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfis- stofnunar og forsætisráðuneytisins og fulltrúi Bláskógabyggðar unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Jörund. Náttúru- vætti eru friðlýstar náttúrumyndanir samkvæmt íslenskum lögum. Jörundur er hraunhellir í Lamba- hrauni við Hlöðufell og þykir ein- stakur á heimsvísu. Hann var friðlýstur sem náttúru- vætti árið 1985 af Ragnhildi Helga- dóttur þáverandi menntamálaráð- herra og dropsteinar í hell- inum voru frið- lýstir 1974 af Magnúsi Torfa Ólafssyni. Stað- setningu Jör- undar er haldið leyndri til að vernda náttúru- minjar sem þar er að finna. Op hellisins er hulið grjóti sem falið er undir foksandi. Rétt innan við opið er þrenging þar sem búið er að koma fyrir læstu hliði. Hellirinn hefur meira og minna verið lokaður síðan 1984. Síðast var farið inn í hann kringum 2010, þegar lásar á lok- uninni voru endurnýjaðir. Óheimilt er að fara í hellinn án sérstaks leyfis Umhverfisstofnunar, sem getur gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir um- ferð í leyfisleysi. Stjórnunar- og verndaráætlun fyr- ir Jörund er ætlað að vera stefnumót- andi skjal, unnið í samvinnu við rétt- hafa lands og sveitarfélag og er hugsað sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Í drögum að áætluninni kemur fram að Jörundur er í Lambahrauni sem myndaðist í dyngjugosi fyrir um 4.100 árum. Gígur dyngjunnar er í miðju hraunsins og nefnist Eldborgir. Þrátt fyrir að góð skilyrði fyrir hella- smíði hafi verið í þeim hraunum sem runnu úr Eldborgum hafi fáir hraun- hellar fundist. Ætla megi að þeir stærstu séu enn ófundnir en mikill foksandur hefti hellakönnun. Jörundur fannst sumarið 1980 í upphafi hundadaga og þótti því við hæfi að kenna hann við Jörgen Jörg- ensen, Jörund hundadagakonung. Hellismynnið lætur ekki mikið fyrir sér fara og þurfti upphaflega að nota sleggju og járnkarl til að komast nið- ur í hellinn. Jörundur er um 225 metra langur í heildina. Jörundur er metinn einstakur hraunhellir á heimsvísu, bæði vegna ótrúlegra litbrigða á veggjum og þeirra hraunmyndana sem hann geymir. Af þeim tæplega 800 hellum sem hafa verið kannaðir hér á landi kemst enginn nærri því sem finnst í Jörundi hvað varðar litadýrð og hraunmyndanir. Björn Hróarsson jarðfræðingur lýsir Jörundi á þennan hátt í bók sinni Hraunhellar á Íslandi: „Lita- dýrðin í hellinum er engu lík og erfitt að lýsa henni í orðum … Hvergi ann- ars staðar á Íslandi getur að líta ann- að eins samspil lita nema þá helst í sýningarsölum listasafna á hátíðis- dögum. Á hellisveggjum ægir saman öllum regnbogans litum þótt mest beri á sterkum rauðum og gulum lit- um … Litirnir stafa flestir af oxun járnsins í hrauninu og hafa efnahvörf- in gengið hraðast við sprungur og aðrar glufur í veggjum hellisins. Innstu hundrað metrar Jörundar eru þaktir dropsteinsmyndunum. Lengstu dropsteinarnir eru yfir metri á hæð en þúsundir steina eru yfir hálfur metri á hæð.“ Myndun dropsteina í hraunhellum tekur ekki langan tíma, í mesta lagi nokkrar vikur eða mánuði, þar sem kólnun hellisins kemur fljótt í veg fyr- ir frekari myndun þeirra. Drop- steinar í Jörundi eru því allir taldir hafa myndast á fyrstu þremur mán- uðunum eftir að hraunstreymi um hellinn lauk og kólnun hans hófst. Þessi myndun dropsteina og hraunstráa gerist aðeins einu sinni á æviskeiði hraunhella og því séu allar skemmdir með öllu óafturkræfar. Hraunhellar eru meðal viðkvæm- ustu náttúruminja Íslands og lítið megi út af bera til að varanlegar skemmdir verði. Með aukinni ásókn ferðafólks í íslenska náttúru séu hell- ar einna helst taldir í hættu þar sem þeir eru afar viðkvæmir fyrir ágangi. Hellar haldist oftast óbreyttir í ár- þúsundir eða þar til ferðafólk tekur að leggja leið sína í þá. Dropsteinar og aðrar hraunmyndanir hafi verið brotnar niður og fjarlægðar í mörg- um hellum landsins. Almenningur getur kynnt sér verndaráætlunina á vefnum www.ust.is. Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum fyrir Jörund er til 19. mars 2020. Leynihellir fær aukna vernd  Gerð hefur verið verndaráætlun fyrir náttúruvættið Jörund  Hraunhellir í Lambahrauni við Hlöðufell er einstakur á heimsvísu  Þar má finna dropasteina og alla regnbogans liti Hellirinn Jörundur „Hvergi annars staðar á Íslandi getur að líta annað eins samspil lita nema þá helst í sýningarsölum listasafna á hátíðisdögum.“ Jörundur hunda- dagakonungur Umsóknum íslenskra aðila um skrán- ingu hugverka hér á landi fækkaði nokkuð á seinasta ári miðað við árið á undan skv. nýrri tölfræði Hugverka- stofunnar. Fram kemur á vefsíðu Hugverkastofunnar að vörumerk- jaumsóknum íslenskra aðila fækkaði um 26% milli ára. Á sama tíma fjölg- aði hins vegar vörumerkjaumsóknum erlendra aðila um 2%. „Þegar litið er til vörumerkja þá var töluverð fækkun umsókna frá ís- lenskum aðilum á árinu 2019. 639 vörumerkjaumsóknir bárust Hug- verkastofunni sem er 26% fækkun miðað við árið 2018, en hafa verður í huga að árið 2018 var algjört metár hvað varðar fjölda vörumerkja- umsókna. Erfitt er að meta ástæður fyrir fækkuninni, en vörumerkja- umsóknir gefa oft vísbendingar um sveiflur og umsvif í viðskiptalífinu. Þessar tölur gætu því verið merki um að íslensk fyrirtæki hafi haldið að sér höndum í fjárfestingum og nýsköpun á árinu 2019,“ segir í frétt á vef stofn- unarinnar. Þar kemur einnig fram að á sein- asta ári bárust Hugverkastofunni samtals 3.405 vörumerkjaumsóknir frá erlendum aðilum. Þær voru 3.337 á árinu 2018 og fjölgaði því milli ára. Spurður hvort starfsmenn Nýsköp- unarmiðstöðvar hafi orðið varir við þá þróun að hægt hafi á nýsköpun segir Karl Friðriksson, forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð, svo vera. Áhyggjur af þessari þróun „Við höfum lengi vel haft áhyggjur af þessari þróun og staðið fyrir um- ræðu um þessi mál meðal opinberra aðila og hagaðila,“ segir hann í svari til blaðsins. „Við höfum einnig bent á verkefni sem gætu örvað þennan þátt nýsköpunar. Viðbrögð hafa verið fá- leg. Við höfum því tekið af skarið eftir okkar getu og settum á stofn sérstakt átak undir nafninu Stjörnusprotar. Hvað verður síðan um það og annað veit nú enginn.“ Ef litið er á fjölda einkaleyfaum- sókna sem lagðar voru inn í fyrra kemur í ljós að þeim fækkaði einnig milli ára eftir metár árið 2018. ,,Sam- tals voru lagðar inn 62 einkaleyfaum- sóknir árið 2019 samanborið við 66 umsóknir árið 2018. Umsóknum ís- lenskra aðila fækkaði úr 57 umsókn- um í 46 en umsóknum erlendra aðila fjölgaði úr 9 í 16.“ Ennfremur má sjá að evrópskum einkaleyfum sem stað- fest eru hér á landi hefur fjölgað frá því að Ísland gerðist aðili að Evr- ópsku einkaleyfastofunni. omfr@mbl.is 26% fækkun skrán- ingar vörumerkja  Gæti verið merki um minni nýsköpun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.